Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
29.11.2008 | 10:52
Frétt úr Skessuhorni.
26.11.2008 | 22:31
Ég er frá Grímsey - og er stolt af því.
.
.
Hi folks !
Undanfarna daga hef ég verið svo upptekin við að hafa það huggulegt, að ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga.
En þrátt fyrir vanrækt blogg - eða kannski vegna þess að ég hef vanrækt blogg - eru leti minni takmörk sett og hér hefur verið dugnaður á öðrum sviðum. Jólin næstum því tilbúin á þessu heimili. Flestar gjafir keyptar, búin með allar stórhreingerningar sem voru á dagskrá og smákökubakstur fer fram á næstu helgi.
Hlakka mikið til að sjá jólaljósin, heyra jólalögin og finna ilminn af kökunum. Það getur vel verið að ég smakki líka. Hálf hallærislegt að þefa lengi af kökum.
.
Inn á milli dett ég í pólitískar hugsanir, eins og líklega allir landsmenn. Mér finnst hræðilegt að einhverjir Davíðar úti í bæ hafi haft mannorðið af okkur Íslendingum, bara sisvona. Næst þegar ég fer til útlanda, ætla ég að plata; "I am from Grims island". Það er sko ansi nærri því að vera rétt hjá mér. Ég er að segja Gríms-Ísland á rituðu máli, þótt ég beri það fram sem Grims-æland.
Spillingin á þessari litlu eyju fer svo fyrir brjóstið á mér að ég fæ brjóstsviða ! Það er kannski aðeins orðum aukið að ég fái brjóstsviða en það hljómaði ágætlega, fannst mér - svona eins og það kom á lyklaborðið.
Er ég kannski að smitast ? Er ég að verða spillt, lítil, plötuskjóða ?
20.11.2008 | 23:05
Þessi hlustar aldrei á fréttir.
.
Hann er enda alltaf glaður.
.
.
Við þurfum að passa að festast ekki um of í neikvæðri umræðu.
Munum að leika okkur, brosa og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða, þrátt fyrir allt.
Allavega af og til.
--------------
Gaman væri að fá sveppavísur.
19.11.2008 | 20:59
Getraun.
16.11.2008 | 10:56
Er ég orðin klikkuð ?!!
Ég þykist vita að þetta sé ekki alls kostar venjulegt.
.
Það fyrsta sem ég hugsaði um, þegar ég vaknaði í morgun var
- ekki kreppan
- ekki sólarlandaferð
- ekki jólin
- ekki fjölskyldan
- ekki peningar
...................................
heldur sellerírót
og steinseljurót
.
Til að lágmarka asnalegheitin á þeirri hugsun, læt ég hér fylgja uppskrift;
.
.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
15.11.2008 | 18:35
Innihaldslaus pakki.
Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar fyrir íbúðareigendur er pakki með litlu innihaldi.
Hálfgert prump.
.
.
Í fyrsta lagi þarf hver og einn að sækja um lánið. Ég hefði haldið að hin gríðarlega hækkun verðtryggingar yrði leiðrétt á einhvern hátt - fyrir alla.
Í annan stað lækkar lánið ekki um eina krónu, sækir þú um - heldur, þvert á móti, er líklegt til að hækka. Með öðrum orðum; Þarna er verið að plata fólk til að kaupa að öllum líkindum hærra lán með þeirri gulrót að greiðslubyrðin sé lægri til að byrja með...... en verði síðar hærri.
Hvers hagur er það ? Eða er ég ekki að skilja þetta rétt ?
Æ....... mér finnst vera komið nóg af pólitískum afglöpum.
Fjölskyldurnar í landinu eru það mikilvægasta af öllu mikilvægu.
Grunnþarfir fjölskyldunnar eru fæði og húsaskjól.
Ef til stendur að setja fjölskyldur landsins á hausinn með aðgerðarleysi - og engum til hagsbóta, þá kýs ég að kjósa eitthvað annað í næstu kosningum en ég gerði í þeim síðustu.
-----------------
Sparisjóður grínista og nágrennis - banki fólksins.
.
P.s. Ef enginn verður búinn að axla ábyrgð og segja af sér fyrir jól.......
.......... þá segi ég bara af mér !
12.11.2008 | 23:05
Geir og Grani.
Nú er ég orðin örlítið pirruð á þeim karlskunkum Geir stýrimanni og Grana (lesist Davíð) skipstjóra.
Þeim hefur verið treyst fyrir þjóðarskútunni í langan tíma og það fór nú ekki betur en svo að þeir sigldu henni á fylleríi á Hollensk/Breskan dall og koleyðilögðu bæði skútuna og dallinn.
Skipstjórinn situr ennþá í matsalnum og úðar í sig kleinum, ropar og horfir á sólsetrið. Á sama tíma kennir stýrimaðurinn flugumferðarstjórn um allt saman.
Þetta var altså alls ekki þeim að kenna. Bara einhverjum öðrum.
Þeir sjá því enga ástæðu til að taka einhverja ábyrgð. Iss, þetta var þó ekki nema ein þjóðarskúta og eitt orðspor. Who gives a shit ?
Því sitja Geir og Grani sem fastast í björgunarbátnum og ætla, af sinni alkunnu snilld, að stjórna honum en samt hafa þeir ekki haft nokkurt vit á, að taka með sér árar eða ákveða í hvaða átt þeir ætla !
...........
.
Mig langar svo svakalega að vita;
Hvað gæti hugsanlega verið nógu slæmt til að Davíð segði af sér ?
Allavega ekki eitt stykki þjóðargjaldþrot og annað stykki ónýtt orðspor Íslendinga.
.
Æjæjæjææææ.
![]() |
Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2008 | 22:43
Geir og Ágúst.
Nú skil ég ekki.
Fyrir hálfum mánuði sagði Geir harði að við fengjum líklega lánið frá IMF fimmtudaginn 30. október.
Síðan, þegar það kom ekki, hélt hann að það kæmi á mánudeginum 3. nóvember.
Allt í góðu með það....... nema hvað........
Samkvæmt fréttum í gær sendu þeir umsóknina frá sér fyrir viku síðan.... 4. nóvember.
.
Skilningsleysi mitt verður líklega að skrifast á litla hagfræðikunnáttu mína.
Ég hef bara alltaf haldið að venjan væri að senda inn umsókn fyrst og fá afgreiðslu svo.
Stjórnmálamenn í dag....... dæs.
...........................
.
.
Einn fyrir svefninn;
.
Allir strákarnir voru að dansa við stelpur nema Ágúst
hann var að dansa við strákúst.
.
.
10.11.2008 | 17:21
Ómótstæðilegt bros.
.
.
Tillaga dagsins; Að ganga til næsta manns og senda honum þitt fallegasta bros - án skýringa.
Koma svo aftur og segja frá viðbrögðunum.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði