Ford Buick.

 

Ég stend fyrir utan æskuheimili mitt.

Nokkrum metrum frá mér stendur eldrauður, gullfallegur, Ford Buick.

Ég velti því fyrir mér hver eigi bílinn og geng af stað til að skoða hann betur.

Þegar ég kem að bílnum átta ég mig á því að hann er bara "sýn".

Bíllinn er ekki í efnislegu formi og ég get gengið í gegnum hann.

Enginn sér bílinn nema ég en fyrir mér er hann mjög greinilegur.   Gasp

.

55%20buick%20special%20wagon 

.

Þennan draum dreymdi mig.

Nú spyr ég.... er ég skyggn eða er ég klikk ?

.


Margt merkilegt á netinu.....

 

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir viðskiptabankana berjast gegn frumvarpi sem miðar að því að bæta stöðu skuldara gagnvart lánveitenda. Samkvæmt frumvarpinu er lögð til sú breyting að lánveitandi, sem lánar fé gegn veði í fasteign, megi ekki ganga að öðrum eigum lántakans en viðkomandi fasteign.

 

Þessi frétt vakti ekki endilega sérstaka athygli mína, heldur ein afar merkileg athugasemd við umfjöllun um fréttina.  Hér er úrdráttur úr athugasemdinni;

 

"Hinsvegar var ólögleg eignarupptaka innleidd þegar einokun skammtíma lámarks áhættulánaleiðréttingar var innleidd í lög á Íslandi um 1982. Farið með öll lán sem eins áháð markað eða markaðsgeira hvað varðar lámarks áhættuálag. Ég tel mig vera þann eina sem hef nógu mikla forsenduþekkingu og greind á Íslandi til að gera mér fulla grein fyrir þeirri verðbólguskrúfu og eignarupptöku sem ólögleg niðurfelling verðtryggingarskila heiðarlegrar og skynsamar bókfærslu eða reikningsjöfnuðar hefur í för með þegar ytri markaðir valda kreppu á heimamarkaði í ljósi einokunarinnar til einföldunar græðgi gróða blekkingaforsenda 1% ríkustu aðilanna".

.

Computer_data_180_144 

.

Jasso !

Ég verð að taka undir orð þessa manns.  Hann er örugglega sá eini á Íslandi sem hefur nógu mikla forsenduþekkingu og greind til að skilja sjálfan sig. 

Ég er að minnsta kosti alveg mát þegar kemur að því að skilja hvernig honum tekst að orða hlutina svona.  Shocking

 


Breyttu bróður þínum......

Í gærkvöldi horfði ég á myndina Rush Hour 3.

Hún byrjaði frekar leiðinlega en dóttir mín sagði að hún væri fyndin, svo ég sat áfram.

Sem betur fer.

Myndin fjallar m.a. um tvo bræður.  Annar þeirra er bófi en hinn lögga.  Þeir elda grátt silfur saman.

Í einu atriði myndarinnar eru bræðurnir að skylmast og má ekki á milli sjá hvor mun hafa betur.

Lögreglubróðirinn hefur félaga sinn, aðra löggu, með sér og félaginn hvetur hann grimmt áfram í bardaganum.

.

rush-hour-3-jackie-and-chris 

.

Eitt hvatningarópið var;

 

"Breyttu bróður þínum í systur þína" !

 


GTO og GEO og RPI og WGP !

 

Ég er hætt að skilja fréttir og held reyndar að það sé engin tilviljun.

GTO er að sameinast GEO, RPI og WGP.  Woundering

 

Ég hef það á tilfinningunni að viljandi séu hlutir flæktir þannig að hinn almenni Íslendingur skilur ekki upp né niður í fréttum af sölu á auðlindum landsins.

Mig langar að benda á blogg Láru Hönnu sem aftur bendir á blogg Öldu Sigmundsdóttur

Er verið að úthluta auðlindum þjóðarinnar til fárra útvalinna meðan ríkisstjórn Íslands er upptekin við að leysa þann vanda sem einmitt úthlutun bankanna til fárra útvalinna olli ?

Stoppum þessa endalausu vitleysu !

.

angry-woman 

 

 


mbl.is Hlutafé fyrir 21 milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimspeki.

 

Þessi færsla flokkast undir heimspeki.  Fyrir því eru tvær ástæður;  allt sem frá mér kemur er spekingslega sagt.... W00t.... og ég ætla í stuttu máli að fjalla um fólk sem kemur utan úr heimi og þarf að læra okkar ástkæra ylhýra tungumál.

Hvað fyndist þér um að læra erlent tungumál og það hljómaði einhvern veginn svona;

Hukkalla a lukkala pukkala sa sukkala ?

.

floor_mirror

.

Íslenskan er nefnilega í þessum dúr:

 

Egill á þvegil,  spegil og dregil.

Dr Egill á Dregil.  LoL

.

Fyrirgefðu stríðnina Dr. Egill frændi.  Blush


Stuttur fattari.

 

Ætli það sé misjafnt hvað fólk fæðist með langan fattara ?

Minn fattari er t.d. í styttra lagi.  Stubbur !

Eins mikið og ég get bullað þegar þannig liggur á mér, getur verið með ólíkindum hvað ég er stundum lengi að fatta bull annarra.  Blush

.

salat2 

.

Nýlega sagði við mig gömul sveitunga (nýyrði - kvk. sveitungi) að það væri alveg frábær nýjung þetta rauða grænsalat. 

Ég játti því enda alltaf gaman að fá nýjungar í matvælaflóruna.  Smile

Hún kom svo aftur og endurtók að þetta væri óendanlega skemmtilegt að geta keypt rautt grænsalat.

Ég var yfir mig glöð yfir því hversu mikla gleði nýja grænsalatið færði henni.

En svo....... nokkrum kílómetrum seinna...... fattaði ég djókið.

RAUTT GRÆNSALAT LoL

 


Þúsund minnismiðar ......

 

Bloggið er ekkert svipað því sem var þegar ég byrjaði.

Þá var grínast og djókað og spaugað og fíflast og hnoðað saman bulli eins og mann lysti.

Í dag eru mjög margir bloggarar mjög alvarlegir.

Eins og það lagi eitthvað ?

Einhvern tíma var sagt að maður ætti bara að borga og brosa.

Ef ég á að borga skuldir annarra ætla ég sannarlega að brosa því þá fæ ég kannski eitthvað örlítið fyrir peninginn. 

Hugsanlega bros á móti.  FootinMouth   Frá gjaldkeranum eða eitthvað. 

.

smile

.

Á síðustu helgi var ég stödd á pæjumóti á Siglufirði.  Pæjur mæta jú á pæjumót.  Whistling 

Þegar ég kíkti einn rúnt um bæinn sá ég óvenjulegan bíl;

.

Sigló

.

Vá hvað þessi er gleyminn !   

Þetta eru frekar margir minnismiðar.

Hann hefur líklega lagt bílnum þarna af því hann mundi ekki hvort hann var að koma eða fara.

Kannski man hann heldur ekki að hann á bíl ?

Annars man ég ekki hvað ég ætlaði að skrifa meira.  Whistling

.


Kona spyr sig !

Hver setti salt í sjóinn ?

.

ocean-turtle 

.

Hverjum datt í hug að bora ofan í jörðina þar til olía fannst ?

.

18-oil-well

.

Vissi kannski einhver af olíunni ?

.

019southfork_468x264

.

Hvernig gat einhver vitað að olía væri góð á bíla ?

.

oil-car_thumb

.

Ég bara skil þetta ekki !

 


Orð skulu standa.

 

Undanfarnar vikur hef ég verið að lesa bókina "Orð skulu standa" eftir Jón Helgason.

Bókin fjallar um nokkuð merkilegan mann en hún er skrifuð á svo sérstakan hátt að hún gæti svæft gíraffa á stundinni.   Ég steinsofna alltaf á annarri eða þriðju blaðsíðu.  Það hefur því tekið mig allar þessar vikur að komast á blaðsíðu 95.

Ég verð að mæla með þessari bók fyrir fólk sem liggur stundum andvaka.

Hér er úrdráttur úr bókinni án leyfis höfundar;

"Þarna voru aðdrættir langir og erfiðir, því að viður í brýrnar var fluttur í drögum af Vopnafirði og sement reitt í kössum.  Nákvæmlega reiknaði Páll, hvað hver brú kostaði, sem og aðrar vegabætur og varð dýrust brúin á Gilsá, átta hundruð og átta krónur og fimmtíu og einn eyrir, enda tuttugu og tveggja metra löng.  Þetta var bogabrú og beygði Páll tré í hana með skrúfuþvingum og vinduásum.  Að verki loknu virðist hafa verið eins konar vígslusamkoma við brúna og lét Páll þá vega firn af grjóti og bera út á miðja brúna, vissa þyngd á tilsettan flöt og mældi síðan sigið á henni, er reyndist áttundi hluti úr þumlungi......... Sleeping 

.

sleeping_giraffe 

 


Honum finnst í lagi að gera allt.

 

Ég á því láni að fagna að maðurinn minn er einstaklega duglegur heimafyrir.  Hann er svo duglegur að ég verð að hafa mig alla við svo ég nái að gera helminginn af heimilisverkunum.

Í dag vorum við aðeins að ræða verkaskiptingu.  Hann skúrar yfirleitt á meðan ég þurrka af. 

Nú vill svo til að ég er búin að fá leið á að þurrka af.  Frown  Þessvegna opnaði ég fyrir umræðu sem átti að leiða til þeirrar niðurstöðu að við skiptumst meira á.  Ég myndi skúra næst og hann þurrka af ef allt gengi eftir.    

Rétt þegar umræðan er hafin segir hann;  "Mér finnst eiginlega allt í lagi að gera öll heimilisverk".

.

Nú, ég tók hann auðvitað umsvifalaust á orðinu og sagði að fyrst svo væri, mætti hann gera öll heimilisverk framvegis og ég geri þá bara ekki neitt.  Happy

.

happy-housewife


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband