Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Tuð til heiðurs Halldóri.

 

Iss piss !

.

Ég fór til Reykjavíkur með dóttur minni, gagngert til að nýta boðsmiða í Húsdýragarðinn.

Fór fyrst í heimsókn, alveg slök.  Kom í Húsdýragarðinn klukkan 17.05.  og hvað haldiði ?

Húsdýragarðurinn lokaði klukkan 17.00 því það er komin vetraropnunartími.  Angry   Eða ætti maður heldur að segja vetrarlokunartími ?  Og það er ÁGÚST !!

Þetta er nú ekki einu sinni fyndið.  GetLost

Bara svínslegt, asnalegt og hundleiðinlegt.

 

---------------------------------------

 

Á leiðinni heim,  vakti dálítið athygli mína.  Ekki það að hún hafi verið sofandi... menn taka bara svona til orða. 

Ekki í einum einasta bíl, sá ég konu við stýrið og mann í farþegasætinu.

Alltaf karlinn að keyra og konan farþegi.

Hvað er málið ?

Vegur það að karlmennskunni að láta konuna keyra ?  Pinch

 

----------------------------------------------

 

Að öðru leyti er ég í frábæru skapi.  Grin

 


Bréf frá formanni.

 

Ágætu félagar og Arnfinnur.  Smile

 

Nú eru tæplega tvær vikur í  STÓRA MÓTIÐ.

Ætla ég hér að tipla á smáu varðandi ýmiss fyrirkomulög.

.

Keppendur og leikendur verða:

Brattur, Kristjana, Ingibjörg, Halldór, Arnfinnur, Ægir og Anna.  Síðan verða kannski einn eða tveir eða þrír heiðursgestir... sem mega þá hugsanlega heita Anna og Björg og Arnar.  Við komum að Eddu síðar í þessu bréfi.

.

Reglur..... þær sem eru tilbúnar núna:

Snertur maður er færður,, nema það hafi verið óvart, og ber þá að segja "fyrirgefðu".

Við höfum dragdrottningu í öllum skákum gegn Kristjönu.  Það þýðir að við drögum okkar eigin drottningu út af borðinu og leggjum hana nett til hliðar.

Hver keppandi fær 10 mínútur á skák.  Falli keppandi á tíma, fær hann stóran mínus.

Ingibjörg ber ábyrgð á því að nægjanlega mörg taflborð og klukkur verði á svæðinu.

Það á að vera REGLUlega gaman. 

Brattur dómari og Halldór eftirlitsdómari geta bætt inn reglum og hent út, alveg eins og þeim langar til.  Nema reglunni um dragdrottninguna.  Hún er óhagganleg.

.

Verðlaun.... 

Þar sem þetta er stórmót, verða auðvitað veitt Edduverðlaun.  Edda bloggvinkona mætir þar í  sitt hlutverk.

Verðlaunin verða af lakara taginu.

Hver keppandi og Edda og heiðursgestir, eiga að mæta með verðlaunagrip, sem ekki má vera keyptur í búð. 

Viku fyrir mót,  skulu keppendur blogga um sína verðlaunagripi.  Allir verðlaunagripir eiga að hafa nafn.  Þeim verður nefnilega úthlutað eftir nafni... samkvæmt ákveðnum reglum sem eru í kolli formanns og munu eigi verða uppgefnar.   Einnig má birta mynd af verðlaununum.

.

Ekki meira að sinni.

Skákklúbbur bloggara með tattoo,

Anna Einarsdóttir

Formaður.

 

 

 

 


Geisp geisp.

 

Í gráum silkináttfötum ég vakna

ein..... fæ mér brauð með osti

ekki neins ég sakna..............

 

 

 

eða jú !!  ...... Hvar er Frosti ?  Pouty   

 


Gróðurhúsaáhrif.

 

Skyldu

gróðurhúsin

vita

hvað

þau

hafa

mikil

áhrif ?

 

 

 

greenhouse


Bílakaup, bílakaup ?

 

Vill einhver eignast bílinn minn fyrir ekki mikinn pening ?  Hann er að sumu leyti í lagi.  Það er smá vandamál með hann samt.  Það er ekki hægt að opna húddið.    Ehhh...  Pouty   Það er örugglega nóg vatn og olía á honum fram á haust.  FootinMouth

.

 

baker_electric


Laugardagsþrif með leikrænum tilburðum.

 

Að sópa og skúra, finnst mér ekki neitt ofboðslega skemmtilegt en að leika mér,, það er gaman.  Wink

 

Ég fór að hugsa... og hugurinn ber mann út um víðan völl og rúmlega það... Woundering .. er ekki hægt að gera þrif að leik ?

.

Það er auðvitað ALLT HÆGT og maður á að finna út hvernig, svo maður nagi sig ekki í rassinn síðar yfir einhverju sem maður lét ógert.

.

Það liggur í augarins eðli að íþróttaleikur eins og krulla, hentar mjög vel til sópunar.  Því fór ég í krullu áðan, á gólfinu heima hjá mér.

.

Curling_mai

.

Þá er bara skúringin eftir.  Þar dettur mér helst í hug gamalt trix sem Lína Langsokkur notaði.  Þ.e. að fara á skauta á skrúbbum.  Smile 

.

Pippi2

.

Það er svo gott að geta staðið á eigin spýtum í lífinu.  Wink

 


Geisp.

 

Í gráum silkináttfötum ég vakna

ein................ fæ mér kaffi

Ekki neins ég sakna............

eða jú ! .....hvar er Haffi ?  Gasp

 


Komin út úr skápnum.

 

 

 

Ég hef bloggað í hálft ár.  Hingað til hef ég haft tveggja ára gamlar myndir af mér í höfundarboxi.  Það var með vilja gert.  Vildi kynnast þessu samfélagi bloggara, áður en ég ætti á hættu að fólk þekkti mig úti í búð eða á götu. 

.

Eftir 6 mánaða veru hérna, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þið, bloggvinir mínir, eruð upp til hópa gott og frábært fólk.  Smile  Þessvegna hef ég sett inn nýja mynd af mér.... u.þ.b. 10 mínútna gamla og nú er því ekkert til fyrirstöðu að þið rjúkið á mig í Bónus og knúsið mig eins og aldagamla vinkonu.

.

Ég er farin út í búð !  LoL

pssssssst..... muna að styrkja Gillí frænku mína, elskurnar.  Sjá næstu færslu.

.

 

Einn..... tveir....... og ............ þrír !  Hér kem ég.  Wink

.

 

Albúm 001

 

 


Láttu gott af þér leiða.

 

Þeir sem hafa fylgst með blogginu mínu í langan tíma, vita að ég á frænku sem er með "ólæknandi" krabbamein.  Gillí frænka er ótrúleg kona.  Hún er svo dugleg að það er næstum því ekki fyndið.LoL    

Hún ætlar og skal, sigrast á þessu meini.  Í september fer hún til Bretlands að heimsækja Matthew Manning, breskan heilara, sem getið hefur sér gott orð fyrir að hjálpa veiku fólki...........    www.matthewmanning.com

 

 

g_st_2007_030_sized 

 

Hér er Gillí með barnabörnunum á splunkunýrri mynd.   Ég hnuplaði myndinni frá henni í skjóli nætur og hún hefur ekki hugmynd um hvað ég er að bralla hérna.  Joyful 

 

Kerfið okkar íslenska, býður langveiku fólki ekki upp á digra sjóði til að spila úr.  Þessvegna hefur verið stofnaður styrktarreikningur fyrir Gillí.  Hún vill sjálf bara að fyrirtæki styrki hana.... en mér finnst eiginlega, að það sé sama hvaðan gott kemur.  Wink

 

Þessvegna bið ég ykkur, kæru bloggvinir..... að leggja þúsundkall eða tvo inn á þennan reikning

kt. 120161-5559
nr: 513-14-607627

 

og sleppa því að panta pizzu um helgina,  ha !  InLove

 

ÁSTARÞAKKIR !

 

 


Dratthalar og drullusokkar.

 

Þeir settu eitthvað í drykkinn minn, held ég.  Angry

Ég var stödd á skemmtistað í Reykjavík og var að dansa.  Hafði drukkið 3 bjóra allt kvöldið. Lagði bjórinn minn á borð hjá útlendingum, eins og kjáni.  Við sveitastúlkurnar erum saklausar fram eftir öllu.  En ég er það ekki lengur.

 

Eftir dansinn tók ég glasið og fékk mér sopa.  Og líklega annan.  Eins og hendi væri veifað,  varð mér illt og allt fór að verða eins og í móðu.  Ég,, snögg eins og engispretta, hljóp út og stakk fingri ofan í kok og ældi eins og ég gat ofan í næsta niðurfall.  Sick   Man að sú hugsun hvarflaði að mér,  að ég væri ekki vænlegt fórnarlamb nauðgara, meðan ég væri ælandi.  Sick   Um leið og ég hætti að kasta upp, flýtti ég mér á Bæjarins bestu og fékk mér að borða.... og hringdi í systur mína og bað hana að sækja mig.  Hún sagði að ég hefði virkað "blindfull".  

 

Auðvitað hef ég enga sönnun fyrir einu né neinu.  Veit bara að 3 bjórar hafa, hvorki fyrr né síðar, valdið mér svona lasleika.  Þessvegna datt mér í hug að einhverju drasli hefði verið laumað í glasið mitt, meðan ég var að dansa ?  Og að það, hversu hratt mér tókst að losa mig við sumt af því í ræsið... hafi bjargað mér.  Veit ekki ? 

 

Lestu Heiðu vinkonu af blogginu, ef þig langar að fræðast um ólyfjan í glösum kvenna. 

http://skessa.blog.is/blog/skessa/entry/147986/

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 342762

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband