Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Enskan mín

Nú er komið að því.  Að segja frá því þegar ég varð mér mest til skammar ever !

Þannig var að ég var í útskriftarferð á Mallorca með skólanum mínum fyrir örfáum árum síðan.  Nánar tiltekið þegar ég var átján ára gömul.  Við krakkarnir fórum fljótlega að venja komur okkar á ákveðinn matsölustað sem skaraði framúr öðrum að okkar mati hvað matseld snerti.  Nú, þegar við höfðum komið þar í nokkur kvöld í röð, fengið dýrindis kvöldverð og nokkur eðalvínglös, fannst mér tími til kominn að þakka fyrir sig.  Það vita jú allir sem mig þekkja að ég er óskaplega vel upp alin.  Ég er mjög fín að bjarga mér á enskri tungu, ekki af því ég sé svo flink, heldur af því ég er svo dugleg að búa til orðin sem ég ekki kann.  Nema þarna kalla ég á þjóninn og segi "Can i see the cock" ?  Hann horfir á mig stórum augum og spyr "the cock"?  YEEEES Smile  segi ég, afar ánægð með að spánverjinn skuli skilja mig svona vel.  Á þessum tímapunkti hins vegar gat ég ekki skilið hvers vegna krakkarnir við borðið ekki bara hlógu, þau veinuðu og einn henti sér í gólfið og emjaði úr hlátri.  Ég hef sennilega verið farin að brosa að háttsemi þeirra en vissi þó ekki hvað olli.  En þjónninn fór og sótti kokkinn og ég þakkaði vel og vandlega fyrir góðan mat.  Þegar krakkarnir gátu stunið upp orði og orði, 10 mínútum seinna, fékk ég að vita hvað ég var raunverulega að biðja þjóninn að sýna mér.  Það er of dónalegt til að segja frá því hérna. Wink

Og þetta er ekki bull, þetta er dagsatt.

 


Upp á kant.

Er ég snillingur eða er ég ekki snillingur ?  Nú er ég langt komin með að útfæra, viða að mér efni og skipuleggja byggingu á nýjum þakkanti á húsið mitt.  Þetta er auðvitað mjög heimskulegt af mér því samkvæmt einhverri könnun virðast karlmenn sækja í fallegar konur og konur sem vantar vernd.  Eru semsagt ósjálfbjarga.  Nú, mér er þá bara alveg sama !  Útilokað að vera ósjálfbjarga eftir að maður er orðin rúmlega tveggja ára.  Það virðist ekki vera neitt stórmál að skipta um kantinn - vandasamara að kantske..... nei, nú fór ég yfir línuna. Pinch  Aftur að efninu; býst við að húsið mitt verði komið með nýtt lúkk uppúr páskum.  Svo er nú ekki öll vitleysan eins.  Er handviss um að bíllinn minn sé farinn að kvarta yfir einhverju.  Þar sem ég er bifvélavirkjadóttir þykist ég vita hvernig á að heyrast í bílum sem eru í lagi.  Minn malar hátt - of hátt.  Hann ískrar líka.  En þetta kemur allt saman í ljós síðar og óþarfi að hafa áhyggjur af því fyrr en það gerist.  Hvers vegna að kvíða einhverju sem kannski aldrei verður ?  Smile

 


Brúðkaup.

Dagurinn var yndislegur.  Frænka mín og frændi giftu sig í dag.  Hann er að vísu ekkert skyldur mér en þetta hljómar bara betur svona. Grin  En án gríns..... ofboðslega falleg athöfn og það hefði enginn maður með fulle fem látið sér til hugar koma að þau væru afi og amma.  Litu bara út eins og unglingar.  Ætla ekki að reyna að lýsa kjólnum sem brúðurin var í ..... BAAAAARA flottur !  Nú skal það upplýst í trúnaði að ég er búin að æfa mig í dálitlu frá unga aldri.   Nefnilega að skutla mér.  Byrjaði ung í marki í fótbolta.... voða skutla.  Hafði svo áætlað að gera allt sem ég gæti til að ná brúðarvendinum ef hann myndi fljúga..... og myndi þá væntanlega hafa forskot á hinar sem ekki gætu skutlað sér.  Nú skyldi gjörsamlega fórnað sér til að verða næsta brúður.  En nei, minn tími er ekki kominn.  Held að Jóhanna Sigurðar sé næst í röðinni.

Ómæ... ég get aldrei skrifað eitt blogg án þess að það fari út í tóma vitleysu !

Hætt í bili....... en HJARTANLEGA TIL HAMINGJU MEÐ HVORT ANNAÐ ELSKU GILLÍ OG PALLI. Smile


Tjón.

Það gerði hið versta veður í gær.  Svo vont að þakkanturinn á húsinu mínu flettist af á kafla.  Einhverra hluta vegna hef ég verið að raula í dag  "Húsið er að hrynja, alveg eins og ég, la la la la la - óje" Whistling.   Fór svo út áðan og hreinsaði upp spýtnabrakið, rígmontin yfir eigin dugnaði, meðan róbótinn sá um heimilisverkin.  Núna er tekinn nýr kúrs í makaleitinni.... hann skal vera laglegur og LAGHENTUR, lagviss og aaaaaaaaa !  Stoppa hérna.  Er komin á þann aldur að ég þarf að fækka kröfunum. Kissing


Hrekkur.

Tengdafaðir minn fyrrverandi var mjög merkilegur maður.  Hann var orðheppinn, snjall sögumaður og mjög hrekkjóttur auk þess sem hann hafði mikla söluhæfileika.  Svo hrekkjóttur var hann, að þótt hann væri búinn að stríða barnabarni sínu, einsoghálfsárs gömlu, svo mikið að hún var farin að gráta, sá hann ekki ástæðu til að hætta að stríða henni.  Einu sinni, þegar hann var bara ungur strákur, ákváðu hann og annar að hrekkja mann einn í Borgarnesi.  Sá vandi komur sínar á útikamar, yfirleitt um svipað leyti daglega.  Þeir ákváðu að splassa aðeins uppí rassinn á karli.  Settu dínamít í kamarinn og biðu svo í leyni bakvið stein.  Kemur svo karlinn og þeir kveikja á nokkurra metra löngum þræðinum.  Eitthvað var þráðurinn lengi að brenna því karlinn kláraði sig af, hefur blessunarlega haft góðar hægðir, og var rétt genginn út af kamrinum þegar eldurinn náði í dínamitið.  BÚMMMM.  Kamarinn sprakk hreinlega í loft upp.   Smá mistök í útreikningi á virkni dínamits hjá peyjunum. Sideways

Veit þetta einhver ?

Það skemmtilega við lífið er að maður er alltaf að upplifa eitthvað nýtt.  Í dag gerðist dálítið, frekar furðulegt.  Ég þurfti að hringja í konu í ónefndu fyrirtæki og biðja hana að senda mér dálítið í tölvupósti.  Svo leið og beið og leið aðeins meiri tími og loks kom hún aftur í símann.  Hún spurði um meilið mitt og ég byrjaði "anna" ... ha sagði konan.... anna@.... hvað segirðu ?  ANNA.... hálfhrópaði ég.  Þá sagði hún þessa fleygu setningu:  "Og hvernig er það stafað" ?   Hahahahahaha...... nú reynir á alla heimsins fræðinga í íslenskri tungu.  Hvernig er hægt að stafa nafnið Anna vitlaust ?  Ég óska eftir tillögum. Joyful

 


Gáfu skít.

Í dag sló tímaklukkan hjá mér 43 ding.  Skrítið !  Það styttist þá væntanlega í að ég verði keddling. LoL  Fyndið.  Það var samt ekki mikið um hátíðahöld í dag.  Hestarnir gáfu meira að segja skít í mig og þá meina ég skít út um allt.  Þeir eru svo vel gefnir þessar elskur, sáu sér leik í hesthúsi og laumuðust út um hliðardyr á stíunni sinni.  Svo völsuðu þeir um allan fóðurganginn og hafa, sýndist mér, farið í skítakeppni.  Það tók mig langan tíma að koma húsinu í rétt horf.  Vill bara svo vel til að skítmokstur er á við góðan sálfræðing og ég bara mæli eindregið með því að fólk moki skít að jafnaði einu sinni í viku.  Í keppninni skipaði ég sjálfa mig dómara og dæmdi litförótta hestinum sigurinn.  Ekki vegna þess að ég sæi mun á skít og skít.... heldur fannst mér hann sýna afar góða takta þegar hann skokkaði aftur inn í stíuna sína og þóttist saklaus af subbuganginum á ganginum. Grin 


It's now or never.

Ég vaknaði fersk eins og sítróna rétt í þessu.  Í dag er nefnilega að renna upp dagurinn sem ég hef verið að bíða eftir....... tækifæri lífs míns.  Ég verð í BEINNI Á SÝN !   Nú mun ég pottþétt og handvisst renna út eins og heit lumma Grin .   Mín fyrsta hugsun þegar ég opnaði augun var "í hverju á ég að vera"?  Þar sem ég kem til með að sitja mestan hluta af útsendingunni, er í lagi að vera í stuttbuxum, nú eða gallabuxum.   Svo ætla ég að vera í gráu peysunni minni með vösunum á hliðunum, þeim hinum sömu og síminn stakk sér úr.  Þar fyrir innan verð ég í græna bolnum mínum sem á stendur ÁFRAM BORGARNES.  Undirfötin verða leyndarmál að svo stöddu. Wink   Dagurinn fer svo auðvitað í æfingar og bros fyrir framan spegilinn.  Mjög líklegt er að ég sitji í annarri sætaröð, aðeins vinstra megin við miðju á leik Skallagríms og Grindavíkur. 

Aðeins of sein.

Það er alveg stórmerkilegt með þennan tíma.  Hjá sumum líður hann ógurlega hægt meðan hann flýgur áfram hjá öðrum.  Finnst einhverjum þetta sanngjarnt ?  

Þetta kom illa niður á mér í dag.  Fór með bílinn minn í smur.  Ég var víst komin eitthvað örlítið fram yfir á smurbókinni.  15.000 kílómetra eða eitthvað svoleiðis.  Það skýrist auðvitað alfarið af því hvað tíminn leið hratt frá því síðast þegar ég fór með bílinn í smur. Undecided

Ef ég væri þingmaður, myndi ég setja fram þingsályktunartillögu um jafnan tíma á alla.  Þá myndu þeir sem hefðu yfirdrifið nægan tíma gefa eitthvað af sínum tíma til þeirra sem þjást af tímaskorti. 

 


Utan þjónustusvæðis....

 

Það getur valdið manni skaða að fara á klósettið !  Það henti mig á dögunum.  Þannig var að ég fór að pissa einn daginn, sem ég reyndar geri daglega. Pinch   Ég var um það bil að standa upp þegar síminn minn tekur sig til, hoppar uppúr peysuvasanum mínum og stingur sér í klósettið.  Ég sneri mér við, svo snöggt að engispretta hefði skammast sín við hliðina á mér, og vóóóó.... munaði sekúndubroti að ég næði að grípa hann áður en hann splassaði í pissinu.  Nú, þar sem ég er ekki pempía, sótti ég símann samt.  Hann var á lífi.  Hvað gerir maður svo við pissublautan síma ?  Jú, ég auðvitað þvoði gripinn í vatni................. og hann dó ! 

 

Lærdómurinn sem ég dró af þessu:   Það er í lagi að pissa á síma. Joyful


Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband