Færsluflokkur: Spil og leikir

Vinna.

 

Það er búið að vera allt of mikið að gera hjá mér síðan ég hætti í vinnunni.  Moka burtu forljótu trjábeði, hreinsa burt allan njólann og rabbarbarann á bakvið hús (eða það var eiginlega sonur minn sem gerði það allt en ég varð samt frekar þreytt af að horfa á hann Whistling), taka til og þvo þvott og svoleiðis, fylgja dótturinni á fótboltamót,  fara í húsmæðraorlof,  út að ganga með kisa, lesa bók, liggja í sólbaði og svo framvegis.  Já og svo gekk ég 14 kílómetra með hestana einn daginn.  Það þarf að viðra þá og koma þeim í þjálfun.  Pouty   

Jasso.  Happy

.

DSC01473

Ég segi eins og einn vinur minn;

Það er bara eitt sem ég sé eftir í lífinu.  Ég sé alltaf eftir því að hafa byrjað að vinna.


Half and half.

 

Við Ragnheiður bloggvinkona hugsum svo oft svipað.  Í dag varð henni að orði;

"Það mætti halda að við séum með sama heilann".

Nú ........ gefum okkur að það sé rétt hjá henni.  FootinMouth

.

Þá kemst ég að þeirri niðurstöðu með mínum takmarkaða heila að.........

....... við séum ekki með heilann, heldur hálfan.

Það skýrir ýmislegt.  LoL 

.

wet_brain 

.


Við höfum allt sem við þurfum.

 

.

sólarlag 

.

Við höfum ægifagurt sólarlag.

Getum drukkið nægju okkar úr tærum fjallalækjum. 

Gengið fjörur, dali, árfarvegi, fjöll, firði og móa.

Öndum að okkur hreinu lofti eftir nýfallinn síðdegisskúr.

Snæðum síðan soðna ýsu með kartöflum og smjöri.

Og elskum hvort annað.

.

Hverjum er ekki sama um fallna krónu ?  Joyful


Óborganlegur.

 

.

WWCALCF1TFCAU7W5ZLCANKOOC3CAG2L6DXCA1JRWVNCA11ZG94CA65F7N9CAY7KFJFCAYF4C68CAQBMN9MCAS6YRPICAEPNS00CATCIHZSCAGPLOKOCA9519F5CA8ZPL5TCA1O52OYCANDNUNFCAWW1UHS

.

Mér finnst þessi svipur á hundinum alveg óborganlegur.

Hann er að segja;  "Á að skilja mig eftir heima"?

.

Hefur þú einhvern tíma sett upp óborganlegan svip ?

En borganlegan ?  FootinMouth

 


Smá leikur.

 

Hvað er það sem er

 

rautt

hvítt

rautt

hvítt

rautt

hvítt

rautt

hvítt

.......


Vink vink.

 

Ég er búin að vera svo lengi í fríi.

Nú ætla ég að hvíla mig á því um helgina og fara í orlof.  Cool

.

rúm

.


Þriðji ísbjörninn.

 

.

012 

 Þriðji ísbjörninn fannst í Vestur-Landeyjum í dag.

 

 

 

 

 

.

013 

 

 Það var Njáll á Bergþórshvoli sem fyrstur varð var við torkennilega hegðun .......   

 

 

 

 

.

015 

 

 ..... veðhlaupahryssunnar Hrönn frá Ystu Nöf.


 Hrönn sperrti eyrun og sagði íhííííhíí.

 

 

 

.

014 

 

 Njáll hafði aldrei heyrt Hrönn tjá sig með svo afgerandi hætti.  Ekki fór á milli mála að hryssan var að öskra "Ísbjörn" !

 

 

 

 

.

021 

 Ekki náðist í Björn Bjarnason vegna málsins þar sem hann er staddur í sumarfríi á sólarströnd.


Heitt rúgbrauð.

 

.

Í Vestmannaeyjum hefur það tíðkast allt frá eldgosinu 1973, að baka rúgbrauð í heitu hrauninu.

Þá er rúgbrauðsdeigið sett í afskorna mjólkurfernu sem síðan er sett ofan í heita holu við hraunið.

Einu sinni bar svo við að konungborið fólk heimsótti Eyjuna.  Til stóð að fara með kóngafólkið í skoðunarferð að morgni og átti einn dagskrárliðurinn að vera sá, að grafa upp heitt rúgbrauð og bjóða þeim að smakka.

Um morguninn mundi leiðsögumaðurinn allt í einu að hann hafði steingleymt rúgbrauðinu.  Hann hringdi í snarhasti í bakaríið og bað stúlku eina að fara með nýtt rúgbrauð strax á þennan tiltekna stað í hrauninu og grafa brauðið þar niður.

Stúlkan gerði eins og fyrir hana var lagt.

.

Síðan var áð í skoðunarferðinni á þessum tiltekna stað.  Leiðsögumaðurinn grefur hróðugur upp rúgbrauðið nýbakaða.

Kóngafólkið átti ekki til eitt aukatekið orð yfir þessu undri.

.

rugbraud 

.

Rúgbrauðið var niðurskorið.  W00t


Fjallkonan.

 

fjallkona

 

 

 

 

Fjallkonan er alltaf einhver kona

yfir henni hvílir þjóðleg leynd

Karlar mínir, á þett´að vera svona ?

Hvar er jafnréttið - í reynd ?

 


Krónan datt og allt fór í patt-stöðu.

 

Á þessum síðustu en ekki endilega verstu tímum, hefur Sparisjóður grínista og nágrennis orðið vitni að mikilli efnahagssveiflu....... niður á við.  Landsmenn allir,  horfa á eftir krónunni sem féll.  Furðulegt, því það er nú ekki eins og þetta sé síðasta krónan.

Landsmenn virka heldur niðurlútir þar sem þeir mæna á þessa krónu.  Hvernig væri að grafa nú upp aðra krónu úr veskinu og hengja hana upp í loft ?  Og bera svo höfuðið hátt.  Það fer svo illa með hálsinn að horfa alltaf svona niður. 

Ok, ég gæti skilið viðbrögð landsmanna ef þetta hefði verið 5000 kall.  Finnst mönnum þetta ekki vera heldur ýkt viðbrögð út af einni krónu, sem ekkert fæst hvort eð er fyrir ?   Pouty

.

vefkrona 

.

Allar bloggsíður í gær innihéldu orðið Björn.  Á Íslandi eru Birnir Bjarnasynir út um allt svo þetta eru engin stórtíðindi þannig séð.  FootinMouth  

Svo mikið var skrifað um Björninn að mig dreymdi Einbjörn, Tvíbjörn, Þríbjörn og Fjórbjörn.

Annars er SPGN með tillögu að nafni á þennan Björn sem allir eru að tala um.

Þjóðbjörn.

Það er svo skrambi gaman að heyra útlendinga segja það.  LoL


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband