11.1.2008 | 13:43
Mig vantaði Hafstein.
Ég svara í símann í mínu fyrirtæki. Í morgun hringdi maður og bað um Hafstein. Enginn Hafsteinn vinnur í fyrirtækinu og tjáði ég manninum það. Hann sagði bara VÍST og sagði mér að gefa sér samband við Hafstein. Eftir það, náði ég aldrei að klára heila setningu í símann því maðurinn greip alltaf fram í fyrir mér. Hann jós úr sér yfir mig og skipaði mér að finna út úr þessu.
.
.
Meðan maðurinn hraunaði yfir mig, datt mér ýmislegt í hug.
Kannski ég ætti að hlaupa fram, segja Geir að hendast í það að fá nafnabreytingu í þjóðskrá.....og gefa manninum svo samband við Geir... nei ég meina Hafstein.
Eða gefa símtalið í næsta símtæki, hlaupa sjálf og svara með dimmri karlmannsröddu: "Hafsteinn hér, góðan daginn".
Nú eða segja mannleysunni í símanum að Hafsteinn væri veikur og yrði það eitthvað fram eftir ári.
Í alvöru ! Hvað á maður að segja svona fólki ?
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 343353
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.1.2008 kl. 13:52
Kannski ætti ég að setja auglýsingu í blað:
Óskum að ráða Hafstein í vinnu nú þegar.
Anna Einarsdóttir, 11.1.2008 kl. 14:14
Hm aumingja Hafsteinn sem hann ætlaði að tala við!
Svo gæti mar verið ægilega kindarlegur og sagt að það væri langt síðan Steinn hafi farið út á haf!
Edda Agnarsdóttir, 11.1.2008 kl. 14:18
...og þarf að geta svarað fyrir sig!
Ásgeir Kristinn Lárusson, 11.1.2008 kl. 14:20
Ég hringdi á vinnustað sonar míns um daginn og bað um að fá að tala við hann, ég heyrði mikið skrölt og skruðninga og og loksins kom lafmóð stúlka í símann og röddin lýsti eftirvæntingu þegar hún sagði HALLÓÓÓ .. ég sagði við hana að hún væri greinilega ekki sonur minn, ég hafði hringt í vitlaust númer og sá sem svaraði hafði heyrt vitlaust og þá hafði vitlaus manneskja komið í símann ...
... ég hló eins og vitlaus ... 
Maddý (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 14:39
Það er allt í lagi að garga til baka á sumt fólk. Hann hefur að sjálfsögðu ekki sagt til nafns blessaður hlandhausinn, eða hvað?
Halldór Egill Guðnason, 11.1.2008 kl. 15:51
Hehehehe já svona getur fólk látið...
Það er stundum þrætt við mig í símann,verið að spyrja um einhver kall sem vinnur á allt annarri stöð. Svo bara þrasar fólk. Stundum verð ég þreytt á þessu og segist vera búin að vinna þarna í 20 ár og viti allt um alla þarna.....þá sljákkar í liðinu.
Einn hætti og það er enn verið að spyrja um hann öðru hvoru, það eru 8 ár síðan hann hætti.
Ragnheiður , 11.1.2008 kl. 16:25
Halldór..... NEI, hann sagði sko ekki til nafns... en ég giska á að hann heiti Hafsteinn.
Ragnheiður..... Ég gat ekki sagt honum hvað ég hafði unnið í mörg ár hjá fyrirtækinu.... ég komst ekki að.
Anna Einarsdóttir, 11.1.2008 kl. 17:12
Ertu ekki með númerabirti?
Ég hefði hringt til baka og spurt um Steina sem kenndur er við Sjóinn.
Ég hef það fyrir sið, þegar hringt er að þykjast ver'n. Það er svo skemmtilegt, en því miður gerist það of sjaldan, ætti að fá mér númer sem endar á 50 eða 00.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.1.2008 kl. 18:01
Æ, það er óskemmtilegt að verða fyrir barðinu á skapstórum einstaklingum sem ekki kunna sig. Þessi maður á bara bágt.
Bjarndís Helena Mitchell, 11.1.2008 kl. 19:59
Verst að vita ekki hvar þú vinnur ! ég hefði sko hringt á morgun og sagt "Hæjjj Hafsteinn hér, einhver hringt í mig?"
Sævar Einarsson, 11.1.2008 kl. 20:13
Anna Einarsdóttir, 11.1.2008 kl. 20:18
Sæl Anna mín
Hafsteinn hérna, hefur einhver spurt eftir mér
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.1.2008 kl. 21:19
Hafsteinn, kallaður Þorsteinn Valur ...
.. merkilegt. Ekki datt mér þetta í hug.
Jú, það var reyndar spurt eftir þér í dag en þú varst heppinn að vera ekki við, kallinn var BRJÁLAÐUR !!!
Anna Einarsdóttir, 11.1.2008 kl. 21:26
Þetta er gamall og góður símahrekkur gæskan
Það er hringt í fórnalambið ca 3-5 sinnum og spurt um ákveðinna persónu sem er ekki á staðnum, svo hringir einhver og segist vera persónan sem spurt hefur verið eftir og segir.
Hafsteinn hérna, hefur einhver spurt eftir mér
En í þínu tilfelli hefur líklega bara bældur eiginmaður hringt, skömmu eftir að konan hans skammaði ræfilinn hraustlega.
Stundum er fólk bara æst, þarf að fá útrás fyrir tilfinningar og missir stjórn á sér við þann sem síst skildi.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.1.2008 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.