Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Hversu klár ertu ?

 

Eitt þessara barna ætlar að verða fimleikastjarna.....getur gengið á höndum jafnt sem fótum...... farið flikk flakk heljarstökk og allan pakkann. 

.

Hvaða barn er það ?

.

.

Kids

 

 

 


Innanhúss-símanúmer með áhugaverðum endastaf.

 

Vinnufélagar mínir eru nánast eingöngu karlmenn.  Einn þeirra kom að máli við mig í dag.  Hann spurði hvort það hefði verið ég, sem sá til þess að í innanhúss-símkerfi fyrirtækisins er það einmitt mitt símanúmer sem endar á sex.

.

Já, ég hélt það nú.... Smile.... sagði að eftir langa og stranga umhugsun, hefði ég metið það svo, að ég væri sú eina innan fyrirtækisins sem gæti borið símanúmer sem endar á sex.

.

"Maður hugsar bara Anna og sex til að muna númerið" sagði hann og hélt að hann væri að snerta viðkvæma strengi hjá mér.

.

"Hvernig þætti þér að hugsa Jón og sex" spyr ég hann.  Grin

.

"Nei !  Það gengur ekki" segir hann, "ég fíla ekki stór brjóst".  Pouty

.

.

Með því að setja endastafinn sex hjá mér en ekki einhverjum karlmanninum, kom ég í veg fyrir stórslys innan fyrirtækisins...   Wink     


Ég horfði með lotningu.

 

Þegar ég var að alast upp, var ekki allt vaðandi í peningum eins og nú.  Það varð því mikil gleði hjá mér og bróður mínum þegar við fengum gefins notað reiðhjól.... saman.  Ég hef líklega verið um 8 ára gömul og hann þá ári eldri.

.

206430321_30def7ebce_m

.

Að eiga reiðhjól krefst þess að maður læri að hjóla.  Það er sko ekki vandalaust.  Í Dal var ákaflega vel hönnuð brekka fyrir þess háttar lærdóm... að vísu malarbrekka en malbik var ekki að finna innan 60 kílómetra radíuss.

.

Margar ferðirnar lét ég mig gossa niður brekkuna, til að læra þá miklu tækni, að halda jafnvægi á hjóli... en alltaf datt ég á hausinn.  Errm  Við vorum að æfa okkur einn daginn, ég og Halldór frændi.  Ég horfi á eftir honum niður brekkuna og viti menn !  Hann datt ekki.  Hann hjólaði !  Vá maður.... ég horfði á hann með lotningu.   Sennilega hefur mér aldrei nokkurn tíma þótt nokkur persóna jafnmerkileg og mér fannst frændi minn vera á þessari stundu.  Halldór frændi sko.  InLove

.

 


Laglegur botnlangi.

 

Ég heyrði eftirfarandi sögu á kaffistofunni í morgun og hún mun vera sönn:

84 ára gamall maður fór til læknis, sárþjáður af verkjum í kviðarholinu.  Læknirinn ályktaði að sá gamli væri með botnlangakast.   Gamli var sendur hið snarasta á spítala og skorinn upp.  Botnlanginn reyndist hins vegar vera fínn og fallegur svo læknarnir saumuðu öldunginn saman aftur.  Stuttu síðar rak gamli maðurinn allhressilega við og þar með hvarf verkurinn. 

.

 

istockphoto_2882935_old_man


Langbesti brandari sem ég hef lesið.

 

Það voru þrír iðnaðarmenn að byggja hús.  Einn var málari, annar pípari og sá þriðji múrari.  Þeir voru í matarhléi og samræðurnar snerust um hús og byggingarstíl.  Málarinn hafði mjög ákveðna skoðun á byggingastíl og litasamsetningu hverfa.  Píparinn var áhugasamur um ýmsar gerðir röra og hvernig þau gætu tengst skemmtilega.  Múrarinn vildi helst bara tala um múrblöndur og vinnubrögð við sléttun gólfa.  Samtalið var sundurleitt og talaði hver ofan í annan.  Eftir hádegið fór málarinn og sótti stiga.  LoL   Hann reisti stigann upp við húsið og klifraði upp.  Þegar upp á þakskörina var komið LoL kallaði hann niður til hinna.  Hei strákar !  Ég gleymdi LoL málningarfötunni.  Eruð þið ekki til í að koma henni hingað upp.  LoL  Múrarinn prílar upp stigann með málningarfötuna og réttir málaranum.  Þá uppgötvar málarinn að hann vantar málningarrúlluna.  LoL  Hann hrópar á píparann:  Hei !  Getur þú komið upp með málningarrúlluna ?  Píparinn fetar sig upp stigann með málningarrúlluna LoL og réttir málaranum.  Þarna standa þeir allir þrír í stiganum og þá segir málarinn:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Hvað sagði hann aftur ?  Woundering  Bíddu...... jú, þá sagði málarinn:  "Hei strákar....viljið þið" Woundering 

Æ, ég man ekki alveg hvað hann sagði... en það var alveg hroðalega fyndið.  LoLLoLLoL


Hver er æskileg stigasídd ?

 

 

Það er svo margt sem gerist á síðari stigum.  Woundering

Gerist aldrei neitt á styttri stigum ?  Og hvað þurfa stigarnir að vera síðir ?

.

 

stigar


Með húsráð undir rifi hverju.

 

Allar alvöru húsmæður gera alvöru kartöflustöppur.  Grin

Gervimús er ekki matur.

.

Í áratugi afhýddi ég kartöflurnar og stappaði þær síðan í þartilgerðri pressu.... því ég er auðvitað alvöru húsmóðir.  Cool

.

Í fyrra gerði ég stórmerka uppgötvun.  Ef maður setti kartöflurnar, óafhýddar í pressuna, varð hýðið eftir en kartaflan kom í gegn, alveg í mauki.  Síðan var bara að skafa hýðið af með nærliggjandi hníf og setja næstu kartöflur í pressuna.

.

Þetta er þvílíkur tímasparnaður að ég get dundað mér við að gera krossgátur fyrir tímann sem ég græði í hvert skipti sem ég elda kartöflumús.  Smile

.

Ég hélt þið vilduð kannski vita af þessu.

 


Kannast lesendur við orðið músastigi ?

 

Það eru bara rúmir tveir mánuðir til jóla.  Gasp   Þegar ég skreyti heima hjá mér fyrir jólin, er ég afar íhaldssöm.... já bara argasta íhald svo það er eins gott að ekki eru kosningar á þeim árstíma.

.

Megnið af jólaskrautinu er heimatilbúið... jólatré eftir ömmu heitna, trölladeigs jólasveinar sem mamma gerði, stjörnur og fleira sem börnin hafa búið til í skólanum o.s.frv.

.

Jólatréð er 14 ára gamalt gervitré sem mér finnst alltaf jafnfallegt.  Þegar það hefur verið skreytt með englum, fugli og ljósum, vef ég utan um það rauðum kúlurenningi og þá er það fullkomið.  Smile

.

Mig vantar samt eitt núna:  Gamaldags músastiga.... eins og var á öllum heimilum fyrir 30 árum.... marglitar glansandi lengjur, hangandi í loftunum.

.

Hvar fæ ég svoleiðis ?  FootinMouth

.

.

badsanta


Þetta er hroðalega fyndið.

Sjálfsagt flestir búnir að sjá þetta.... en þá er bara að horfa aftur.  LoL

.

Smelltu HÉR 

.


Ég vorkenni neinum.

.

Það má aldrei segja neinum neitt.

.

Hvað hefurðu oft heyrt þessa setningu;

.

"Ekki segja neinum"

.

eða

.

"Ég vil ekki að gefa neinum með mér"

.

Ha ?  FootinMouth


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband