Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
31.7.2008 | 20:18
Kartöflugrasið, framhalds-smá....smælki.
.
Þann 7. júlí síðastliðinn settu tveir sauðir niður kartöflur á Vesturlandi.
Hverjir aðrir en sauðir setja niður kartöflur í JÚLÍ ?
.
.
Þið getið hætt að hlægja NÚNA því svona leit kartöflugrasið út í fyrradag, þriggja vikna gamalt.
.
.
Lesendur þessarar síðu, munu fá nánari fregnir af framvindu kartöflugrassins og uppskerufregnir um leið og þær berast.
Sparisjóður grínista...... alltaf spennandastur.
31.7.2008 | 10:33
Ég verð að vera dugleg og vinna þangað til ég verð 100 ára.
Það er orðið ansi langt síðan ég hætti að skilja íslenska tölustafi. Samt vinn ég allajafna við þá ! Það sem ég ekki skil er þessi gígantíski munur á kjörum fólks á Íslandi.
Til að gera langa sögu stutta.... þá sýnist mér í fljótu bragði að ég verði að vinna talsvert framyfir 100 ára aldurinn ef ég ætla að þéna það sem skattadrottning Vesturlands er að greiða í skatta - bara á þessu eina ári.
Og þá á ég samt eftir að greiða af mínum litlu launum .......anda djúpt.......... 37% tekjuskatt og virðisaukaskatt og nefskatt og bifreiðagjöld og gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og útsvar og Guð má vita hvað annað.
Hvernig væri að jafna aðeins kjör láglaunafólks og auðmanna og hafa flatan 15% skatt á alla ?
.
.
Jóhanna H. Sigurðardóttir greiðir mest á Vesturlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.7.2008 | 09:57
Ballerína fékk taugaáfall.
.
.
THE END.
(Stóð ekki einhvers staðar að í upphafi skyldi endinn skoða)?
.
.
Katla Gustavsberg er búin að vera í dansskóla.
Þessi mynd er tekin á einni af fyrstu æfingunum og þykir Katla heldur gleiðfætt í dansinum. Henni er uppálagt að bæta stílinn.
.
.
Aðeins bar á úrbótum hjá Kötlu. Það er ekki laust við að hún hafi notið dansins. Hún syngur hástöfum.
(Um helgina ætla ég að syngja lágstöfum)
.
.
.
Ómæ ómæ.... hvílík ballerína !!
.
.
Katla Gustavsberg útskrifaðist úr dansskóla með hæstu einkunn.
Eeeeeen............... nú þarf hún að fara til sálfræðings. Hún er haldin félagsfælni á háu stigi.
Þegar gestir stíga inn fyrir dyrnar hendist hún inn í herbergi og felur sig. Allan daginn þessvegna.
.
Og hún fékk taugaáfall þegar hún sá sængur án sængurvera í gær. Katla hélt í alvöru að það væru skrímsli í rúminu.
.
Þess ber að geta að ég var ekki í rúminu þegar hún hélt það.
.
.
28.7.2008 | 15:59
Er hægt að nota hann í smalamennsku í haust ?
.
.
Gunnar var úti með ærnar í haga
kunn´ekk´að smala og ráðalaus dó
Hann dó samt ekki, ég var bar´að bulla
Gunnar samt kann ekk´að smala - og þó ?
Aggagagg sagði kindin og beit´ann
Æjæjæ sagði Gunnar - þú fitubollan ! (við kindina sko)
grænleitum augunum trúi ég hann gjói
á aumingja ærnar, sem hlaupa svo heim.
.
.
Þessa vísu samdi ég fyrir margt löngu um Gunnar bloggvin minn.
Spurningin sem brennur á mér; Er Gunnar kannski besti smali ever ?
Hann er allavega búinn að smala næstum 100 bloggvinum í einn hóp á Topplistanum.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.7.2008 | 19:35
Hungursneið.
Lífið er bæði gaman og alvara. Í síðustu færslu var ég vitaskuld að spauga.
En lífið er ekki eintómt grín og nú fjalla ég um grafalvarlegt mál.
Ég ferðast til Egyptalands í vor.... og mér rennur verulega til rifja að heyra af yfirvofandi hungursneið í fjölmörgum löndum, þar ekki alls fjarri.
Á meðan við Íslendingar kveinum og kvörtum yfir versnandi lífskjörum, eiga aðrir íbúar þessarar veraldar við mun meiri vanda að etja. Það eru þeir sem ekki geta brauðfætt sig sjálfir. Hvernig tilfinning er það að vera móðir sem þarf að horfa á börnin sín svelta og deyja síðan úr hungri og geta ekkert aðhafst ? Örugglega skelfilegasta tilfinning í heimi !
.
.
Neðangreind frétt er tekin af Vísi.is;
.
"Hungursneyð er yfirvofandi á gríðarstóru svæði í austanverðri Afríku. Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að hátt í fimmtán milljónir manna þurfi aðstoðar við eigi ekki að koma til stórkostlegra hörmunga.
Loftslagsbreytingar eru daglegur veruleiki í austanverðri Afríku þar sem úrkoma undanfarin ár hefur verið minni og-eða óstöðugri en vant er til og þurrkar meiri - og á öðrum tímum - en fólk hefur vanist.
Fátækt er þar landlæg, sem og vopnuð átök og dýrasjúkdómar - og nú hefur verðbólga, hátt olíuverð og ónógur matur bæst við. Hinir verst stöddu eru ekki lengur aðeins fólk í sveitum, heldur einnig milljónir manna í þéttbýli, að því er talsmaður Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna sagði fréttamönnum í Nairobi fyrir helgina.
Um tuttugu milljónir manna búa í fátækrahverfum í löndunum í austanverðri Afríku - allt frá Eritreu og Sómalíu vestur til Uganda og suður til Tanzaníu. Þetta fólk horfist nú í augu við hungurvofuna sem aldrei fyrr vegna þeirrar efnahagskreppu sem gengur yfir heiminn. Víða hefur verð á matvælum hækkað um 30-50%, eins og í Kenya - og þar bætist við að ólgan í kjölfar forsetakosninganna um áramótin dró talsvert úr landbúnaðarframleiðslu.
Sameinuðu þjóðirnar fara nú fram á rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala, eða andvirði liðlega þrjátíu milljarða króna, til að bregðast við þeim vanda sem við blasir. Þetta er til viðbótar við það fé sem þegar er varið til að fæða hungrað fólk á svæðinu.
Þær fjórtán til fimmtán milljónir manna sem þurfa matvælaaðstoð á næstu mánuðum eru í Eþíópíu, í Sómalíu, í Kenya, Uganda, Eritreu og Djibouti. Ekki er ólíklegt að suðurhluti Súdans bætist í þennan hóp, - og ef taka má mið af ástandinu 2006, þá gæti það sama gilt um Tanzaníu, Burundi og Rúanda".
.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.7.2008 | 09:05
Kæri póstur.
Kæri póstur.
Ég er í vandræðum. Mér finnst eins og líf mitt sé komið í klessu. Við erum að tala um stórmál sem ég sé ekki nokkra einustu lausn á. Maðurinn er örugglega hættur að elska mig. Ég meina, hann gaf mér blóm fyrir viku......... en síðan hefur hann ekki gefið mér neitt. EKKERT.
Ekki eitt laufblað - ekki eina tölu, hvað þá rennilás.
Hvað á ég að gera ?
Ef ég hendi honum út núna, á ég þá að láta helv. blómin fjúka á eftir honum ? Þau eru hvort sem er orðin gömul.
Að maðurinn skuli láta sér detta í hug að ég líði svona framkomu.
Drulluhali, skítbuxi, nískupúki og ómagi.
.
Kæri póstur. Ég bíð eftir svari.
Ein í öllum öngunum.
.
.
24.7.2008 | 21:11
Þjónn !!!
Stundum koma upp aðstæður í daglegu lífi, sem hafa aldrei komið upp áður og þá reynir á hvort maður kunni að bregðast við.
Ég kunni það ekki áðan.
Þannig var að ég fór í bað. Þar sem ég ligg.... ekki í makindum.... heldur í baði og sulla dálítið, sé ég að það er fluga í baðinu mínu. Fluga í baðinu !
.
Það er þó ekkert vandamál get ég sagt ykkur, heldur hitt að þegar ég ætla að kalla;
"Þjónn, það er fluga í baðinu", átta ég mig á því að ég hef engan þjón.
.
.
Það þarf svo sterk bein til að vera ég.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.7.2008 | 10:37
Vatnsmelónur = Viagra.
Ný rannsókn leiðir í ljós að það virkar álíka vel fyrir ástarlífið að borða vatnsmelónur eins og að taka inn Viagra.
.
.
Efnasamband sem kallast citrulline finnst í vatnsmelónum og það hefur svipuð áhrif á blóðstreymi líkamans og Viagra.
Það voru vísindamenn í Texas sem unnu að rannsókninni. Sá sem stjórnaði henni segir að vatnsmelónur séu frábær leið til að slaka á æðakerfi líkamans án þess að eiga á hættu hliðaráhrif af lyfjaneyslu.
Hann segir einnig að vatnsmelónuát sé gott fyrir hjartað og ónæmiskerfið.
(sjá frétt á Vísi.is http://www.visir.is/article/20080724/FRETTIR02/518304101 )
......................
.
Ó ! Og ég sem hélt að ég hefði bara verið að vinna í grænmetistorgi en þá var ég í raun að selja Viagra í dulargervi.
.
Maður er svo saklaus.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.7.2008 | 23:51
Ég á minn stól.
Nú er ég komin í mánaðar sumarfrí. Ég get sagt ykkur að það er allt öðruvísi að vera í sumarfríi, heldur en án atvinnu og þessvegna í fríi. Samt er maður að gera næstum því ekkert í báðum tilfellum. Þetta er bara spurning um að vita hversu langt fríið er og hvað maður gerir eftir frí.
Svipuð tilfinning og að eiga sinn stól í eldhúsinu. Að hafa fasta punkta í tilverunni.
Í dag gerði ég bara nauðsynlegustu heimilisverk. Á morgun ætla ég að gera bara nauðsynlegustu heimilisverk og ekkert meira. Kannski geri ég eitthvað á hinn daginn, kannski ekki. Líklega ekki.
.
.
22.7.2008 | 21:18
Bara svona ein spurning í kvöldsárið.....
.......Hefur þú einhvern tíma verið skotinn í Kaf ?
.
.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði