20.5.2007 | 22:40
Öfundið mig bara.......
Þessi helgi innihélt:
ferðalag
bridge
dans
slökun
veislumat
bjór
frábæran félagsskap
hlátur
Og nokkrir krakkar kíktu á gluggann sögðu: "Það er eitthvað gamalt fólk að spila póker þarna" Mér fannst það bara fyndið af því ég sat úti í horni og þau sáu mig ekki. Annars hefðu þau sleppt orðinu "gamalt" skiljiði.
18.5.2007 | 11:29
Botna svo...
Góðan daginn mínir krúttilegu lesendur.
Nú geta Ísfirðingar og nærsveitamenn glaðst, því Annan kemur um helgina. Hún er nefnilega ekki eins vitlaus og hún lítur út fyrir að vera. Er í keppnisliði Vesturlands í kjördæmamóti í bridge. Kann að dobla og allt.
Þar sem ég verð að heiman, vil ég biðja ykkur að sýna kurteisi um helgina og vera góð hvort við annað. Kem hér með fyrripart og botniði nú:
Kanntu brauð að baka
og böggla saman vísu.......
Þegar ég kem heim aftur verður botninn í Borgarfirði. Hmmm, er þá botninum náð ?
18.5.2007 | 00:25
Það getur nú fokið í mann.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er greind kona, heiðarleg, málefnaleg og hefur látið margt gott af sér leiða. Hún er líka býsna myndarleg. Það vefst ekki fyrir henni að taka á sig ábyrgð og hinir slyngustu stjórnmálamenn geta ekki rúllað yfir hana í rökræðum, enda hefur hún góðan málstað að verja.
Ég er komin með gubbupest eftir að hafa lesið of margar athugasemdir sem innihalda orð sem ekki er hafandi eftir, níð um Ingibjörgu. Skammist ykkar endalaust, þið sem ekkert hafið að gera annað en að rakka niður fólk. Þið eruð ekkert annað en drulludelar.
Og ég vil ekki hafa það að þið kommentið á þessa færslu dónarnir ykkar, nema með fögrum lýsingarorðum !
17.5.2007 | 18:05
Kát í dag.
Skoðið færsluna sem ég skrifa áður en ég fer í misheppnaða fýlukastið ! Geir var greinilega mjög brugðið. Hann skellti sér í biðilsbuxurnar - hver selur annars biðilsbuxur ? Og nú vill hann vera memm. Geir veit líka að ég gæti alveg tekið hann í bakaríið og gefið honum þar eitthvað á snúðinn og tekið hann svo í kleinu. Geir er ekki vitlaus. Hann er ekki tilbúinn að koma með mér í bakaríið.
Í gær fór ég á árshátíð GGT. Ekkert smá gaman heldur stórskemmtilegt. Hundur í óskilum var að skemmta. Fyrir þá sem ekki vita neitt, þá er Hundur í óskilum ekki týndur hundur, heldur tveir menn sem spila á næstum öll hljóðfæri. Þeir spiluðu nokkur lög og ég var farin að skammast mín fyrir sjálfa mig. Ekki bara hló ég..... heldur grenjaði ég úr hlátri í tvær munnþurrkur - viðstöðulaust allan tímann sem þeir spiluðu. Það er snilld að þykja lög svona fyndin.
Það sannast því enn og aftur; ég hef laglegan húmor.
15.5.2007 | 00:10
Fróðleiksfús.
Dóttir mín, 10 ára, er ein af þeim sem spyr um ALLT. Hún komst ung að því að jólasveinninn væri ekki til í alvörunni. Þetta fann hún sjálf út með því að deila 13 jólasveinum á öll heimili í landinu og niðurstaðan = ekki fræðilegur að þeir kæmust yfir þetta allt saman á einni nóttu. Hún spurði líka mikið um Guð þegar hún var yngri. "Er Guð alls staðar" ? Ég játti því. "Og sér hann þá alla" Jú jú. "Líka Jórunni"? Ja, stórt er spurt.
Þótt ég hafi skoðanir í pólitík, þá er ég vissulega ekki að dæla boðskapnum yfir börnin mín. Hún varð þó vör við allar fréttirnar og í kjölfarið fékk ég ýmsar spurningar. "Af hverju heldurðu með S núna" ? "Var það ekki L síðast"? Hárrétt hjá stelpu. Í bæjarstjórnarkosningum var boðið fram sameiginlega, jafnaðarmenn, vinstri og óháðir undir nafni Borgarlista með bókstafinn L. Skýr stelpa ! Svo vildi hún vita hvort Vinstri grænir væru þeir sem vildu engin álver og hvort Sjálfstæðismenn vildu setja álver alls staðar.
Jæja..... í gær kom hún svo heim úr skólanum með hjartalaga, rauða skál handa mér. Afar vandaður gripur, enda stelpan handlagin eins og ömmurnar. Eiginleiki sem hoppaði yfir mig. Í dag tók ég skálina til að koma henni á sinn stað og þá sá ég dálítið skrifað í botninn á henni sem fékk mig til að brosa út að eyrum. Í skálinni stóð:
XS
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.5.2007 | 13:57
Fýlukastið mistókst.
Nenn´ekki að vera lengur í fýlu. Þasso leiðinlegt.
Góðan daginn.
Alveg að koma sumar og svona.
Þegar ég kom heim í nótt, voru hundurinn og kötturinn saman í sófanum, að horfa á bíómynd sem var stranglega bönnuð 16 ára og yngri. Óþekktarangar !
13.5.2007 | 09:48
Trú´ess´ekki.
Landsmenn kvittuðu í gær undir fleiri álver, stuðning við innrás í Írak, spillingu í stjórnkerfinu, óstöðugleika í efnahagslífinu, ójafnrétti osfrv. osfrv. Og kjósendur bættu um betur og þökkuðu bara kærlega fyrir þetta. ÓTRÚLEGT !
Ég er í fýlu.
Fer ekki aftur í gott skap nema Samfó fái að vera samfó Sjöllunum í næstu ríkisstjórn.
Heyrirðu það Geir !
12.5.2007 | 09:22
Fyrstu tölur !
Áður en þú kýst er vert að hafa í huga að:
Jón er kall.
Geir er kall.
Steingrímur J. er kall
Ingibjörg Sólrún er kona
Guðjón Arnar er kall
Ómar Ragnarsson er kall
Þar sem við erum fremst á merinni, hvað jafnréttissjónarmið varðar, er ljóst að úrslit fara sem hér segir:
Jón Sig. 10%
Geir 10%
Steingrímur J. 10%
Ingibjörg Sólrún 50%
Guðjón Arnar 10%
Ómar 10%
Svo vil ég bara fyrir mínar hendur báðar, þakka fyrir ferlega skemmtilega kosningabaráttu.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2007 | 23:26
Bara eitt enn.......
X-S og koma svo.
Spil og leikir | Breytt 12.5.2007 kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.5.2007 | 21:36
Hagur minn vænkaðist.
Það er alltaf verið að tala um Kaffibandalagið. Ég veit sko alveg hverjir eru í því. Framsókn ! Þeir eru ennþá að gefa sömu kaffipakkana og þeir gáfu fyrir 8 árum. Hafa greinilega ekki fattað þá hvað þeir áttu fáa aðdáendur og pantað alltof stórt upplag. En nú verð ég að játa á mig mikla skömm. Fyrir átta árum var ég ung og vitlaus. Altså ung miðað við Halldór Ásgríms og vitlaus miðað við Albert Einstein. Í kosningunum fyrir átta árum vissi ég ekki hvað ég ætti að kjósa. Rétt fyrir kosningar kom til mín frambjóðandi frá Framsókn. Hann lofaði mér barnaskattkortum og kaffipakka ef ég setti X við bé. Kaffipakkann afhenti hann mér strax en barnaskattkortin hef ég ekki séð ennþá. Því er ég farin að hallast að því að ég hafi kosið einn lítinn kaffipakka. Er hægt að vera vitlausari ? Fyrir þetta hef ég skammast mín í átta ár. Í dag fékk ég örlitla uppreisn æru. Ég hitti frambjóðanda Framsóknar þar sem hann var að útdeila þessu hundgamla kaffi og gerði mér lítið fyrir og hirti af honum einn lítinn kaffipakka. Það er þó skömminni skárra að hafa kosið tvo kaffipakka heldur en einn.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði