Þýðir voff alltaf voff ?

 

Allir hundar segja Voff.  En ætli þeir skilji hver annan ?  Ef íslenskur fjárhundur hittir kínverskan smáhund og sá kínverski geltir,.... skyldi sá íslenski skilja geltið eða er þetta kínverskt Voff ?

Ég gerði einu sinni smá tilraun í Danmörku.  Var inni á dönsku heimili og þar var labradorhundur.  Hann hlýddi skipun eiganda síns um að setjast.  Hann hlýddi mér líka þegar ég sagði honum að setjast á dönsku.  Ef ég hins vegar notaði sama látbragð en sagði "sestu" á mínu ylhýra máli,  þá horfði hann bara á mig með heimskulegum hundasvip og gerði ekki neitt.  Hann skildi ekki íslenskuna.

 

En er Voff alþjóðlegt ?  FootinMouth

.

f-v.0.9-eu-46be7c2c0fda446be7c2c14bb8    factbox-v.0.9-eu-46c7a05b0615946c7a05b0af78 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Ég held að þetta sér rétt hjá þér. Íslenskir hundar skilja íslensku, kínveskir kínversku o.s.frv. Akomendur hunda sem Vestur-Íslendingar fóru með til Winnepeg skilja t.d. mjög fáir orðið íslensku í dag.  Aðeins örfáir hundgamlir seppar. Þetta er víst alveg að deyja út þarna vestur frá.

Þorsteinn Sverrisson, 1.2.2008 kl. 17:23

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já... Vofflenskan er snúið tungumál....

Brynjar Jóhannsson, 1.2.2008 kl. 17:26

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Las um rannsókn þar sem hundum var jafnað á við Simpansa í greind, og minnir að málskilningur hunda sé meiri en apanna.

Enginn furða, búnir að hlusta á röflið í okkur í margar kynslóðir.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 1.2.2008 kl. 17:34

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Reyndi að ræða við hund í Kína um daginn, en ekkert gekk, alveg sama hvað ég reyndi. Þeir smakkast hins vegar ágætlega í Kína, en það er önnur saga og ekki orð um það meir. Voff er greinilega ekki bara voff, það er ljóst. Annars hélt ég í fyrstu að hundurinn hægra meginn væri svona "gólfhreinsiróbot" sem þrífur meðan maður er að heiman. Sé það núna að þetta er bara gólfhreinsir. Ekkert með róbót að gera. Það sem maður getur annars bullað og tuðað...

Halldór Egill Guðnason, 1.2.2008 kl. 17:47

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Einn vinur minn sagði að Voff þýddi: Ég er gæi.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.2.2008 kl. 18:12

6 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

De spiser ju hunder i Kina - það er soldið OFF...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 1.2.2008 kl. 19:30

7 Smámynd: Ragnheiður

Ég er með fína hunda í voff upptökur

Ragnheiður , 1.2.2008 kl. 19:54

8 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Athyglisverð pæling Anna......var einmitt með Bóndann og tíkina á hlyðninámskeiði....... merkilegt hvað tíkinni gekk betur að læra að hlýða en Bóndanum..... en það er nú annað mál....... en á námskeiðinu lærði tíkina að setjast á skipun frá mér sem inniheldur bæði munnlega og verklega skipun... þ.e. um leið og ég segi sestu þá bendi ég henni á að setjast..... kanski þetta sé gert til að danir og aðrir útlendinga geti skipað henni að setjast á sínu tungumáli...... veit ekki ..... bara svona vitsmunaleg pæling.... 

Fanney Björg Karlsdóttir, 1.2.2008 kl. 23:59

9 identicon

Ég er með nýja dellu núna, mig langar að eignast hund og kött og helst hænur líka, mér er alveg sama á hvaða tungumáli þessi dýr tala, svo þarf ég kannsi að eignast garð fyrir hænurnar.  Ef ég læt eftir mér að fá mér belju þá þarf ég sennilega heila jörð og ég nenni því ekki, langar samt líka í belju.

Maddý (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 00:13

10 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

.... veistu Maddy.... þetta er skynsöm og skemmtilega della...... sjálf á ég hund, kött, hænur, kynvilltan hana ...en það er nú annað mál.... og svo er ég með hesta líka...... þetta er lífið.... eina sem mig vantar akkurt núna er lítinn sætan kettling..... helst læðu....

Fanney Björg Karlsdóttir, 2.2.2008 kl. 09:24

11 Smámynd: Kristín Snorradóttir

sko Íslenska tíkin mín og þýski fuglahundurinn minn eru alveg að tala saman, reyndar fer sá þýski oft í taugarnar á þeirri Íslensku en er það ekki bara þjóðarrembingur

Kristín Snorradóttir, 2.2.2008 kl. 15:01

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Dóttir mín sagði einu sinni við mig að kettlingurinn okkar þekkti orðið nafnið sitt. Kettlingurinn sat í gluggakistunni og var að góna á eitthvað úti og dóttir mín segir frekar lágum rómi: "Tinni!". Þá leit kettlingurinn við og stelpan mín sagði hróðug; "sko!" Tinni hélt svo áfram að góna út. Þá sagði ég lágum rómi "Guðmundur!" ... og Tinni leit við á alveg sama hátt. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2008 kl. 17:18

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Kannski hét kettlingurinn Guðmundur Tinni ?

Anna Einarsdóttir, 3.2.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 342786

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband