Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
30.3.2008 | 21:08
Hrafnkatla Himinbjörg Skítalabbi Gustavsberg.
Mikið hefur verið skrifað um Hrafnkötlu Himinbjörgu, margar myndir birtar og má ætla að hún sé hvers manns hugljúfi og ljómi allra kettlinga. Í það minnsta fékk ég beiðni um eigendaskipti á henni í dag. Frænkur mínar tvær vildu gjarnan eignast þetta krúttilega kvikindi. Ég sagði bara; "Já, fínt, þið megið bara eiga dýrið"
.
.
Það kom á þær yfir svari mínu... þeim fannst ég full fljót að afhenda kisu, svo þær spurðu nánar út í dýrið. Já, sagði ég, hún er óskaplega þrifin greyið. Fer alltaf í kassann sinn og gerir þar stykkin sín. Mér fannst hún óttalegt krútt meðan hún var með harðlífi. Eitthvað fór móðurmjólkurleysið í magann á henni svo nú er hún með skitu. Það væri bara fínt - hún fer í kassann sinn og svoleiðis - eeeeeeen einhvern veginn tekst Hrafnkötlu alltaf að stíga ofan í niðurganginn og svo arkar hún niður ganginn, létt á fæti, eins og gengur, eins og gengur. *DÆS*
Skítalabbi semsagt.
Þegar illa tekst til, kemur hún með saurugan fót upp í rúm til mín og þegar enn verr árar, stígur hún á hárið á mér, meðan ég sef. Hvað getur maður sagt ? SHIT !
Við fjölskyldan erum nú búin að vera í skítverkum alla helgina og Hrafnkatla fer í bað þrisvar á dag.
Langar einhvern í hana ?
30.3.2008 | 11:41
Næringafræði.
Ást er kavíar og kampavín, brúðkaupskaka, jarðaber og rjómi.
.
.
Vinátta er nýbakað brauð, nýstrokkað smjör, sveitaostur og te fyrir tvo.
.
.
Best er að hafa kynnst hvorutveggja.
En vináttan fer betur með meltinguna.
29.3.2008 | 16:56
Afleiðingar þess að ég var bæði karlinn og konan á heimilinu um tíma.
Ég er búin að gera 5 skattaskýrslur í dag. Bara ein skýrsla eftir.
Svo komst ég að því að betri helmingurinn er betri en allt. Hann þreif og skúraði meðan ég baukaði með pappírana. Það er baaaara frábært að verkin vinni sig svona sjálf meðan maður er að gera annað. Brattur ! *SMJÚTS*
Á eftir er svo fótbolti; Man. United - Aston Villa. Þá sest ég í stofu, opna einn bjór og horfi á Ronaldo, Rooney og Tevesz, vinna leikinn fyrir okkur. Ég held með Man. United.
.
.
Dóttir mín sá mig um daginn, þar sem ég sat svona ein, eitt kvöldið og horfði á Man. United leik og þá sagði hún;
"Mamma, þú ert eins og kall".
Já, á okkar heimili er fullkomið jafnrétti, án þess að það hafi nokkurn tíma verið rætt sérstaklega.
.
Ef ég bulla, þá er ég að fótboltabulla.
29.3.2008 | 12:46
Fjölnota dýr.
28.3.2008 | 21:54
Ofhugsun.
.
Ég fór að hugsa.
Sumir hafa fólk alveg í vasanum.
Hvar fást nógu stórir vasar ?
Ef einhver hefði mig í vasanum myndi ég reyna að hafa það reglulega gott.
Það eru til vasadiskó, vasaklútar, vasabækur og vaselín....
.
.
Bara skrambans vesen að það skuli vera til vasaþjófar.
Ætti ég nokkuð að hugsa svona mikið ?
---------------------------------------------------------
Eða eins og ungverskt máltæki segir; "Ég hef ekki hugmynd en segi það satt".
27.3.2008 | 22:01
Bókmenntaperla eða ?
Vegna tveggja áskorana var sú ákvörðun tekin - skynsamleg eða ekki - að birta valinn kafla úr Slummu, slepju, slef- og klísturbókinni.
Bókin hefst á þessum orðum:
"Manneskjan er hol, Já við erum í rauninni bara rör, opið í báða enda".
Hvað segið þið hin rörin um þetta ?
.
Í miðju bókarinnar eru leiðbeiningar sem gætu nýst vel;
.
.
............ og uppskrift !!!
.
.
Þetta blogg er að verða eins og besti fræðsluvefur.
26.3.2008 | 21:52
Bókmenntagagnrýni.
.
.
Þessa bók las ég um páskana.
Forsíðan ein og sér er allrar athygli verð. Það er hægt að toga tunguna út og suður og svo skreppur hún sjálf til baka eftir smástund. Dálítið slepjulegt - en þetta er jú Slummu, slepju, slef- og klísturbókin.
Innihald bókarinnar er svo allt önnur saga og ekki fyrir viðkvæma.
Ég ætla að hugsa málið, hvort ég birti miðju bókarinnar á morgun en það skal tekið fram að ekki er æskilegt að lesa hana rétt fyrir eða eftir máltíð.
Maður missir lystina !
25.3.2008 | 18:15
Aðlögun dýranna.
Aðlögun dýranna hefur gengið vonum framar. Í gær var Depill hundfúll eins og sjá má á þessari mynd;
.
Hann hélt sig í ákveðinni fjarlægð en kíkti þó með öðru auganu á litla skrímslið.
.
Hundurinn hins vegar tók Kötlu litlu afar vel. Fín saman ?
.
Álappalegur svipur þarna;
.
Stóri kisi er í eðli sínu góður og nennir ekki að vera í fýlu lengur. Hann tók því Kötlu í sátt, rétt áðan;
.
Hrafnkatla Himinbjörg er bara kát með nýju fjölskylduna sína og vill helst humarsúpu í öll mál.
24.3.2008 | 21:56
Hvert örstutt spor.
.
Ein mesta gæfa hvers manns í lífinu er að hafa gott fólk í kringum sig.
Vöggukvæði Halldórs Laxness er að mínu mati óendanlega fallegt ljóð.
Ég tileinka það öllu góðu fólki með fallega sál - en sérstaklega þó góðhjörtuðum manni sem gaf mér góðar ráðleggingar um páskana.
.
Vöggukvæði.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við guð um þúsund ár.
Hvað jafnast á við andardráttinn þinn?
Hve öll sú gleði er fyrr naut hugur minn
er orðin hljómlaus utangátta og tóm
hjá undrinu að heyra þennan róm,
hjá undri því, að líta lítinn fót
í litlum skóm, og vita að heimsins grjót
svo hart og sárt er honum fjarri enn,
og heimsins ráð sem brugga vondir menn,
já vita eitthvað anda hér á jörð
er ofar standi minni þakkargjörð
í stundareilífð eina sumarnótt.
Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt.
Halldór Laxness, 1902-1998
23.3.2008 | 12:21
Páskaunginn - myndasyrpa.
.
Hún Hrafnkatla Himinbjörg (kölluð Katla) var heldur aum þegar hún kom í gær.
.
Maaaaaaammmmmmmma !
.
------------------------------------
En síðan tók hún sig saman í andlitinu. Hún vakti mig klukkan 7.30 og leyfði mér ekki að fara að sofa aftur, fyrr en hún hafði skriðið uppí og komið sér vel fyrir. Eftir að hafa sofið hjá nýju mömmu, tók hún gleði sína á ný, eins og sjá má;
.
.
.
.
Depill, kötturinn sem sýndi leikfimiæfingar hér fyrir nokkrum bloggum síðan, er ekki kátur. Honum finnst að þetta skrímsli ógni tilveru sinni.
Femína, hundurinn á heimilinu, heldur hins vegar að hún eigi þetta afkvæmi og kemur fram eins og hin besta mamma.
Anna, kéllingin á heimilinu, biðst afsökunar á að hafa ekki tekið bloggfríið sem hún lofaði.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði