Sparisjóður grínista og nágrennis - uppgjör.

 

Sparisjóðurinn var stofnaður í mars 2007 og hefur reksturinn gengið bærilega.  

Eins og staðan er núna, erum við í frjálsu falli, samkvæmt nánasta ráðgjafa sjóðsins, Bobotov.  Takið eftir bloggvinalistanum hans.  Wink  Sparisjóðsstjórinn hefur sérstakar mætur á fólki sem hefur svona afburðagóðan smekk.  Joyful

Eruð þið búin að kíkja á Bobo ?

------------------------------------

Ok, þá held ég áfram. 

SGON fjárfesti í málverki á árinu, eins og Sparisjóða er siður, venja og hefð.

.

hugljuf

.

Það held ég nú.  Smile  Þessa mynd málaði vinkona mín, Helena.   Klíkuskapur og ekkert annað, eins og fyrirtækja er siður, venja og hefð.  Grin

--------------------------------------

Sparisjóðurinn opnaði tvö útibú erlendis á árinu.  Annað útibúið er í Noregi og þar réð ég auðvitað vinkonu mína, hana Helenu.  Blush 

Hitt útibúið er rekið í Svíþjóð,  af Gunnari Svíafara.  Gunnar þroskaðist mikið í starfi á árinu.  Reyndar leit hann út eins og tveggja ára þegar ég réð hann..... síðan breyttist hann, nánast yfir nótt.  Það er áhyggjuefni fyrir Sparisjóðinn því með þessu áframhaldi verður hann orðinn ellilífeyrisþegi um mitt árið.  Pouty  Verkefni Gunnars eru aðallega að laga útlit og virkni bloggsins fyrir Sjóðinn, auk þess sem honum er gert að benda á skemmtileg spil og leiki.  Cool

---------------------------------------

Eins og önnur fyrirtæki, ætlar Sparisjóðurinn að gera meira og meira og alltaf miklu meira en nokkurn tíma hefur áður þekkst. 

Í bígerð er að fjárfesta í fleiri myndum og horfir SGON hýrum augum á myndirnar hjá Maddý.  sem er besti fuglaljósmyndari í öllum heiminum.  Happy    Jafnvel hefur komið upp sú hugmynd að fá eins og eina Kríu í LOGO sjóðsins.    Það eru tilmæli sjóðsins að viðskiptavinir skelli sér á síðuna hjá Maddý og smelli þar á þessa mynd.  Þá verður Maddý vinsæl í útlöndum og myndirnar verðmætari, sem er hagur sjóðsins ef af viðskiptum verður.  Wink  

.

kría

.

Eiginfjárstaða mín persónulega er allgóð en Sparisjóðurinn á lítið grín á lager.  Eiginlega bara einn brandara.  Blush   Ég biðla því til viðskiptavina að vera duglega að leggja inn spaug og spaug.

Sjaldan fellur grínið langt frá brandaranum.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

ÉG KREFST ÞESS ... AÐ FÁ AÐ EIGA STÆÐSTA HLUTABRÉFIÐ Í BANKANUM OG ÞAÐ SÉ GERÐUR MINNISVARÐI UM MIG...Þar sem ég sigraði þig forðum daga í BULLUKEPPNI

Brynjar Jóhannsson, 27.1.2008 kl. 12:45

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Innlitskvitt

Edda Agnarsdóttir, 27.1.2008 kl. 12:51

3 identicon

Glæsilegar myndir hjá Maddý.  Ég er svo hrifin af fuglamyndum.  Þó að ég sé ekki moggabloggari (né bloggari yfirleitt) Þá er ég stundum svo ósvífin að  skrifa athugasemdir við bloggin. Eiginlega bara hjá þér að vísu! Ég held að það sé góð fjárfestingarhugmynd hjá sparisjóðnim að kaupa mynd af Maddý. Takk fyrir að benda á síðuna hennar, nú fer ég að kíkja þar inn reglulega.

asben (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 13:13

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Brynjar...... það er þriggja ára bið eftir leirmyndahausum. 

Haltu endilega áfram að vera ósvífin Áslaug. 

Anna Einarsdóttir, 27.1.2008 kl. 13:15

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er svo stoltur að "vinna" í þessum banka.
Frábærar myndir sem Maddý tekur.
Helena er sjónskert og teiknar mikið betur en ég.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.1.2008 kl. 13:21

6 identicon

Ég sit hérna í bleikum náttfötum með tár í augunum ... gleðitár .. ... voða feimin .. ... takk elsku Anna

Maddý (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 13:30

7 Smámynd: Dísa Dóra

Já ótrúlegt hve hratt Gunnar fullorðnaðist 

Maddy er frábær ljósmyndari og hún verður vonandi ekki fúl ef ég uppljóstra að hún hannaði merki styrks (sem sjá má efst til vinstri á minni síðu líka) og gaf samtökunum

Dísa Dóra, 27.1.2008 kl. 14:19

8 identicon

Legg hér með inn eitt stykki brandara, þó hann sé gamall og sennilega þvældur þá vona ég að hann tryggi mér aðgang að sparisjóðnum allavega í einhvern tíma:

Kæri Póstur!

Mig vantar svar við vandamáli.

Þannig er að konan mín vinnur oft frameftir. Hún kemur seint heim og angar þá af rakspíra. Hún brjálast ef ég

skoða gemsann hennar og fær oft dularfull símtöl í heimasímann. Hún fer oft út á kvöldin og er þá keyrð heim af ókunnum vini.

Einu sinni ætlaði ég að njósna til að sjá hver þessi óþekkti maður væri. Rétt áður en hún kom heim, læddist ég út og faldi mig bak við mótorhjólið mitt. Þá sá ég olíuleka á hjólinu. Og nú spyr ég, kæri póstur, er eðlilegt að það komi leki á hjól sem er aðeins búið að keyra um 20.000 km.?

Ásdís (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 14:34

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Karlinn hefur verið illa prettaður.   

Gott innlegg Ásdís.  Kærar kveðjur til þín og þinna.

Anna Einarsdóttir, 27.1.2008 kl. 14:53

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Innlitskvitt

Huld S. Ringsted, 27.1.2008 kl. 17:35

11 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

já það verður sko enginn svikinn af myndunum hjá Maddý

Svanhildur Karlsdóttir, 27.1.2008 kl. 18:26

12 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Ég treysti ekki lengur þessum LandsKaupþingsSparisjóðsGlitni lengur og legg því allt mitt traust á SGON. Svo líst mér afspyrnuvel á Bobotov og útrásarhugmyndir hans sem og þessa frábæru útibússtjóra. Áfram SGON!!!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 27.1.2008 kl. 20:39

13 identicon

Kvitt kvitt

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 21:11

14 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Var málverkið greitt með "fatapeningum?" Anna. Myndirnar hennar Maddýar eru hreint frábærar! Er ekki annars að losna sendlastaðan hjá SGON? Annars var útibú opið frá SGON í Shanghai í Kína í eina viku til prufu, en það gekk frekar illa að ná tengingu, svo beðið verður með frekari útrás í þá áttina um sinn. Næsta útibú verður opnað í Argentínu og á Spáni í næsta mánuði, ef allt fer sem horfir. Nokkurs konar ferðaútibú, eða "Portable Branch".

Halldór Egill Guðnason, 28.1.2008 kl. 15:18

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Bankastjórinn svarar þessu seinna...... hann þarf að spila bridge. 

Anna Einarsdóttir, 28.1.2008 kl. 19:20

16 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Fjögur lauf

Halldór Egill Guðnason, 30.1.2008 kl. 00:42

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Halldór, minn kæri vinur......... ég dobla... og býð þér aðstoðarbankastjórastarfið fyrir lítinn aur. 

Anna Einarsdóttir, 30.1.2008 kl. 07:54

18 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Redobbla, rekrossdobbla og tek starfinu með auðmýkt og gleði í hjarta. Alltaf langað að verða svona stjóri.

Halldór Egill Guðnason, 30.1.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband