Færsluflokkur: Bloggar

Pólitík

Hafið þið séð Fréttablaðið í dag ?

Á forsíðu er hægt að lesa um hverjir fengu úthlutað úr framkvæmdasjóði aldraðra.  Ungmennafélag Íslands fékk úthlutað !  Þarf ekki að endurskoða nafngift Ungmennafélagsins og láta það heita Gamalmennafélag Íslands ?  Og halda í framhaldinu Gamalmennafélagsmót.  Svo er Lionsklúbburinn í Búðardal orðinn dáldið gamall líka Happy

Þessi pólitík er svo skemmtileg.  Ég hef reyndar bullandi áhyggjur af lækkun virðisaukaskattsins.  Það er ekki langt síðan Pétur Blöndal sagði í útvarpinu að það mætti ekki lækka virðisaukaskatt á matvæli því þá myndi offita þjóðarinnar aukast svo mikið.  Ég hef horft í spegilinn daglega núna í mars til öryggis.  Sé samt ekki að virðisaukaskattslækkunin sé ennþá farin að hafa áhrif á línurnar mínar.  Er bara með gömlu bjórvömbina og sýnist ekkert hafa bæst við hana.  En mun fylgjast grannt með hvort ég sé grönn.


Spennt !

Hef ekki einu sinni gefið mér tíma til að borða því ég er svo spennt að sjá viðbrögð þjóðarinnar LoL

Held að einn sé búinn að skoða síðuna mína núna... frekar en að ég hafi sjálf skoðað hana fimm sinnum en ekki fjórum sinnum. 

Gáta:

Vitið þið af hverju konur mála sig, nota ilmvatn og ganga um á háum hælum ??

Auðvitað af því að þær eru litlar, ljótar og lykta illa GrinGrin

 

Ætli síminn sé bilaður ?? 

 

 


Ég er mætt

Þá er ég komin í hóp nútímafólks.  Orðin bloggari.  Ahhhh, þetta er dálítill léttir.  Þar sem fornöldin leið fyrir margt löngu er ekki "inn" að vera fornaldarlegur lengur.  Ég hef því verið "út" um allnokkurt skeið og það er kannski helsta ástæðan fyrir því að ég geng ekki út Grin

Ástæðan er tæplega sú að ég sé of kröfuhörð Halo  Það eina sem ég bið um er að gæinn sé skemmtilegur, góður, sjarmerandi, heiðarlegur, og viti borinn.  Hann þarf auðvitað alls ekki að vera fullkominn og má þessvegna kreista tannkremstúpuna út og suður - svo lengi sem hann kaupir hana sjálfur. 

En það er reyndar ekki vandamál að vera makalaus.  Sumir eru jú alveg makalausir þótt þeir eigi maka.

En best að kynna sig aðeins fyrir alþjóð Tounge

Já, Anna heiti ég Einarsdóttir.   Ég á þrjú vel samsett börn, einn kött, fjóra hesta og svo á ég ömmuhund.  Fyrir trega þá þýðir ömmuhundur semsagt að dóttir mín á hund.  Ohhhh, verður maður að útskýra allt ? 

Vó, það er skrítið að verða allt í einu frægur eins og ég mun verða núna Wink  Hefði kannski átt að fá mér umboðsmann ÁÐUR en ég sendi þetta í loftið.  En nú er of seint í minn fallega rass gripið með það.  En mun pottþétt vera komin með umboðsmann í næstu viku svo hinkrið bara pollróleg.

Færsla eitt fer í loftið og ég bíð við símann InLove

 

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 342803

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband