Vangaði strák með hor.

 

Þegar ég var lítil,, þá var ég lítil....... ,minnst í bekknum. 

 

Á jólaskemmtunum í gegnum allan grunnskólann lék ég Stúf. 

.

Stúfur hét sá þriðji                                                  getimage

stubburinn sá

hann krækti sér í pönnu

þegar kostur var á

.

Eins og maður muni þetta ekki !  GetLost

.

Ég var alltaf höfðinu minni en frænka mín sem var TVEIMUR DÖGUM YNGRI.  GetLost  Það þótti lítilli stúlku vera stórt svindl.

.

Í bensínskúrnum hjá pabba, fór ég að vinna þegar ég var 9 ára gömul.  Það kom iðulega fyrir að menn leituðu að bensínafgreiðslumanninum,, horfðu framhjá mér.  Þegar ég spurði minni barnalegu röddu: "FYLLA"?, Happy .... Þá horfðu menn á mig með vantrú í augunum.... litu svo hver á annan..... og litu svo undan.  Stundum sá ég axlirnar hristast.  Það er ekki eins og maður sé heimskur þótt maður sé lítill !

.

Mamma sparaði líklega stórfé þegar hún saumaði á mig fötin... þurfti svo lítið efni.  Smile

.

Síðan var ég líka seinþroska.  Enginn strákur vildi vanga við mig, fyrr en ég var komin í níunda bekk.... og þá var það yngri strákur með hor.

Og svo seinþroska var ég, að þegar ég loksins byrjaði á blæðingum, hoppaði ég og dansaði af gleði.  LoL  Loksins loksins....... ég er orðin eins og hinar stelpurnar.  Húrra og jibbíjei. Wizard 

Hef ekki heyrt að aðrar stúlkur hafi fyllst þvílíkum fögnuði yfir þessum ófögnuði.  Wink

.

Um 15 ára aldur fór "Anna Sigga litla mín", eins og amma kallaði mig stundum, loks að stækka.  Hún stækkaði og stækkaði og varð 167 sentimetrar á hæð.

Svo telur hún sjálfri sér trú um það núna að seinþroska stelpur endist bara lengur.... ha... Smile .... hvað svo sem hún meinar nú með því ? 

.

Margur er knár þótt hann sé smár frameftir öllu og betra er seint en aldrei líka.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér hefur alltaf þótt hálf skrítið að fá 20 athugasemdir, þótt ég skrifi bara smávegis.  Nú er enginn athugasemd.    Ég lít svo á að þetta sé hinn fullkomni pistill. 

NOT !

Anna Einarsdóttir, 21.8.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

ÉG átti bara eftir að tjá mig, finnst svo gaman þegar þú skrifar um gamla daga, miklu skemmtilegra en allt grínið.....sem ég skil ekki því ég er svo treg. Ég var alveg búin að gleyma bensínskúrnum hans pabba þíns....og svo mörgu öðru, haltu áfram að rifja upp, ég fíla það alveg í ræmur. Svo sannast það á þér ......að þeir stuttu munu á endanum lengri verða.....(nýr málsháttur). 

Og eitt enn......punkturinn með álver í almannagjá var alveg magnaður.

Gíslína Erlendsdóttir, 21.8.2007 kl. 22:19

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk Gillí mín.    Þegar þú og Sæmundur fóruð að rifja upp gamla daga, þá fannst mér mest gaman að lesa....... þessvegna er ég að reyna að muna eitthvað líka.  Verst hvað það er langt síðan !

Anna Einarsdóttir, 21.8.2007 kl. 22:37

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Las þetta sem "Vankaði" strák með hor. Þorði ekki kommenta, ef ske kynni að það endaði með því að þú vankaðir mann með tuð. Annars hugljúf upprifjun á liðinni tíð. Þú manst þó allavega fyrsta vangadansinn. Ég á hann ennþá eftir... 

Halldór Egill Guðnason, 21.8.2007 kl. 22:57

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Bíddu annars...167? var ekki einhver sem sagði þá væri maður hola?Man ekki betur.

Halldór Egill Guðnason, 21.8.2007 kl. 22:59

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jú...... hola.    Bíddu,, hvað var ég að skrifa um þá ?  Er þetta endurtekið efni hérna !    Ekki sjéns að ég nenni að gá að því.  Tja..... ef þið hafið lesið þetta áður og það er ekki eins.... þá getið þið alltént leiðrétt mig. 

Hefurðu ALDREI vangað Halldór ? 

Anna Einarsdóttir, 21.8.2007 kl. 23:09

7 identicon

Heyrðu Anna, ég fattaði bara fyrr en þú að vera ekki að stækka eins og vitleysingur. Fannst samt gaman að vera stærri meðan það varði, viðurkenni það. Man vel eftir bensínskúrnum, dvaldist þar með þér löngum stundum. Tengi alltaf skúrinn og Töggur karamellur.

Vildirðu vera svo væn að nafngreina horstrákinn - plís :D

Rósa (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 23:23

8 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Hum...ég sagði að þeir sem væru undir 160 væru hola nema Rósa systir hún er fjall. Tek undir með Rósu .....hver var með hor....kjafta frá, nógu langt síðan til að enginn verði fúll. 

Gíslína Erlendsdóttir, 21.8.2007 kl. 23:33

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Guð minn góður.    Ég er að reyna að meiða engan með þessu bloggi mínu.  Ok Rósa, þú biður svo fallega.... treysti því að hann lesi þetta ekki, enda er hann örugglega löngu búin að gleyma mér....skömmin hann ef hann er búinn að því    ... úff........ sonur Gunnvarar...ári yngri....Gummi.  

Anna Einarsdóttir, 21.8.2007 kl. 23:36

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Virkaði ég risi ? 

Anna Einarsdóttir, 21.8.2007 kl. 23:42

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og Rósa..... manstu 10 á toppnum ?  Öll bestu lögin.  Nazareth, Slade, Sweet.....

Einu sinni vann ég spurninguna í þættinum.  Nafnið mitt var lesið í útvarpinu og ég varð FRÆG..... fannst mér.  Síðan kom lítil plata í pósti.... verðlaunin.  Það var Barry Withaker (með fyrirvara um stafsetningu), platan brotin í tvennt.  Kúl. 

Anna Einarsdóttir, 21.8.2007 kl. 23:46

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þetta með að vanga fannst mér alltaf einhvern veginn frekar að hanga og nennti því aldrei. Dans og Dóri......."bad combination"

Halldór Egill Guðnason, 22.8.2007 kl. 00:28

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

krúttleg færsla Anna. Ég held ég hafi aldrei verið minnst í mínum bekk. Ef svo var tók ég allavega ekki eftir því. Í dag er ég ekki nema 162 cm. Hefur aldrei plagað mig fyrr en núna því ég vil trúa því að ég sé alls ekki overweight, ég er bara ekki nógu há fyrir vigtina mína.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.8.2007 kl. 00:39

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

frábær færsla ...var alltaf minnst í bekknum - er núna  orðin 166 cm risi 

Marta B Helgadóttir, 22.8.2007 kl. 00:43

15 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég man vel eftir samkeppninni!!  Shell vs Essó. Annars held ég að salan hafi yfirleitt verið meiri hjá okkur.  Haha. 

Mér fannst þú aldrei vera neitt lítil. Þú varst það held ég ekki í samanburði við strákana mína. Þorgeir var kannski svolítið stærri en þú.

Sæmundur Bjarnason, 22.8.2007 kl. 03:52

16 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Ég á mynd af ykkur Þorgeiri úti í Barcelona þar sem þið standið hlið við hlið og það er svo fyndið að sjá að meðan mittið á þér nær honum upp á miðja vömb þá er hann samt stærri en þú.  ÉG var líka alltaf langstærst í mínum bekk langt fram eftir aldri enda náði ég 168, mamma sagði hins vegar alltaf að ofeldið á okkur (við vorum alltaf grönn, tek það fram) hefði gert það að verkum að við stækkuðum alltof hratt, alltof snemma og urðum því ekki stærri en við erum....4 píslir.  Metra að stækka hægt og lengur. ..... Slade var uppáhaldshljómsveitin mín og Sweet og Nazareth líka, dásamlegar.

Gíslína Erlendsdóttir, 22.8.2007 kl. 09:56

17 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Hahaha, ég var alltaf lítil líka, en náði aldrei 160 cm og endaði bara í 156,5cm. En satt er það að margur sé knár þótt hann sé smár.

Bjarndís Helena Mitchell, 22.8.2007 kl. 11:40

18 Smámynd: Hugarfluga

Ji, hvað þú ert mikið trútt!! Ég var alltaf stærst ... og er enn. Kölluð "himnastiginn" "síríuslengjan" "gíraffinn" og þar fram eftir götunum.  Töff sjitt að vera ekki NORMAL!

Hugarfluga, 22.8.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 342855

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband