Færsluflokkur: Spil og leikir

Ekki arfavitlaus heldur vita arfalaus.

 

Nú er ég ekki lengur arfavitlaus heldur vita arfalaus.  Þessi fallegi sólskinsdagur fór semsagt í arfahreinsun.  Ég komst að því í dag að íbúar á lóðinni minni eru öllu fleiri en ég hafði áður talið.  Ekki það að ég sé búin að telja þá samt en maður segir bara svona.  Woundering  Þessir áður óþekktu íbúar halda sig mest neðanjarðar en kíktu þó upp, einn og einn í dag.  Sumir þeirra eru extra large og allt að því king size.  Því get ég reiknað með að þeir hafi það allverulega huggulegt í nábýli við mig, feitir og pattaralegir.

Ég er að tala um ánamaðka.

.

joke-worm-breath 

.   

Tilraun dagsins;  Prófaðu að segja upphátt ÁNAMAÐKUR á norðlensku.

Við sunnlendingar segjum ánamaþþkur en norðlendingar segja ánamaððkur.  Ferlega fyndið að heyra það þannig.  LoL   Eða það finnst mér.


Hef aldrei grátið svona mikið af stolti.

 

Á föstudaginn var komu vissulega tár í augun, þegar Íslendingar unnu Spánverja.  Það reyndist þó bara vera æfing hjá mér fyrir daginn í dag.  Tárin streymdu niður kinnarnar allan tímann sem að verðlaunaafhendingin var.  Ég er bara alveg útgrátin og þakka næstum því fyrir að við fengum ekki þjóðsönginn líka.  Þá hefði ég sennilega fengið ekka líka !  Smile

Mér fannst strákarnir spila alveg ágætan leik í dag en markvörður Frakka reyndist okkur ofjarl.  Það er nánast ekki hægt að sigra leik þegar markvörður tekur 23 skot og restin af franska liðinu spilar jafn glimrandi vel og það gerði.  Ég held að ekkert annað lið í keppninni hefði getað unnið það franska í dag.

Ég er alveg drullustolt af strákunum okkar.  InLove

TIL HAMINGJU !

.

landslidid 

.


mbl.is Voru afar stoltir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndagáta.

.

Scubapro%20Gloves 

.

PL107~Teddy-Bear-Drying-Posters 

.


Færeyingar halda líka með strákunum okkar.

.

c_documents_and_settings_karl_th_birgisson_my_documents_my_pictures_vefur_landsli 

.

50 þúsund Færeyingar munu fylgjast með úrslitaleik Íslendinga og Frakka á sunnudaginn kemur. Þetta segir Georg Eystan sem sendi þetta fallega skeyti til Íslands eftir sigur okkur á Spánverjum.

Ísur og sól:

Tað fullu mørg gleðistár úr augum tá frændur okkar, Ískaldu handbólta-víkingar sendu spánverja heim til sóllanda.

Veit ekki, um Danir og hinir norðbúðar halda með Íslandi, tó veit eg, að 50.000 manns með hjarta á rettum staðið, halda með bræðratjóð okkar, og Sunnudaginn komandi, stendur allt stillt í Færeyum, tá Ísland vonandi fær gullið.

Til hamingju Ísland

Georg Eystan

(tekið af vísi.is)


Samskeyti.

 

Fúsi frændi og hinir strákarnir okkar. 

STOPP

.

Svakalega góðar kveðjur úr Borgarfirðinum og nágrenni.

STOPP

.

Það eru allir Íslendingar stoltir af ykkur núna...... CoolCoolCoolCoolCoolCoolCoolCoolCoolCoolCoolCool

STOPP

.

Fyrir hönd Sparisjóðs grínista og nágrennis.

Anna frænka og Edda frænka.

 


mbl.is Hanna Birna sendir strákunum kveðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggst í bleyti og verðlaunaafhending.

 

Hæ.  Grin

Takk fyrir þátttökuna í vísnakeppninni.  Nú þarf ég að leggjast í bleyti og finna út hver vinnur.

---------------------------

Viðbót;  Sigurvegari í vísnakeppninni er HRÖNN með ljóðið "Snúin löpp".  Whistling

"Vil ég vinna keppni núna

og vanda mig sem mest ég má.

Á Suðurlandi sá ég frúna

með snúna löpp og lipra tá".

Til hamingju Hrönn.  Þú færð verðlaun send heim.  Wizard

--------------------------

.

takebath

.


Vísnakeppni.

Nú fer í gang vísnakeppni.  Botnið endilega þessa fyrriparta - því botninn á að vera í Borgarfirði.

Verðlaun verða send heimWizard    Keppni lýkur eftir viku.

 

Vil ég vinna keppni núna
og vanda mig sem mest ég má
  

.

funny_monkey

.

Anna fer í fríið sitt
hvert fór hún, ekki veit ?
 

.

black-spider-monkey 

.

 


Of lágkúrulegt.

 

Katla Gustavsberg "pósaði" textann hér fyrir neðan en hún neitaði alfarið að sitja fyrir í þeim hluta textans er fjallar um pólitík í Reykjavík.  Hún sagði á mjálmsku; 

 "Ég leggst einfaldlega ekki svo lágt". 

.

kisa datt´íða 

.

Verst af öllu er í heimi, einn að búa í Reykjavík
kúldrast uppi á kvistherbergi í kulda og hugsa um pólitík
Vanta félagsskap og finnast fólkið líta niður á þig
elda sjálfur, vita að veslings vömbin er að gefa sig

Troðfullt allt af tómum flöskum, táfýlan að drepa þig.

.

kisa í táfýlu

.

 


Hormottuskandall.

 

Nýyrðið "Hormottuskandall" er lýsandi fyrir leik Suður-Kóreumanna og Íslendinga.

Lengi hefur mér staðið stuggur af þessum pólska dómara með yfirvaraskeggið.  Finnst hann aldrei haga sér almennilega við okkur.  Hinn dómarinn virkaði skynsamur á mig.  En ég er auðvitað ekki dómbær á dómara ef út í það er farið.

Súrt að ná ekki jafnteflinu eins og leikurinn þróaðist.  GetLost

Kóreumenn fá Óskarinn fyrir afburða leiklist í öllum skilningi.  Wizard

.

1402649759_542a1bcce5

.

EN....... hér eftir sem hingað til eru þetta STRÁKARNIR OKKAR og ég stend með þeim í blíðu og stríðu, súru og sætu, góðu og illu, bláu og rauðu.

.

Þið eruð langbestir !!!!!

 

.


mbl.is Ísland tapaði með einu marki fyrir Suður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér líður undarlega.

 

Á morgun er stór dagur hjá fjölskyldunni.  Eldri dóttir mín heldur yfir um haf og gerist skiptinemi í Bandaríkjunum í eitt ár.

Heilt ár !  W00t

Þetta er erfitt fyrir mömmuhjartað.  EN stelpan á eftir að þroskast heilmikið og læra annan eins helling.  Dóttir mín er tæplega 18 ára og mér líður eins og ég muni í fyrramálið, kveðja barnið...... og fá eftir eitt ár, fullorðinn einstakling til baka.  (Nú á hún eftir að segja MAMMA !!!  ÉG ER EKKI BARN Joyful)

Æ, mér líður bara svona.  Fer sennilega að skæla.  Á morgun hafið þið leyfi til að kalla mig grenjuskjóðu í einn dag.   

Böhööööhöööööööööööö.  Crying

Ég má ekki einu sinni heimsækja hana.........

Crying

.

Brandarar óskast til að létta mína (ó)lund.

.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband