Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Kóraninn boðar ekki þessa meðferð á konum.

 

Óhamingjan skín úr augum kvenna í Afganistan.

.

495967A 

.

Farið er með þær eins og skynlausar skepnur.  Það má nauðga þeim, hýða þær og drepa.  Þær geta ekki unnið né gengið í skóla án leyfis karlmannsins.   Þeim eru allar bjargir bannaðar því þær hafa ekkert vegabréf enda er þeim bannað að ferðast nema í fylgd með karlmanni.

Þvílíkt líf !  Frown

Og svona er aðbúnaður kvenna í fleiri múslimalöndum þar sem karlmenn beygja trúna og sveigja að sínum eigin þörfum.  Kóraninn boðar nefnilega ekki svona meðferð á konum.  Það eru siðlausir karlmenn sem túlka Kóraninn langt frá því sem hann í raun boðar,  til að fullnægja sínum eigin lágu hvötum og þörf fyrir vald yfir konunni.  

En hvílíkt er hugrekki þessara kvenna sem þora að mótmæla !

Er ekki hægt að gera eitthvað til að hjálpa þeim !!! ?

 


mbl.is Konur í skugga öfga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í kjörklefanum.

 

.

Kjörklefinn er kannski góður

Þar krota ég við einhvern X

Á seðlinum er skíta ljóður

Sjálfstæðið,,  hreint alveg kex

 

Mín stærsta martröð er að krossa

Með stóru ex-i á rangan stað

Þá skal mig flengja fast á bossa

Og fleygja mér svo út á hlað

 

Ég kjörseðil mun kryfja vel

Svo krossinn ekki á Dé-ið rati

Því sálu mína ei ég sel

Sko !   Ég er lítill stelpu-krati.   Tounge

.

326px-Vote_icon.svg 

.


Susan Boyle.

 

Líklega eru einhverjir búnir að sjá brot af Susan Boyle í sjónvarpinu en það er heilög skylda okkar að hlusta á hana frá upphafi til enda.  Mér fannst ég nánast upplifa eitthvað yfirnáttúrulegt.

Gæsahúð, gæsahúð, gæsahúð !

.

http://www.youtube.com/watch?v=RxPZh4AnWyk 

.

Einhverra hluta vegna næ ég ekki að setja myndbandið sjálft inn en set linkinn.  Wink

.


Borgnesingar !

 

Sæmundur Bjarnason bjó í Borgarnesi á árunum 1980 til 1986.

Hann á nokkuð stórt safn af ljósmyndum og hefur þegar birt nokkrar myndir á bloggi sínu.

HÉR LINKA ég á Sæmund fyrir ykkur sem viljið skoða málið betur og sjá hvort ekki leynist kunnugleg andlit þarna.

En athugið að sumir hafa breyst örlítið.  Cool

.

Borgarnes 

.


Fara kettlingarnir í vaskinn ?

 

.

Katla 

.

Katla2 

.

Katla heldur til í vaskinum þessa dagana en á meðan brosir Depill sínu blíðasta.

Það væri munur ef við mannfólkið værum jafn áhyggjulaus og dýrin.

.

Depill 

.


Málshættir.

 

Gleðilega páska !

.

c_documents_and_settings_thibaut_my_documents_my_pictures_th_pic11

 

.

Málshættir óskast í athugasemdirWink

Endilega leggðu inn bæði málsháttinn úr páskaegginu þínu og heimatilbúna málshætti sem gjarnan mega vera frekar asnalegir.  Happy

.

AlbumImage

.


Hollráð.

 

Nú þegar þjóðin gengur í gegnum þrengingar er rétt að staldra við og finna sparnaðarleiðir.

Þónokkrir hafa gaman af formúlu.  Í stað þess að greiða áskriftargjald að sportrásum,  má setja mislita sokka í þvottavélina.  Blár er McLaren.  Rauður er Schumacher, grænn er Barrichello og Trulli er mislitur. 

Síðan sest fjölskyldan öll framan við þvottavélina og horfir á sinn sokk.

Gjarnan má vera til upptaka af hljóði formúlunnar.  Uuuunnnnnn uuunnnnnnnnnnn
uuuuuuuunnnnn uuuuuuuuunnnnnnnnnnnn.

Ef fólk vill alveg geggjaða spennu má setja þvottavélina á vindingu.

Að lokum nýtur fjölskyldan þeirrar einstöku ánægju að taka sinn keppanda úr vélinni og hengja hann til þerris.  Hægt er að smella kossi á sinn uppáhalds-sokk en það er meira en býðst við venjulegt sjónvarpsáhorf.

Ekki mæli ég með að kampavíni sé skvett á keppendurna þegar þeir koma úr brautinni.  Það er eiginlega bæði betra og skemmtilegra að drekka það bara.

Njótið formúlunnar um páskana.  Wink

.

WMD25100T 

.


Stal þessu frá Steingrími.

 

Fyrst ég er farin að hegða mér ósæmilega með því að gleðjast yfir óförum annarra, ætla ég að STELA þessu myndbandi frá Steingrími bloggvini mínum.  Því eins og maður segir í bridge;  "Það er engin meðalmennska í gangi..... annaðhvort toppur eða botn".  Cool

Og ég er hvort eð er komin á botninn.  Pouty

.

 

.


Ég gleðst yfir óförum annarra.

 

Skírdagur og ég fer í skriftastólinn.

Ég játa að ég gleðst yfir óförum annarra.  Blush

Ófarir Sjálfstæðisflokksins eru nefnilega "farir" okkar hinna.

Málið var að Geir Haarde vantaði smá pening. Hann hafði því samband við Landsbankann (þar sem vinir hans voru í stjórn) og FL-Group (þar sem konan hans var í stjórn). Ekkert var sjálfsagðara enda maður með mikil völd og í góðri stöðu til að liðka fyrir góðum málum. Honum láðist hinsvegar alveg að nefna þennan gjörning við sína nánustu flokksfélaga,  segir hann.

En hann platar !  Og það er ljótt að plata.  GetLost  Og alveg sérstaklega ljótt að plata um páskana.

.

Kjartan Gunnarsson veit auðvitað ekkert um málið.  Hann sat jú bara í stjórn Landsbankans og miðstjórn FLokksins.  Það er ekki hægt að ætlast til að hann setji sig inn í mál þar sem hann er beggja vegna borðsins.  Hann hefur átt fullt í fangi með að hlaupa í kringum borðið og ekki getað fylgst með á meðan.  Skiljanlega.  FootinMouth

.

Sjálfstæðismenn á blogginu reyna að verja múturnar;

"Það er örugglega líka svona hjá hinum flokkunum" segja þeir vælandi.  Crying 

"Það er svo heiðarlegt af Bjarna að skila þessu".  Halo  

.

sjalfstae_isflokkurinn_nytt_logo-1

slagord_826811 

.

En á meðan sit ég hér og gleðst í hjarta mínu.  Happy

Gleðst yfir óförum FLokksins því ég vil helst af öllu að hann þurrkist út og verði bara slæm minning.

Ég er í svo góðu skapi í dag.  LoL

.

Baugur er aðal styrktaraðili þessa pistils. 

.


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólétt !!!

 

Litla barnið mitt er ólétt.  Gasp

.

Katla 

.

Hrafnkatla Himinbjörg Gustavsberg er kasólétt.  Þetta litla grey sem dóttir mín færði mér í afmælisgjöf fyrir ári síðan.  Sakleysinginn sjálfur. 

Henni hefur verið nauðgað.  GetLost  Pottþétt.  Hún gerir ekki svona lagað.

Ég var á leiðinni með hana til dýralæknisins til að fá pilluna en mig bara grunaði ekki að kattarómyndirnar í nágrenninu væru svona illa innrættar.

Sveiattann.  Angry

Þegar kettlingarnir koma ætla ég að fá DNA og síðan geng ég hús úr húsi og ber það saman við steggina í nágrenninu.  Sá seki skal fá að mjálma til saka.   Police

.

KatlaII 

.

Vantar einhvern kisu í vor ?  Halo

.


« Fyrri síða

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband