Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
15.1.2009 | 22:17
Evrópumál.
Þegar ég var á Bifröst í den, lærði ég þýsku í einn vetur. Eða átti að læra þýsku. Mér fannst kennarinn kenna okkur svo vitlaus orð. Hann kenndi t.d. öll smáatriði á reiðhjóli; bjalla, keðja, stýri og hnakkur á þýsku. Halló ! Til hvers ? Nema.... þar sem ég var unglingur fór ég í netta uppreisn og nýtti þýskutímana í að hnoða saman ljóð ásamt einum bekkjarfélaga mínum.... sem líka var í uppreisn.
Síðan gerist það nokkrum árum síðar að ég fer til Þýskalands. Ekki notaði ég reiðhjól og þurfti því ekkert á þeim orðum að halda sem reynt hafði verið að troða í hausinn á mér. Reyndi ég þó að rifja upp einhver önnur og nothæfari orð. Kvöld eitt fórum við á veitingastað og ég, ofurroggin, pantaði bradwürst.
Sá í huganum ljúffenga samloku.
Eftir smástund kemur þjóninn með disk;
.
.
Þrátt fyrir ítarlega leit á netinu, fann ég ekkert bjúga sem var eins ógirnilegt og það sem þjónninn bar mér þennan dag í fyrndinni. Helst líktist það þó efstu bjúgunum á diskinum, þessum brúnu. Var bara stærra og lá eins og skeifa yfir diskinn allan. Það var ekki neitt annað en þetta risabjúga á diskinum. Ojjjj.
Ég horfði skelfingu lostin á "matinn". Þetta var svo hroðalega ólystugt að það var ekki séns að ég fengist til að smakka. Maður borðar ekki ALLT !
.
Síðan hef ég ekki talað þýsku.
13.1.2009 | 20:18
Er ég að tapa mér ?
Í miðju skammdeginu og kreppunni kom það fyrir mig fimm sinnum í nótt að ég vaknaði.
Ég veit ekki hvort ég á að þora að segja þetta.
Æ, þið vitið hvort eð er hvernig ég er.
Ehhhm.....
Ég vaknaði fimm sinnum í nótt.........
.................skellihlægjandi !
.
.
Ekki nokkur svefnfriður fyrir mínum eigin hlátri.
Ferlegt að ég man ekki hvað mig dreymdi.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.1.2009 | 20:14
Rónarnir og fjölskyldan í Álfheimunum.
.
Einu sinni var fjölskylda í Álfheimunum. Svo virtist sem allt léki í lyndi hjá foreldrunum og börnunum þeirra átta. Faðirinn vann úti en móðirin var heimavinnandi húsmóðir. Dag einn, er þau sitja að kvöldverðarborði, er bankað. Fyrir utan standa nokkrir rónar. Móðirin á heimilinu þekkti þá frá fornu fari. Þarna stóðu gamlir skólafélagar hennar. Móðirin, sem þekkt var fyrir að vera vinur vina sinna, gerði sér lítið fyrir og rétti þeim allt sparifé fjölskyldunnar. Nú skyldu þeir fá að skemmta sér.
Rónarnir urðu að vonum mikið glaðir og héldu á næsta bar. Þar drukku þeir og drukku uns peningarnir voru uppurnir. Þá hringdu þeir í vini sína í Álfheimum og sögðu farir sínar ekki sléttar. Móðirin sá enn aumur á þeim og veðsetti húsið fyrir láni handa þeim. Þeir héldu þá áfram gleðskap sínum. Mikið fjör og mikið gaman ! Enn komu rónarnir, nokkru síðar. Föðurnum fannst að hann yrði að standa með konu sinni og afhenti rónunum lykla að húsinu og bauð þeim að láta eins og heima hjá sér. Einnig tæmdu þau framtíðarreikninga barna sinna....... því rónarnir voru jú svo almennilegir að bjóða hjónunum í ærlega drykkjuveislu með sér.
Nú tók við svall næstu misserin. Heyrðust þá raddir sem vildu að börnin yrðu tekin frá þessum foreldrum í Álfheimunum. M.a. vegna þess að fregnast hafði að yngsta barninu væri gefinn sopi af og til, til að þagga niður í því þegar það var óánægt. Heimilið var líka í rúst !
.
.
Mamman og pabbinn kunnu ráð. Þau vildu halda foreldrahlutverki sínu - því barnabæturnar voru svo háar - og Þau ákváðu að skipta bara um hlutverk; mamman myndi framvegis vinna úti og pabbinn vera heimavinnandi. Þar með var engin ástæða til að taka börnin frá þeim lengur.
Eða hvað ?
----------
Geir og Ingibjörg Sólrún, ásamt öðrum ráðherrum eru að gera það sama. Þau skipta um hlutverk. Eins og það breyti einhverju ? Kjósendur eru náttúrulega voða glaðir og kátir. NOT.
.
Helvítis fokking fokk - eða þannig. (ljótt að blóta)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.1.2009 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.1.2009 | 14:01
4-1
Manchester United rúllar Chelsea upp í dag, 4-1 .... annars má ég hundur heita.
.
.
Ef svo fer að mér skjátlast... þá er næst að finna nafn á hundinn.
.
Lykilmenn tilbúnir í slaginn í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2009 | 20:18
Ég fækkaði fötum í vinnunni í dag.
.
Það er ekki á hverjum degi sem maður fækkar fötum í vinnunni.
.
Í dag var ég að stilla blómum fram til sölu. Blómvendirnir eru í þremur mismunandi stærðum. Ég þurfti að klippa endann af hverjum vendi og setja vendina síðan í vatn.
.
Þegar ég er búin að þessu og er að fara að trilla blómunum fram, tek ég eftir því að ég geng á vatni. Ekki þó eins og Jesú, heldur bara svona sull í pollum á gólfinu.
.
Undrandi skoða ég undir vatnsföturnar og sé þá að ein lekur. Og eins og Guðni Ágústsson myndi orða svo pent; "Þar sem að fata lekur,,, þar er vatn".
.
Það var því ekki um annað að ræða en að henda fötudruslunni...... og fækka þar með fötum í vinnunni.
.
.
.
8.1.2009 | 21:43
Litla gátuhornið.
Þegar jólamyndirnar eru skoðaðar kemur dálítið athyglisvert í ljós.
Nú er það ykkar að finna hvað er merkilegt við myndirnar ?
.
.
.
.
7.1.2009 | 23:50
Við eignuðumst barn í kvöld !
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði