Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
29.4.2009 | 08:24
Þeir gleymdu sjálfum sér.
Það hefur aldrei skort skopskynið í fyrrum nágranna mína í Staðarsveit.
Alveg er ég handviss um að öll sveitin hefur hlegið að þeim ... og þeir sjálfir manna mest.
Þetta verður fínt innlegg í næsta þorrablót.
.
Mínar bestu kveðjur í Staðarsveitina.
.
.
Gleymdu að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2009 | 22:52
Þvílíkt barn !
Oftast nenni ég ekki að horfa á margmiðlunarefni en þetta myndband er einstakt.
Drengurinn, Ethan Bortnick er sex ára gamall og hann er tær snillingur.
.
.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2009 | 17:50
Ekki eftirsóknarvert.
Í dag er sól á himni og sól í sinni.
.
Ég er verulega sátt við úrslit kosninganna og hef aftur endurheimt trú mína á að við Íslendingar séum þrátt fyrir allt hin bestu skinn sem er annt um hvort annað.
.
Dóttir mín, 12 ára, spurði ýmissa spurninga, í morgun, varðandi kosningaúrslitin. Hún spurði m.a.
"Hver vann" ?
"Verður Davíð núna á þingi" ?
"En Geir" ?
.
Við beindum þá þeirri spurningu að henni hvort hún vildi ekki bara verða þingmaður þegar hún yrði stór ?
Dóttirin þurfti ekkert að hugsa sig um áður en hún svaraði;
"Nei, þá yrði ég alltaf með hausverk" !
.
.
25.4.2009 | 00:29
Bara ef allir væru svona góðir vinir.
Værð og ró, vinátta og ást.
Þeir fá allir líf...... þótt við verðum þá með 6 kisur í heimili.
.
.
.
.
.
24.4.2009 | 22:03
Kosningasjónvarp RÚV.
Kosningasjónvarp RÚV var frábær skemmtun. Ég get fullyrt að aldrei hef ég séð jafn skemmtilegan stjórnmálaþátt.
Atkvæðið mitt var óákveðið í byrjun þáttar. Það komu þrír flokkar enn til greina.
Stjarna þáttarins var Ástþór Magnússon sem augljóslega toppaði sjálfan sig í kvöld þegar hann sagði Sigmund Davíð vera strengjabrúðu Ólafs, Finns Ingólfs. ofl. Þvílíkur senuþjófur.
Mér fannst Þór Saari komast verulega vel í gegnum þáttinn. Jóhönnu þekkjum við og vitum fyrir hvað hún stendur og Steingrímur var flottur að vanda.
Þegar síðan kom að stjórnmálafræðingunum var mér ekki eins skemmt. Konan þar, Stefanía Óskarsdóttir, misnotaði aðstöðu sína og reyndi að vekja auð sjálfstæðisatkvæði upp frá dauðum. Mér leið eins og verið væri að vekja upp drauga.
Gúgglið kemur upp um hana. "Kerlingarálftin" (ég hef aldrei verið svona orðljót á blogginu áður) var í prófkjöri fyrir sjallana. http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2002/10/22/stefania_oskarsdottir_gefur_kost_a_ser_i_profkjori/
Mér finnst lágmarkslýðræði að stjórnmálafræðingar hagi sér sem slíkir og láti eigin skoðanir liggja á milli hluta. Stefanía átti ekki heima við þetta borð.
.
EN.
Nú er búið að ákveða þau fjögur atkvæði sem í boði eru á þessu heimili.
Atkvæði skiptast þannig;
Samfylkingin 1 atkvæði.
Vinstri Grænir 1 atkvæði.
Borgarahreyfingin 2 atkvæði.
.
Svo er bara að hlakka til morgundagsins því hann verður góður.
.
.
Samfylkingin enn stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2009 | 13:25
Fuglasöngur.
www.skessuhorn.is er vefur sem ég lít reglulega á.
Vikulega spyrja Skessuhornsmenn lesendur einnar spurningar og spurning vikunnar hjá þeim núna er; Hver er uppáhaldsfuglinn þinn ?
Ég veit alveg hvaða fuglahljóð heilla mig mest en ég hef satt að segja ekki alveg verið með það á hreinu hvaða fugl framleiddi þessi hljóð. Ég hafði reynt að finna söngfuglinn minn með því að spyrja mér eldri og vitrari menn og stóð í þeirri trú að það væri Stelkurinn sem syngi svo fagurlega.
Nú, þar sem fróðleikurinn flæðir um internetið gúgglaði ég orðið "fuglahljóð" og datt inn á þessa bráðskemmtilegu síðu; http://www.fa.is/deildir/Liffraedi/vefsida/fugla.html
Nú veit ég að undurfagri fuglasöngurinn er tónsmíð hrossagauksins.
.
.
Um hrossagaukinn;
"Á vorin heyrist mikið í þeim, þegar þeir steypa sér á flugi og mynda hið vel þekkta hnegg, sem myndast vegna loftstraums sem leikur um ystu stélfjaðrir fuglana" ( www.islandsvefurinn.is )
Gleðilegt sumar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.4.2009 | 16:28
Lausn fyrir tilvonandi þingmenn.
Fyrir hreina tilviljun fann ég lausn á öllu atvinnuleysi á Íslandi.
.
Gerum ráð fyrir að láglaunastörf á Íslandi séu um 15 þúsund talsins.
Atvinnulausir eru svo kannski önnur 15 þúsund.
Það er afar lítill munur á kjörum atvinnulausra og þeirra lægstlaunuðu.
Og hér kemur lausnin;
Fólk sem vinnur láglaunastörf vinnur héðan í frá - frá gildistöku laganna - bara annan hvern dag. Fær semsagt þau hlunnindi til að bæta fyrir lág laun að fá mikil frí. Laun þeirra hækka þá um allt að því helming á tímann.
Atvinnulausir fá svo vinnuna sem losnar meðan láglaunafólkið er í fríi. Annan hvern dag. Þá hafa allir vinnu. Atvinnuleysisbætur og laun leggjast saman í pott og allir fá nánast það sama og þeir hafa hvort sem er.
Kostnaðurinn er sá sami....... grínlaust.
En allir glaðari og láglaunastörf verða eftirsóknarverðari.
.
Og svo er ég bara ferlega kát með að Sjálfstæðisflokkur tapi miklu.
Sjálfstæðisflokkur tapar miklu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
20.4.2009 | 18:24
Ömmubörnin.
Myndir af litlu krúslunum fyrir Írisi, Finn og fleiri kattavini.
.
.
.
.
.
En lífið er hverfult. Í morgun týndist köttur sonar míns nálægt Landspítalanum í Reykjavík. Ef einhver sér hann Ronna okkar sem er ómerktur, endilega að hafa samband eða fara með hann í Kattholt. Hér er mynd af Ronna sem er frekar hávaxinn ungur fressköttur;
.
.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
19.4.2009 | 21:32
Það er kominn kettlingur !
.
.
Má ekki vera að þessu........ ég er ljósmóðirin............
Viðbót;
Yngsta dóttir mín gaf mér kettling í afmælisgjöf fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur nú fjórfaldað sig. Það má því segja að dóttir mín hafi skrambi gott viðskiptavit.
.
.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
19.4.2009 | 13:49
Spennandi plöntur.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði