Kát í dag.

Skoðið færsluna sem ég skrifa áður en ég fer í misheppnaða fýlukastið !  Geir var greinilega mjög brugðið.  Hann skellti sér í biðilsbuxurnar - hver selur annars biðilsbuxur ?  Og nú vill hann vera memm. Geir veit líka að ég gæti alveg tekið hann í bakaríið og gefið honum þar eitthvað á snúðinn og tekið hann svo í kleinu.  Geir er ekki vitlaus.  Hann er ekki tilbúinn að koma með mér í bakaríið.

Í gær fór ég á árshátíð GGT. Grin  Ekkert smá gaman heldur stórskemmtilegt.  Hundur í óskilum var að skemmta.  Fyrir þá sem ekki vita neitt, þá er Hundur í óskilum ekki týndur hundur, heldur tveir menn sem spila á næstum öll hljóðfæri.  Þeir spiluðu nokkur lög og ég var farin að skammast mín fyrir sjálfa mig.  Ekki bara hló ég..... heldur grenjaði ég úr hlátri í tvær munnþurrkur - viðstöðulaust allan tímann sem þeir spiluðu.  Það er snilld að þykja lög svona fyndin. LoL  Það sannast því enn og aftur;  ég hef laglegan húmor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað er GGT Anna mín?

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2007 kl. 19:07

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Golfklúbbur Guttorms tudda - án gríns.

Anna Einarsdóttir, 17.5.2007 kl. 19:56

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sko - upplýsingar um GGT er hægt að sjá á http://www.ggtgolf.com/. Ég hef fylgst dálítið með þessum klúbbi, sem byrjaði eiginlega sem einskonar Snæfellingafélag eða félag fyrrverandi Miklhreppinga. Svo hefur mér alltaf fundist sniðugt að þó liðsmenn klúbbsins kenni sig við golf eru þeir eiginlega betri í ýmsum öðrum íþróttagreinum s.s. skák, krullu, pool og mörgu fleiru. 

Sæmundur Bjarnason, 17.5.2007 kl. 20:34

4 Smámynd: bara Maja...

 Hundur í óskilum eru snillingar ! ég get alveg deilt þessu með þér, hef verið á árshátíð þar sem þeir voru og aumingja greyið þeir sem á eftir komu, þeir áttu engann séns í okkur eftir þessa snillinga ! Ég grét úr hlátri  En bíddu þarf maður ekki að vera klár í Golfi í GGT ? ég meina ég er rosalega klár í borðtennis!?!

bara Maja..., 17.5.2007 kl. 20:44

5 Smámynd: Hugarfluga

Ef þú hefur einhverntíma séð upptöku frá Stuðmannatónleikunum í Royal Albert Hall í London í mars 2005, þá var Hundur í óskilum upphitunarbandið og ég er ljóshærða konan á 2. bekk með glimmerklútinn, sem hreinlega veina og græt úr hlátri. Bara svona in case þú værir mikið að horfa á þessa upptöku ... ef hún er til .. og ef þú hefðir áhuga .. svona kannski.

Hugarfluga, 17.5.2007 kl. 21:15

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það þýðir ekkert að bjóða mér í golf, nema viðkomandi hafi áhuga á að týna öllum kúlunum sínum.  Ég er sérstaklega góð að skjóta golfkúlum í tjarnir.  Fleyti kerlingar.   Hver fann upp það orðatiltæki ?  Einhver sem henti kjellunni sinni í vatn og hún hoppaði uppúr og ofaní og uppúr og......

Ekki hef ég séð þessa upptöku af Stuðmannatónleikunum en hefði verulegan áhuga á því.  Veit einhver hvar sú taka er til ?

Anna Einarsdóttir, 17.5.2007 kl. 21:24

7 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Golfklúbbur Guttorms Tudda er keppnisklúbbur skemmtilegs fólks að vestan sem getur ekki hætt að hanga með hvert öðru, hvorki vetur né sumar og grípur því á það ráð að hittast undir því yfirskini að vera miklir íþróttamenn....sem við auðvitað erum...og keppa í öllu sem við erum öll góð í.

Gíslína Erlendsdóttir, 17.5.2007 kl. 21:27

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Húrra, húrra, húrra, húrrrrraaaaa, fyrir Gillí og Rögnu.  Frábær matur, óborganleg skemmtiatriði en ég verð nú að kvarta yfir happadrættinu þar sem ég fékk ekkert.   Betra happadrætti næst.

Anna Einarsdóttir, 17.5.2007 kl. 21:43

9 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Gott að þú er kát, enda full ástæða fyrir því og get ég alveg unnt þér það. Ég er svosem ekkert óhress heldur enda tel ég mína menn hvíldar þurfi.

Já ég sé að þetta er hinn laglegasti húmor sem þú hefur

Arnfinnur Bragason, 17.5.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 342840

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband