Minna en ekki neitt.

 

Hafnfirðingur var að undirbúa 5 manna matarveislu.

Hann skreppur inn í Nóatún og biður afgreiðslumanninn í kjötborðinu að aðstoða sig.

"Áttu eitthvað hentugt á grillið sem dugir fyrir 5-6 manns" ?  spyr hann.

Eftir nokkur orðaskipti fer Hafnfirðingurinn heim með lambalæri.

.

.

Um kvöldið grillar hann en þegar hann telur að  lærið sé orðið tilbúið, og tekur það úr álpappírnum, er það orðið pínulítið. 

Hafnfirðingurinn verður æfur.  Rýkur í fússi út í Nóatún og skammar afgreiðslumanninn.

"Þú sagðir að þetta væri nóg fyrir 5-6 manns... en svo er þetta orðið pínu- pínulítið.  Bara ekki neitt neitt."  Angry

Afgreiðslumaðurinn hnyklar brýrnar og segir  "já, stundum fara hlutirnir ekki eins og við ætlum.  Það er stutt síðan ég setti lopapeysuna mína í þvottavélina og síðan í þurrkarann og hún hvarf næstum því.  FootinMouth

Hafnfirðingurinn hugsar sig um og segir svo...... 

.

.

kind

.

"Aaaaaa, þetta er örugglega sama kindin".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hafnfirðingarfordómar í þér kona....   Gaflarar stórhafnafjarðarsvæðisins sameinist....  piffum á ÖNNU .... PIFF PIFF PIFF PIFF PIFF PIFF PIFFF... 

Brynjar Jóhannsson, 1.8.2007 kl. 18:42

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fordómar í mér ?    En Hafnfirðingurinn sagði þetta..... ekki mér að kenna.

Hihihihihi... ..... Þú piffar óvenju skemmtilega.

Anna Einarsdóttir, 1.8.2007 kl. 18:59

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Enda eru þetta meðfæddir piffhæfileikar sem fáir geta leikið eftir ...

Brynjar Jóhannsson, 1.8.2007 kl. 19:03

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hefur þér aldrei dottið í hug að verða piffari ?

Anna Einarsdóttir, 1.8.2007 kl. 19:10

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Veistu akkuru Hafnfirðingar sitja alltaf fremstir í bíó?

Til að sjá myndina fyrstir - auddaaaa

Marta B Helgadóttir, 1.8.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband