Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
18.3.2007 | 12:08
Aurar
Ég fékk í morgun póst frá Páli nokkrum Georgssyni frá El Salvador. Kauði er bankastjóri í London og hann á í nettum vandræðum núna. Hann þarf semsagt að losna við 26 milljónir punda í hvelli. Samkvæmt myntbreytu munu þetta vera þrírmilljarðar og fjögurhundruð og fimmtán milljónir. Þannig er mál með vexti að einhver Michael McGuigan stofnaði hjá honum reikning árið 1998 og síðan árið 2002 hefur engin hreyfing verið á þessum reikningi og Mikki bara finnst ekki þótt búið sé að leita fjórum sinnum í kringum allt húsið. Nú langar Palla að vera góður og vill gefa mér 30% af þessum aurum - slefar yfir milljarð. Það eina sem ég þarf að gera er að taka við þeim og setja þá í þvottavélina og senda honum svo aftur 70 prósentin. Ekki flókið. Mér var hins vegar kennt þegar ég var yngri að ég ætti ekki að tala við ókunnuga. Svo vantar mig heldur ekki milljarðinn því mig langar ekki að vera Formaður öryggisráðs S.Þ. Þessvegna hef ég, eftir örlitla umhugsun, ákveðið að áframsenda þennan póst á Dóra. Ef hann er nú þegar orðinn Formaður og vantar ekki aura, þá getur hann kannski áframsent þetta til Elliheimilisins á Bolungarvík og bætt aðeins fyrir brot Sivjar vinkonu sinnar.
Skil samt ekki hvar Salvador-Palli fékk emailið mitt ?
Skyldi ég nú þegar hafa spurst út út !
Spil og leikir | Breytt 19.3.2007 kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2007 | 09:00
Fræg
Nei góðan daginn. Auðvitað brosi ég út að vegg því það komu 100 manns á síðuna mína í gær. Hugsið ykkur ! Og hvað þýðir þetta ? Jú, hver meðalJón og meðalGunnhildur á Íslandi á svona 15 vini held ég, þótt ég eigi bara 4 og þá tel ég systur mína með. Þið munið nú eftir jólakortasparnaðinum, right ? Ef ekki, þá þarf að lesa bloggin mín aftur.
Nú reiknum við með að svona 83% af þessum 100, (ef verkefnaskortur er að hrjá ykkur megið þið leysa þetta reikningsdæmi og finna út hvað það myndu vera margir) muni eftir að segja vinum sínum frá síðunni minni en 17% eru greinilega eeekki að standa sig og ég ætla ekki að sóa tíma í að afsaka þá. Nú,, með víðtækum margfeldisáhrifum reiknast mér þá til að ég verð orðin HEIMSFRÆG í maí. Er ekki vorið yndislegur tími ?
Vil svo bara benda þeim á, sem eru að safna eiginhandaráritunum, að það getur verið of seint að biðja um áritun EFTIR að ég verð fræg. Ég hef nefnilega ekki hugmynd um hvort frægðin kemur til með að stíga mér til höfuðs eða ekki. Hvernig ætti ég að vita það þegar þetta er mitt fyrsta skipti ?
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.3.2007 | 20:33
ÚFF
Nei þetta er nú tú möts !
Það kom fram í útvarpinu á dögunum að við, smáþjóðin Ísland, værum búin að eyða MILLJARÐI í að reyna að fá stöðu formanns í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Og til hvers má ég spyrja ? Og hvern á ég að spyrja ? Getur ekki Dóri bara fengið hagstæðan eftirlaunasamning eins og allir hinir ? Er þessi "heiður" ekki aðeins of dýr fyrir budduna ? Og hvað gerist ef við fáum ekki stöðuna ? Verðum við þá ærulaus og ómerkileg ? Ég myndi persónulega beita mér fyrir því að Dóri fengi að vera formaður í Ungmennafélaginu Skallagrími ef það yrði til þess að hægt væri að spara milljarð og annan. Og þá yrði Dóri alsæll formaður og allt væri gott.
Vill nú kannski einhver ráðamaður reikna fyrir mig hvað þessi ríkisstjórnarkarfa kostar:
- Staða formanns í Öryggisráði S.Þ. kr.................
- Héðinsfjarðargöng kr.................
- Baugsmálið kr..................
- Byrgismálið kr..................
- Sendiráðin kr..................
og muna að taka þetta með vaski !
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2007 | 17:58
Bull er ekki bull nema buddl sé
Nú er ljóst að síminn er bilaður.
Annars er ég auðvitað mikið að velta fyrir mér þessari síðu. Bloggvinir ? Ég á engan. Hef reyndar lagt mig í líma við að halda vinum í lágmarki til að spara jólakortakostnað. Er hagsýn Skyldi maður þurfa að senda bloggvinum jólakort ? Held vaddla. Svo það gæti verið sjens að eiga bloggvin eða tvo.
Lýður Oddsson er séní. Nú er ég búin að fá sóp-róbót eins og hann Frábært og ómissandi tæki. Maður kveikir bara á honum og hann sópar allt húsið, aftur og aftur og eins oft og maður vill. Ég þurfti reyndar að skúra áðan því hann kann það ekki ennþá. En það stendur til bóta hjá róbóta.
Á morgun er sunnudagur. Ég tek mig ekki hátíðlega nema á tyllidögum. Hef aldrei botnað í fólki sem nennir að sóa tíma í að vera snobbað og hátíðlegt. Skil heldur ekki hvernig fólk nennir að vera leiðinlegt. Það hlýtur að vera leiðinlegt að vera leiðinlegur.... eða hvað ? Jú, hef komist að þeirri niðurstöðu og á sama hátt er heimskulegt að vera heimskur og fyndið að vera fyndinn. Verð að viðurkenna að ég er óstjórnlega stolt af rökvísi minni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2007 | 14:25
Pólitík
Hafið þið séð Fréttablaðið í dag ?
Á forsíðu er hægt að lesa um hverjir fengu úthlutað úr framkvæmdasjóði aldraðra. Ungmennafélag Íslands fékk úthlutað ! Þarf ekki að endurskoða nafngift Ungmennafélagsins og láta það heita Gamalmennafélag Íslands ? Og halda í framhaldinu Gamalmennafélagsmót. Svo er Lionsklúbburinn í Búðardal orðinn dáldið gamall líka
Þessi pólitík er svo skemmtileg. Ég hef reyndar bullandi áhyggjur af lækkun virðisaukaskattsins. Það er ekki langt síðan Pétur Blöndal sagði í útvarpinu að það mætti ekki lækka virðisaukaskatt á matvæli því þá myndi offita þjóðarinnar aukast svo mikið. Ég hef horft í spegilinn daglega núna í mars til öryggis. Sé samt ekki að virðisaukaskattslækkunin sé ennþá farin að hafa áhrif á línurnar mínar. Er bara með gömlu bjórvömbina og sýnist ekkert hafa bæst við hana. En mun fylgjast grannt með hvort ég sé grönn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2007 | 13:51
Spennt !
Hef ekki einu sinni gefið mér tíma til að borða því ég er svo spennt að sjá viðbrögð þjóðarinnar
Held að einn sé búinn að skoða síðuna mína núna... frekar en að ég hafi sjálf skoðað hana fimm sinnum en ekki fjórum sinnum.
Gáta:
Vitið þið af hverju konur mála sig, nota ilmvatn og ganga um á háum hælum ??
Auðvitað af því að þær eru litlar, ljótar og lykta illa
Ætli síminn sé bilaður ??
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2007 | 13:22
Ég er mætt
Þá er ég komin í hóp nútímafólks. Orðin bloggari. Ahhhh, þetta er dálítill léttir. Þar sem fornöldin leið fyrir margt löngu er ekki "inn" að vera fornaldarlegur lengur. Ég hef því verið "út" um allnokkurt skeið og það er kannski helsta ástæðan fyrir því að ég geng ekki út
Ástæðan er tæplega sú að ég sé of kröfuhörð Það eina sem ég bið um er að gæinn sé skemmtilegur, góður, sjarmerandi, heiðarlegur, og viti borinn. Hann þarf auðvitað alls ekki að vera fullkominn og má þessvegna kreista tannkremstúpuna út og suður - svo lengi sem hann kaupir hana sjálfur.
En það er reyndar ekki vandamál að vera makalaus. Sumir eru jú alveg makalausir þótt þeir eigi maka.
En best að kynna sig aðeins fyrir alþjóð
Já, Anna heiti ég Einarsdóttir. Ég á þrjú vel samsett börn, einn kött, fjóra hesta og svo á ég ömmuhund. Fyrir trega þá þýðir ömmuhundur semsagt að dóttir mín á hund. Ohhhh, verður maður að útskýra allt ?
Vó, það er skrítið að verða allt í einu frægur eins og ég mun verða núna Hefði kannski átt að fá mér umboðsmann ÁÐUR en ég sendi þetta í loftið. En nú er of seint í minn fallega rass gripið með það. En mun pottþétt vera komin með umboðsmann í næstu viku svo hinkrið bara pollróleg.
Færsla eitt fer í loftið og ég bíð við símann
Bloggar | Breytt 18.3.2007 kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði