Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
28.2.2009 | 23:10
Til þín og þinna.
Heill sé þér og þínum
þá einnig mér og mínum
þegar þú og þínir
næst hitta mig og mína,
megi gestrisni mín og minna
jafnast á við þá sem þú og þínir
hafa sýnt mér og mínum
í dag.
.
27.2.2009 | 20:04
Föstudagurinn tuttugastiogsjöundi.
Föstudagurinn tuttugastiogsjöundi;
.
Í morgun arkaði ég í vinnuna og steig í þann eina poll sem var á gólfinu. Afleiðingin var sú að ég hefði farið í splitt, hefði ég getað það. Fæturnir fóru semsagt út um allt og ekki í sömu átt. Þrátt fyrir jákvæðan vilja get ég ekki sagt að tilburðir mínir hafi verið tignarlegir. Sennilega var byltan í hallærislegra lagi þótt ég segi sjálf frá. En ómeidd er ég.
Síðan gerist það í hádeginu að ég sest upp í minn sífellt verðmeiri bíl en hann er að hluta til fjármagnaður með frekar alþjóðlegum hætti .... og keyri af stað. Sól var í heiði og líka hjá mér svo ég opna gluggann. Skyndilega svínar bíll fyrir mig svo ég stöðva minn eðalvagn snöggt og ákveðið. Vill þá ekki betur til en svo að íshröngl sem safnast hafði á þak bílsins losnar og með einhverjum ótrúlegum hætti kom það allt inn um gluggann. Þarna sat ég því með heilu ísklumpana í fanginu. How cool is that ?
.
.
En að allt öðru;
Af hverju er sagt að eitthvað sé laukrétt ?
.
.
Og af hverju er sagt að eitthvað sé arfavitlaust ?
.
.
Laukur í verðlaun fyrir laukrétt svar.
24.2.2009 | 18:12
Kvefaður klerkur.
Ég afgreiddi prest í vinnunni í gær.
Í miðri afgreiðslu hnerraði hann......... atjúúúúúú.
Og aftur.......... aaaatjúúúúúúú.
Ég þagði.
Hann hnerraði í þriðja sinn......... aaatjúúúúúúú !
Þá sagði ég ..............
.
Guð hjálpi þér !
.
.
Mér fannst ég satt að segja vera komin aðeins inn á hans verksvið.
22.2.2009 | 14:04
Eins og talað úr mínu hjarta.
Auðvitað eiga þeir sem gömbluðu með fé landsmanna að skila því. Í mínum huga ber útrásarvíkingunum að skila öllu því fé sem þeir eiga.... m.ö.o. vera þeir fyrstu til að greiða upp skuldir þjóðarinnar. Síðan, þegar því er lokið, á að ganga að okkur ábyrgðarmönnunum.
Sem vissum samt ekki að við værum ábyrgðarmenn, enda var manni kennt að skrifa ekki uppá fyrir ókunnuga.
Ég er sammála Atla Gíslasyni varðandi það að ætli þessir menn sér að stinga af með auðinn, þá eiga þeir ekki landvistarrétt á Íslandi í framtíðinni. Hins vegar, skili þeir því sem þeir tóku frá þjóðinni og biðjist fyrirgefningar, þá er ég til í að taka þá í sátt. Við verðum að muna að þeir eru líka fólk og að þeir eiga líka börn. En á sama hátt eiga þeir að muna eftir okkar börnum sem erfa munu landið.
.
.
Útrásarvíkingana á válista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2009 | 22:23
Apar.
Vinkona mín sendi mér nýlega skemmtilega frásögn í tölvupósti;
.
Eftir að hafa fylgst með þætti á Animal planet í nótt, þá hef ég komist að því að það geti ekki verið rétt sem sagt er, að fólk geti ekki breyst. Þátturinn var um Babun apa (ef þeir þá heita það á íslensku). Þessi ákveðni flokkur var, eins og aðrir babunaflokkar, uppfullur af sterkum alfakarlöpum sem fóru illa með kvenapana, börðu hina karlapana og gerðu í raun lífið erfitt fyrir meirihluta hópsins. Svo komust þessir apar í matarafganga eftir einhverja túrista. Það vildi ekki betur til en svo að kjötið var sýkt af einhverri hroðalegri bakteríu og meirihluti babunahópsins dó. Það sem var merkilegt var að allir alfakarlaparnir dóu (trúlega verið frekastir og borðað mest) en eftir voru þá kvenapar í meirihluta og þessir félagslyndu og góðu karlapar sem höfðu verið undirgefnir alfakarlöpunum áður. Nú eru liðin tuttugu ár frá því þetta gerðist og þessi hópur hefur vaxið og dafnað. Þar ríkir mjög sérstakur andi, mikil félagshyggja, allir eru jafnir, borða jafnt og hjálpa hver öðrum. Þegar ungir karlapar koma, sem eru uppfullir af alfakarlapastælum þá bjuggust rannsóknarmenn við að allt gæti breyst aftur en það hefur sýnt sig að þessir ungu apar hafa bara fallið inn í þennan nýja lífsstíl þegar um hálft ár er liðið frá komu þeirra i hópinn. Ég er ekki að segja að mannskepnan sé alveg eins og babunar.. en ég held að við séum ekki langt undan. Ég er heldur ekki að segja að við þurfum að losa okkur við alfakarlana en þetta segir mér að ef þessi hópur getur breyst og bætt sína framkomu við hvert annað.. ja þá hljótum við að geta breyst líka og bætt okkur og okkar framkomu við náungann.
.
.
Gæti hugsast að sjálfstæðismenn séu í eðli sínu alfakarlapar ?
Hart deilt á stjórnarandstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
16.2.2009 | 18:14
Margur heldur mig sig.
Man einhver eftir ÞESSU HÉRNA ?
Ég er eiginlega ánægð með að Geir væni Jóhönnu um ósannsögli.
Jóhanna er sú persóna sem langflestir treysta. Jóhanna myndi aldrei fara að ljúga að þjóðinni. Geir undirstrikar því bara eigin bresti með þessum ummælum. Og ég sem hélt að hann myndi ganga með veggjum eftir viðtalið við BBC..... ÞETTA. Íííííí, ég skammast mín svo.
En sumir aðrir kunna bara ekki að skammast sín !
Mér líður stundum eins og ég sé að horfa á brúðuleikhús. Davíð heldur í spottana og Geir og Hannes Hólmsteinn eru aðal-dúkkurnar. Hræðilega þreytandi leikhús.
.
Má ég þá heldur biðja um Prúðuleikarana.
.
.
Davíð og dularfulla bréfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2009 | 11:49
Þetta gekk OF vel.
Um daginn bloggaði ég um hryssuna mína.
.
.
Ég á tvo hesta og eina hryssu og eru þau í hagagöngu uppi í sveit. Dag einn, fyrir u.þ.b. mánuði, hringdi bóndinn og tjáði mér að skjótti klárinn og hryssan væru alltaf upp við þjóðveg.... bara tvö. Þá fór ég og leit til með þeim og tók myndir, m.a. til að nota í myndagátu um hrossaliti.
Í fyrsta skipti þarna datt mér í hug að hryssan, sem er ótamin, gæti verið litförótt eins og faðir hennar sem einnig er í minni eigu. Ekki leiðinlegt að eiga tvö litförótt hross !
Nú, þar sem ég á ekki hesthús, ekki land og ekki hestakerru, hefur hestamennska mín undanfarin ár verið svolítið lituð af basli. Fæ ég hús í vetur ? Getur einhver lánað mér hestakerru ?
Því hef ég, smátt og smátt, verið að taka þá ákvörðun að hætta í hestamennsku. Hestarnir eru "börnin" mín og ég ákvað að gefa hrossin á valda staði frekar en að selja þá bara eitthvert. Klárarnir tveir fara til bestu vinkonu minnar en hryssan var gefin til pars sem ég þekki að góðu einu úr bridge spilamennsku.
Á síðustu helgi sluppu hryssan og skjótti klárinn út á þjóðveg. Maður sem ég þekki náði þeim seint um kvöld og stakk þeim inn í aðra girðingu en þau upphaflega voru í. Þá hringi ég í parið og bið þau að taka hryssuna um þessa helgi.
Í gær komu þau svo að sækja hryssuna. Ég var búin að mýla skjótta klárinn og hryssan beið álengdar. Við gengum að hryssunni og viti menn ! Hún stóð grafkyrr meðan við mýldum hana. Jei, hvað ég var glöð. Ótamin hryssa og hagaði sér alveg eins og gull. Síðan teymdist hún ljúflega upp á kerru og við höfðum á orði að þetta hefði gengið ótrúlega vel.
Parið keyrði heim á leið með hryssuna en leið mín lá niður í flóa þar sem ég hugðist sækja föður hennar. Litförótta móálótta hestinn minn, og teyma heim í girðingu til þess skjótta.
Þá brá svo við að ég náði honum ekki ! Það var sama hvað ég reyndi. Ég náði einu sinni gripi undir kjálkann á honum og það hafði alltaf dugað fram að þessu.... en hann reif sig frá mér.
Þá settist ég niður og fór að hugsa. Sem ég hefði betur gert aðeins fyrr í ferlinu.
Hvað er að hestinum ? Eða er þetta ekki hesturinn ? Kannski er ÞETTA hryssan !
Ég leit undir hestinn og fann ekkert ! Obbobobb. Þetta ER hryssan. Parið var á þessari stundu að bruna með klárinn minn upp í sveit, klárinn sem besta vinkona mín á að fá en hryssan þeirra stendur hér lengst út í flóa og lætur ekki ná sér.
Upphaflega sagði bóndinn mér að hryssan og skjótti klárinn væru upp við þjóðveg. Ég trúði honum bara. Og hugsaði aldrei sjálfstætt um það. Ég breytti meira að segja lit hryssunnar til að allt passaði. Hún er glettilega lík föður sínum á litinn, utan að hann er litföróttur en ekki hún.
En í stað gagnrýninnar hugsunar, gladdist ég yfir því að hryssan væri litförótt líka ! Barnslegt sakleysi mitt er slíkt að mér liggur við að skrá mig inn á leikskóla.
Hvað á að gera við konu á fimmtugsaldri sem trúir öllu sem henni er sagt ?
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.2.2009 | 10:26
Tíska.
Eins og flestir vita, fer tískan í hringi. Þ.e. fatatískan.
Í stjórnmálum hefur verið í tísku að kjósa sjallana næstum því síðan ég man eftir mér.
Undanfarin ár hafa auðkýfingar verið í tísku. Um þá er fjallað reglulega í Séð og heyrt.
.
Hér boða ég nýja tískustrauma.
Nú er OUT að kjósa þá sem framfylgdu ónýtri efnahagsstefnu.
Það er líka OUT að vera auðkýfingur.
Tískan í dag er HEIÐARLEIKI, RÉTTLÆTI og SAMHJÁLP.
Og það er eina tískan sem skiptir einhverju máli.
.
.
Selja íbúð á Manhattan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2009 | 22:26
Minning.
Kær bloggvinkona, Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, lést í gærkvöldi.
Það er ótrúlegt hversu sterkum böndum hægt er að tengjast á þessum samskiptamiðli, blogginu. Guðrún Jóna sýndi mikinn karakter í veikindum sínum. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og greind hennar skein í gegn en eftirminnilegust verður hún mér fyrir stuðning og hjartagæsku við þá sem þurftu þess með. Hafi hún þökk fyrir það.
Ég votta börnum hennar og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð.
.
.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði