20.2.2011 | 11:30
Ekki til bóta.
.
.
Gráni var góður hestur
en gekk ekki heill til skógar.
Þá kom dýralæknirinn vestur
og Grána greyinu lógar.
........ en hann skánaði ekkert við það.
19.12.2010 | 11:53
Sælla er að gefa en þiggja.
Jólahátíðin nálgast og ég, kona á fimmtugsaldri (sorry, mér finnst það alltaf svo fyndið) hlakka til eins og væri ég á tugsaldri. Fyrir viku síðan var ég búin að kaupa allar jólagjafir, pakka þeim inn, skrifa jólakort, setja upp jólagardínur og ljós..... en ekki búin að taka til í stóra hornskápnum sem er á stærð við heilt búr. Minn maður minntist á hvort við ættum ekki að taka til í honum ? "Það er ekki forgangsatriði" sagði ég "nema þú ætlir að vera inni í skápnum um jólin". "Og hvenær kemur þú þá út úr skápnum"?
.
.
Talandi um jólakort...... ég kem alltaf út í tapi þar. Ef ég sendi 50 jólakort, fæ ég 29 til baka. Núna prófaði ég að senda 25 kort en þá er ég bara búin að fá 5.
Það er lögmál að ef einhver tapar er einhver annar sem græðir. Eru útrásardollurnar enn að stela frá okkur - jólakortum í þetta sinn ? Hahhh....... þeir vita ekki ennþá greyin, að sælla er að gefa en þiggja.
Og ég er alsæl með jólakortin mín fimm.
.
.
Hvað er svona fyndið ?
.
.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.12.2010 | 20:14
Orðóheppni.
Ég er stundum frekar orðóheppin.
Á laugardaginn hitti ég frænda minn sem ég hef ekki hitt í 15 ár.
Ég kynni þennan frænda fyrir manninum mínum og frændi segir að þeir hafi aldrei sést áður.
Þá segi ég (og bendi á minn mann): En hann þekkir konuna þína.
Mér fannst þetta ógurlega fyndið því það hljómaði svo tvírætt.
Þá segir frændi:
Ég á enga konu.
--------
Og það er ekki einleikið hversu virkilega orðóheppin ein kona getur verið.
Einu sinni sagði ég manni að ég hefði hitt pabba hans daginn áður.
Hann sagði það vera frekar merkilegt......... "því pabbi dó fyrir 7 árum".
.
.
1.12.2010 | 23:03
Besti vinurinn.
Það hefur lengi verið árleg hefð hjá stórfjölskyldunni að hittast fyrstu helgi í aðventu, baka smákökur og smáfólkið málar piparkökur. Fegurstu piparkökurnar fá vegleg verðlaun og er fjöldi verðlauna ávallt jafn fjölda þátttakenda.
Þessi viðburður virðist hafa spurst út því stundum koma aukabörn með - sem er bara gaman.
Um síðustu helgi kom einn fjögurra ára grallari með í kökubaksturinn.
Ég tók hann tali því nú þarf ég að æfa mig. Kerlingin sko alveg að verða amma !
Fyrst spyr ég hann hvort hann sé á leikskóla ?
- Já.
Er það ekki gaman ?
- Jú.
Hvað heitir besti vinur þinn ?
- Skarphéðinn.
Er hann skemmtilegur ?
- Nei !
.
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.11.2010 | 23:19
Hef ekki bloggað lengi.
Var í vinnunni.
Ég er svo heppin að hafa nóg að gera.
Þessi er ekki jafnheppinn:
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2010 | 22:31
Misheyrn.
Páll Óskar er duglegur að gefa út diskólög.
Rétt áðan var verið að spila, að ég held, nýjasta lagið hans á Bylgjunni;
♫♫♪♫ Það get´ekk´allir verið gorgeus - það get´ekki allir verið það ♪♪♫♫♪
Ég segi við bóndann að mér finnist þetta með skárri lögum Palla en ég er ekkert sérstakur aðdáandi diskólaga í það heila.
Hvaða lag er það, spyr bóndi minn.
"Það geta ekki allir verið gorgeus" svara ég.
Ó segir þá bóndi minn........ég hélt að hann syngi ♫♫ Það get´ ekk´ allir verið Þorbjörn ♪♫.
.
.
Mér finnst texti bónda míns betri.
Tónlist | Breytt 1.9.2010 kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2010 | 11:52
Quiznos
Ég verð að viðurkenna að stundum man ég ekki hvort ég hef sagt frá tilteknum hlutum á blogginu áður - eða hvort ég hef ekki gert það. Ef ég segi tvisvar frá því sama getið þið farið í rannsóknarvinnu og athugað hvort frásögnin breytist á milli tímabila og hvort ég sé farin að ýkja.
Eftirfarandi frásögn er ein af þeim sem ég ekki man hvort ég hef áður sagt frá en atburðir gerðust fyrir rúmlega ári síðan:
Sonur minn og félagar hans voru að vinna mikið á tímabili - daga og nætur. Mamma gamla ákvað að létta undir með þeim og færa þeim eitthvað matarkyns.
Ég arkaði í sjoppuna (á bílnum) og keypti Quiznos sem þá var algjör nýjung á mínum slóðum. Pantaði þrjá báta en sá síðar, þegar pöntunin var lögð á borðið, að bátarnir voru í stærri kantinum. Næstum því skip. Jæja, drengirnir yrðu allavega saddir af þessum hnullungum, hugsaði ég.
.
.
Mæti ég síðan á vinnustað og kalla á þá:
Strákar ! Viljið þið "kvasínos" ?
KVASÍNOS, gólaði sonur minn, undrandi og hneykslaður.
Strákarnir sprungu úr hlátri. Ég vil eiginlega ekki ræða það hversu lengi þeir hlógu.
-------------
Þessa dagana hljóma auglýsingar í útvarpinu; Kvisnos, kvisnos, kvisnos og mér líður eins og verið sé að gera grín að mér - sem ég kann alls ekki að meta.
-------------
Ekki er öll vitleysan komin í hús ennþá. Stuttu eftir að ég færði þeim brauðhleifana, sagði ég systur minni frá atvikinu.
"Veistu bara hvað ? Ég keypti Kvasínos handa strákunum og þegar ég kom á staðinn, kallaði ég Kvisnos eins og kjáni" ! Og svo hló ég hátt.
18.8.2010 | 14:53
Gáta.
Það er orðið langt síðan ég bloggaði síðast og í millitíðinni hef ég m.a. dottið niður á viðskiptahugmynd sem getur ekki klikkað. Við erum að tala um krem sem borið er á marbletti daglega, vel og vandlega, hægt og rólega...... og eftir 20 daga eru marblettirnir horfnir ! Trúið þið því ?
Það er hreint með ólíkindum að enginn hafi fundið upp marblettafjarlægirinn fyrr.
.
Að öðru, því ég vil síður grobba mig þótt ég finni upp eitthvað sem enginn hefur fundið upp :
Í morgun fór ég í bakaríið.
Þar heilsaði ég persónu.
Hvaða persónu heilsaði ég ?
Vísbendingaspurningum svarað.
.
27.7.2010 | 22:20
Það er samt ekki eins og maður sé alltaf utan við sig.
Ertu einhvern tíma utan við þig ?
Ég er oftast fyrir innan en þó kemur fyrir, sérstaklega þegar ég er þreytt, að ég er örlítið utan við sjálfa mig.
Í sumar hef ég unnið mikið og fundist það ógurlega skemmtilegt.
Eitt kvöldið var ég að ljúka vinnu, klukkan að ganga átta og var að ganga frá og læsa.
Ég tók veskið mitt og gáði í svuntuvasann hvort ekki væri allt með; veskið, síminn og svona ?
Ekki fann ég símann.
Á sama tíma var ég að slökkva á öllu, hugsa hvort ég væri að gleyma einhverju, læsa, leita að símanum og tala í símann.
Það liðu örugglega þrjár mínútur áður en ég fann símann.
.
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.7.2010 | 23:52
Varúð !!!!!!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði