22.8.2007 | 17:10
Þegar ég var ung og vitlaus....
Skrásetning æskuminninga áður en þær falla í gleymsku.........
-------------------
-Fékk lánaða regnhlíf systur minnar, sem hún hafði fengið í jólagjöf, örstuttu áður. Það var rok og ein hviðan reif af mér regnhlífina og hún hvarf út í buskann á ógnarhraða.
Þá uppgötvaði ég í fyrsta skipti að sumt hverfur og kemur aldrei aftur.
--------------------
-Það var íþróttamót á Breiðabliki. Kúluvarparinn kastaði kúlunni eitthvað ónákvæmt. Hún lenti í höfðinu á bróður hans pabba. Ég man rosalega mikið blóð.
Þá uppgötvaði ég í fyrsta skipti að fullorðnir menn geta líka fellt tár.
---------------------
-Pabbi var búinn að breyta ryksugumótor í smergel. Hann var alltaf að finna eitthvað upp. Síðan fór hann að sýna þetta undratæki. Smergelskífan fór af og tók þumalfingurinn af pabba. Aftur mikið blóð.
Þá gerðist ég fréttakona...... hljóp á næstu bæi og gólaði: "pabbi missti putta, pabbi missti putta" !
----------------------
-Það var dansleikur á Breiðabliki. Hljómsveitin Stykk. Ég var 11 ára gömul og bróðir minn 12 og vinkona mín, 11 ára var líka með okkur. Okkur langaði á ball en gátum ekki spurt, því það var enginn heima. Svo við fórum bara... .....á puttanum.
Á ballinu sá ég frænku mína í sleik við einhvern strák. Ojj barasta.
----------------------
-Við vorum með eitt allsherjar búó í Dal. Kofa, potta og pönnur, vegi og bíla, felgu sem við notuðum sem klósett...... allt til alls. Þangað til pabbi kom einu sinni, vippaði felgunni upp á öxlina og gekk með hana í burtu.
Þá kom skrítinn svipur á okkur krakkana.
-----------------------
-Afi hjó hausinn af hananum og haninn hljóp út um allt, hauslaus.
Það var rosalegt.
-----------------------
-Við vorum í grunnskólanum. Frænka mín fullyrti að ég kæmist ekki ofan í skúffu sem var í botni skáps. Ég hélt nú það. Skreið ofan í skúffuna og hún renndi skúffunni inn og lokaði skápnum pent.
Þarna uppgötvaði ég að ég gat verið vitlaus.
------------------------
-Amma gaf okkur "kaffi sykur brauð og mjólk" en afi gaf okkur í nefið frá 7 ára aldri.
Þetta var fyrir tíma ESB samningsins.
------------------------
Svona var nú lífið í gamla daga.
.
Já...... og nú er ég bara ung og ekkert vitlaus... eða þannig.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:17 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hér ríða atómskáld um héruð og geislar af:
Ásgeir Rúnar Helgason, 22.8.2007 kl. 19:51
Já ljúfan mín. Hef mínar ástæður fyrir því.
Anna Einarsdóttir, 22.8.2007 kl. 19:51
Ljúfan er sko Dúa..... ekki þú Ásgeir. En þakka þér hrósið.
Anna Einarsdóttir, 22.8.2007 kl. 19:56
Nammi namm....skemmtilegt. Mikið var ég fegin þegar ég var búin að reikna út hvað þú ert mörgum árum yngri en ég og hvað ég er mörgum árum eldri en þú að frænkan á ballinu gat ekki hafa verið ég.....sjúkket. Þú ert snillingur.
Gíslína Erlendsdóttir, 22.8.2007 kl. 20:00
Sneddý breddý Svona á sko að skrá niður, þetta er skemmtilegt.
Edda Agnarsdóttir, 22.8.2007 kl. 20:45
Blóðbað, hlandaustur úr felgum, afsagaðir fingur með ryksugumótor, sveitaböll, hauslausir hanar, kaffi sykur og brauð, neftóbak og skúffureið!! Humm...engir svona...komplexar á efri árum, ha? Eitthvað sem þú vilt ræða Anna mín? Þú veist við erum öll til staðar, ef þú vilt opna þig eitthvað og ræða fyrri tíð. Bara nefna það gæskan
Halldór Egill Guðnason, 22.8.2007 kl. 22:30
vona að þú hafir eitthvað þroskast. þó þú sért ung og minna vitlaus!!
arnar valgeirsson, 22.8.2007 kl. 22:54
hahahahahah, gaman að fá eitthvað skemmtilegt fyrir svefninn, í stað þess að þrasa við einhvern.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.8.2007 kl. 22:55
Án gríns, er gaman að rifja upp og greinilegt að það hefur ekki verið lognmollan í kringum þig í þinni æsku. Gott að muna svona vel. Það er ekki öllum gefið.
Halldór Egill Guðnason, 22.8.2007 kl. 23:23
Þið eruð frábær. Punktur og basta.
Anna Einarsdóttir, 22.8.2007 kl. 23:32
Halldór Egill Guðnason, 23.8.2007 kl. 00:16
Þú hefur átt ansi ofbeldisfulla og blóðuga æsku Anna mín
Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2007 kl. 00:27
heyrðu - ég var að skipta um mynd á blogginu mínu - vona að þið finnið mig samt, var nokkuð oft búin að fá athugasemdir frá ættingjum og vinnufélögum um að hin myndin væri ekki eins falleg og ég er i raun og veru sko
Marta B Helgadóttir, 23.8.2007 kl. 01:56
LOL, gaman að þessu!
Bjarndís Helena Mitchell, 23.8.2007 kl. 13:16
Ég held Anna mín að þú egir að sérmerkja síðuna þína
Bannað yngra en 18
Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.8.2007 kl. 17:11
Gaman ad lesa thetta! Man vel eftir sumu af thvi sem thu minnist a, for ekki smergelskifan i gegnum thakid a verkstaedinu? Einnig man eg vel eftir ithrottasmotinu a Breidabliki en eg held alveg orugglega ad thad hafi verid kringla en ekki kula sem Elli i Dal fekk i hausinn og ef eg man rett var thad Erlendur Valdimarsson sem kastadi kringlunni og seinna i thessu sama moti setti hann islandsmet med thvi ad kasta kringlunni 63,56 metra og enginn hafdi reiknad med svo longu kasti thvi kringlan lenti fyrir utan ithrottavollinn og setti nokkra starsmenn sem voru vid timatoku i 100 metra hlaupi i haettu. Thetta er allavega eins og eg man thetta :)
bjarni (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 17:19
Alveg rétt Bjarni ! Það var kringla. Ahhh, ég man það þegar þú segir það. Hef samt ekki hugmynd um hver kastaði og hversu langt, svo við tökum þín orð góð og gild með það. Kannski hefði Erlendur Valdimarsson sett HEIMSMET í hinu kastinu ef kringlan hefði ekki stoppað á höfði Ella ? Hvur veit.
Hitt man ég vel, þótt ég hafi látið þess ógetið, að smergelskífan fór rétt framhjá hausnum á Þorgeiri og svo út um þakið á verkstæðinu. Við leituðum lengi, bæði að skífunni og puttanum á pabba..... án árangurs.
Anna Einarsdóttir, 23.8.2007 kl. 17:45
Ég meinti auðvitað puttanum, sem var ekki lengur á pabba.... án árangurs.
Anna Einarsdóttir, 23.8.2007 kl. 17:46
Mikið rétt, kringla var það og mér var mjög brugðið að sjá pabba alblóðugan drifinn inn í bíl og inn í Hólm á spítalann þar sem hann var saumaður saman. Ætli puttinn sé ekki ennþá fastur í sperrunum á verkstæðinu í Holti.
Gíslína Erlendsdóttir, 23.8.2007 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.