Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Verðlaunin - Riddari með regnhlíf.

 

Nú er slétt vika, þar til skákmót bloggara með tattoo fer fram með pompi og prakt.  Hver pompar ?  Ég held að það verði Edda.  Það er hefð fyrir því hjá fegurðardrottningum, og jafnvel alheimsfegurðardrottningum, að pompa á rassinn.

.

Mér er bæði ljúft og nátengt að upplýsa,, enn og aftur, að verðlaun á skákmóti bloggara með tattoo, eiga að vera af lakara taginu.  Heimatilbúin eða hugarsmíð, veidd eða sungin.

.

Mín verðlaun standa vissulega undir því, að vera af allökustu tegund.  Þau eru svo ljót að ég sárvorkenni þeim sem þau hlýtur.  Veit samt ekki ennþá hver verður svo óheppinn.  LoL

.

Hahahahahaha...... LoL...... afsakið....... er að jafna mig.

.

Jæja...... saga verðlaunagrips míns, sem heitir Riddari með regnhlíf, er harla ómerkileg.  Hún hefst þegar ég,,  ung stúlka í grunnskóla, kemst að því að listamannshæfileikar mínir eru langt undir eðlilegum mörkum.  Og hún endar á þeim tímapunkti, þegar óheyrilega miklir stríðnistaktar taka völdin fyrir viku síðan...... og ég ákveð að mála mynd í verðlaun.

.

Ætla að sækja draslið........

.

erro.preview

.

Æ, ekki þessi.  Mér fannst hún eitthvað svo ruglingsleg og ég hef sennilega verið undir fullmiklum áhrifum frá Erro..... svo ég gerði aðra...........

.

.

.Albúm 0026

.

Listamannslufsan setti þarna á striga riddara, sem  tengingu við skáklistina og skírskotar einnig í hestamannseðli hönnuðar.  Þar sem óvenjumikil rigningartíð hefur verið undanfarið, þótti við hæfi að setja regnhlíf þannig að verkið samsamaði sér í tíma og rúmi.   Blái liturinn táknar allt nema Sjálfstæðisflokkinn.

 

 


Hjálp í viðlögum.

 

Hrækja skal á mann......

.

Bag

.

.

 

....... þegar það er kviknað í skegginu hans.

.

 


Ljós vonarinnar.

 

Ljós er geisli alheimsins sem lýsir í gegnum

myrk augnablik og gefur þér von.

Ljós er einnig sú birta sem er innra með

þér öllum stundum og geislar

lífsorku þinni til annarra.

 

.

light_brush_sm


Hvernig á að hreinsa til á afar auðveldan hátt.

 

Það er ótrúlega mikið af dóti heima hjá mér, sem mig vantar ekki.

Tvennt af sumu og fernt af öðru, vasar, skór, naglalökk, leikföng, myndir og hljómplötur.   

Fullt hús af óþarfa dóti.

.

shanghai-toys-xintiandi 

.

Ég fór í sturtu áðan.  Smile    Þá datt mér í hug, lausn á þessu máli.

Það er sko hægt að leysa nánast öll mál.   Ég er að segj´ykkur það.

Nú næ ég mér í kall..... læt hann flytja inn.... hendi honum svo út aftur...... og hér kemur það;

.

SEGI HONUM AÐ HANN MEGI TAKA HÁLFT INNBÚIÐ.  Wink


Grein til sölu.

 

 

lovebirds

 

 

Af hverju dettur mér Jóna  bloggvinkona í hug núna ?

Fyrir þá sem ekki vita, þá er hún verðandi frægur rithöfundur.  Joyful

Ég mæli með því að þið lesið framhaldssöguna hennar..... hún er komin á fjórða hluta núna.... og þið þurfið að skrolla næstum meter niður til að finna söguna.    Það er best að byrja á byrjuninni.  Wink   

Í sögunni er Líney að keyra til Franz, og er búin að vera heila þrjá daga á leiðinni.   Þvílíkar vegalengdir í einni sögu Jóna mín.  

.

Þeir voru vitlausir, útgefendurnir, sem vildu ekki kaupa af henni grein.

.

Lúðar !   W00t


Neytendahornið.

 

Bræðurnir Ormsson eru alveg eins og pabbi þeirra,,  Ormar !

.

Fyrir 5 árum fjárfesti ég í ísskáp og uppþvottavél hjá þeim.  Fljótlega kom í ljós að uppþvottavélin var heilabiluð.  Ef hún var sett í gang, stoppaði hún á ákveðnum stað í kerfinu, og þvoði og þvoði og þvoði.... þangað til einhver hjálpaði henni áfram.

.

Bræðurnir sögðu mér að ég mætti koma með vélina til þeirra, til Reykjavíkur, og skilja hana eftir.  Svo mátti ég koma aðra ferð í bæinn, seinna, til að sækja hana.  Þeir vildu ekki ljá mér rafvirkja heim, eins og tíðkast í Reykjavík.  Mér fannst þetta of mikil fyrirhöfn og hef æ síðan hjálpað vélinni yfir hjallann.

.

Nú í seinni tíð, er vélin orðin löt.  Fyrst fór að bera á því að hún þvoði bara einu sinni á dag.  Síðan breyttist það í annanhvern dag..... og nú er druslan farin að þvo þegar henni sýnist.  Hún tekur ekki inn á sig vatn, nema stundum og rafvirkjar botna ekkert í þessu viðundri.

.

Bræðurnir seldu mér líka ísskáp, eins og áður er getið.  Hann er til vandræða.  Hillurnar í skáphurðinni hafa brotnað mjög auðveldlega og Bræðurnir vita aldrei hvaða hillu þeir eiga að selja mér, þótt ég haldi á henni fyrir framan nefið á þeim.   Svo er einn stór galli við ísskápinn.  Stillingin fyrir kuldastigið er furðulega staðsett.  Það er alltaf einhver að reka sig í hana og þá segir sig sjálft að hita/kuldastigið breytist.

.

Þegar ég kom heim í dag, tók á móti mér ísskápur í rúst.  Stillingin var á hæsta kuldastigi og kókdós hafði sprungið í ísskáp upp,  (sbr. loft upp).  Æts.  Frown  Kók ALLSSTAÐAR.

.

Já, ég vildi bara vara ykkur við þessum Ormum Ormssonum.

 

 


Ber að týna ber.

 

 

Þú ert ber. 

Ég ber á þig sólarvörn

Svo ber ég þig út og þú ferð ber að týna ber.

Ég ber virðingu fyrir þér.

.

Hvurslags hugmyndaskortur var í gangi þegar íslenska var búin til ? 

 

 

 


Furðulegt fólk, ræktendur.

 

Við áttum gæðastund í kvöld, ég og hundurinn.  Snæddum saman soðna ýsu með nýjum kartöflum og smjöri.  Hundurinn minn er ljónheppinn.  Systkini hans í Reykjavík fá bara þurrmat.  Það er "inn" að gefa hundum ekki mat.... bara þurrmat.  Virðulegir ræktendur hnussa þegar þeir heyra að hundurinn fær afganga.  Þeim finnst hann líka ekki par merkilegur, þar sem hann er litagallaður.  Það eiga nefnilega allir Cavalier hundar að vera eins á litinn.  

.

%7Bfa89e9bb-0df0-4d1c-91e4-e9ea260d2166%7D_fiskur_a_disk_154x119_opt

Engin mynd af soðinni ýsu á netinu...en hér er Ýsa og þið dragið bara frá Kóríander og appelsínur og eitthvað drasl sem er þarna.

.

 

Hestar hins vegar þykja flottir ef þeir eru litskrúðugir.  Fágætir litir eins og litförótt og vindótt, eru mjög vinsælir.   Hún er merkileg mannskepnan þegar hún fer að setja reglur.

Mér finnst aðalatriðið að dýrunum líði vel.  Ekki hvernig þau eru á litinn eða hvað þau borða.  Enda hafa íslenskir hundar þrifist á afgöngum í gegnum aldirnar og ekki orðið meint af.

Næst eiga líklega börn að borða bara Cheerios og ekkert annað.  Hnuss.  Smile 


Var svo ljót að ég ældi.

 

.

Mirror-Mirror(b)

 

.

Þegar ég lít í spegil,  blasir við mér mynd sem ég er alveg hæstánægð með.  Svo ánægð stundum, að það jaðrar við argasta grobb.

.

Það hefur þó ekki alltaf verið þannig.  Á mínum yngri árum, fann ég spegilmynd minni allt til foráttu.  Lengi vel var ég til dæmis með fílapensil á nefinu.  Við erum að tala um að hann kom sér þarna fyrir öll mín unglingsár.  Þegar fílapensillinn svo loksins, loksins gafst upp í baráttunni við mig, spýttist hann af miklu afli á spegilinn og myndaði þar væna slummu.  Það var gýgur í nefinu á mér, lengi á eftir.

.

Þegar við vorum krakkar, krakkarnir... kannski svona 6-7 ára ...Woundering .... fórum við stundum í leik uppi á lofti, hjá ömmu og afa.  Þá slökktum við öll ljós og svo var einn draugur.... með vasaljós undir hökunni.  Þegar kom að því að ég átti að vera draugurinn, setti ég ljósið undir hökuna, fór að speglinum og gretti mig ógurlega.  ARRRRG  Crying  Mér brá svo við það sem í speglinum var, að ég hljóp hríðskjálfandi niður.  Þorði ekki meir.

.

Annað ógleymanlegt móment á ég tengt spegli.  Þá hafði ég verið mikið veik, bæði með mislinga og rauða hunda á sama tíma.  Jamms,, er soddan snillingur stundum. Joyful  Allavega, ég hafði legið fárveik í rúminu í rúma viku en var svo aðeins að verða brattari.  Staulaðist fram á baðherbergi til að pissa.  Mér verður litið í spegilinn þegar ég geng framhjá....... og ég var svo ljót að ég ældi.  Sick

.

En með auknum þroska og versnandi sjón..... verður spegilmyndin fegurri með hverju árinu.  Grin

 


Skil´ett´ekki.

 

Nú beini ég orðum mínum að stelpunum.....

 

Hver er munurinn á dagkremi og næturkremi ?

Hvað gerist ef ég nota næturkrem að morgni ?

Af hverju er þá ekki dagtannkrem og næturtannkrem líka ... eða dagsjampó og nætursjampó ?

 

Kona spyr sig ! 

 

 


Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband