Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
29.6.2010 | 21:35
Misskilin dönskukunnátta.
Í kaffitímanum leysti ég af á afgreiðslukassanum.
Fólkið streymdi í gegn og kassinn sagði bíbb,..... bíbb,...... bíbb,........ bíbb, um leið og hann las strikamerkin á vörunum.
Inn í búðina streymir hópur af dönskum eldri borgurum.
Röð myndast fyrir framan kassana.
Allir tala dönsku.
Eldri kona segir eitthvað óskiljanlegt við mig, sem ég skil auðvitað ekki vegna þess að það er óskiljanlegt.
Ég hvái.
Hún endurtekur bullið óskiljanlega og þá giska ég á að sú danska sé að reyna að tala ensku !
Sem tilraun til að leysa úr samskiptaörðugleikum okkar, bið ég hana að endurtaka það sem hún var að segja - og nú á dönsku.
Þarna tók ég stóran séns þar sem ég hef ekki talað stakt orð í dönsku í 25 ár.
Konan bunar út úr sér orðum sem ég umsvifalaust þýði yfir á íslensku: "Er póstkassinn í næsta húsi tæmdur daglega"?
Ja, siger jeg.
Snakker du dansk, siger hun.
Neeeej, næsten ekki noget, siger jeg. Jeg har ikke snakket dansk í fem og tyve år.
Hvað haldiði að sú gamla hafi þá gert ?!!
Hún gólaði yfir röðina: HUN SNAKKER DANSK..... og benti á mig.
Næstum allir farþegar rútunnar þyrptust að kassanum hjá mér - og töluðu og töluðu og töluðu við mig dönsku eins og væri ég innfædd.
.
.
Ég svitnaði.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.6.2010 | 12:10
Steindauðir peningar.
Þúsundkallarnir mínir liggja báðir í buddunni án nokkurs lífsmarks.
Ég hef reyndar aldrei átt lifandi peninga en sumir segja að tiltölulega einfalt sé að lífga við dauða seðla.
Það vefst að minnsta kosti ekki fyrir Hannesi Hólmsteini, syni Gissurar, sem hefur ítrekað sagt að enginn vandi sé að lífga peningana við og hann tjáir sig um það síðast í dag, 17. júní 2010:
"Góðærið 19952004 átti sér eðlilegar skýringar, ekki síst þá, að dautt fjármagn lifnaði við, um leið og það komst í eigu einstaklinga". (Tilvitnun sótt HINGAÐ)
.............................
En það er sama hversu mikið ég reyni og reyni, mínir aurar eru eins steindauðir og risaeðla á gapastokk.
.
.
Björgólfur sendi sína milljarða til peningahimna þegar þeir dóu.
Hvað á kona að gera sem er kannski búin að ganga með lík í buddunni í marga mánuði ?
Það er hrikalega erfitt að átta sig á hvenær best er að jarðsetja fjármagnið því ég hef ekki hugmynd um hvenær þúsundkallarnir dóu.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2010 | 20:44
Æ, ég ætlaði að blogga í morgun.......
.......... en svo gleymdi ég því.
.
.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2010 | 22:23
Ég var leiðinleg.
Í vetur var ég atvinnulaus.
Það var verulega fínt fyrsta mánuðinn.
Ég gat dúllað mér og dinglað mér og hvílt mig svo lengi á eftir.
Næstu þrjá mánuðina hafði ég það bara alveg ágætt með sjálfri mér.
En fimmti mánuðurinn var ekkert sérlega góður.
Ég er að segja ykkur það að eftir tæplega hálft ár með mér einni, var ég orðin hundleiðinleg.
Sem betur fer er til lækning við leiðindum. (ég vissi það ekki fyrr en nýlega)
.
.
Öll leiðindi taka endi um síðir.
Ég er farin að vinna og orðin þokkalega skemmtileg aftur.
- Finnst mér -
Nú.
Þar sem ég er nýlega orðin skemmtileg, ætla ég að njóta mín í sumar - við vinnu - með fjölskyldunni - með dýrunum - í sólbaði - og kannski líka fyrir framan spegilinn.
.
.
Og ég verð lítið í tölvunni !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði