Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Orð skulu standa.

 

Undanfarnar vikur hef ég verið að lesa bókina "Orð skulu standa" eftir Jón Helgason.

Bókin fjallar um nokkuð merkilegan mann en hún er skrifuð á svo sérstakan hátt að hún gæti svæft gíraffa á stundinni.   Ég steinsofna alltaf á annarri eða þriðju blaðsíðu.  Það hefur því tekið mig allar þessar vikur að komast á blaðsíðu 95.

Ég verð að mæla með þessari bók fyrir fólk sem liggur stundum andvaka.

Hér er úrdráttur úr bókinni án leyfis höfundar;

"Þarna voru aðdrættir langir og erfiðir, því að viður í brýrnar var fluttur í drögum af Vopnafirði og sement reitt í kössum.  Nákvæmlega reiknaði Páll, hvað hver brú kostaði, sem og aðrar vegabætur og varð dýrust brúin á Gilsá, átta hundruð og átta krónur og fimmtíu og einn eyrir, enda tuttugu og tveggja metra löng.  Þetta var bogabrú og beygði Páll tré í hana með skrúfuþvingum og vinduásum.  Að verki loknu virðist hafa verið eins konar vígslusamkoma við brúna og lét Páll þá vega firn af grjóti og bera út á miðja brúna, vissa þyngd á tilsettan flöt og mældi síðan sigið á henni, er reyndist áttundi hluti úr þumlungi......... Sleeping 

.

sleeping_giraffe 

 


Honum finnst í lagi að gera allt.

 

Ég á því láni að fagna að maðurinn minn er einstaklega duglegur heimafyrir.  Hann er svo duglegur að ég verð að hafa mig alla við svo ég nái að gera helminginn af heimilisverkunum.

Í dag vorum við aðeins að ræða verkaskiptingu.  Hann skúrar yfirleitt á meðan ég þurrka af. 

Nú vill svo til að ég er búin að fá leið á að þurrka af.  Frown  Þessvegna opnaði ég fyrir umræðu sem átti að leiða til þeirrar niðurstöðu að við skiptumst meira á.  Ég myndi skúra næst og hann þurrka af ef allt gengi eftir.    

Rétt þegar umræðan er hafin segir hann;  "Mér finnst eiginlega allt í lagi að gera öll heimilisverk".

.

Nú, ég tók hann auðvitað umsvifalaust á orðinu og sagði að fyrst svo væri, mætti hann gera öll heimilisverk framvegis og ég geri þá bara ekki neitt.  Happy

.

happy-housewife


Strandaglópur.

 

Í sumarfríinu mínu glópaðist ég m.a. á Strandir og kallast því Strandaglópur.  Það var þó mikið glópalán að dandalast þangað því meðan aðrir íslendingar sátu í biðröðum í bílum sínum á þjóðvegi númer eitt, vorum við skötuhjúin ásamt bróður mínum og fjölskyldu, alein á tjaldstæði í Trékyllisvík.  Og til að toppa það vorum við síðan alein í sundlauginni í Krossnesi þar sem sjórinn er í aðeins 50 metra fjarlægð.  Dásamlegt útsýni.  Þvílík stemming að vera svona alein !  Happy

.

Strandir 

Margt býr í þokunni. 

kríuungiI 

Kríuungi að fela sig. 

.

Norðurfjörður 

Norðurfjörður fyrir Gerðu. 

.

Alger andleg hvíld og að sjálfsögðu án frétta og síma og tölvu.  Wink

Í Djúpuvík fundum við þessa skútu en sýnt þykir að einhver útrásarvíkingur fyrri tíma hafi ekki náð að flýja land.  Eða það held ég.   Og það heldur hundurinn líka, held ég.

.

skip

.

sjóræningi 

.

Að endingu kemur lauflétt gáta.  Úr hverju eru stafirnir á næstu mynd ?

.

Soffía 

.

 


Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband