Færsluflokkur: Spil og leikir

Skemmtileg eða leiðinleg ?

 

Um daginn hitti ég stelpu sem var vinnufélagi minn í tæpt ár fyrir nokkrum árum.  Hún sagðist lesa bloggið mitt,  finnast það skemmtilegt og spurði frekar hissa, hvort að ég hefði alltaf verið svona skemmtileg ?  Gasp

Góð spurning ! 

Í mánuð hef ég velt vöngum yfir þessu.  WounderingFootinMouthWoundering Sideways

.

Lítum á nokkrar staðreyndir;

Ég var einu sinni rekin úr vinnu þegar kom nýr yfirmaður.

Ég var öðru sinni rekin úr vinnu rétt áður en fyrirtæki rúllaði yfir.

Ég var í þriðja skiptið rekin úr vinnu um síðustu mánaðamót.

Vó....... maður er orðinn rek-vanur.  Joyful 

.

Ætli ég sé skemmtileg í vinnunni ?  FootinMouth   

Glætan spætan gaukurinn og spóinn.  LoL   

Auðvitað er ég að vinna þegar ég er í vinnunni og er því sem næst þrautleiðinleg. 

.

Veit einhver um góða vinnu fyrir mig ?  Wink

.

PS.   Er góð í rekstri.... þegar ég er rekin.

 


Saga fyrir svefninn.

 

 

Regnið lamdi rúðurnar og vindurinn gnauðaði.  Hómer hafði vafið sig inn í teppi í hlýrri stofunni.  Hann hringaði sig í sófanum og horfði á hryllingsmynd í sjónvarpinu.  Á glerborðinu stóð skál, full af nýjum ávöxtum.  Hómer maulaði á appelsínu meðan hann horfði spenntur á myndina. 

Myndin fjallaði um tvö systkini sem höfðu orðið viðskila við foreldra sína í Marokkó.  Drengurinn var á tólfta ári og stúlkan, ljóshærð og fíngerð, var átta ára.  Þau leiddust um þröngar göturnar og skimuðu örvæntingarfull eftir mömmu og pabba.  Þrír langir dagar voru síðan foreldrarnir týndust.  Skyndilega stökk maður í veg fyrir þau á þröngri götunni.  Hann var hálftannlaus og á nefinu var stór graftarnabbi.  Hann greip um handlegg stúlkunnar og dró hana inn í skuggalegt port.  Bróðir hennar elti því systir hans var það eina sem hann átti í augnablikinu.  Hann varð að passa hana.  Maðurinn henti börnunum inn í búr og læsti dyrunum.  Skelfingin skein úr augum þeirra og tárin streymdu niður kinnarnar.  Sá tannlausi skipaði þeim að hætta þessu væli.  Með hroka sagði hann þeim að hann hefði kaupanda að stúlkunni.  Að ríkur maður í afskekktum fjallahéruðum hefði beðið hann að útvega unga ómótaða þjónustukonu.  Einhverja sem myndi endast honum í þrjátíu ár.  Sá tannlausi sneri sér síðan að drengnum og sagðist ætla honum annað og verra hlutskipti og svo hló hann um leið og hann smellti slepjulegum krumlum sínum á handarbak drengsins.

.

Hómer var orðið ómótt.  Hann var einn heima og var alls ekki vanur að horfa á hryllingsmyndir.  Hann henti af sér teppinu stóð upp og slökkti á sjónvarpinu. 

.

.

.

homer_the_scream 

 

Við fáum því aldrei að vita hvernig myndin endaði.

    


Svar við gátu.

 

Takk fyrir ótrúlega fjölbreytt svör við gátunni.

Enginn kom þó með rétt svar sem er ..............

........... AUÐVITAÐ

Fjólubláar gulrætur.

.

Carrot_Purple_Haze_Jimi_Hendrix[1]

.


Þessi er erfið - enda öll helgin framundan til að leysa hana.

 

Hvað er það sem stækkar, er langt og mjótt og fjólublátt ?

.

.

ugly-white-ape

.


Katla á gelgjunni.

 

Er einhver búinn að gleyma Kötlu Gustavsberg ?

Bætum úr því. 

Helsta yndi Kötlu er að sitja fyrir hundinum þegar hún heyrir hann koma gangandi, fela sig á bakvið vegg eða hurð og stökkva svo á hann þegar hann kemur fyrir horn.  Hundurinn haggast þó ekki hænufet við þessa stórbrotnu tilburði Kötlu.  Hann nennir því ekki.

.

Katla hlær 

Hahahaha... það er svo gaman að stríða.

.

Katla fylgist auk þess grannt með EM í fótbolta.  Ekki fannst henni menn spila nógu vel í einum leiknum og smellti hún sér þá upp á sjónvarpsborð og reyndi sjálf að færa boltann á skjánum.. en var rekin niður því hún er jú ekki gjaldgeng í erlendum landsliðum.  

Einn daginn var allt heimilið skyndilega rennblautt.  Pouty  Bleytan var rakin og endaði slóðin við baðkarið.  Einn úr fjölskyldunni hafði verið að láta renna í bað.  Sýnt þykir að Katla hafi stokkið ofan í baðið, vitandi ekki að það væri vatn í því.  Síðan hefur hún væntanlega tekið heljarstökk uppúr því aftur og hlaupið um allt hús....... eins og blautur köttur. 

.

Katla glottir 

Kattarþvottur hvað ?

 


Gáta.

.

 

Úr hvaða sjónvarpsþætti er þessi fjölskylda og hvað heita fjölskyldumeðlimirnir ?

.

portrait-front 

.


Þá þarf engar rafbyssur !

Skv. meðfylgjandi frétt, erum við friðsælasta ríki heims.

Við erum best í öllu..... og friðsömust.  Því liggur alveg þráðbeint við að löggæslan á Íslandi þarf engar rafbyssur.  Jei, jei..... ég er ekkert smá ánægð með það.  Happy

Mín tilfinning, eftir lestur annarra bloggsíðna, er sú að karlmenn eru almennt miklu ákafari í að vopnvæða lögregluna heldur en konur. 

Kannski er þetta rangt hjá mér.  Skoðum bara málið hlutlaust.

.

1122taser 

.

Endilega takið þátt í skoðanakönnunWink

Athugið að Karlar hafa efstu tvo svarmöguleikana og konur neðstu tvo.  Jafnrétti sko.

 


mbl.is Ísland friðsælast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EM í fótbolta.

 

EM í fótbolta er nú hafið eins og allir vita.  Þá taka menn sér jafnvel frí til að geta horft á hvern einasta leik. 
Sumir skilja við konurnar sínar af þessu tilefni, þ.e. ef konurnar eru ekki búnar að drepa mennina sína áður.... af sama tilefni.
Það hefur allavega gerst í útlöndum.  EM er því örlagavaldur í lífi fjölda fólks um allan heim.
Við mannfólkið erum nú alveg furðuleg, það verður ekki frá okkur tekið.  FootinMouth

.

Með hvaða liði heldur þú ?

.

1769665627_71f472bf45

.


Slagari dagsins.

 

Að lífið sé leiftrandi grín og glens 

má lesa á bloggi hjá Sigga Jens

en enginn veit svo hver komment fær

og líklega voru þau engin í gær

Mikið lifandis skelfingar ósköp er gaman að vera partur af bloggheimi

mikið lifandis skelfingar ósköp er gaman að vera partur af bloggheimi.  Whistling

Það sæmir mér ekki sem bloggara

að skrifa hér eldgamla slagara

og seint mun bókvitið blómstra hér

ég bráðum fer alveg að tapa mér

.

Mikið lifandis skelfingar ósköp er gaman að bulla eintóma vitleysu

Mikið lifandis skelfingar ósköp er gaman að bulla eintóma vitleysu.  Whistling

.

glove_Family_puppet 

.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 343367

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband