Færsluflokkur: Lífstíll
23.4.2010 | 10:44
Hrukkukremið.
Fenguð þið sumargjöf ?
Ég fékk !
Á maður að gleðjast eða gráta þegar eiginmaðurinn gefur manni hrukkukrem ?
Jæja, ég viðurkenni alveg að þegar Nivea anti wrinkle var auglýst í sjónvarpinu, varð mér á orði að mig vantaði þannig. En ég var auðvitað að djóka.
.
.
Ég les alltaf leiðbeiningar á öllu núorðið. Það kemur svosem ekki til af góðu. Fyrir nokkrum árum keypti ég mér brúnkuklúta. Eitt kvöldið var ég á leið í gleðskap og tók því einn klútinn og renndi honum yfir andlitið. Ekkert gerðist. Ég varð mjög hissa og renndi honum aftur yfir andlitið og varð sífellt meira hissa á því að nákvæmlega ekkert gerðist. Hafði ég keypt eitthvert ónýtt drasl ? Ég fór að lesa: "berist á húð - virkar eftir 4 klukkutíma" !
Það er skemmst frá því að segja að kjellan fór hvít í partý en kom dökkbrún heim.
.
En aftur að núinu.
Ég er búin að lesa leiðbeiningarnar á hrukkukreminu og mér líkar ekki allskostar allt sem þar stendur:
Rekommenderad åldersgrupp 33-47 år.
Hvurslags asnaskapur er það ?
Mér líður eins og ég sé að verða útrunnin.
.
.
Orð dagsins:
Alls ekki nota hrukkukrem þegar þú ert orðin hrukkótt/ur.
18.4.2010 | 12:40
Lífsskoðun.
Í útvarpsmessunni í morgun flutti presturinn, séra Tómas Sveinsson, þá albestu ræðu sem ég hef heyrt í messu.
Hann kom inn á þá staðreynd að menn hafa villst ansi langt frá þeim góðu gildum sem trúin boðar okkur, s.s. heiðarleika, manngæsku, samhyggð og kærleika.
Einhvers staðar á leiðinni fór sumum að þykja í lagi að ástunda valdníðslu, græðgi og spillingu. Það varð lífsskoðun margra að verða sem ríkastir og að sölsa undir sig sem mestum völdum, sama hvaða afleiðingar það hefði fyrir náungann.
Það hefur hreinlega verið stefna sumra flokka að sölsa undir sig völdum og auði, því það sé merki um "mannkosti", nái einstaklingar árangri á þeim grunni.
Þeim, sem stunduðu þetta af hvað mestu kappi, var hampað í blöðum landsins eins og þeir væru sérstakir snillingar.
Sr. Tómas sagði að orðin "góði fjárhirðirinn" hefðu alltaf haft jákvæða merkingu. Góði fjárhirðirinn lætur sig varða velferð alls fjár og sinnir jafnt sínum eigin skepnum sem og annarra.
Í bönkunum var orðið "féhirðir" búið til og upphaflega varð sá einn féhirðir sem hafði til að bera dyggðir eins og heiðarleika og vammleysi.
Í dag hefur orðið fengið á sig ljótan blæ. Í dag þýðir féhirðir: "sá sem hirðir fé úr bankanum".
.
Það er í rauninni ekki flókið að mynda sér lífsskoðun sem hald er í, til langframa - fyrir alla.
Þú þarft bara að fara í grundvallaratriðum eftir boðorðunum tíu.
.
.
Og ef það vefst fyrir einhverjum, þá dugir að fara eftir þessu:
Gerðu við náungann eins og þú vilt að náunginn gjöri við þig.
Stuðlaðu að hamingju annarra og þú munt verða hamingjusamur.
.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.4.2010 | 13:32
Vaskur með vaski.
Vaskurinn hjá mér er bilaður. Hann lekur.
.
.
Í sjálfu sér væri það ekki vandamál nema fyrir það að ef ég kaupi mér vask þarf ég að kaupa vask með vaski.
Og ég þarf bara einn !
.
Nú beini ég spurningu til fróðra manna; Hvernig er hægt að kaupa vask án annars vasks ?
Kannski ég stofni bara ehf. Þá fæ ég vaskinn endurgreiddan.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.3.2010 | 10:04
Aldur er afstæður.
Ég man ekki alltaf hvað ég er gömul.
Veit þó alltaf fyrir víst að ég er annaðhvort 36 eða 37...... nú eða 45 eða 46 ára.
Mér finnst það bara ekki skipta neinu máli.
Það sem skiptir máli er að vera ungur í anda.
Í framhaldi af þessum pælingum fór ég að hugsa um hversu mikil Guðsgjöf það er að sjón versnar hjá gömlu fólki. Ungar og fallegar stúlkur eldast með tímanum og verða hrukkóttar og ljótar....... en það gerir ekkert til því karlinn þeirra verður þá farinn að sjá svo illa ! Hann trúir því að stúlkan sé sú fallegasta í heimi, jafnvel þótt hún hafi tvöhundruð hrukkur á enninu. Hann bara sér það ekki og treystir á minni sitt í þeim efnum... sem hugsanlega er farið að bresta líka og ef stálheppnin er með, man hann konu sína enn fallegri en hún nokkru sinni var.
.
.
Já, það er hægt að hlakka til þegar maki manns verður gamall.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.1.2010 | 10:51
Ungfrú Hnappadalssýsla.
Fyrsta hugsun mín á morgnana er alltaf ein merkilegasta hugsun dagsins hjá mér. Helgast það m.a. af því að aðrar hugsanir dagsins eru ekkert sérlega merkilegar.
Í gærmorgun var mín fyrsta hugsun: Pálmi Har. greiðir Jóni Ásgeiri 1 milljarð inn á einkareikning. Pálmi á jafnframt heilt flugfélag og Jón Ásgeir á "ég veit ekki hvað" ! Er greiðslan kannski eitthvað tengd "einhverju ólöglegu" ? Er líklegt að þeir hafi verið að "fjárfesta" í kappakstursliði ?
Í morgun kom þessi hugsun: Það vantar bloggara sem á ekki fyrir salti í grautinn. Með öðrum orðum, það þyrfti einhver sem er í þeim sporum að eiga ekki fyrir mat og sem þarf að leita til hjálparsamtaka til að fæða sig og börnin sín, að skrá dagbók og leyfa landsmönnum að upplifa hvernig það er. Líklegar skýringar á því að einstaklingar í þessum sporum blogga ekki geta verið að viðkomandi byrjar á því að skera niður munað eins og tölvukostnað, að málin eru viðkvæm og fólk er ekki tilbúið að bera sorgir sínar á torg.
Eða - kannski væri góð hugmynd fyrir einhvern af öllum þeim fréttamönnum sem nú eru að missa vinnuna að setjast niður með einstæðri móður í þessum sporum og skrifa sögu hennar og gefa síðan út bók. Sem gæti þá hugsanlega gefið móðurinni pening í aðra hönd.
.
.
Þá eru morgunþankar mínir komnir á netið mér og mínum að meinalausu.
Hins vegar læt ég þess ógetið hvaða hugsanir flögra um kollinn minn síðar um daginn. Það væri fáránlegt að opinbera þá hugsun mína að ég gleymdi að taka þátt í ungfrú Hnappadalssýsla þegar ég var yngri og nú er það orðið of seint !
Ekki af því að ég er orðin 45 ára heldur vegna þess að Hnappadalssýsla er horfin af kortinu.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.12.2009 | 09:11
Bara einn hamborgara og franskar, takk.
Í sumar ferðuðumst við hjónin frá Siglufirði til Borgarness. Í upphafi ferðar fengum við okkur pylsu um hádegisbilið. Keyrum við síðan sem leið liggur suður á bóginn. Á Blönduósi vorum við sammála um að okkur langaði í eitthvað en vorum samt ekkert sérstaklega svöng.
Niðurstaðan varð sú að við keyptum okkur hamborgara og franskar fyrir einn og snæddum það saman. Mjög mátulegt.
Ekki svo löngu síðar fórum við frá Ólafsfirði til Borgarness. Sagan endurtók sig. Við stoppum á Blönduósi og ég panta hamborgara og franskar fyrir mig, ekkert fyrir hann.
Verst að sami afgreiðslumaðurinn afgreiddi okkur í bæði skiptin.
Þegar ég panta síðan gosglös fyrir okkur bæði með hamborgaranum eina, horfir hann á mig aumkunaraugum og segir; Þetta er allt í lagi, það er áfylling á gosið þannig að ég rukka bara fyrir einn.
Á Blönduósi erum við því þekkt sem fátæklingarnir sem hafa ekki efni á tveimur hamborgurum.
.
.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.10.2009 | 09:48
Æfingar næturinnar.
Minn nýbakaði vaknaði í nótt og leit á mig:
Hendur mínar vísuðu beint upp í loftið.
Þannig lá ég í dágóða stund.
Þá sigu þær uns handarbökin námu við höku....
Hendurnar færðust síðan rólega niður að bringu.....
og með mjúkum hreyfingum (býst ég við) færðust þær síðan aftur fyrir hnakka.
.
.
Ég nota dauða tímann, á meðan ég sef og fer í leikfimi !
.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.10.2009 | 12:16
Skjaldbaka í salatbeði.
Það hefur oftsinnis verið bent á að neysla grænmetis hafi örvandi áhrif á kynhvöt.
Enn og aftur tek ég að mér það hlutverk að koma með bein sönnunargögn...... og botna ekkert í því, af hverju ég var ekki sett í rannsóknarnefnd Alþingis.
Á fyrstu myndinni sést dæmigerð skapstygg skjaldbaka.
.
.
Skjaldbakan smellir sér á grænmetisdiskinn.
.
.
Og viti menn !
.
.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2009 | 11:32
Móðureðlið.
Svona er nú lífið á heimilinu.
Takið eftir að hundurinn hrýtur..... og heldur áfram að hrjóta eftir að hún er vöknuð.
Tíkin er litagölluð Cavalier. Hún hefur aldrei átt hvolpa. Fyrir nokkrum árum velti ég því fyrir mér að leyfa henni að eignast hvolpa, án þess þó að ætla að selja þá. Hundaræktendur, sumir hverjir, urðu alveg óðir og brjálaðir. Það mátti alls ekki vegna þess að hún er smávegis litagölluð.
Mannfólkið er merkilegt. Það þykir mikill kostur hjá hesteigendum að hafa marga og fjölbreytta og helst fágæta liti - en það verða allir hundar að vera nákvæmlega eins á litinn og aðrir hundar af sama hundakyni. Annars teljast þeir gallaðir !
Hvernig á maður að botna í þessu ?
.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.9.2009 | 10:30
Sagði upp vinnunni í miðri kreppu.
Það er ekki hægt að segja að ég fari alltaf troðnar slóðir.
Í vor sagði ég upp vinnunni !
Í miðri kreppu, bara sisvona.
Og hætti störfum um síðustu mánaðamót.
Það hefur alltaf verið prinsipp hjá mér að hafa gaman af vinnunni. Og þegar mér finnst vinnan ekki uppfylla væntingar mínar um lífsfyllingu, þá segi ég upp. Og það gerði ég.
Ég hugsaði með mér að ég fyndi mér bara eitthvað annað að gera. Og ef ég finn ekkert annað, þá bara bý ég mér til vinnu. Og ef ég bý mér ekki til vinnu, þá bara geri ég ekki neitt. Og ef ég geri ekki neitt, þá hef ég bara meiri tíma til að blogga. Nei, djók !
En mig langaði svolítið mikið að eiga frí í september og ég er komin í frí.
Eftir það vonast ég.... svona í alvöru talað.... til að láta draum minn rætast. Því í kreppunni felast mörg tækifæri, ykkur að segja.
Draumurinn er sá að ég verði yfirmaður minn. Reki mitt eigið fyrirtæki.
Þá get ég sagt við mig; "Anna, get ég fengið frí í dag" ? Og þá segi ég bara; "Nei Anna, þú getur ekki fengið frí í dag"....(rosalega harður yfirmaður)... "en þú mátt eiga frí á sunnudaginn".
.
.
Og þá get ég bakað pönnukökur á sunnudögum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði