Bloggflokkurinn.

 

Bloggritari hefur fengið áskorun um að stofna stjórnmálaflokk bloggara.

.

Bloggflokkurinn heitir hið nýja afl.... sem mun hafa gígantísk áhrif á íslenskt samfélag á komandi mánuðum....  Cool

.

Nú þurfum við að kjósa frambjóðendur og mín tillaga er þessi:

  1. Gillí frænka  (Hún myndi rústa hvorteðer handónýtu heilbrigðis og tryggingakerfi og byggja upp nýtt og flott kerfi.... og svo á ákveðin frænka greiðari aðgang að málum... Blush ) 
  2. Halldór tuðari  (sá kann að tuða svo mikið að allir gefast upp og samþykkja allt sem hann segir) 
  3. Jón Steinar prakkari  (hann getur strítt þingmönnunum og samið þingsályktunartillögur)
  4. Jóna Svanlaug  (hún kemur í veg fyrir spillingu á Alþingi)
  5. Einhver Sjálfstæðismaður....  (þá er einum Sjálfstæðismanninum færra á Íslandi).

.

SAMÞYKKT ?  

Breytingatillaga..... Ingibjörg verður í 5 sæti og Sjálfstæðismanninum verður bolað niður.... hún á að sjá um að frambjóðendur Bloggflokksins skemmti sér konunglega. 

.

Svo þarf að setja upp stefnuna !!

.

Ég verð að heiman í kvöld en geng út frá því að heildstæð stefna liggi fyrir þegar ég kem aftur.  Whistling 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Má ég vera í skemmtinefndinni? sem tilheyrir menningu og listum

Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.10.2007 kl. 17:43

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Jibbýyyyyyy öngvir sjálfstðismenn í okkar flokki bara sjálfstæðir.  Oho hvað ég hlakka til

Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.10.2007 kl. 17:59

3 Smámynd: Brattur

... heyrðu, ég vil vera í íþróttamálunum og styrkveitingum... frítt í sund fyrir alla... "Happy hour" í strætó alla föstudaga... allir sem ferðast þá með strætó fá bjórkippu og pakka af mjólkurkexi... og lakkrísrör...

Brattur, 15.10.2007 kl. 18:10

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oj... ég skil ekkert í þér að hafa mig ekki með! Ég gæti sko stappað niður löppunum og rifið í hárið á fólki þangað til það hlýðir og er eins og ég vil hafa það!!

Heiða B. Heiðars, 15.10.2007 kl. 18:13

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hó hó...... það mega bara ALLIR VERA MEÐ í okkar flokki..... við skiljum sko ekki útundan. 

Þá er það stefnan ?    Spurning hvort við eigum að stefna að heimsyfirráðum.... eða kannski nennum við því ekki....

Anna Einarsdóttir, 15.10.2007 kl. 18:17

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Eitt skref í einu Anna mín. Byrjum úr Borgarfirði að Stokkseyri. Stefnan þangað er ca SSV að Suðri. Er það ekki bara fín stefna, ha? 

Halldór Egill Guðnason, 15.10.2007 kl. 18:25

7 Smámynd: kiza

whoa, takk fyrir traustið!  

ég er memm! hef meira að segja "reynslu" af að vera í framboði frá því hér á árum áður þegar konseptgrínið "Anarkistaflokkurinn" bauð sig fram í ríkisstjórnarkosningum. Hann Brylli (Brynjar Jóhannsson) ætti eitthvað að kannast við það flipp...

kiza, 15.10.2007 kl. 19:02

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Whoa (er að reyna að tala eins og mér örlítið yngra fólk), ekkert að þakka Jóna Svanlaug.  Ég sá í dag að þú ert komin niður í kjallara í Alþingishúsinu... og þar fannstu óþekka alþingismenn.  Við þurfum þig í þetta verkefni. 

Anna Einarsdóttir, 15.10.2007 kl. 19:06

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það er nauðsynlegt að taka upp hýðingar.  segi og skrifa HÝÐINGAR, ætlaði að fara að búa til ljóð um þetta en hætti við af augljósum ástæðum.  Ég er engin dónastelpa. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.10.2007 kl. 19:17

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Spurning um málefnasamstöðuna...  Jón Val í Dóms og Kirkjumál.  Ég skal taka fjármálin og gera út um þetta í eitt skipti fyrir öll.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2007 kl. 19:41

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jóna.. ég mann svo sannarlega eftir því .. þegar ég og Tóti haki.. héngum fyrir framan auglýinguna á lækjarbrekku við lækjargötu og kölluðum það kostningarskrifstofuna okkar.. hahahahaha .. það var skemmtilegur tími..

alltaf þegar við vorum spurðir út í eitthvað sem við gátum ekki svarað. þá sögðum við

"það er nefnd að vinna í málinu" 

Brynjar Jóhannsson, 15.10.2007 kl. 20:11

12 Smámynd: kloi

Allar kisur fái fríar bjöllur og niðurgreiddan íslenskan kisumat. Gef kost á mér í dýraverndina

kloi, 15.10.2007 kl. 20:24

13 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég skal vera Landbúnaðarráðherra.

Þröstur Unnar, 15.10.2007 kl. 20:38

14 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég get verið sendiherra Íslands í Svíþjóð

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.10.2007 kl. 20:59

15 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

ef gunnar ætlar að verða sendiherra íslands.. þá vil ég vera sendiherra í 101 rvk

Brynjar Jóhannsson, 15.10.2007 kl. 21:14

16 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Kristjana,

Þú getur ekki skorast undan, held að formaðurinn gæti hugsað sér þig sem siðferðispostula stjórnar, ég meina protokollu eða siðameistara.´

Eins og þú veist verð ég skemmtanastjóri, það á engum að leiðast.

Stefnumálin semjum við svo síðar. það liggur ekkert á.  Anna heldur að við getum eitthvað gert þegar hún er úti á örkinnim, en þar skjátlast henni illilega.

Hún verður í það minnsta að vera heima, stúlkan sú, annars fer fyrir henni eins og fráfarandi borgermester.  Minnismiðar og annað aukaatriði forsvinner eins og dögg fyrir sólu.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.10.2007 kl. 22:26

17 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Vil bara árétta fyrir félögum flokksins að vera duglegir að "nótera" hjá sér allt sem sagt er á fundum, hvort heldur er heima hjá formanninum eða í væntanlegu félagsheimili. Ljósrita síðan að fundum loknum í 100 eintökum og dreifa til fundarmanna. Láta síðan alla viðstadda kvitta fyrir að hafa tekið við skjalinu.Ég skal taka af mér utanríkismálin. Er hvort eð er alltaf á ferð og flugi út um allan heim.

Halldór Egill Guðnason, 15.10.2007 kl. 22:50

18 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Vá fæ ég að vera með....frábært....byrja á því að losna við Pétur Blöndal úr nefndinni og setja hann í að kenna börnum stærðfræði á grunnskólakennaralaunum.

   Og Brattur, burt með bjórinn....hann er óheilsusamlegur. Rífa í hárið sleppur. Hýða barnaníðinga á Lækjartorgi og setja þá síðan í gapastokk....nauðsynlegt, samfélagslegt verkefni. Óeðliega mikil ásókn í sendiherrastörf....lyktar af sögunni um Dabba kóng......eru sjálfstæðismenn í felum hér 

Annars er nefnd að vinna í málinu undir stjórn Brynjars.......

Þetta er allt að verða klárt....held ég fari að sofa enda búin að vinna sem heilbrigðisráðherra í 30 mínútur......algjört ríkismet.

Gíslína Erlendsdóttir, 15.10.2007 kl. 22:55

19 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Frábært Halldór, einhver þarf að vera í því.

Ætti kannski að skreppa niður í Góða hirðinn á morgun og athuga með ljósritunarvél.

Væri ekki upplagt að fá Ægi í náttúruverndarmálin, hann er svo asssskoti umhverfisvænn.

Ég verð í Dublin í lok mánaðarins og þýskalandi í byrjun Nóvember, svo við verðum að hafa hraðan á með stefnumótun og því um líkt.

asskoti vorkenndi ég VIlla viðutan í kastljósinu í kvöld.  Gengur það að vera svona tæpur, er þetta helber heimska eða er hann bara svona mikið kjánaprik.

Ég held ekki að hann sé illur eða siðblindur, en ég fæ svona tilfinningu að mig langar að klappa greyinu. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.10.2007 kl. 22:56

20 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Kæra Gíslina, 

Gott að þú tekur undir með hýðingarnar, ég er þér hjartanlega sammála með Pétur Blöndal og það væri frábært að skipta um laun við hann,´þó ekki væri lengur en fram að jólum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.10.2007 kl. 22:59

21 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hver er formaður Bloggflokksins? Ef það er Anna óska ég eftir að verða aðstoðarmaður sem tekur skelli!

Edda Agnarsdóttir, 15.10.2007 kl. 23:00

22 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Abbababababa! Kona, karl, kona, karl, kona, karl Edda. Þetta er jafnréttissinnaður flokkur. talsvert á skjön við allar áttir, með húmanísku yfirbragði og jafnréttiskennd sem hvergi hefur sést áður.

Halldór Egill Guðnason, 15.10.2007 kl. 23:13

23 Smámynd: Þröstur Unnar

Sko ef ég fæ ekki Landúnaðarráðuneytið strax, kæri ég til umboðsmanns Önnu og vill öll spilin upp á borðið.

Þröstur Unnar, 15.10.2007 kl. 23:26

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flokurinn verður að hafa ritara. Starfsheiti hans á að vera "flokksbloggari"..Heeh flokksbloggari bloggflokksins..segið þetta eins hratt og þið getið tíu sinnum

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.10.2007 kl. 23:44

25 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er svo borðleggjandi að við erum Bloggflokkur sem treystandi er á.... valinn maður í hverju rúmi.... enda komin nótt.    Mér finnst bara eins gott að ég las þetta ekki fyrr í kvöld.  Þröstur segir öll spilin upp á borðið.  Ég var að spila bridge í kvöld og það hefði aldeilis dottið andlitið af mönnum ef ég hefði lagt hvert einasta spil á borðið. 

En hér eru fæddir ráðherrar og ritarar og sendiherrar og nefndarmenn.... og stefnumörkun komin í gang.  Við stefnum hátt !

Hvað finnst ykkur um að leggja það til að bloggarar fái hærri lífeyrisgreiðslur ?

Anna Einarsdóttir, 16.10.2007 kl. 00:37

26 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það tilkynnist hér með að Tuðarinn, utanríkisráðherra Bloggflokksins, verður erlendis næstu vikuna að sinna brýnum málefnum á vegunm íslenskrar útrásar og kynna hið nýja afl í íslenskum stjórnmálum.(Þar sem enginn hefur mótmælt stöðuveitingunni, telst hún samþykkt einróma eða hjáróma. Ráðningartími 20 ár, óafturkræft og eftirlaun á sama skala og gengur og gerist hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Öll ferðalög á Saga Class og ókeypis bíll.)

Halldór Egill Guðnason, 16.10.2007 kl. 08:48

27 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Halldór mér finnst þetta sjálfsagðar og eðlilegar kröfur enda er ég vel innrættur og laus við allt sem kalla má spillingu.... í beinu framhaldi af því krefst ég þess að fá að vera framsóknarmaðurinn í flokknum, veit það verður slegist um þá stöðu en..... fyrstur kemur fyrstur fær... samþykkt? og eins vil ég fá lykilstöðu  eða a.m.k. stöðu með lykli.. eða bara lykil eða lyklakippu

Arnfinnur Bragason, 16.10.2007 kl. 12:18

28 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Verður slegist um að fá að vera Framsóknarmaðurinn í flokknum ???    Hvað er þetta Arnfinnur... ætlar þú að slást við sjálfan þig ?  Þú ert SÍÐASTI Framsóknarmaðurinn.

Góða ferð Halldór utanríkisráðherra. 

Anna Einarsdóttir, 16.10.2007 kl. 17:45

29 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Bíddu aðeins Anna, Framsóknarmenn spretta alltaf upp ef góðar stöður eru í boði....  þannig að ég á eins vona á að þurfa að slást

Arnfinnur Bragason, 16.10.2007 kl. 18:22

30 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Arnfinnur er örugglega skyldur Þránni þurs Bertels. Bráðfyndinn framsóknarmaður.

Ég er líka komin af framsóknarmönnum, mann fram af manni og ekki nóg með það, það er regluleg kaupfélagslykt af mér.

Má ég ekki vera vera formaður stjórnar í Kaupfélaginu? Ég er svo djöfulli dugleg að ég get það alveg með skemmtanastjórastöðunni.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.10.2007 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 342860

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband