28.9.2007 | 00:01
Laufskálarétt..
Lag: "Þeir greiddu í píku"....
.
.
Ég læðist inn í Laufskálarétt
og lít yfir mannskapinn
Yfir mönnum virðist afar létt
mér sýnist ég vera eini apinn
allir strákarnir vor´í hestaskóm
og stelpurnar með úfið hár
þá ég söng með mínum afleita róm
og allt fólkið fór að fella tár
.
Ég skil ekkert í þeeeessu
nú fer allt í kleeeessu
en ég vandaði mig svo vel
söng af einurð og þrá...
allir grétu þá...
.
Ef ég einn söngtíma nú fengi
ég yrð´ekki lengi
að verða eins og Björgvin Halldórsson
já minn tími kemur.....
fyrr en verð ég trítilóð.
.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:39 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Arg! Mig langar norður! Hrikalega skemmtilegt dæmi!!!!
Heiða B. Heiðars, 28.9.2007 kl. 00:06
....ég á svo skemmtilegar minningar frá Laufskálaréttum að ég gæti meira að segja litið framhjá því að Geirmundur og Bó sjá um ballið.... ef ég passa bara að vera þyrst allann daginn
Heiða B. Heiðars, 28.9.2007 kl. 00:07
Ætli hann Gísli í Kýrholti sé ekki ennþá búinn að markskoða folaldið?
En Sigurjón heitinn á Dýrfinnustöðum velti fyrir sér ásýnd bóndans, morguninn eftir slarksaman dag í Laufskálarétt:
Andlitið er örum skreytt
eftir réttarbrasið
og það vantar yfirleitt
alla reisn í fasið.
Nú eru þeir flestir farnir að þeysa á gæðingum sínum á grösugum grundum eilífðarlandsins gömlu meistararnir sem settu svip sinn á Laufskálarétt og gerðu hana heimsfræga.
Árni Gunnarsson, 28.9.2007 kl. 00:24
Bjarndís Helena Mitchell, 28.9.2007 kl. 00:51
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.9.2007 kl. 05:49
Aldrei mætt í Laufskálaréttir, þó ég sé af þekktu hrossakyni langt aftur í ættir.
En ég hef oft farið á ball með Geirmundi, enda fræg fyrir að mæla gólflistana á sveitaböllunum í den.
Anna ætlar þú að skella þér?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.9.2007 kl. 09:00
Heiða. Hljómsveitin Von er líka að spila og hún er rosalega góð.
Árni. Takk fyrir góða vísu. Það kemur fyrir að menn verði lágreistir í réttunum.
Ingibjörg mín ! Þú átt mikið eftir. Skelltu þér bara og hittu mig.
Anna Einarsdóttir, 28.9.2007 kl. 09:10
Laufskálaréttir! Má maður mæta á hælum á þessháttar samkundur? Góða helgi kæra bloggvinkona og skemmtun.
Heiða Þórðar, 28.9.2007 kl. 12:41
Ef einhver á að hafa tærnar þar sem þú hefur hælana, Heiða, þá verður þú að hafa hælana með. Það þykir bara ekki flott að ganga í hægðum sínum.... annars má ganga í hverju sem er.
Anna Einarsdóttir, 28.9.2007 kl. 14:07
ég er lítið fyrir hesta, (!!!!!!!!) hm, en góða ferð.
Annars er ég að hugsa um að stunda ljósmóðurstörf á Snæfellsnesi um helgina ef mér tekst að snýta kvefinu úr mér.
Kristjana Bjarnadóttir, 28.9.2007 kl. 14:13
Ljósmóðurstörf Kristjana ? Ég er eitt spurningamerki...
Anna Einarsdóttir, 28.9.2007 kl. 14:17
passa nokkrar kýr komnar að burði, kannski fæðist mér kálfur !!!!!!!!!!!
Kristjana Bjarnadóttir, 28.9.2007 kl. 14:34
Mig langar svo að fara á svona ball, hef ekki komist á gott ball eða sukk, síðan ég missti alla skemmtilegu drykkjufélagana inn á Vog.
Langt að fara, en hvað getur maður gert annað en yljað sér við minningarnar um dans og gleði, auk fagurra meyja sýn.
Og að missa af Önnu, einni fríðustu konu vestan Þingeyjarsýslu á staðnum, er ill bær harmur að bera til rekkju, ég reitti hár mitt, ef ég væri ekki væri svo heppin að vera orðin sköllóttur.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 28.9.2007 kl. 14:48
Þú gætir prófað að reita annarra manna hár. Góður Þorsteinn.
Anna Einarsdóttir, 28.9.2007 kl. 14:52
ATHUGIÐ ENGIN BJÓRSALA! Iss, þá kem ég ekki Góða skemmtun!
Halldór Egill Guðnason, 28.9.2007 kl. 15:08
Neeei Anna
Er hættur að berja mann og annan, gerði það sem korn ungur asni og skammast mín enn fyrir það.
Vill miklu frekar faðma konur og aðra, en reita.
Nema ef um hárkollu væri að ræða, þá má reita annarra manna hár.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 28.9.2007 kl. 15:19
Ég er svi mikill bjáni, mér fanst vanta ybbsilonið í eitt orðið þarna, er það vitleysa eða er ég að reyta ykkur til reiði? Ég er snillingur í að ergja mann og annan.
Því miður Anna, en þegar þú kemur í Gullbringuna, þá væri nú gaman að hitta þig.
Hópurinn magnaði, ætti kannski bara að skella sér á bak ha?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.9.2007 kl. 16:35
Til er ég Ingibjörg.... en veit ekki um kjark hinna.
En nú er ég farin að dansa við alla kallana í sveitinni....
Góða helgi alles bloggvines.
Anna Einarsdóttir, 28.9.2007 kl. 16:51
Brokkaðu vel um helgina Anna mín og ekki sækja of mikið á brattann.
Gíslína Erlendsdóttir, 28.9.2007 kl. 16:59
HhnNeeEgggg!
Eða hvernig skrifar maður eiginlega hestamál á íslensku?
Ég bara spyr?
Einn að utan!
Ásgeir Rúnar Helgason, 28.9.2007 kl. 20:44
Góða skemmtun og gakktu allavega um gleðinnar dyr
Arnfinnur Bragason, 28.9.2007 kl. 22:27
Hún Anna heyrir ekki í okkur, hún er farin norður, vonandi man hún eftir okkur og skálar fyrir okkur.
Ásgeir! gobbeddí gobbeddí.
Ægir, romm í október og skella okkur á bak ekki satt?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.9.2007 kl. 22:39
Góða skemmtun og góða nótt ljúfa!
Edda Agnarsdóttir, 28.9.2007 kl. 23:07
... já, rommýið... við verðum að fara að finna dagsetninug á næsta mót, gott fólk... október er svolítið stífur hjá mér... ég er að horfa á dagsetningu eins og 9. nóvember, föstudagur.... hvernig er Tattoo fólkið þá?
Brattur, 28.9.2007 kl. 23:21
9. nóv er góður.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.9.2007 kl. 11:04
9. hljómar fínt
Arnfinnur Bragason, 29.9.2007 kl. 18:38
... þá er best að fara að semja reglurnar... og þið Tattoo fólk æfið skemmtiatriði... ég er eiginlega byrjaður að semja mitt...
Brattur, 29.9.2007 kl. 19:19
Aha eigum við að fara á hestbak eða erþað
Edda Agnarsdóttir, 29.9.2007 kl. 21:13
Eigum við að fara á hestbak eða er það bara spilamennska?
Djöf... langar mig á hestbak - er ekki hægt að redda því?
Edda Agnarsdóttir, 29.9.2007 kl. 21:15
Athuga það hjá íshestum, annars tekuru bara kústinn með þér Edda mín.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.9.2007 kl. 00:45
Æi kústar eru svo leiðinlegir beiti þeim á hverjum degi! En hestar eru guðdómlegir - mig langar á hestbak.
Edda Agnarsdóttir, 30.9.2007 kl. 13:57
Hæbb og takk fyrir góðar kveðjur.
9. nóv. er fínn dagur. Ef flesta langar á hestbak... getum við byrjað á því hjá Íshestum, kannski kl. 17.00, fengið okkur svo að borða og svissað síðan yfir í norsku og tekið spil. Ha ?
Anna Einarsdóttir, 30.9.2007 kl. 20:14
Subert, så synes jeg vi lige godt skal snakke dansk på söndager
Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.9.2007 kl. 20:19
Æltaði að segja, velkomin heim, og var gaman í réttunum? Voru einhverjir gleðigjafar á svæðinu?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.9.2007 kl. 20:20
Það var virkilega gaman að smala og draga í dilka....fengum sumarveður.
Anna Einarsdóttir, 30.9.2007 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.