Steinunn !

Í kvöld gerðist þetta....

.

Síminn hringdi.  Ég svara "halló".  Einhver maður spyr um Steinunni.  "Engin Steinunn hér" segi ég og legg á.

Eftir smástund hringir síminn.  Maðurinn aftur:  "Er Steinunn við" ?  "Það býr engin Steinunn hér" segi ég aftur og legg á.

Síminn hringir í þriðja sinn.   "Steinunn" !   Ég er að verða alveg gáttuð á manninum....og segi "Það býr engin Steinunn hérna og þú ert að hringja í þriðja skiptið í vitlaust númer".

Nú líða 5 mínútur.

Síminn hringir.  Maðurinn:  "Steinunn" !  Mér gefst ekki ráðrúm til að svara áður en hann heldur áfram...  "Jæja, loksins hringi ég í rétt númer.  Er ekki í lagi að ég sendi peningana bara á morgun, eftir hádegi" ?

Ég gefst upp og segi  "Jújú, það er bara fínt"  og kveð svo.  Wink

.

Svo vona ég bara að Steinunn fái peningana sína.  LoL

.

.

Viðbót..... síminn hringdi í fimmta skiptið og maðurinn sagði "Steinunn" ?  Frown

Þetta er ekki fyndið lengur.

 

 


Speki.

 

Góður pípulagningamaður er sá sem hugsar eins og ....... kúkur.

 


Sögur úr Ljósheimunum.

 

Það er nú svo, að þegar ég byrja að segja frá einhverju, man ég alltaf meira frá þessum sama tíma.  Eins og þessar upplýsingar séu allar í sama hólfinu í heilanum.  FootinMouth  Hér koma nokkur atvik sem gerðust á þessum unglingsárum, þegar við bjuggum í blokk í Ljósheimunum.

.

Við bjuggum á sjöundu hæð.   Eitt kvöldið vorum við að fara á ball og vorum átta saman.  Okkur datt það "snjallræði" í hug í lyftunni, að fara að hoppa.  Hoppuðum öll saman í takt.  Hlógum auðvitað eins og asnar að eigin hugdettum.  Þegar lyftan opnaðist, var hún komin vel á annan metra niðurfyrir neðstu hæð.   Við þurftum að hjálpast að við að komast uppúr henni.  Grin  Þetta var allavega svakalega fyndið eins og það gerist á þeim tíma.  LoL............ Blush

.

Þegar uppúr lyftunni var komið... fórum við í strætó.  Við vorum í svo miklu stuði að hver einasti farþegi, sem og strætóbílstjórinn, góluðu úr hlátri með okkur, áður en yfir lauk.  Þetta var líka alveg óborganlega fyndið eins og það gerðist á þeim tíma. LoL ..........uhummm Blush

.

Eftir skemmtanir á þessum árum, fengum við okkur alltaf að borða áður en farið var í háttinn.  Það var ósköp misjafnt hvað var til í ísskápnum.  Eina nóttina var hann heldur fátæklegur að sjá.  Þá tók Halldór frændi næstum fullt lýsistöfluglas úr ísskápnum..... og skálaði í botn.  Það var geðveikt fyndið að sjá hann, með munninn fullan af lýsistöflum og ánægjusvip, bryðjandi lýsistöflurnar.... allavega eins og það leit út þá.  LoL ........  ræsk Blush 

.

Einn morguninn fór ég í vinnuna, fremur syfjuð.  Ég ferðaðist með strætó.  Ekki var ég búin að vera lengi í vinnunni, þegar samstarfskona mín fer að flissa.  Hún bendir á fæturna á mér og segir:  "Ertu viss um að þú eigir báða þessa skó" ?  Ég lít niður og bregður heldur.  Ekkert smá vandræðalegt ástand.   Annar skórinn var minn, númer 38  en hinn var af Halldóri frænda, númer 41.  Blush 

Hversu utan við sig getur maður verið ?

.

 


Karlmenn gera ekki þrennt í einu.

.

Á unglingsárunum, leigðum við saman í blokk í Reykjavík;  Halldór frændi, Þorgeir bróðir og ég.

.

Það voru góðir tímar og þeir báðir, frábærir sambýlismenn.  Svo góðir að síðari tíma sambýlismenn hafa bliknað í samanburðinum.

.

Það er vitað mál að karlmenn eiga bara að gera eitt í einu.... og þeir alklárustu geta hugsanlega gert tvennt í einu.... en aldrei þrennt !

.

.

Halldór var að láta renna í bað.  Hann var mjög myndarlegur unglingur og þennan dag var hann að sjóða fisk, kartöflur og hamsatólg.  Meðan hann beið, spilaði hann á gítarinn og söng.......Stairway to heaven". 

.

Að nokkrum tíma liðnum, mundi hann að hann var að láta renna í bað.  Hann stökk á fætur og inn á baðherbergi... en aðeins of seinn.  Vatn flæddi um allt gólfið.  Halldór tók handklæði og fór að vinda upp af gólfinu.  Þetta dundaði hann sér við og var langt kominn.... þegar hann fann lykt.... brunalykt. 

.

Hann stökk fram í eldhús.... en aðeins of seint.  Eldhúsið var að brenna. 

.

Halldór hljóp aftur inn á bað og náði í blauta handklæðið.... hljóp svo aftur inn í eldhús og henti því yfir hamsatólgina.... og slökkti eldinn.

.

.

Það er hægt að gleyma sér yfir  "Stairway to heaven".  Wink


Gillí.

 

Hún Gillí mín skrifar í dag blogg sem gerir mig afar dapra.  Mig langar að biðja ykkur að senda henni ykkar hlýjustu hugsanir.

.

Gillí

.

Bloggsíðan hennar .

.


Þessa horfði maður nú oft á í gamla daga, þegar ekkert annað var í sjónvarpinu.

 

ruv

.

Þessvegna er ég svona stillt.   Wink

.


Sýnishorn frá Laufskálarétt.

 

Mig langar að deila með ykkur tveimur atvikum frá helginni:

.

Örn Árnason var að skemmta í reiðhöllinni á Sauðárkróki.  Hann sagði, íklæddur rónafrakkanum sem hann er stundum í, í Spaugstofunni:

Guð skapaði allt !  Hann skapaði sólarhringinn, með 24 tímum.  Hann skapaði líka bjórkassann.  Það er engin tilviljun að það eru 24 bjórar í kassanum !

.

psssst.... Þetta er birt í leyfisleysi svo suss..... leyndó.  Wink 

-----------------------------

.

Þegar við smöluðum Kolbeinsdalinn, stoppuðum við auðvitað á nokkrum stöðum.  Í einu slíku stoppi hlustaði ég á par tala saman.

.

Hann er eitthvað að tala um hest sem hann á.

Hún spyr hvað hesturinn sé gamall.

Hann segir:  Ég man það ekki, hann er alltaf að eldast og eldast.

Þá segir Anna litla:  Fer hann þá ekki að verða tilbúinn ?

.

.

GE-0402-pottur

 


Laufskálarétt..

Lag:  "Þeir greiddu í píku"....

.

.

Ég læðist inn í Laufskálarétt
og lít yfir mannskapinn
Yfir mönnum virðist afar létt
mér sýnist ég vera eini apinn
allir strákarnir vor´í hestaskóm
og stelpurnar með úfið hár
þá ég söng með mínum afleita róm
og allt fólkið fór að fella tár

.

Ég skil ekkert í þeeeessu
nú fer allt í kleeeessu
en ég vandaði mig svo vel
söng af einurð og þrá...
allir grétu þá...

.

Ef ég einn söngtíma nú fengi
ég yrð´ekki lengi
að verða eins og Björgvin Halldórsson
já minn tími kemur.....
fyrr en verð ég trítilóð.  LoL

.

lauf



 


Ég er agaleg.

 

Börnin mín eru líka agaleg og hundurinn er alveg agalegur.

Sumt fólk er alveg agalaust.... ekki gott. 

  FootinMouth

Ætli ég verði ekki að útskýra núna ?  Ég er að finna andheiti.  Ef þú hefur engan aga á sjálfum þér... ertu agalaus.  Ef þú ert agaður, má segja að þú sért agalegur.  Mér finnst það rökrétt.  Wink 

.

swedish-meatballs

.

Það tók mig langan tíma að finna mynd sem passaði við færsluna.  Pouty


Skipt um skoðun, smekk og dekk.

 

Ég fékk bakþanka.... fór að hugsa með bakinu.... og ákvað að taka út síðustu færslu.  Aðeins hörðustu aðdáendur mínir fengu að njóta hennar.  Og þetta var engin SMÁ færsla.  Wink

Var þó í stökustu vandræðum með að FELA færsluna... svo stór var hún.  Pouty

.

Þá er það næsta viðfangsefni:

Við erum alltaf að skipta um skoðun.  Ný fatatíska... aðrar tónlistarstefnur.... út með sófasettið og inn með annað.... öðruvísi vinnuaðferðir.....eða bara nýr köttur fyrir þann gamla.

Ætli dýr séu með svipaðan þankagang ?  Woundering

.

Maurar sem alltaf hafa labbað í halarófu eftir gangstéttinni, taka sig til einn daginn, halda fund og ákveða að ganga sikk sakk næsta árið..... eða í hringi.

Ljón ákveða, öll sem eitt að nú sé ekki lengur "inn"  að vera grimm og ákveða að gerast gæludýr.

.

Lion&CubsWK9626ML

Eða er það bara mannskepnan, sem er svona undarleg og nýjungagjörn ?

.

Kona spyr sig.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 343470

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband