Ætti ég að verða magadansmær ?

 

Nú er ég aðeins að velta því fyrir mér hvort ég eigi að læra magadans... Smile

Tók smá æfingu fyrir dýrin mín í gær.... og á meðan var tekin þessi mynd af þeim.

Mér fannst eins og ég heyrði smá fliss....... en er þó alls ekki viss ?  FootinMouth

.

dýrin


Myndagáta.

 .

frogs

.

 

.

 


Nágranninn reyndi að gera lítið úr mér.

 

Mér brá í brún þegar ég fór út á föstudaginn.  Nágranninn var búinn að hengja upp jólaseríu í gluggann hjá sér.  GetLost

.

nágr.

.

Já, er það ekki bara !  Viltu keppni þaddna?  GetLost  

Maður hefur heyrt hvernig nágrannar haga sér..... reyna að gera lítið úr manni og þykjast vera með allt best og flottast.  Hnuss.   Nú er komið að mér.  Þessa jólaseríukeppni ætla ég að vinna, hvað sem það kostar.  Angry

.

heima

.

Skreytingin mín skoh. 

LoLCoolGrinLoL

.

.

Keppni lokið.

Ég vann !  LoL

 

 


Aðventu-átak.

 

Þórdís Tinna,  Moggabloggari númer eitt,  er engin venjuleg kona.

Hún er skemmtileg, alltaf að hjálpa öðrum og sér það jákvæða við nánast allar kringumstæður.

Eins og flestir vita, á hún við alvarleg veikindi að stríða. 

Það þarf ekkert að kynna Þórdísi Tinnu, svo þekkt er hún orðin fyrir að vera hún sjálf.

Nú er rétti tíminn til að sýna Þórdísi Tinnu stuðning í verki. 

Sýnum samstöðu og styðjum við hana og dóttur hennar, Kolbrúnu Ragnheiði, svo þær geti notið hátíðanna, lausar við fjárhagsáhyggjur.  Þúsundkall eða Fimmþúsundkall..... allt hjálpar.

 

Bankareikningur

0140-05- 015735.     Kt.101268-4039

 

Ég skora á aðra bloggara að taka þátt og birta samskonar færslu á sinni síðu. 

 

 


Er ég trúður eða grænmeti ?

 

Ég komst að einu í Kaupmannahöfn !

Það sést greinilega langar leiðir hvað ég er undarleg.  Pouty

Þegar ég pantaði leigubíl kom þessi sirkusbíll....

.

Sirkusbíl..

.

Og það var sko engin tilviljun því þegar ég pantaði næst bíl kom þessi ávaxtakarfa....

.

Ávaxtabíl..

.

Er ég api eða appelsína ?

.

.

Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar mínar um að ég skyldi ekki borða baunasúpu í Danmörku, þá fékk ég svona sveppasúpu.  Sagt og skrifað..... sveppasúpuPinch

.

Baunasúpa..

.

Annars varð ég fræg í Danmörku.  Gekk beint inn í beina útsendingu sjónvarpsins.  Smile

Vildi bara svo óheppilega til að ég var að ganga á Istedgade.  Blush  

Það er ekki á allt kosið.

.

 

 


Danskur bragarháttur.

 

Í kóngsins hafnar kaupmanna
er kostulegt að fá sér brauð
Smörre skal það heita Anna
Afi minn fór á honum rauð   (passar fínt hérna)

Og geri eitthvað mikið...
fer kannski yfir Strikið...Woundering

.

Tja hvar er betra að gera prakkarastrik ?

.

Kona spyr sig !

.

.

Hilsner og pilsner.  Wink

.


Meiri útrás.

 

Sko barasta !   Bjarni Sæmundsson, æskuvinur minn, orðinn Bahama-meistari í skák.... og getur keppt fyrir Bahama á Ólympíuleikunum.  

Nú álykta ég;  þar sem Bjarni og Þorgeir og ég, unnum fyrirtækjakeppni í skák í hitteðfyrra í Borgarnesi, er þá ekki næsta skref að Þorgeir verði Kasakstan-meistari og ég verði Moldavíu-meistari..... og svo hittumst við öll á Ólympíuleikunum og teflum eins og við gerðum á Vegamótum í gamla daga ?  Færum semsagt Vegamót á alþjóðavettvang.  Woundering    Tja... kona spyr sig.


mbl.is Hvergerðingur Bahamameistari í skák
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrás.

 

Kæru vinir.  

Ég þakka innilega fyrir hugljúfar kveðjur til mín og minna undanfarið. 

.

heart

.

.

.

Sparisjóður grínista og nágrennis fer í útrás í næstu viku.  Sparisjóðsstjórinn og sparigrísinn, jeg altså, skal rejse til Denmark.  Þar ætla ég að gera af mér ýmsar kúnstir eða kundster og eiginlega allt sem mér dettur í hug nema eitt.  Ég ætla ekki að borða Baunasúpu í Danmörku.... FootinMouth   Hvað ætli séu margir Baunar í einni súpu ?

.

.

Í útvarpsfréttunum í morgun var verið að fjalla um flóðin í Bangladesh.... sem eru náttúrulega skelfileg.... en þeir komust svo skemmtilega að orði; 

"Þeir létu stormviðvaranir sem vind um eyru þjóta".  Joyful 

.

.

Svo langar mig að segja ykkur sögu:  Það gengur mikið á hjá byggingafyrirtækjum þessa dagana.  Einn föstudagsmorgun, gaf yfirmaður verkamanni þessi fyrirmæli: 

"Ég er að fara til Reykjavíkur.  Viltu þrífa skúrinn á meðan".

Þegar hann kom til baka var búið að rífa skúrinn.   LoL

.

.

image022

.

.

Bloggin mín verða líklega stutt og stopul á næstunni......

..... en ég kem inn jafnóðum og ég geri einhver prakkarastrik.  Wink


Gillí - kveðja.

 

Elsku Gillí mín.

Ég skrifa þér bréf, vegna þess að við ræddum um líf eftir dauðann, þú og ég, og vorum sammála um að svo hlyti að vera.  Áttum samtal um sálina og ódauðleika hennar.  Að hafa þá trú er hjálparmeðal í andstreymi og áföllum lífsins.   

Mínar fyrstu minningar um þig voru þegar ég heyrði einhvern segja að þú borðaðir flugur þegar þú varst lítil.  Það fannst mér, líklega sex ára gamalli, alveg stórmerkilegt og ég horfði á þig með andukt.  Aðeins síðar á ævinni fékkstu gleraugu.  Þau voru líka tilefni mikilla heilabrota og fannst okkur krökkunum þú verða ögn merkilegri en við, með þennan útbúnað.  Ekki þekkti ég þig svo náið á þessum árum, enda þriggja ára aldursmunur og á meðan þú lékst þér við Þorbjörgu, lék ég við Rósu, Halldór og Þorgeir.  Tíminn leið, við urðum eldri og áttum okkar líf á sitt hvorum staðnum.

Árið 2000 stofnuðu þú og Palli, Þorgeir og fleiri, Golfklúbb Guttorms tudda.  Þar byrjuðum við að endurnýja kynnin Gillí mín.  Við hittumst í keilu og billjard, badminton, félagsvist og á árshátíðum.  Þarna naust þú þín vel enda varstu sérlega góð í hinum ýmsu íþróttagreinum og við hlógum oft að miklu keppnisskapi hvorrar annarrar.  Þú lifðir mjög heilbrigðu lífi og það varst líka langoftast þú sem hampaðir Stássuhorninu, verðlaunum fyrir bestan samanlagðan árangur í íþróttum ársins innan Guttorms.  Þú varst gjaldkeri og skipulagðir árshátíðir og varst ætíð hrókur alls fagnaðar.  Það má segja að í Golfklúbbnum hafi notið sín flestir þínir bestu eiginleikar; dugnaður, kraftur, skipulagshæfileikar, leikni í hinum ýmsu íþróttagreinum, glaðlyndi og gott skopskyn.  Þú varst næstum alltaf brosandi þínu fallega brosi. 

.

Gillí_brudkaup

.

Mest kynntumst við þetta síðasta ár Gillí, þegar þú leiddir mig inn í heim bloggsins.  Á þeim vettvangi áttum við nánast dagleg samskipti.  Gefandi, skemmtileg samskipti.  Þú hafðir mjög ákveðnar skoðanir á málum og að mínu mati heilbrigðar, varst fljúgandi góður penni og kímnigáfan skein í gegn.  Þú skrifaðir um baráttu þína af þvílíku æðruleysi og svo heiðarlega, hreint og beint, að eftir var tekið.  Þú varst gríðarleg baráttukona Gillí mín og fyrir það áttu aðdáun margra. 

Ferðinni okkar til Barcelona í sumar, gleymi ég aldrei.  Sú ferð verður staðsett með öðrum perlum í minningasjóði okkar samferðamannanna.  Í minningasjóðnum á brúðkaupsdagur ykkar Palla líka heiðurssess, sem og kvöldið sem við sátum, þú og ég, og ræddum um lífið, tilveruna og dauðann. Nú kveð ég þig í bili Gillí mín, með miklum söknuði.  Þú varst einstök í þessu lífi.  Við hittumst svo síðar.

Stórt knús frá lítilli frænku. 

.

Gillí_blogg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband