Færsluflokkur: Spil og leikir

Hvaða ár var broskallinn fundinn upp ?

 

.

broskall_jpg_280x800_q95 

.

Að vita svarið við því flokkast kannski undir óþarfa fróðleik hjá sumum en mér finnast þetta merkilegar upplýsingar og ég vildi alls ekki hrökkva upp af, óafvitandi um hvenær sá merki atburður gerðist.  Smile

Annars má ég lítið vera að því að blogga þessa dagana vegna vinnu.  Það er alveg ótrúlegt hvað vinnan slítur í sundur fyrir manni daginn.  Tounge

Nánustu ættingjum til hugarhægðar skal þess getið að allar jólagjafir frá mér til ykkar eru tilbúnar og innpakkaðar þannig að engin hætta er á að þið farið í jólaköttinn. 

Það er hins vegar stór hætta á að þið farið heim með köttinn.  LoL

.

kettlingar 

.  


Það má drepa kónginn.

 

Nú er tími jafnréttis og systralags.

Í tilefni af því skora ég á þá lesendur mína sem kunna að tefla, og ég veit að þeir eru þónokkrir, að taka eins og eina öðruvísi skák.  Hugsa út fyrir rammann en þó má alls ekki fara útfyrir taflborðið.

Í þessari skák má drepa kónginn en iðrast ber að því loknu, því gjörningurinn er ekki fallegur.

Drottningin skal hins vegar mátuð.

Að öllu leyti er manngangurinn eins og í hefðbundnum skákum.

.

chess

.

Með þessari óhefðbundnu tilraun, munuð þið komast að því að gert er frekar lítið úr kónginum á skákborðinu og hann er nánast farlama á meðan drottningin hleypur um víðan völl.

Hvar eru jafnréttissamtökin ?

 


Kreppuhappadrætti - allir sem taka þátt fá vinning.

 

Dóttir mín, sem lengi hafði suðað um kettling og ávallt fengið neitun, gaf mér kettlinginn í afmælisgjöf í marsmánuði 2008 með þeim fleygu orðum "Til hamingju með afmælið".  Wizard

Fyrir áttum við einn hund og einn kött.

Ekki var kettlingurinn hættur að vera kettlingur (fannst mér) þegar hún dældi út úr sér fjórum nýjum kettlingum í apríl 2009.   Jasso !  Happy    Afmælisgjöfin ávaxtar sig um 400% á ári og ég þarf ekkert að gera nema telja kettlinga að morgni rétt eins og bankastjórar Landsbankans gerðu forðum með innlán Icesave.

En árið er ekki búið !

Afmælisgjöfin,, Katla Gustavsberg, gerir mikinn mannamun og hún lítur til dæmis ekki við mömmu minni.  Það er sennilega of vægt til orða tekið að hún líti ekki við mömmu.  FootinMouth  Sannast sagna hleypur hún í burtu á harðaspretti ef mamma nálgast.  Sem kom sér illa núna í september.

Mamma átti að passa dýrin í tvær vikur - gefa þeim að borða, hleypa hundinum út, og gefa Kötlu pilluna.

En hvernig sem mamma reyndi,  gat hún ekki gefið Kötlu pilluna.  Kisa hljóp hraðar en mamma.

Og nú er Katla Gustavsberg að fara að ávaxta sig meira.  Hún er bomm. Blush

Þegar ein afmælisgjöf ávaxtar sig allt að því tífalt á örfáum mánuðum, bendir það þá ekki til að dóttir mín hafi óendanlega mikið viðskiptavit ?  Ég hefði haldið það.  Joyful

.

Nú, þar sem ég aðhyllist þá skoðun að lífsgæðum skuli skipt nokkuð jafnt á milli manna, efni ég hér með til kreppuhappadrættis og allir sem taka þátt fá vinning. 

Vinningurinn gæti til dæmis litið svona út;

.

Tevez 

.

Og breytist stöðugt - þetta er sko sami kötturinn og hann stillir sér sjálfur upp;

.

tevez 

.

Það er fátt ánægjulegra en að kúra með kött í fanginu fyrir framan sjónvarpið, hlusta á róandi malið og horfa í aðdáunarfull augun.  Whistling

Köttur á heimilið = meiri ást á heimilinu.

.

Tevx 

.

 


B og C fóru í bíó og skildu A útundan.

 

Hugsanir mínar, fyrstu mínúturnar eftir að ég vakna á morgnana, eru á stundum svo furðulegar að það er á mörkunum að ég viðurkenni þær opinberlega.

Í morgun vaknaði ég til dæmis með þessar pælingar;

Ef A er B

og B er C

geta B og C farið saman í bíó

en hvað verður þá um A ?

.

ABC_logo

.

Er ég kannski óuppgötvaður stærðfræðisnillingur ?  Happy

 


Allt fullt af fíflum.

 

Einhvern tíma var sagt við mig að maður ætti alvarlega að íhuga sinn gang þegar allt væri fullt af fíflum í kringum mann.

.

Það ER allt fullt af fíflum í kringum mig.  Frown

 

Gjörsamlega yfirfullt af bévítans fíflum.  W00t

 

.

 

 

.

 

 

.

 

.

 

garður

 

.

Ég ætla að íhuga minn gang.

.

 


Og svo streyma peningarnir í kassann.........

 

Góðar hugmyndir eru oft einfaldar.  FootinMouth

Á þessum síðustu og verstu tímum er mikil þörf á frjóum hugsanagangi því við þurfum virkilega á því að halda að skapa nýja atvinnu og afla aukinna tekna.

Hér koma tvö stykkorð og það er ykkar að finna út hvernig búa má til nýja atvinnugrein úr þessu.

.

Kartöflurækt.

Golf.

.

.

Ég get svo svarið að það eru fleiri en ég sem falla í stafi yfir hugmyndum mínum.  Joyful

.

fallinn

.


Spennandi plöntur.

 

Hvaða plöntur eru á myndinni ?

.

plöntufræði 

.

 


Málshættir.

 

Gleðilega páska !

.

c_documents_and_settings_thibaut_my_documents_my_pictures_th_pic11

 

.

Málshættir óskast í athugasemdirWink

Endilega leggðu inn bæði málsháttinn úr páskaegginu þínu og heimatilbúna málshætti sem gjarnan mega vera frekar asnalegir.  Happy

.

AlbumImage

.


Ég heiti á Strandakirkju.

 

Í 25 ár hef ég verið með sama miðann í SÍBS og ég get ekki hætt með hann því ég kann númerið utan að og veit að það kemur umsvifalaust vinningur á miðann ef ég læt hann.  FootinMouth

Þrisvar sinnum hef ég fengið lægsta vinning.

Vinningshlutfall mitt er því 1 vinningur á hverjum 100 mánuðum.

En samt segir á heimasíðu SÍBS að tæplega helmingur miðaeigenda vinni á hverju ári.  Gasp

Hversu slæmt númer getur maður fengið ?

.

Nú eiga einhverjir eftir að segja mér að hætta með miðann.

Nó vei !

Ég man þegar ég var krakki og varð vitni að því að ungt par hætti með miðann sinn og viti menn ....... það kom heilt sumarhús á óendurnýjaða miðann næst þegar var dregið.  Pinch

Maðurinn á bakvið úrdráttinn má sko bíða sig gráhærðan eftir því að ég gefist upp.  Cool

.

542080783_93d1a4f31d

P.S. 

Ég heiti á Strandakirkju 10% af vinningnum ef hann kemur á þessu ári - nema auðvitað ég vinni bók eða málverk.   Ég býst einfaldlega ekki við að sóknin vilji nokkrar blaðsíður eða horn af mynd.  Smile

.


Myndagáta.

 

chp_tv 

.

007

.

TexasCheesePlate070319 

.

mínus ur,  mínus ur.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband