Hvaða ár var broskallinn fundinn upp ?

 

.

broskall_jpg_280x800_q95 

.

Að vita svarið við því flokkast kannski undir óþarfa fróðleik hjá sumum en mér finnast þetta merkilegar upplýsingar og ég vildi alls ekki hrökkva upp af, óafvitandi um hvenær sá merki atburður gerðist.  Smile

Annars má ég lítið vera að því að blogga þessa dagana vegna vinnu.  Það er alveg ótrúlegt hvað vinnan slítur í sundur fyrir manni daginn.  Tounge

Nánustu ættingjum til hugarhægðar skal þess getið að allar jólagjafir frá mér til ykkar eru tilbúnar og innpakkaðar þannig að engin hætta er á að þið farið í jólaköttinn. 

Það er hins vegar stór hætta á að þið farið heim með köttinn.  LoL

.

kettlingar 

.  


Eðal kveðskapur.

 

Afi minn hefði farið á honum Rauð
ef átt hefði hann bara hesta
en hann átti kindur og stakan sauð
sitt af hvoru tagi.  Happy

Er ekki allt í lagi ?

.

sauðfé 

.


Það byrjaði sem ósköp venjulegt spjall......

 

Í morgun vorum við að spjalla, ég og bóndinn, um hversu mikil reiði sé í þjóðfélaginu og hvað sé nú gott að eiga athvarf heima hjá sér þar sem einungis er væntumþykja og hlýja.

Þá opnar hann munninn og segir svo óheppilega "að heimilið sé eins og hreiður".

Hvað segirðu maður ? 

Ertu að kalla mig önd ?   Eða kannski gæs !!!  GetLost  spyr ég frekar ergileg.

Eða viltu kannski meina að ég sé bjúgnefja ?  Angry 

Og svo bara missi ég mig.......

Þú ert nú meiri skarfurinn.  W00t

blárindill,

Algjör fálki,

skrækskaði og skunkur,

Þvílíkur þengilhöfði,

gammur og gleraugnamörgæs.  W00t

.

Þarna þurfti ég að stoppa til að draga andann.

.

Þá segir bóndi minn...... komdu hérna dúfan mín.  Wink

.

birds 

.

Og nú hreiðrum við um okkur í rólegheitunum.

 

 

 

 


Aðventubörnin komin í hús.

 

Í gærkvöldi fæddi Katla Gustavsberg 5 stykki af kettlingum.  Ljósmæðurnar voru dóttir mín, bróðurdóttir og systurdóttir, allar langt undir lögaldri en stóðu sig afar vel.  Yfirljósmóðir var svo ég sjálf en ég þurfti í þrígang að taka belginn af höfði nýfædds kettlings og ég stóð mig alveg ótrúlega vel.  Whistling   Lýsingarorðið "ótrúlega" dugir eiginlega ekki fyrir frammistöðu mína sem var hreint himnesk svo vægt sé til orða tekið.  Cool

Kettlingarnir sem fæddust í byrjun aðventu, verða tilbúnir til afhendingar í lok aðventu.

Einn er þegar farinn..... sá þríliti í miðið.  Hér gildir meðalhófsreglan að fyrstur kemur, fyrstur fær.

Ég mæli með að áhugasamir taki tvo, frekar en einn því þessi dýr eru svo miklir félagar.

Hér er mynd af nýju börnunum. 

.

aðventubörn 

.

Og hér eru stóru systkinin að horfa á sjónvarpið.   Alexandra lítur undan á myndinni en það er vegna þess að Birgir nokkur Ármannsson er í sjónvarpinu.   Hún horfir aldrei á neitt sem bannað er börnum.  Wink

.

tevez

.

alexandra 

.

Það sést langar leiðir að ræktunin er til fyrirmyndar.

.


Afleiðingar hrunsins meiri en áður var talið.

 

Í dag er heilt ár síðan einhver skrifaði í gestabókina á þessu bloggi.

Þann 28. nóvember 2008, ritaði Halldór tuðari nokkur vel valin orð í bókina.

Og merkilegt nokk, þá hefur enginn annar en Halldór ritað í bókina eftir hrun og Halldór var þá staddur 45.000.000 fet frá Íslandi.

Mér finnast þetta merkileg tíðindi;

Afleiðingar hrunsins eru semsagt þær, að fólk staðsett á Íslandi skrifar ekki í gestabækur.

.

0000034334_20061020191513 

.

Þetta var uppgötvun dagsins.  Wink

 


Ég er búin að fá vinnu.

 

Þið bloggvinir mínir og lesendur, sem ekki eruð fésbókarvinir, vitið kannski ekki að ég er búin að fá vinnu.  Eða jú, nú vitið þið það.  Joyful

Ég var ekki fyrr búin að hrista af mér Vinnumálastofnun, sem að mínu áliti drepur niður allt sem heitir sjálfstæði og frumkvæði einstaklingsins, þegar mér bauðst vinna og hóf ég störf á föstudaginn var.

.

 

digging

.

Meðfylgjandi mynd er nú kannski ekki alveg af mér í nýju vinnunni en mér finnst myndin einfaldlega of góð til að láta hana liggja ónotaða á netinu.

Vinnan göfgar manninn og mig líka.  Wink

Annars vann ég í nokkur ár með manni, sem sagðist bara sjá eftir einu í lífinu;  að hafa byrjað að vinna.  Þetta sagði hann reglulega við mig í vinnunni.  Og glotti jafnan. 

.

 


Saga um 10 ára dreng.

 

Það er rigning úti en hægviðri.  Gilli litli ákveður að fara með vinum sínum á bryggjuna og reyna að veiða í soðið fyrir foreldra sína.  Hann nær í veiðistöngina sína og blink og skellir sér í bombólurnar.  Saman rölta félagarnir síðan í rólegheitum niður á bryggju og spjalla á leiðinni um ævintýralega gönguferð þeirra upp á Arnfinn, árið áður.

.

litil_IMG_5546 

.

Skarfurinn sveimar yfir höfðum drengjanna í leit að æti. 

Gilli er fiskinn mjög og strax í öðru kasti bítur á hjá honum.  Hann dregur inn fiskinn sem reynist vera vænn þorskur.  Strax í kjölfarið bítur á hjá Bödda.

Dagurinn líður og drengirnir una sér hið besta við veiðarnar.  Um kaffileytið segir Gilli við félaga sína:  "Eigum við ekki að rölta heim og athuga hvort mamma eigi eitthvað að borða"?  Þeir jánka því enda hungrið farið að sverfa að.

Saman bjástra þeir við að koma aflanum í poka og ganga svo heim á leið.  Gilli og félagar storma inn í húsið, fara úr bombólunum og spyrja æstir hvort eitthvað sé til að borða ?

Móðir Gilla brosir og segist einmitt hafa verið að baka vöpplur.  "Réttu mér Fayið drengur og þvoið ykkur um hendurnar áður en þið borðið", segir hún.

Strákarnir sitja með mjólkurglas og háma í sig vöpplur og dáðst í leiðinni að jólagarðínunum.

.

c_documents_and_settings_gislig_samkaup_desktop_gogn-2007_7_12_2008_jolagluggatjold_745158 

.

Jólin eru á næsta leyti og lífið getur ekki verið betra hjá litlum drengjum á Ólafsfirði.

 


Fermingarkjóllinn

 

 

Fyrir u.þ.b. 30 árum fermdist ég.

Þá voru í tísku köflóttar dragtir, að mig minnir úr ullarefni.  Sennilega hef ég verið í uppreisn þetta árið því útilokað var að fá mig til að klæðast tískufatnaði þess tíma.  Móðir mín gekk með mig búð úr búð í Reykjavík í leit að einhverju öðru en köflóttri dragt.  Svo virtist sem verslunareigendur væru allir með sama innflytjandann, þann sem flutti einvörðungu inn köflóttar dragtir.

Eftir margra klukkustunda leit okkar mæðgna, fundum við þennan kjól.

.

fermingarkjóll 

.

Sígildur kjóll ? 

Fermingarskórnir entust hins vegar ekki lengi.

Hælarnir á skónum bráðnuðu á ofni undir kirkjubekknum, daginn sem ég fermdist.

Fermingarveislan var eftirminnileg fyrir hvað mér fannst hún leiðinleg.  Gamalt frændfólk í tugatali sat og borðaði tertur allan daginn.

Í fermingargjöf man ég eftir að hafa fengið skatthol og skrifborðsstól, úr og hring, stóru blómabókina, sálmabók og 13 þúsund krónur sem dugðu einmitt fyrir því sem mig vantaði mest;  ABC skólaritvél.

Þannig var fermingadagurinn minn,  fyrir 30 árum.

 


Það má drepa kónginn.

 

Nú er tími jafnréttis og systralags.

Í tilefni af því skora ég á þá lesendur mína sem kunna að tefla, og ég veit að þeir eru þónokkrir, að taka eins og eina öðruvísi skák.  Hugsa út fyrir rammann en þó má alls ekki fara útfyrir taflborðið.

Í þessari skák má drepa kónginn en iðrast ber að því loknu, því gjörningurinn er ekki fallegur.

Drottningin skal hins vegar mátuð.

Að öllu leyti er manngangurinn eins og í hefðbundnum skákum.

.

chess

.

Með þessari óhefðbundnu tilraun, munuð þið komast að því að gert er frekar lítið úr kónginum á skákborðinu og hann er nánast farlama á meðan drottningin hleypur um víðan völl.

Hvar eru jafnréttissamtökin ?

 


Ljós í Kolbeinsstaðahreppi.

 

Klukkan 17.34 vorum við að aka í gegnum Kolbeinsstaðahrepp á Snæfellsnesi, nánar tiltekið við Barnaborgarhraun.

Sjáum við þá stórt ljós upp við fjöllin.  Héldum við fyrst að þetta væri flugvél í aðflugi.  En þegar ljósið fellur til jarðar, áttum við okkur á að eitthvað er undarlegt á seyði.  Við sjáum ljósið í ca. 7 sekúndur á hraðferð niður.  Þegar ljósið er komið mjög nálægt jörðu, að okkur finnst, brennur það upp með eldglæringum.

Stundum hefur maður séð stjörnuhrap en þetta var ekkert líkt því.

Og okkur fannst ljósið vera mjög nálægt okkur, þarna í fjöllunum norðan við veginn.

 


mbl.is Loftsteinn sprakk á austurhimni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband