Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Misskilin dönskukunnátta.

 

Í kaffitímanum leysti ég af á afgreiðslukassanum.

Fólkið streymdi í gegn og kassinn sagði bíbb,..... bíbb,...... bíbb,........ bíbb, um leið og hann las strikamerkin á vörunum.

Inn í búðina streymir hópur af dönskum eldri borgurum.

Röð myndast fyrir framan kassana.

Allir tala dönsku.

Eldri kona segir eitthvað óskiljanlegt við mig, sem ég skil auðvitað ekki vegna þess að það er óskiljanlegt.

Ég hvái.

Hún endurtekur bullið óskiljanlega og þá giska ég á að sú danska sé að reyna að tala ensku !

Sem tilraun til að leysa úr samskiptaörðugleikum okkar, bið ég hana að endurtaka það sem hún var að segja - og nú á dönsku.

Þarna tók ég stóran séns þar sem ég hef ekki talað stakt orð í dönsku í 25 ár.

Konan bunar út úr sér orðum sem ég umsvifalaust þýði yfir á íslensku:  "Er póstkassinn í næsta húsi tæmdur daglega"?

Ja, Happy  siger jeg.

Snakker du dansk, siger hun.

Neeeej, næsten ekki noget, siger jeg.  Jeg har ikke snakket dansk í fem og tyve år. 

Hvað haldiði að sú gamla hafi þá gert ?!!

Hún gólaði yfir röðina:  HUN SNAKKER DANSK..... og benti á mig.  Blush

Næstum allir farþegar rútunnar þyrptust að kassanum hjá mér - og töluðu og töluðu og töluðu við mig dönsku eins og væri ég innfædd.

.

rdin916l

.

Ég svitnaði.  Pouty


Steindauðir peningar.

 

Þúsundkallarnir mínir liggja báðir í buddunni án nokkurs lífsmarks.

Ég hef reyndar aldrei átt lifandi peninga en sumir segja að tiltölulega einfalt sé að lífga við dauða seðla.

Það vefst að minnsta kosti ekki fyrir Hannesi Hólmsteini, syni Gissurar, sem hefur ítrekað sagt að enginn vandi sé að lífga peningana við og hann tjáir sig um það síðast í dag, 17. júní 2010: 

"Góðærið 1995–2004 átti sér eðlilegar skýringar, ekki síst þá, að dautt fjármagn lifnaði við, um leið og það komst í eigu einstaklinga".  (Tilvitnun sótt HINGAÐ)

 

.............................

En það er sama hversu mikið ég reyni og reyni, mínir aurar eru eins steindauðir og risaeðla á gapastokk.

.

lauzan_deadwalkc5 

.

Björgólfur sendi sína milljarða til peningahimna þegar þeir dóu.  FootinMouth

Hvað á kona að gera sem er kannski búin að ganga með lík í buddunni í marga mánuði ?

Það er hrikalega erfitt að átta sig á hvenær best er að jarðsetja fjármagnið því ég hef ekki hugmynd um hvenær þúsundkallarnir dóu.  Crying

 


Æ, ég ætlaði að blogga í morgun.......

 

.......... en svo gleymdi ég því.

.

2008-04-28-1-forgot

.


Ég var leiðinleg.

 

Í vetur var ég atvinnulaus.

Það var verulega fínt fyrsta mánuðinn.  Joyful

Ég gat dúllað mér og dinglað mér og hvílt mig svo lengi á eftir.

Næstu þrjá mánuðina hafði ég það bara alveg ágætt með sjálfri mér.

En fimmti mánuðurinn var ekkert sérlega góður.  Frown

Ég er að segja ykkur það að eftir tæplega hálft ár með mér einni, var ég orðin hundleiðinleg.  W00t

Sem betur fer er til lækning við leiðindum. (ég vissi það ekki fyrr en nýlega)

.

hf_bored8 

.

Öll leiðindi taka endi um síðir.

Ég er farin að vinna og orðin þokkalega skemmtileg aftur.  Wink

- Finnst mér -

Nú.

Þar sem ég er nýlega orðin skemmtileg, ætla ég að njóta mín í sumar - við vinnu - með fjölskyldunni - með dýrunum - í sólbaði - og kannski líka fyrir framan spegilinn.

.

janice_cat 

.

Og ég verð lítið í tölvunni !

 

 


Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband