Árans óheppni.

 

Í dag ætlar sveitastelpan að skella sér í menninguna.  

Það var á dagskránni að sýna mig og sjá aðra.  Wink 

Nema hvað.... vaknaði í morgun með svakalegar frunsur.  Ekki eina eða tvær.. heldur margar.   Það er kominn hjónasvipur með mér og Fílamanninum.  Crying

Eins og það sé ekki nóg til að hrekja alla sjénsa út á hafsauga.  Nei sko, ég er líka með bólu á ótrúlega "skemmtilegum" stað.  Hún er í nösinni og blasir þar við. 

Ef ég hef reiknað hana rétt út, mun hún verða hvít í kvöld og þá lít ég út eins og Fílakona með hor.  Pouty 

.

ksm0257l

.

Ef þið sjáið mig á förnum vegi.... þá væri fallega gert af ykkur að hlægja ekki of mikið að mér.

Góða skemmtun !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

 Best að drífa það þá af núna.

Edda Agnarsdóttir, 18.8.2007 kl. 13:12

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Farðu bara í ljót föt, þá tekur engin eftir bólunni

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.8.2007 kl. 13:13

3 Smámynd: Ragnheiður

Iss farðu bara þá eftir myrkur, getur svo sagt að þetta sé endurskin frá flugeldasýningunni

Ragnheiður , 18.8.2007 kl. 13:49

4 identicon

Getur þú ekki bara gefið sjálfri þér glóðarauga og þá tekur engin eftir frunsunum?

Björg F (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 15:39

5 identicon

Hvernig er þetta.. ertu ekki með einhverjar skemmtilegar myndir úr ferðinni sem þú getur skellt hérna inn?

Björg F (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 15:45

6 Smámynd: Ragnheiður

frunsuflokkur,bólan og Anna hafa greinilega skroppið í bæinn, var ekki verið að tala um umferðaröngþveiti þarna niður frá ?

Ragnheiður , 18.8.2007 kl. 15:53

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Manneskja! settu á þig hvítan maska, sjóræningjaklút og sólgleraugun upp.  Annars er hálfur bærinn í frunsuvinafélaginu, þannig að maður tekur frekar eftir þeim sem eru frunsulausir.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.8.2007 kl. 21:22

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Einhver óværa í jökulvatninu? Held ég hafi séð þig í kvöld í bænum, eða kannski ekki. Sá bara fólk, fólk, fólk. Hrikalega er hægt að troða mörgu fólki saman í nafni menningar. Nokkrar frunsur og bóla á nefi....."no way" að nokkur hafi tekið eftir því. 

Halldór Egill Guðnason, 19.8.2007 kl. 03:11

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Anna panna mjólkurkanna... þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að missa af sénsum þó þú sést með frunsur því nóg er af fílamönnunum niðri í miðbæjum Reykjavíkur. Margir þeirra fílamanna væru meira að segja vísir til með að bjóða þér í glas en vandamálið er að þeir væru alveg jafn líklegir til með að æla ofan í hálsamálið á þér.
Hitt er að ég efast um að jafn glæsileg kona kærir þig kollótta um þá. Þannig að þó þú sést með frunsur og bólu á nefinu eða ekki þá get ég fullvissað þig um að þú átt þína sénsa.

Brynjar Jóhannsson, 19.8.2007 kl. 04:34

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Æi hvað þið eruð góð.     Það liggur við að ég setji gleraugun á nefið líka eftir svona mörg "gerirekkerttilhvernigþúlíturút"  komment. 

Sástu mig Halldór ?  Manstu hvernig fötum "ég eða hún" var í ?

Anna Einarsdóttir, 19.8.2007 kl. 16:38

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Björg !  Ég á engar myndir ennþá.    Ætli hún hafi gleymt að senda mér ?

Anna Einarsdóttir, 19.8.2007 kl. 17:33

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Nei, man ekki eftir fötunum. Sá bara bóluna.

Halldór Egill Guðnason, 19.8.2007 kl. 22:21

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þá var þetta ekki ég Halldór.  Ég var svo kynþokkafullt klædd að það átti ekki að fara framhjá nokkrum manni. 

Anna Einarsdóttir, 19.8.2007 kl. 22:24

14 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Nú!! Varst það þú?? Ja sko, þá hef ég séð þig!

Halldór Egill Guðnason, 19.8.2007 kl. 22:50

15 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Á ekkert að fara að sýna myndir frá svaðilförinni? Það er ekki nóg að segjast hafa farið. Það verður að sanna það með óyggjandi hætti

Halldór Egill Guðnason, 19.8.2007 kl. 22:55

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég fæ myndir á morgun eða hinn.  Jújú, ég verð að sanna mál mitt.  Vona að skelfingin skíni ekki úr andliti mínu á myndunum. 

Það eru samt ekki til myndir af okkur í siglingunni.  Hún var þess eðlis að það hefði engin myndavél lifað það af.  Bara myndataka á stoppistöðum.

Anna Einarsdóttir, 19.8.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 342855

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband