Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
31.5.2009 | 12:04
Hver bankar klukkan 10 á sunnudagsmorgni ?
Hver bankar klukkan 10 á sunnudagsmorgni, sagði ég við sjálfa mig þegar bankað var nett á útihurðina í morgun. Ég gekk til dyra í náttfötunum og opnaði. Fyrir utan stóð heimilishundurinn sem hafði greinilega sloppið út án okkar vitundar. Ég skimaði yfir svæðið og sá engan annan. Hundurinn leit lymskulega á mig og rölti svo inn.
Notaðu dyrabjölluna næst, sagði ég við hundinn.
.
.
Annars er bara sól í heiði og leti í koti í dag........
.
.
....... enda Hvítasunnudagur. Hverjum datt annars í hug að kalla daginn Hvítasunnudag ?
Það er svo margt sem maður veit ekki.
.
Ég hef t.d. ekki hugmynd um hvað varð um bloggfærsluna sem ég skrifaði í morgun.
Hún bara hvarf !
Ef þú finnur bloggfærslu á víðavangi sem eitthvert vit er í...... þá er það örugglega ekki mín.
.
Alexandra og Natalía.
Alexandra, Tevez, Natalía. Ronaldo sefur.
Ronaldo.
Tevez.
24.5.2009 | 14:58
Kisumyndir fyrir Írisi.
21.5.2009 | 11:29
Þegar maður man ekki hverju maður hefur gleymt.
Thomas A. Edison sagði eitt sinn
"Ég veit ekki milljónasta hluta úr einu prósenti um nokkurn hlut"
Og fyrst að hann vissi það ekki, hvernig á ég þá að vita það ?
Ég, sem man ekki einu sinni hverju ég hef gleymt !
.
Besti brandari sem ég hef heyrt var sagður af vinnufélaga mínum, Guðrúnu Björk, fyrir mörgum árum.
Brandarinn tók margar mínútur í frásögn. Mikill stígandi í frásögninni, hástemmd lýsingarorð og uppbygging öll hin besta. Ég var farin að flissa af spenningi. Góður brandari er alltaf fyndnastur í endann.
En hún mundi ekki hvernig brandarinn endaði !
Það var það fyndnasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt.
Ég grét úr hlátri. Hahahahahahaha.
Ég meina....... hver segir brandara í 5 mínútur sem vantar botninn í ?
.
.
17.5.2009 | 12:04
Á hlaupum.
Ég var að horfa á Man. United leik í gær. Eins og þeir vita sem fylgjast með enska boltanum, hleypur Wayne Rooney svakalega hratt. Hann hleypur reyndar svo hratt, að þegar það er endursýnt..... HÆGT ..... hleypur hann samt hraðar en ég !
Veit þó ekki hvort Rooney gæti unnið þennan ? Það þarf að horfa á allt myndbandið.
.
.
12.5.2009 | 21:49
Og svo streyma peningarnir í kassann.........
Góðar hugmyndir eru oft einfaldar.
Á þessum síðustu og verstu tímum er mikil þörf á frjóum hugsanagangi því við þurfum virkilega á því að halda að skapa nýja atvinnu og afla aukinna tekna.
Hér koma tvö stykkorð og það er ykkar að finna út hvernig búa má til nýja atvinnugrein úr þessu.
.
Kartöflurækt.
Golf.
.
.
Ég get svo svarið að það eru fleiri en ég sem falla í stafi yfir hugmyndum mínum.
.
.
9.5.2009 | 12:29
Bifhjólasýning Raftanna í Borgarnesi.
.
.
.
Glæsileg sýning Raftanna er í Borgarnesi í dag. Sjá hér.
.
Í kvöld verður síðan dansleikur með hljómsveitinni Festival á nýjum skemmtistað í Borgarnesi;
B 57, Borgarbraut 57.
Það er allt að gerast í Borgarnesi.
.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.5.2009 | 22:53
Játningin.
Hvað ég geri á netinu......
- Ekki þarf það að vekja undrun neins þótt ég segi að ég blogga á netinu. Það getur hver sæmilega þenkjandi manneskja sagt sér það sjálf að hún væri ekki að lesa bloggið mitt ef ég bloggaði ekki. Þaggi ?
- Oftast les ég helstu fréttir og kíki á heimapóstinn minn.
- Einu sinni í mánuði fer ég á SÍBS til að sjá að ég hef ekki unnið í happadrætti.
- Reglulega fletti ég upp á SP fjármögnun bara til að sjá að Outlander bíllinn er orðinn ennþá verðmætari en hann var í gær. Lánið á honum sem var 1.300 þúsund er nú 2.200 þúsund. Þegar ég ek um á þessum eðalvagni í dag líður mér eins og ég sé sjálfur Gissur gullrass.
- Síðan nýti ég auðvitað heimabankann til að greiða reikninga.
- Að lokum...... hef ég yndi af því að spila Crystal Clear við bóndann. Yndið felst auðvitað í því að ég vinn miklu oftar en hann.
.
.
Hvað ég geri EKKI á netinu..........
- Ég nenni næstum aldrei að fara á Fésbókina. Sorrý Fésbókarvinir.
- MSN póstinn minn man ég líka sjaldnast eftir að opna. Það kom mér því í opna Skjöldu og Búkollu og þær allar, þegar ég fann þar gamalt bréf með mynd. Bréfið innihélt játningu kattar. Hann segist vera faðir Sir Alexöndru, Vidic og Tevez og Ronaldo.
.
Hann segist elska allt sem heitir Gustavsberg.
.
.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.5.2009 | 12:13
Vinna óskast á Selfossi.
Ég sæki hér með um hlutastarf á Selfossi fyrir Hrönn.
Hrönn er með mesta hugmyndaflug norðan Alpafjalla. Henni dettur bókstaflega ALLT í hug.
Því mætti nýta hennar virku heilasellur til uppfinninga.
Hún gæti líka svo vel tekið að sér formennsku starfsmannasjóðs...sem auðvitað er galtómur en það gerir ekkert til, því gott grín er ókeypis.
Hrönn kann að baka og elda og reikna laun og ég veit ekki hvað og hvað.
Hún leikur stundum stór hlutverk í sakamálamyndum og hefur leikið Mjallhvíti eins og sést á meðfylgjandi mynd. Það veldur mér þó nokkrum vonbrigðum að dvergana vantar á myndina.
.
.
Hrönn er í boði Sparisjóðs grínista og nágrennis. Neeeei......djók.
Ég set upp alvörusvip og staðhæfi að sá sem ræður Hrönn í vinnu verður lukkunnar atvinnurekandi.
Umsóknir um Hrönn sendist á hronns@talnet.is
2.5.2009 | 11:27
Ferguson getur tekið gleði sína á ný....
Hér í Mávastellinu er runnin upp hátíðarstund því nú skulu nýjar kisur fá ný nöfn.
Meðal hinna nýfæddu kettlinga er ein læða og hún fær nafnið Alexandra.
Síðan eru þrír litlir bangsar........
Lag; söngur ræningjanna - Kardimommubærinn.
Við læðumst hægt og hljótt á tám
í hvert sinn sem við rænum.
Í kvenpersónu nú skal ná
því nóg er starf í bænum.
Og hafa skal hún fæði fínt
og finna allt sem nú er týnt.
Já allir að læra að meta það man
ætla Vidic og Tevez og Ronaldo.
.
Og ljónið skal hún leika við
því ljónið má ei saka.
Og hún skal steikja kindakjöt
og kökur fínar baka.
Og bursta okkar skástu skó
og skaffa í eldinn brenni nóg.
Já, við munum læra að meta það man
allir, Vidic og Tevez og Ronaldo
.
.
Ferguson pirraður yfir tímasetningunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði