The next greatest poet in Iceland, ever.

 

Örlítil töf á brottför hjá mér..............

 

Í gærkvöldi vann ég ljóðakeppni Bratts !  Wizard

Fyrir smá heppni og heilmikið smjaður fyrir yfirdómaranum, tókst mér að krækja í titilinn:

 

The next greatest poet in Iceland, ever.

 

Verðlaunaljóðið var ort í mikilli geðshræringu.  Brattur bloggvinur minn var að heiman og ég saknaði hans ýkt, geggt mikið.  Var eiginlega með tárin á nefbroddinum.

Hér kemur ljóðið - með leyfi Bratts ?  

 

Ég beið þín lengi, lengi:

 

Ó hve létt er þitt skóhljóð

ó hve lengi ég beið þín

ó ég er að verða snaróð

ó ég skammast svo mín

ó ég meiddi mig í fingur

ó ég er jú vitleysingur

en svo kemur þú á bloggið

hér á bloggið til mín

 

Um verðlaunarkvæðið segir Brattur yfirdómari: Höfundur tjáir sig á Ó-venju opinskáan hátt með mörgum Ó-um og fjallar um innstu tilfinningar með nýjum blæ sem ekki hefur áður sést í kveðskap. Það væri nú meiri andskotans dómarinn sem ekki félli fyrir þessu.

 

Í öðru sæti varð Halldór en hann sýndi ómótstæðilega takta á köflum.  Hann sveiflar manni á milli Aspar og Ösku þannig að ógleymanlegt er.  Maður er eiginlega kominn í lendarskýlu í huganum.

 

Þriðja sætið kom verðskuldað í hlut Kristjönu.  Hún hefði örugglega unnið ef hún hefði ekki þurft að fara á klóstið.

 

Ægir hlaut verðlaun líka.... "langvinsælasti keppandinn".

 

Brattur minn !  Þú ert flottastur.  Wink

 


Ágætu bloggvinir.

 

 

Ég ætla að ríða fram á sunnudag......

 

.... og frábið mér allan dónaskap á minni bloggsíðu á meðan.  Wink

 

 

%7B4b15bb43-fe3d-498d-b3d8-f1f9ffe17b85%7D_141-snaef_3

 

 


Föngulegir íslenskir karlmenn á lausu.

 

Fyrirsögnin er ekki gripin úr lausu lofti......

Guðjón bloggvinur kom færandi hendi með hana,  í síðustu athugasemd. Smile

 

love-birds

 

Þannig er mál með vexti, að ég er á lausu.  Já, það er með eindæmum, ólíkindum og fádæmum !

Ég hef auðvitað verið að rýna í kringum mig - án þess að sjá mikið - og með dræmum árangri.

 

Nú er það ekki svo, að ég sé kröfuhörð.  GetLost    Eiginlega er ég bara með tvær kröfur.....

 

Ég ætlast til að maðurinn sé ekki áberandi asnalegur.  

 

Og svo á hann bara að vera hreinn sveinn á mínum aldri.  InLove

 

THAT IS ALL !


Ekki lýgur Mogginn.

 

 

Það er svo gaman að hugsa.  Smile

Jafnvel þótt það komi nánast aldrei neitt vitrænt út úr því.

 

Fyrir mig, nærsýna manneskjuna, er það alveg hulin ráðgáta hvað leynist úti í geimi... eða hefur verið hingað til.

 

Það hafa samt komið fréttir í Mogganum af geimskipum og marsbúum - og ekki lýgur Mogginn !

 

Þessvegna hef ég verið að hugsa dálítið um það.

 

Og núna veit ég að Morgunblaðið er best í öllum geimnum.  Grin

 

Með viðhöfn, legg ég fram sönnunargagn númer eitt.......

 

 

 

 

gollum


Vöknuð !

 

Jæja sko.

Í gærmorgun sagði ég "morgunstund gefur gull í mund".

Núna vaknaði skjátan klukkan sex.  Pinch  ....... og er í sumarfríi !

Er þetta merki um að ég sé að verða gráðug á gullið ?  Gasp

Eða er ekki allt í lagi heima hjá mér ?

Augnablik !

Jújú, allt í ró og spekt og hundurinn hrýtur frammi.

Hef víst aldrei sagt ykkur að hundurinn hrýtur alveg ótrúlega hátt.

Við erum að tala um 8 desibil.  LoL

Hvort ætti ég að fara með hann til háls- nef og eyrnalæknis eða dýralæknis ?

Það bitnar á ykkur að ég get ekki sofið.

Þvílíkt endemis buddl.  Blush

 

Castafiore

 

Best ég reyni að syngja mig í svefn.


Blogg-forystugrein.

 

Ég veit ég er sauður (hrútur) en forystusauður í bloggforystu..... held ekki.  Grin 

Var beðin að birta eftirfarandi texta:

 

Er hægt að biðja bloggforystuna að biðja ALLLLLLLA sem vettlingi geta valdið, að mæta á Laugardagsvellinum annaðkvöld til að styðja unglingalið stúlkna 19 ára í fótbolta. Þær eru að fara að keppa við Noreg.

 

Mér finnst nú samt skrýtið að þurfa að vera í vettlingum í þessu blíðviðri.  Woundering

 

 


Ég komst á kelerí í gær.

 

Mér finnst gaman að umgangast mér eldra fólk.

 

Í gærkvöld fékk ég í heimsókn fjórar konur með meðalaldur nálægt sjötíu árum.

Við hlógum allar og skemmtum okkur mjög vel.

Eldra fólk er almennt umburðarlyndara en það yngra.

Það er líka þroskaðra og veit svo margt.

 

Þegar þær fóru,  knúsuðu þær mig allar eina bunu.

Og þegar tvær þeirra tóku utan um mig aftur, gat ég ekki orða bundist:

"Þetta fer að verða kelerí stelpur"  Blush

 

Allt er betra en ekkert !


Morgunstund gefur gull í mund.

 

 

Með það í huga ríf ég mig upp fyrir allar aldir.

Allar aldir !  Gasp  Hvenær koma þær ?  Hef ég kannski vaknað alltof snemma, ehmmm ?

 

Gull

 

( Skrambans slóð !  Nú sjá allir að ég stal myndinni af netinu en tók hana ekki sjálf. Blush )

 

Aftur að efninu....... nú kem ég með smá orðskýringu í boði hússins

Mund þýðir hönd

Morgunstund með gull í mund þýðir því væntanlega gullmoli í lófa mínum innan skamms.

 

Þetta er stórsniðugt.  Grin

Ef mér þætti ekki gaman í vinnunni, myndi ég hætta að vinna og vakna bara snemma einstaka sinnum,  þegar ég þyrfti smá gullmola.

Allavega er ég vöknuð núna, löngu fyrir aldirnar, þrátt fyrir að vera í sumarfríi svo nú er bara að bíða og sjá.

Skyldi pósturinn henda inn molanum ?

Þessi dagur er gríðarlega spennandi.  Grin

Samt held ég að mig vanti ekkert gull eins og er.  Það verður því annað spennandi dæmi hver fær gullmolann sem kemur kannski í póstinum á eftir.  Wink


Úrslit farin að skýrast.

 

Nú er ég búin að raða blogg-skák-vinum mínum með tattoo upp í ákveðinni röð.

Glöggir lesendur sjá strax að þarna er komin afar líkleg niðurstaða í væntanlegu móti.

 

chess

 

Kristjana vinnur og því er hún efst.  Til hamingju Kristjana mín.  InLove

 

Svo kemur Brattur.  Með hann sem dómara í mótinu verður ekki hjá því komist að hann dæmi sjálfum sér nokkra sigra og komist upp með allskonar svindl og svínarí.  Hann er hrókur alls fagnaðar og er þá með þrjá hróka.  Það verður erfitt að eiga við úthugsaðar brellur hans.  Maðurinn er kex !

 

Þriðja sætið kemur í hlut Bjargar.  Það veit nefnilega enginn hvaða andstæðing hún hefur að geyma.  Þetta er stelpa með fullt af nefbeinum.  Hún stundar flúðasiglingar villt og galið... aðallega galið.   Strákarnir munu vaða upp í hugsunarlausa sókn og gleyma að verjast.  Hún heimaskítsmátar þá.

 

Edda fær fjórða sætið.  Það þarf ekkert að rökræða það.  Edda !  Þú ert ekki einu sinni bloggvinkona mín.  Lagaðu þetta stelpa.  Wink

 

Fimmti verður Ægir.  Hann kann víst Sikileyjarvörn, drottningarvörn og prinsessuleik, auk þess sem hann hefur þróað með sér afar mikla þolinmæði undanfarnar vikur.  Ægir er búinn að vera allt þetta ár að fúga smá klósettkytru.  Hvernig er þetta hægt ?

 

Í sjötta sæti kemur Halldór.  Hans tími er ekki kominn.  Ágústmánuður sem átti að fara í að læra mannganginn, fer að mestu í tiltekt í garðinum.  Halldór hefur nýlega viðurkennt að hann er búinn að missa alla stjórn á trjágróðrinum sínum.  Nú stjórna Aspirnar á hans heimili.  Þess má geta í framhjáhlaupi að Halldór býður upp á fyrirtaks skíðasvæði í kartöflugarðinum heima.

 

Nú vil ég ekki fara lengra í verðlaunasætaúthlutuninni því ég verð sífellt óvinsælli eftir því sem neðar dregur.  Blush 

 

Sjálf mun ég lauma mér ofarlega á listann, mér sjálfri til ómældrar ánægju.  Grin

 Það er ekkert grín að vera svín.

 

 

 

 

 

 


Stelpupör.

 

Það er vandi að vera stelpukjáni og kostar fórnir.

 

Ég geri eitt og annað til að viðhalda stelpuímyndinni, sem er auðvitað minn stíll og hefur verið síðan ég var stelpa.  Grin 

Fólk eyðir áratugum í að leita að sjálfu sér og finna sér sinn eigin stíl.  Sjálf gafst ég upp á að leita eftir fertugt,, ákvað þá með stæl að vera bara áfram stelpa.  Þessvegna kemur ekki til nokkurra mála að gera eitthvað sem breytir mér í kjéddlingu. 

 

Eitt er það sem veldur ama - aðallega öðrum - því ég er langoftast hæstánægð.

Ég sé ekki rassgat útfyrir 10 metra radíus.  Joyful   Það heitir að vera nærsýn.  Shocking

 

GLASSES

 

Þetta orsakar það, að í 20 ár hef ég ekki heilsað fólki sem ég mæti í bílum nema ég þekki bílinn.  Í sama árafjölda hef ég heldur ekki heilsað fólki sem er svo óprúttið að ganga hinumegin við götuna.

 

Ég á sko gleraugu !  En þau henta hræðilega mínum stelpustíl því ég breytist í kennslukonu ef ég set þau á andlitið á mér.  Á mjög áhrifamikinn hátt.

 

Er Policen  nokkuð að lesa þetta ?   Einu sinni prófaði ég að setja upp gleraugun þegar ég var að keyra og þá brá mér heldur betur !  Ótrúlega var mikil umferð.  Ég tók þau strax niður aftur, því ég varð hreinlega dauðskelkuð að sjá alla þessa bíla.   Miklu öruggara að sjá minna.

 

Á íþróttaleikjum vandast málið.  Enginn fókus !  Verð að viðurkenna að tvisvar eða þrisvar hef ég laumað glyrnunum á nefið á mér, sem áhorfandi á verulega spennandi körfuboltaleikjum.  En við erum þá að tala um fjögurra liða úrslit og allt í laumi.  Megi himnarnir hrynja á gleraugun mín ef ég næst á sjónvarpsmynd með þau.  Crying 

 

Nú man ég !  Stalst líka einu sinni til að lauma rúðunum á nefið í leikhúsi.  Hafði heyrt að leikarinn yrði gersamlega berrassaður í lokaatriðinu.  Svoleiðis löguðu vill nú enginn, með virka hormónastarfsemi, missa af. Blush  Nektaratriðið stóð yfir í hálfa sekúndu.  Svindl !  Angry

 

Linsur er ég sko búin að reyna að prófa.  Augnhárin mín breytast í útkastara.  Kasta linsunni út - áður en hún kemst inn.   Þar gafst ég upp þegar fjórar linsur voru ónýtar.

 

Annars veit ég ekki af hverju ég er að pikka þetta !  Þetta er sko ekkert mál fyrir Önnu sál.  Grin

 

Sé´ðig !

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband