Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Áskorun.

 

Verðlaun fær sá sem getur hlaupið svo hratt með ristaða brauðsneið, að ristið detti af.

.

toast

.

 


Ég lagði mig og.....

 

.... vaknaði úfin og tætt

ekki var það nú svo sætt

ég reis upp við dogg

og skrifaði blogg

úti var tæplega stætt

og um það er núna rætt

að bloggið var ekki ágætt.

.

.

  Smile


945 millibör.

 

Jæja.... Angry

Nú er ég búin að týna inn allt lausadót..... garðborðið (hvað heitir það annars... garðhúsgögn og garðstólar eru góð orð en borðið var bara úti og þá er það garðborðið).  Svo tók ég útijólaseríuna sem ég blogga um í þarsíðasta bloggi inn.  Ætla sko ekki að horfa á vinningsskreytinguna fjúka til nágrannans.  Ó nei.  GetLost

Þessar lægðir sem komu á mánudag og miðvikudag, brutu hér allt og brömluðu í Borgarnesi.  Hjólhýsi fór á hliðina á mánudaginn, rúður brotnuðu og stillansar hrundu.  Síðustu nótt fauk rútubíll á hliðina og rúður brotnuðu í a.m.k. 11 bílum, einhverjum húsum og ég svaf bara á mínu græna Sick eyra meðan allt þetta gerðist.  Svo varð ég alveg undrandi þegar ég keyrði í vinnuna og sá gám úti á miðri götu og stillansa í einni hrúgu á leiðinni.  FootinMouth  Maður er svo saklaus eitthvað.  Grin

En á morgun kemur aðallægðardruslan.... 945 millibör, sagt og skrifað, níuhundruðfjörutíuogfimm 00/100 -----------------------------

Ég er eins vel undirbúin og hægt er.... verslaði meira að segja inn eins og það væri að koma stríð.  Á matarbirgðir langt fram í næstu viku.  Wink

Kjáninn sem maður getur nú verið !


Það er að byrja að fjúka í mig.

 

Nú er fokið í flest skjól !

 

Það er nefnilega farið að fjúka í mig oft í viku.

Á mánudaginn fauk alveg rosalega í mig.  Angry

Ég finn að það er að byrja að fjúka í mig núna.

Og svo á eftir að fjúka alveg ofboðslega í mig á föstudaginn.  Angry

Þeir spá því !

.

Ég held að þetta séu helvítis lægðirnar við Grænland.

.

Ps.... ekki kaupa neitt núna....

.... það er örugglega alveg fokdýrt.  Pinch


Dóttir mín kann að svara fyrir sig.

 

Dóttir mín, 11 ára, spurði mig nýlega hvenær hún ætti næst að fara til tannlæknis.

Ég:  "Viltu fara fyrir jól eða eigum við að geyma það, þar til í janúar"?

Hún:  "Ég vil frekar fara í janúar"

Ég:  "Viltu þá hjálpa mér að muna það" ?

Dóttir mín, alveg hneyksluð:  "Af hverju á ÉG að muna það"?

Ég:  "Af því að þetta eru þínar tennur" Grin (og mér fannst rökin óhrekjanleg, þar til ég heyrði næstu setningu hennar).

.

Hún sagði, án þess að hika:  "En ég er þitt barn" !! ...... og svo glotti hún í laumi.

------------------------------------------------------------------

Ég átti ekkert svar við þessu, enda hárrétt hjá henni og það kemur því í minn hlut að muna eftir tannlæknatíma í janúar.  Smile


Ætti ég að verða magadansmær ?

 

Nú er ég aðeins að velta því fyrir mér hvort ég eigi að læra magadans... Smile

Tók smá æfingu fyrir dýrin mín í gær.... og á meðan var tekin þessi mynd af þeim.

Mér fannst eins og ég heyrði smá fliss....... en er þó alls ekki viss ?  FootinMouth

.

dýrin


Myndagáta.

 .

frogs

.

 

.

 


Nágranninn reyndi að gera lítið úr mér.

 

Mér brá í brún þegar ég fór út á föstudaginn.  Nágranninn var búinn að hengja upp jólaseríu í gluggann hjá sér.  GetLost

.

nágr.

.

Já, er það ekki bara !  Viltu keppni þaddna?  GetLost  

Maður hefur heyrt hvernig nágrannar haga sér..... reyna að gera lítið úr manni og þykjast vera með allt best og flottast.  Hnuss.   Nú er komið að mér.  Þessa jólaseríukeppni ætla ég að vinna, hvað sem það kostar.  Angry

.

heima

.

Skreytingin mín skoh. 

LoLCoolGrinLoL

.

.

Keppni lokið.

Ég vann !  LoL

 

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 342766

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband