Færsluflokkur: Dægurmál
26.11.2008 | 22:31
Ég er frá Grímsey - og er stolt af því.
.
.
Hi folks !
Undanfarna daga hef ég verið svo upptekin við að hafa það huggulegt, að ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga.
En þrátt fyrir vanrækt blogg - eða kannski vegna þess að ég hef vanrækt blogg - eru leti minni takmörk sett og hér hefur verið dugnaður á öðrum sviðum. Jólin næstum því tilbúin á þessu heimili. Flestar gjafir keyptar, búin með allar stórhreingerningar sem voru á dagskrá og smákökubakstur fer fram á næstu helgi.
Hlakka mikið til að sjá jólaljósin, heyra jólalögin og finna ilminn af kökunum. Það getur vel verið að ég smakki líka. Hálf hallærislegt að þefa lengi af kökum.
.
Inn á milli dett ég í pólitískar hugsanir, eins og líklega allir landsmenn. Mér finnst hræðilegt að einhverjir Davíðar úti í bæ hafi haft mannorðið af okkur Íslendingum, bara sisvona. Næst þegar ég fer til útlanda, ætla ég að plata; "I am from Grims island". Það er sko ansi nærri því að vera rétt hjá mér. Ég er að segja Gríms-Ísland á rituðu máli, þótt ég beri það fram sem Grims-æland.
Spillingin á þessari litlu eyju fer svo fyrir brjóstið á mér að ég fæ brjóstsviða ! Það er kannski aðeins orðum aukið að ég fái brjóstsviða en það hljómaði ágætlega, fannst mér - svona eins og það kom á lyklaborðið.
Er ég kannski að smitast ? Er ég að verða spillt, lítil, plötuskjóða ?
30.10.2008 | 18:04
Misskilningur.
Ég á frænku.
Í dag, þegar ég var að vinna, hitti ég frænku mína og manninn hennar.
Einu sinni bjuggu þau í Vatnsholti.
Foreldrar hennar eiga bústað sem heitir Holtsendi.
------------
Eftir að ég var búin að spjalla við hana, gekk ég inn á lager.
Þar sé ég pakka sem merktur er Vatnsendi.
.
.
Ég skokkaði með pakkann fram í búð og leitaði að frænku minni.
Ekki fann ég hana svo ég hringdi.
Ekki kannaðist hún við neinn pakka.
Smá misskilningur hjá mér.
----------
Ætli ég hafi unnið of lengi við bókhald fyrst ég finn það út að;
Vatnsholt + Holtsendi = Vatnsendi.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.10.2008 | 23:10
Lífið var svo yndislegt fyrir 30 árum.
Það örlar á samviskubiti hjá mér.
Fyrir stuttu síðan óskaði ég þess upphátt að við færum aftur til ársins 1980.
Með dreymnum augum þuldi ég upp; Ekkert sjónvarp á fimmtudögum. Ekkert sjónvarp fyrr en á kvöldin. Félagsvist. Heimsóknir á kvöldin. Engin eða hámark ein fjarstýring á heimilinu. Börnin í útileikjum á kvöldin. Alvöru heyskapur. Heimsóknir til ömmu og afa.
.
Maður má nú láta sig dreyma.
.
.
Úbbs..... kannski fór ég aðeins of langt aftur í tímann.
4.10.2008 | 11:28
Viðundrið biður um kauplækkun.
Maður er náttúrulega eins og hvert annað viðundur þegar maður skrifar jákvæðar fréttir en einhver verður jú að vera viðundur. Ekki viljum við að viðundur deyji út !
Þessi pistill fjallar um stórgóða kartöfluuppskeru kortéri fyrir snjó.
Hér á bæ voru nokkrar kartöflur settar niður þann 7. júlí s.l.
Já, já, ég veit, ég veit.... doldið seint.
Hér á þessum sama bæ voru kartöflurnar teknar upp þann 2. október s.l.
Í fyrradag.
Hvílík gleði að sjá litlar sætar kartöflur koma upp úr manns eigin garði.
Þetta er alveg hellingur !
.
.
Að rækta kartöflur er mín leið til að mæta kreppunni. Svo er ég að spegúlera í, hvað ég geti gert næst. Kannski ég biðji um kauplækkun. Ég hef nefnilega heyrt að kauphækkanir séu verðbólguhvetjandi og þá hljóta kauplækkanir að vera verðbólguhamlandi. Já, ég held að beiðni um kauplækkun sé besta hugmynd sem ég hef fengið lengi.
Þó ég segi sjálf frá.
24.9.2008 | 22:37
Ég er letidýr.
.
.
.
.
En eftir mikla pressu frá sjálfri mér, þar sem fortölum og úrtölum var beitt ásamt þvingu og plankastrekkjara, kemur hér ein gáta;
Hvaða dýr er öðruvísi og er með eitthvað sem langflestir nota ?
Dýrin á myndunum eru alveg ótengd gátunni.
16.9.2008 | 21:48
Veðurspá.
Í nótt verður hávaðarok og grenjandi rigning. Og krakkar, muna að fara ekki út.
Vindaspá:
.
.
Úrkomuspá:
.
.
Innanhússspá:
.
.
Anna ofsaveður. (Sbr. Siggi stormur)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.9.2008 | 12:03
Þegar kötturinn sefur fara mýsnar á stjá.
.
Aumingja kisi minn. Ég hef haldið fyrir honum vöku í langan tíma til að fyrirbyggja að allt fyllist af músum. Hvað á maður að gera ? Auðvitað get ég samt ekki endalaust látið köttinn vaka. Líklega er skynsamlegast að setja upp vaktaplan fyrir kisurnar mínar tvær. Önnur vakir meðan hin sefur. Og svo er bara að vona að þær fari ekki fram á jólafrí og sumarfrí og svoleiðis vitleysu.
Ef það gerist fer ég að vatna músum.
.
.
10.9.2008 | 19:53
Draumaráðning óskast.
Mig dreymdi í nótt að ég var stödd í verslun hér í heimabæ mínum. Þá kemur að mér kona og heilsar mér með nafni. Strax finnst mér ég eitthvað kannast við hana en kem henni þó ekki fyrir mig. Hún spyr hvort ég þekki sig ekki og ég hugsa málið. "Ertu kennari" ? "Já" segir hún og kímir. Stuttu síðar kviknar á perunni hjá mér; "Pálína" ! (Hún var kennari minn í barnaskóla og ég hef ekki hugsað um hana í áratug eða meira)
Síðan segir hún við mig í draumnum; Mig dreymdi þig einmitt í nótt Anna. Þú varst stödd á 5th Avenue.
Þá vakna ég.
.
.
-------
Jæja folks. Hvað þýðir svona furðulegur draumur ?
24.8.2008 | 17:13
Hef ekki hundsvit.
Í vor fluttu sonur minn og tengdadóttir að heiman. Dálitlu seinna varð ég sjampólaus en sá að tendadóttirin hafði skilið eftir sjampó og hárnæringu á baðinu. Ég hugsaði með mér að hún hlyti að hafa gert það viljandi. Henni þótti kannski þetta sjampó ekki nógu gott eða eitthvað. Því tók ég slurk af sjampóinu og notaði það í neyð minni. Ekki kom ég því í verk fyrr en nokkru seinna að kaupa nýtt sjampó svo ég notaði sjampóið nokkrum sinnum og fannst það bara nokkuð gott.
.
Áðan, þegar dóttir mín er að fara í sund, spyr hún mig hvaða sjampó hún megi taka ? Ég bendi á sjampóbrúsann góða sem ég hafði notað nokkrum sinnum. Dóttir mín horfir þá á mig stórum augum og segir; "En mamma, þetta er hundasjampó."
.
Ég get hikstalaust mælt með Pet Silk Moisturizing Shampoo.
.
.
En viðurkenni jafnframt að ég hef ekki hundsvit á snyrtivörum.
13.8.2008 | 17:31
Foli á lausu.
.
. Á forsíðu Séð og heyrt er mynd
af Ólafi F. Magnússyni og fjórum
öðrum mönnum.
Við myndina stendur;
Fimm folar á lausu.
.
Jæja. Þrátt fyrir að hafa stundað hestamennsku í 15 ár, játa ég það hér og nú að ég hef ekki hundsvit á hestamennsku.
Ég meina..... Ekki lýgur Séð og heyrt. Foli ?
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði