Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
31.3.2009 | 18:56
Hvurskonar viðskiptasiðferði !
Fyrirtækið Samson lánar eigendum sínum peninga, m.a. til að kaupa annað fyrirtæki, rétt áður en það fer í þrot.
Hvurskonar viðskiptasiðferði er það ?
........................
Eins og flestir vita stofnaði Baugur fyrirtækið Hagar og færði allar Bónus verslanir sínar yfir í Haga áður en Baugur varð gjaldþrota.
Ekki nóg með það heldur hefur heyrst að þeir hafi stofnað annað fyrirtæki sem yfirtók skuldir Bónusverslana.
Samkvæmt því eiga Hagar eignir Bónusverslana og eitthvað annað fyrirtæki á skuldir þess.
Debet í einu og kredit í öðru !
Hvurskonar viðskiptasiðferði er það ?
............................
Ef einhver stjórnmálamaður rekur nefið inn á þessa síðu, þá skora ég á viðkomandi að leggja fram lagabreytingu þess efnis að "Verði eignarhaldsfélag gjaldþrota megi viðkomandi stofnendur þess ekki stofna fyrirtæki næstu 2-3 árin" og "Að hver maður megi aðeins eiga eitt fyrirtæki - nema með sérstökum undanþágum frá Fjármálaeftirliti eftir ýtarlega skoðun".
.
Og mér er nett sama um allt frelsiskjaftæði. Þeir sem berjast fyrir slíku fyrir fjármálamenn ættu frekar að einbeita sér að búðarþjófum. Veita þeim þá líka frelsi til athafna.
Það þarf eitthvað að gera til að stöðva menn sem rústa fyrirtækjum eins og ekkert sé á kostnað landsmanna og stofna svo bara ný...... og ný......... og ný....
.
.
Mér var kennt þegar ég var lítil að maður bæri ábyrgð á sínum skuldbindingum. Punktur !
.
P.S.
Ég er veik (og þessvegna læt ég svona) en kvarta ekki, því krónan er veikari.
Hefði líka getað komið í veg fyrir veikindin með góðri vírusvörn.
.
Dapurlegar fréttir af Samson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2009 | 19:52
Ég heiti á Strandakirkju.
Í 25 ár hef ég verið með sama miðann í SÍBS og ég get ekki hætt með hann því ég kann númerið utan að og veit að það kemur umsvifalaust vinningur á miðann ef ég læt hann.
Þrisvar sinnum hef ég fengið lægsta vinning.
Vinningshlutfall mitt er því 1 vinningur á hverjum 100 mánuðum.
En samt segir á heimasíðu SÍBS að tæplega helmingur miðaeigenda vinni á hverju ári.
Hversu slæmt númer getur maður fengið ?
.
Nú eiga einhverjir eftir að segja mér að hætta með miðann.
Nó vei !
Ég man þegar ég var krakki og varð vitni að því að ungt par hætti með miðann sinn og viti menn ....... það kom heilt sumarhús á óendurnýjaða miðann næst þegar var dregið.
Maðurinn á bakvið úrdráttinn má sko bíða sig gráhærðan eftir því að ég gefist upp.
.
P.S.
Ég heiti á Strandakirkju 10% af vinningnum ef hann kemur á þessu ári - nema auðvitað ég vinni bók eða málverk. Ég býst einfaldlega ekki við að sóknin vilji nokkrar blaðsíður eða horn af mynd.
.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2009 | 10:43
Strípað hænsn og hor.
Mál málanna á blogginu er ræða Davíðs.
Um hana finnst mér einfaldlega þetta;
28.3.2009 | 23:40
Það er lögmál að vanhugsuð orð hitta mann aftur fyrir ..........
.
.........................................................................
.
.
Skattmann er mættur aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2009 | 13:47
Gefum þeim langt nef.....
Það er verulega athyglisvert að fylgjast með fréttum og bloggi af landsfundi sjálfstæðisflokksins.
Í meðfylgjandi frétt viðurkennir Andri Óttarsson að honum hafi verið boðið starf framkvæmdastjóra. Lýðræði ?
Í fréttum hefur maður einungis lesið að tveir séu í framboði; Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson. Svo er þó ekki.
Jóhannes Birgir Jensson bauð sig fram.... sjá hér.
Loftur Altice Þorsteinsson bauð sig fram.... sjá hér
En fæstir vita um þá. Lýðræði ?
.
Framkvæmdastjóri ræðir nánast ekkert annað en FLOKKINN.
Og fráfarandi formaður biður FLOKKINN hálfgildings afsökunar.
.
Þessir flokksdindlar hafa fátt til að vera stoltir af eftir langvarandi stjórnun landsins.
Hagtölur segja allt sem segja þarf. Látum ekki plata okkur núna.
Það er kominn tími til að við gefum þeim langt nef í kosningunum.
.
.
Þurfum að opna flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.3.2009 | 22:37
Myndagáta.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
26.3.2009 | 20:13
Lesendur opna sig.
Nú hefst þátturinn "Lesendur opna sig".
Þeim sem enn álpast inn á bloggið mitt, gefst nú kostur á sjálfsskoðun eða naflaskoðun.
.
.
Í fyrsta þætti tökum við fyrir kosti og lesti.
.
Spurt er; Hver er þinn stærsti kostur ?
Og í annan stað en samt á sama stað er spurt; Hver er þinn mesti löstur ?
.
Þar sem þátturinn er enn í burðarliðnum, er ekki ljóst hvað gert verður við upplýsingarnar.
Hugsanlega verður þó boðin aðstoð.
Hvur veit ?
.
Ég ríð á vaðið - hestlaus.
Minn stærsti kostur er hvað ég er skrambi góð.
Minn helsti löstur er agaleg óþolinmæði.
Þorir einhver ?
24.3.2009 | 22:14
Hann getur haldið ættarmót - einn.
Ekki er ég viss um að ég myndi þekkja þennan mann aftur, sæi ég hann á götu.
Það eru svo rosalega mörg andlit sem maður þarf að muna.
.
.
22.3.2009 | 10:16
Innistæðulaust spaug.
Seðlabankinn mat stöðu Sparisjóðs grínista og nágrennis þannig á föstudag að hann gæti ekki staðið við skuldbindingar gagnvart lesendum sínum.
Skemmtilegtheit Sparisjóðs grínista og nágrennis hafa verið undir lögbundnum mörkum.
Í svari SGON sl. miðvikudag benti Sparisjóðurinn á öflugan brandara sem lausn á vanda félagsins. Seðlabankanum fannst hann ekkert fyndinn.
Seðlabankinn benti á að ólíklegt væri að brandarar og ljóð bættu tilveru lesenda og auk þess væri ávaxtakarfan ekki nógu góð.
Fram kemur að Sparisjóðurinn hefur takmarkaða getu til að vera fyndinn frá degi til dags.
Því hefur Sparisjóður grínista og nágrennis ákveðið að hafa lokað þegar hann er í fýlu.
.
.
Gat ekki staðið við greiðslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.3.2009 | 10:03
Draumar.
Mig dreymir furðulega þessa dagana. Á nóttunni.
Í fyrrinótt dreymdi mig þrjá hesta. Sá fyrsti stökk yfir læk með miklum tilþrifum. Annar tók þá á sprett á gangtegund sem ég hef aldrei séð áður, mjög tignarlegt. Þriðji hesturinn tók síðan rosalega flottan skeiðsprett og taglið stóð beint upp í loft, lóðrétt. Glæsileg sýning !
.
.
Í nótt dreymdi mig síðan að ég var stödd í bíl, á Kerlingaskarði á Snæfellsnesi, á mínum æskuslóðum. Systir mín var með mér og einhver börn. Þá hefjast eldgos hér og þar. Litlar spýjur beint upp í loftið. Þar sem við keyrum niður Hjarðarfellsbrekkurnar, lendum við á milli tveggja gosa. Síðan keyrum við að Dal, æskuheimili föður míns. Þar stöndum við og horfum út um gluggann. Gosunum fjölgar. Ætli þau hafi ekki verið orðin á bilinu 50-100. Síðan finnst mér eins og næst muni koma upp gos undir húsinu sem við erum í. Ég verð hrædd og hugsa með mér hversu hræðilegur dauðdagi það hljóti að vera að lenda ofan í hrauninu.
Þá vakna ég.
Það sem er sameiginlegt í þessum draumum er tagl beint upp í loft og eldgos beint upp í loft.
Hvað þýðir þetta eiginlega ?
.
Eigið svo góðan dag. Og ég líka.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Þeir telja yfir 100 sem hann gerði lítið úr.
Þegar málstaðurinn er aumur grípa menn gjarnan til þess að niðurlægja aðra.
Það er annars áhugavert að lesa hvað fólki finnst um þessa "tímamótaræðu".
Einn tók eftir því að Davíð lagði nýjan seðlabankastjóra í einelti.
.
Mér finnst ferlega gaman þegar sjálfstæðisflokkurinn sér sjálfur um að reita af sér fjaðrirnar og fylgið.
Þá þarf ég minna að gera.
.
.
Um helgina hef ég annars verið að upplifa eitthvað alveg nýtt;
Ég framleiði hor eins og verksmiðja.
Ef ég halla mér örlítið fram lekur glær taumurinn alveg niður á höku.
Er markaður fyrir þetta ?
Hugsanlega á ég eftir að endurbæta framleiðslunna og bæta við grænu litarefni.
Hver veit ?
Aaaaaaathúúúúúú
.