Pæjusaga.

 

Sniff, snörl....ég er tárvot eftir lestur athugasemdanna.  Þið söknuðuð mín í alvörunni !   Stórkostlegt.  Grin

Annars var ég bara að bulla Blush þegar ég sagðist vera búin að tjalda.

Var í sumarbústað og gerði ekki mjög margt af mér...... Woundering og þó ? 

.

Einn daginn smellti stelpan sér á Selfoss, fyrst á snyrtistofu þar sem augnumgjörð skyldi puntuð.  Aðeins einu sinni áður hef ég látið lita á mér augabrúnirnar og er afar spör á plokkun.  Vil vera natural upp að vissu marki.... þangað til fuglarnir sjá sér hag í hreiðurgerð á líkama mínum.

Þá segi ég eins og Búkolla forðum, en geri þó setningu hennar að minni.... "Taktu hár úr augabrún minni - en taktu helv. lítið samt". 

Jæja.. ég sit og veit ekkert hvað er að gerast meðan stúlkan litar og plokkar.  Klukkustund síðar fæ ég svo spegil og AAAAAAAAARG Gasp  Gúlp.

Ég er skelfileg !  Kræst, svona fer ég ekki út á götu.  Set í skyndi fram nýjar skipanir..... plokka þarna og þarna.  Svo rennur tíminn út því ég átti tíma á hárgreiðslustofunni næst.  Úff...... ég er með KOLSVARTAR miklar augabrýr og lít út fyrir að vera öskureið.

Á hárgreiðslustofunni ákveð ég að fyrst ég sé orðin eins og hrafnsungi í framan, sé eins gott að klára málið og bið um brún-svartan lit í hárið.  Þrátt fyrir mótmæli klipparans, lét ég lita það í stíl við augabrúnirnar.

Hjúkket..... ég hef skánað smá.  Kannski ef ég ber höfuðið aðeins hærra, gæti fólk jafnvel haldið að ég sé pæja.  Wink  Kolsvört pæja sko.

Ég ímynda mér að ég sé langtöffuðust á svæðinu og fer inn í Bónus.

Gott ef ekki sumir kallarnir horfa á eftir mér. Wink  Sjálfstraustið vex.

Eitt af því sem skrifað hafði verið á innkaupalistann var fiskur. 

Ég stend við frystinn og lít yfir úrvalið.  Ummmm.....þarna er girnilegur saltfiskur.  Smile  Ég vel alltaf fallegasta pakkann og eftir smá íhugun sá ég að hann var hinu megin í borðinu.  Ég teygi mig,, er alveg að ná í hann,, aðeins lengra .....úúúúps....

Pæjan steyptist á hausinn ofan í frystinn og var föst þar í 20 sekúndur, með rassinn út í loftið.  Crying

Ekki minnsti virðuleiki yfir því.  NÚLL.

Ég er ekki að fara á Selfoss alveg á næstunni sko.

 


Verslamikiðhelgin.

 

Komin í frí og búin að tjalda.

.

005AgM-12914584

.

Sorrý, ekkert pláss fyrir gesti. Wink

 

 


Ég blogga aldrei um fréttir......

 

...en þessi dama er bara svo stórkostleg.  Grin

.

Þegar ég verð stór, ætla ég að opna skemmtistað (elliheimili) fyrir fólk sem ætlar að lifa lífinu þangað til það deyr.  Þar verður spilað bridge, drukkið rauðvín, reyktir vindlar, dansað tvisvar í viku og sungið.  Og þá er eftir að telja upp snyrtistofur, hárgreiðslustofur, nuddstofur, sundlaugar og bara... jú neim it...... allt sem er gott.

Síðan ætla ég að blikka strákana og passa að vera komin með staf.... svo þeir nái mér örugglega á göngunum.  LoL   "Njóta efri áranna" eins og maður nýtur neðri áranna.

.

Umsóknir sendist nú þegar, því það komast færri að en vilja.

 

Og bæ ðe vei....... konan frá Ástralíu lítur út fyrir að vera 74 ára en ekki 94 ára. 


mbl.is 94 ára amma útskrifast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fékk skemmtilega athugasemd í dag.....að ég væri normal. Það sama er ekki hægt að segja um dýrin mín.

 

Einu sinni átti ég hryssu sem fór alltaf með mér út á snúru að hengja út þvottinn.

Getur einhver toppað það ?

.

.

Þetta er Depill. 

Reyndar hét Depill Doppa þar til ég kíkti á "bíbbið".

Hvað er hann að gera þarna ? 

 

Mynd(37)

Jú, Depill er að sjúga tíkina... þessa hérna...

.

A003

.

Við þurftum að klæða hana, til að venja Depil drykkfellda af brjósti.

.

 

Hér er svo kisi eftir drykkinn góða.

.

Aftur

.

Depill er núna tæplega tveggja ára og það kemur ennþá fyrir að hann stelst á spena.  Sumt er bara svo gott.  Wink


Forvitni læknirinn.

 

Það var ekki vandræðalaust að koma yngstu dóttur minni í heiminn.  Fimm dögum eftir fæðingu, fékk ég heiftarlegar blæðingar.  Þá er ekki verið að tala um rennandi blóð, því það fór allt í köggla og lifrar inni í mér og spýttist svo út á gólf þegar það kom út.  Mjög sjarmerandi. 

.

Læknar á sjúkrahúsi, úti á landi, settu dripp í æð hjá mér sem átti að stöðva blæðingarnar.  Áfram héldu þó blæðingarnar af fullum krafti.  Þeir skrúfuðu þá meira frá flöskunni, juku drippflæðið, en allt kom fyrir ekki.  Þannig gekk í tvo sólarhringa.  Ég var búin að skamma þá og segja að þetta virkaði ekki hætis hót og það eina sem þetta dripp gerði mér, var að ég varð alltaf veikari og veikari.

.

Skemmtileg saga ?  LoL

.

Tveimur sólarhringum eftir að blæðingar hófust, var ég loks send með sírenusyngjandi sjúkrabíl á gjörgæslu Landspítalans. 

.

35_laeknir

Á Landspítalanum tók á móti mér læknir sem ég þekkti frá fyrri sjúkrasögu - sem ykkur kemur ekki við.  Smile 

Ég man hvert einasta orð sem okkur fór á milli:

.

Læknir...... "Sæl......ég þarf að spyrja þig nokkurra spurninga.  Veistu hvaða dagur er" ?  (Hvað, eins og maður gangi með dagatal á sér þegar maður er á spítala GetLost)

.

Anna....Nei.

.

Læknir....."Veistu hvaða mánuður er" ?  ("Hvað er að manninum.....getur hann ekki gáð að því sjálfur" ?  Ennþá finnst mér eðlilegt að ég viti ekki svarið þar sem ég hef jú verið á spítala). 

.

Anna.... Nei.

.

Læknir..... "Veistu hvaða ár er" ?  (Nei hættu nú alveg Blush )

.

Anna.... Ehmmm..... nei.

.

Læknir..... "Veistu hvað þú heitir" ?  (Ég hugsa lengi, lengi). 

.

Anna....... Nei. (aulalegt Frown 

.

Læknir......"Veistu hvað ég heiti"?

.

Anna.........  Ég man ekki hvað þú heitir, en ég veit sko alveg hver þú ert !  Grin  (Hjúkket, ég held kúlinu.  Þar skall hurð nærri hælum.  Næstum búin að gera mig að fífli LoL ).

.

Það sem gerðist var að drippið áðurnefnda, ruglaði blóðsykri og söltum sem olli því að ég fékk mikinn bjúg alls staðar.  Líka við heilann.  Mér skilst að ég hafi litið hroðalega út.  Shocking

Þegar ég fékk rétta meðhöndlun runnu svo frá mér 15 lítrar á 15 tímum.  15 kíló.

Og ég er svo heppin að vera nokkuð heil í heilanum..... held ég.  Wink

 


Brandaradagur.

 

Í dag er brandaradagur. 

Ég heyrði þennan í dag og hló eins og fábjáni.  Síðan sagði ég hann í bankanum og þá er hann víst eldgamall.  Sennilega var ég síðust til að heyra hann.  Ætla samt að setja hann hérna, þó ekki sé nema til að ég geti hlegið meira að honum sjálf.  LoL

Er ég búin að gleyma honum ?  Woundering

Augnablik...........

.

ok, nú datt hann inn.  Fjúff.

.

Are you from you.

.

Ertu frá þér

.

Góður þessi ! LoLLoL

.

 

 

 


Minna en ekki neitt.

 

Hafnfirðingur var að undirbúa 5 manna matarveislu.

Hann skreppur inn í Nóatún og biður afgreiðslumanninn í kjötborðinu að aðstoða sig.

"Áttu eitthvað hentugt á grillið sem dugir fyrir 5-6 manns" ?  spyr hann.

Eftir nokkur orðaskipti fer Hafnfirðingurinn heim með lambalæri.

.

.

Um kvöldið grillar hann en þegar hann telur að  lærið sé orðið tilbúið, og tekur það úr álpappírnum, er það orðið pínulítið. 

Hafnfirðingurinn verður æfur.  Rýkur í fússi út í Nóatún og skammar afgreiðslumanninn.

"Þú sagðir að þetta væri nóg fyrir 5-6 manns... en svo er þetta orðið pínu- pínulítið.  Bara ekki neitt neitt."  Angry

Afgreiðslumaðurinn hnyklar brýrnar og segir  "já, stundum fara hlutirnir ekki eins og við ætlum.  Það er stutt síðan ég setti lopapeysuna mína í þvottavélina og síðan í þurrkarann og hún hvarf næstum því.  FootinMouth

Hafnfirðingurinn hugsar sig um og segir svo...... 

.

.

kind

.

"Aaaaaa, þetta er örugglega sama kindin".


Pottormurinn.

 

Það er fátt heilbrigðara en að troða sér í heitan náttúrulegan pott úti í guðsgrænni náttúrunni.

Á Snæfellsnesi er einn leynipottur, falinn í hrauni.  Í mörg ár var ég búin að heyra sögur af fólki sem sat heilu sumarkvöldin í pottinum og naut lífsins.

Mig langaði að prófa líka.

Fór því af stað.  Ég vissi nokkurn veginn hvar hann var að finna - þ.e. á hvaða afleggjara ég átti að fara en síðan ekki meira. 

Þegar ég er komin á afleggjarann, hringi ég í bróður minn og læt hann lýsa staðháttum.  Síðan geng ég af stað og leita.  Wink

Eftir nokkurt rölt, hoppa ég upp af kæti !  Þarna er hann, ég sé gufuna.

Arka þangað en verð dálítið hissa þegar ég kem nær.

"Potturinn" var 15 cm. djúpur þar sem hann var dýpstur og nálægt einum fermetra í ummál.  Fyrir ofan hann var svart rör sem dælir heita vatninu ofan í "pottinn".

Tja, ekki eins stórt og ég hélt...en fyrst ég er komin, þá er bara að demba sér ofan í.

Hátta mig og sest í "pottinn".  Áts !  Það er hraun á botninum.  Pinch

Ég reyni að troða mér í dýpsta hlutann en samt nær vatnið ekki alveg upp að nafla.  Þetta var um vetur. 

Brrrrrr..... kalt á öxlunum og vont að sitja en samt - vera jákvæð Smile

Þetta átti að vera svo notalegt sögðu allir.... svo þarna sat ég í klukkutíma og hafði það næstum því sómasamlegt. 

Nokkru seinna, hitti ég vinkonu mína og lýsi undrun minni á smæð "laugarinnar"  og óheppilega hvössum botni.

Hún rekur upp stór augu. Fer svo og sækir myndaalbúm og sýnir mér pottinn. 

HA !  Þetta er ekki sá sami.  Woundering

Ehhhh...... Blush

.

.

Líklega er ég eina manneskjan á Íslandi sem hef baðað mig í þessu bévítans affalli.

Og það er engin mynd til að drullupollinum.  

 

 


Flúðasigling.

 

.

.

Þegar Anna fór í siglingu, var sól um alla jörð

og hún þurrbúningi skrýddist, ekkert smá fín

henni fannst nú ekki meira en að éta lambaspörð

að skella sér í Jökulána,,  vera hörð.  Cool

.

Já hún þóttist vera hörkutól og höfuðið bar hátt

þó að litla hjartað aukaslögum dældi 

og í huganum í djúpið fór og missti allan mátt

en svo hert´ún sig og sagði  "hei, þú átt" !  Wink

.

Þegar siglingin var hafin, Anna fölnaði og meig                    

en þó lengi reyndi bros á sig að pína  Smile

Oní bátinn alltaf neðar þó í skelfingu hún seig

langir fætur hennar voru eins og deig.  Undecided

.

Niður flúðir æddi bátur meðan Anna hveljur saup 

og hún sór þess eið að hætt´að vera vitlaus

fyrir heimskuna hún er að borga alltof mikið kaup

það er dýrt að sýna hetjuskap og raup.  Crying

.

En er Anna náði landi aftur bros á andlit brýst  Grin

og hún Björgu þakkar skemmtilega reisu

Þessu ferðalagi verður ei með nokkrum orðum lýst

en að hetja sé,,  nei aldrei,,  það er víst.  Whistling

.

Pampers-site

 

 

 

 


Nú er kjéddlingin orðin klikkuð.

 

Nú ætla ég að drífa mig að blogga þessa færslu.

Sko, hóst, ef ég skrifa þetta ekki strax er hætt við að ég hætti við.

Sonur minn segir að ég verði að gera erfðaskrá áður en ég fer í þetta.

Vinir hans segja að þetta sé ekki fyrir nema sérfræðinga.

Systir mín segir að þetta sé ógjörningur nema ég æfi mig fyrst.

Ég var mönuð.

Björg bloggvinkona sendi mér bréf og sagði:

"komdu með..... plíííís.... mig langar svo að hafa einn klikkhaus með".

Ég ýtti á reply og skrifaði - áður en ég hugsaði - Ok, ég læt vaða !

Er ákveðin í að kaupa mér Pampers áður en ég fer..... því ég á sko eftir að pissa í buxurnar.

.

.

Hér kemur það - áður en ég hætti við........

.

.

Anna Einarsdóttir er búin að skrá sig í RiverRafting í Austari Jökulsá.  Crying

.

 

e51

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband