Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Nýju fötin.......

 

Í gær fékk ég nýja ullarkápu og nýja skó.  Það telst til tíðinda því ég er þessi týpa sem á bara tvö pör af skóm og geng í þeim þar til þeir eru búnir.  Hef auk þess aldrei átt fína yfirhöfn, að frátöldum næfurþunnum jakka.

Það er nefnilega mýta að allar konur séu búðarsjúkar.  Ég fer ekki inn í búð ótilneydd.

Í kjölfar eignarhaldsins á nýju skónum, fór ég í þeim í vinnuna.  Dííííííí hvað ég var þreytt í fótunum í gærkvöldi.  Frown   Með miklum trega verð ég að viðurkenna að það voru stór mistök hjá mér að læra ekki skósmíði á sínum tíma.  Að hugsa sér ef maður gæti bara alltaf lagað uppáhaldsskóna sína og gengið síðan í þeim alla ævi.  Joyful   Einir ríkisskór. 

Ef einhvern skortir viðskiptatækifæri, þá mæli ég með skóbúð með notaða skó.  Tilgengnar bomsur til sölu !   Gönguskórnir hans Jóns gamla á hlægilegu verði !

Og fyrst ég er farin að hugsa;  Hvurslags eiginlega vitleysa er það,  að konum sem vilja vera fínar er gert að klæða sig í sokkabuxur?   OJJJJJJJJ... fínar sokkabuxur geta alveg eyðilagt góða veislu.  Frown  Þetta er svo óþægilegt fyrirbrigði að maður bíður allt kvöldið eftir að veislan sé búin svo maður komist aftur úr bévítans buxunum.  Angry

Og háir hælar.    GetLost   Hefur einhver karlmaður prófað að ganga á háum hælum niður brekku ?  Það er algerlega ómögulegt svo einhver reisn sé að.

Ég hef prófað.   Og lenti í árekstri við gangstéttina í hverju skrefi.  Pinch

En varðandi nýju kápuna og nýju skóna.... það kitlar mig núna að fara til Reykjavíkur í þessu.

Mig langar að prófa að vera fín frú.  Tounge 

.

3259029442_8cbf1e93c7

.   


Þessi er alveg þess virði að lesa. :-)

 

Íslenskur lýtalæknir var staddur á ráðstefnu erlendis með kollegum sínum. Eftir langa og stranga dagskrá ráðstefnunnar héldu ráðstefnugestir á öldurhús og gerðu sér glaðan dag. Eftir því sem líða fór á kvöldið og nóttina þynntist hópurinn og lokst sátu einungis þeir þaulsetnustu eftir. Þegar þeir höfðu ekkert meira að tala um fóru þeir að segja hetjusögur af þeim afrekum sem þeir höfðu unnið á skurðborðinu.

Einn Bretinn sagði sögu af því að hann ásamt teymi sínu hafi tekið á móti sjúklingi sem missti hendina í prentsmiðju. Á sjúklinginn græddu þeir nýjan handlegg, lófa og fingur og eftir að hann kom til starfa aftur varð hann svo góður og öflugur verkmaður að hann vann á við 4 og því fóru þrír á atvinnuleysisskrá sem áður störfuðu hjá fyrirtækinu.

Rússnenskum lækni fannst ekki mikið til þess koma og sagði frá manni sem lent hafði inní kjarnaofni. Þeir fengu ekkert annað en hárið inná skurðborðið til sín, græddu á það höfuð, búk og útlimi. Þessi maður varð svo góður verkmaður þegar hann snéri aftur til starfa að hægt var að segja upp heilli vakt í kjarnorkuverinu, 9 manns fóru á atvinnuleysisskrá.

Íslenski læknirinn sagði iss við þessari sögu. "Ég var einu sinni staddur niðrí Austurstræti og fann rosalega vonda prumpulykt. Ég veiddi hana í poka og brunaði með hana uppá Borgarspítala og skellti henni á skurðborðið. Við græddum á þetta búk, höfuð, útlimi og enduðum með að setja krullur ofaná þetta allt saman. Úr þessu varð Davíð Oddsson og hann er á góðri leið með að setja alla þjóðina á atvinnuleysisskrá".

 


Ísland.

 

Íslandið með ægifögur
fjöll og gamlar góðar bögur
fósturjörðin sem að mér var gefin
Sólroðar á tinda skína
Ísland þú átt elsku mína
stolt ég raula Íslendingastefin.

 

Úfið hraunið,  lundur, lækur
fornleifar og gamlar bækur
allt er byggðu afar okkar forðum
Ég elska loftið hreina tæra
Íslandið,  þig vil ég mæra
en kem ei að því nógu góðum orðum.

 

Höf.  Anna Einarsdóttir.

Iceland

.


Eldri borgarar í boccia.

 

Á indælum laugardegi sest ég við sjónvarpið og ætla að horfa á frábæran fótbolta.

Mínir menn, Man. United, eru ekki ennþá búnir að vinna leikinn.  En þeir munu gera það.  Wink

.

En hvað !!!

Sitja ekki í stúdíóinu tveir sjálfstæðismenn.  Pouty

Mér finnst óþolandi þegar þeir troða sér inn í vinsælustu íþróttaviðburðina, sbr. þegar strákarnir okkar unnu silfrið í handboltanum.   Borgarstjóri með stút á vör.  Ógleymanlega kjánalegt.  Þorgerður Katrín eyðandi 5 milljónum í sig og sína.  Ógleymanlegt.  En ef fatlaðir kepptu;  enginn sjálfstæðismaður.  Whistling

Sjálfstæðismenn vita ekki einu sinni hvað ungmennafélagsandi er.  GetLost

Og þarna sitja þeir og auglýsa sig í leikhléi.  Fáum við að sjá vinstri græna næst ?  Eða er kannski ekkert jafnræði í þessu hjá Stöð 2 ?

Þegar kosningavaka sjálfstæðismanna verður sýnd í sjónvarpinu, vil ég sjá eldri borgara í boccia í aðalhlutverki.

Ég meina það !

.

boccia-rnb 

.


mbl.is Liverpool fagnaði stórsigri á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geri allt fyrir hana.

 

Besta vinkona mín hringdi í gærkvöldi.

Hún spurði;  "Hvað má ég ganga langt"?

Þú mátt ganga alla leið sagði ég.  Nefndu það bara og ég geri það sagði ég kokhraust og vonaði að hún ætlaði ekki að biðja mig að skipta við sig um mann.  Blush  

Ekki það að maðurinn hennar er mjög fínn.  Ég hef bara meiri smekk fyrir mínum.

Hún bar upp erindið;  "Það eru tveir þjóðverjar veðurtepptir í Hyrnunni.  Viltu hýsa þau fyrir mig í nótt"?

Jíhhhhh.  Happy  Ekki málið !

Feginleikinn helltist yfir mig. 

Ég fæ að eiga manninn minn áfram.  Joyful

.

a0009 

.


Sjáumst í Kaupfélaginu.

 

Í hádeginu á kassa ég sat
meðan hin afgreiðslukonan fór heim í mat
þá kom til mín kona
og sagði sísvona;
"ég er með undarlega spurningu en heitir þú Anna,
ertu þessi á blogginu eða hverra ertu manna"?

 

Ég horfði á hana með augun svo tóm,
hún var mér ókunnug...  gat verið frá Róm !
en þá kom í ljós
sá draumur í dós
að þetta var bloggvinkonan mín,  hún Auður
og ekki í fyrsta sinn sem að ég er mikill sauður.  Whistling

WhistlingWhistlingWhistling

 

 

.

Gaman að sjá þig Auður.  Smile

Sjáumst í Kaupfélaginu !

.

efra_pakkhus 

.


Fimm mínútna frægð.

 

Það var árið 1976.

Tíu á toppnum var minn uppáhalds útvarpsþáttur.

Þá voru spiluð öll flottustu lögin og við krakkarnir sátum tilbúin með segulbandið og tókum upp.

Lög eins og Love hurts. 

Og síðan var hlustað og ímyndunaraflið lék lausum hala.

Hvernig ætli sé að vera ástfangin ?

Mikið hlýtur ástarsorg að vera sár.  Allavega ef hlustað er á rödd söngvara Nazareth.  Frown

.

 

.

En aftur að efninu áður en ég fer að skæla;

.

Þátturinn Tíu á toppnum endaði síðan alltaf með getraun.

Litla sveitastelpan ég var strax á þessum árum komin með keppnisskap.

Auðvitað sendi ég því bréf eftir hvern þátt með svarinu við spurningu þáttarins.

Og það ótrúlegasta gerðist !

Ég vann.  Happy

Nafnið mitt var lesið upp í útvarpinu og Anna Einarsdóttir varð fræg.  Cool

Á þessum tíma var bara ein stöð svo það voru ALLIR AÐ HLUSTA.

Í verðlaun fékk ég 45 snúninga plötu með Roger Whittaker.

Hún var brotin þegar pósturinn kom með hana.  LoL

.

broken_record_big 

.


Að rækta sjálfan sig.

 

Nú þegar líður að vori er vert að huga að vorverkunum.

Það er nú varla að ég þori samt að minnast á helvítis Aspirnar hans Halldórs.  Hann gæti komið hér blótandi og ragnandi og umsvifalaust breytt blogginu mínu í "bannað innan 18".

Ég sleppi því því.

En talandi um vorverkin, þá þarf að huga að ýmiskonar ræktun með vorinu.

Kartöflurnar þrá að komast í mold og eignast helling af kartöflubörnum.  Á síðasta ári fæddust mér bara kartöflu-smábörn.  Bara baunir !   Enda var meðgangan stutt og útsæðið afleitt.   Það má þó alltént hrósa manni fyrir nýjung í matargerð; kartöflusmábaunir.  Whistling

Nú.

Arfinn er ekki eins vitlaus og af er látið og sér sjálfur um útbreiðslu sína.

En ég er þó eins vitlaus og af er látið.  Pouty

Um það getum við verið sammála.

.

Hvernig á ég að rækta sjálfa mig ?

Spurningin er hvort ég eigi að hanga í tré, setja mig niður eða slá mig reglulega ?

En það er ekki nokkur spurning að maður á að rækta sjálfan sig og jafnvel vini sína líka.

.

grow_up_cover 

.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband