Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Súpervúman og Vatnavúman sigla ekki lygnan sjó.

 

Nú líður að svaðilför Bjargar Súpervúman og Önnu Vatnavúman um hrjóstugar óbyggðir Íslands, þar sem þær munu spýtast með freyðandi jökulánni niður kletta og sprungur.  (anda, slaka á).   Þar eru allar líkur á að þær hitti hinn eina sanna Tinna, því ekki má strákurinn lengur vera í Kongó.  Nepalbúar munu auk þess koma við sögu í hættuförinni og því næstum öruggt skv. líkindareikningi að Tinni verði þarna í alvörunni.   Næstum því, sagði ég.

.

east_11s

(mynd hérna)

.

Undirbúningur fyrir svaðilförina hættulegu stendur sem langhæst.  Anna Vatnavúman veit sem er að "fötin skapa manninn".  Því hefur hún fjárfest í hroðalega dýrum buxum sem ANDA.  Grin  Nú getur Vatnavú því andað rólega...... nú eða alls ekki..... því buxurnar munu sjá um það.

.

Nú, ekki er öll vitleysan eins og aldrei er of varlega farið svo Anna Vatnavú hefur látið lita á sér hárið kolsvart.  Fyrst stóð til að lita það eldrautt en klókindi Önnu Vatnavú... sögðu henni að það væri ekki vænlegur kostur, þar sem Björg Súpervú er með rautt líka.  Því væri stjarnfræðilegur möguleiki á að ræðararnir frá Nepal myndu ruglast og halda að Björg Súpervú væri á botni árinnar að leika sér við fiskana...... þegar það væri í raun Anna Vatnavú að hamast við að anda með buxunum.  Neibb.. svart var miklu skynsamlegra val.  Allavega nokkuð víst að Tinni og Nepalbúarnir finna Önnu Vatnavú með kolsvarta hárið í hvítri jökulánni.

.

Anna Vatnavú keypti fleiri föt.  Því fer þó fjarri að hún sé dekurdúkka með Hollywoodstæla.  Hér er um líf og dauða að tefla.  Tefla ?  FootinMouth  Skák ! Grin

.

Vegna þeirra mörgu uppákoma sem uppá geta komið í RiverRafting, hefur Anna Vatnavú hugsað upp plan A, B, C, D, E, F, G, H, I, Í, J og einmitt á plani J gerist þetta:

.

Anna Vatnavú drýgir hetjudáð þegar gat er komið á botn bátsins.  Of lítið loft er í honum og einhver verður að yfirgefa bátinn, svo hún fórnar sér.  Eftir yfirgengilegt þrekvirki kemst Anna Vatnavú upp úr ánni, heldur inn í óbyggðirnar (sem kalla og sem hún verður að gegna) og hyggst hafa þar vetursetu.  Anna Vatnavú er algerlega undir þetta búin.  Hún er í ull frá toppi til táar og getur því laumað sér inn í kindahóp án þess að ærnar uppgötvi neitt misjafnt.  Síðan bíður hún einfaldlega eftir næstu smölun og málið er dautt.  Verst að þetta eru eftirlegukindur.  Errm

.

Plan Í var líka auðleyst.  Þar þurfti aðeins að kaupa hanska.  Í plani Í, ráðast Ísfirðingar á Önnu Vatnavú með hæðnisorðum.  Líklegt er að atburðurinn eigi sér stað við Laugafell.  Hvað gerir Anna Vatnavú þá ?  Hún lætur hanskann detta og þá mun einhver TAKA UPP HANSKANN fyrir hana.  Grin    Plan Í er fínt.

.

Björg Súpervú er, án efa, mesta kvenhetja þessarar aldar á Íslandi.  Hún hefur sýnt slíkan hetjuskap í sumar, að það væri fáfræði eða gleymska hjá Óla vini mínum, ef hann sæmdi hana ekki annaðhvort Fálkaorðunni eða Siglingamálanálinni.

.

En má ekki vera að þessu....... plan K


Showtime.

 

Bústaðurinn sem við vorum í, í viku, var að mörgu leyti mjög þægilegur.

Veröndin var stór, með fínum heitum potti og í bústaðnum voru tvö salerni/sturtur.  Önnur var með sérinngangi beint af pallinum.  Það var því sjálfsagt að fara í þá sturtu, beint úr pottinum.

Einn daginn kom fyrrverandi tengdamóðir systur minnar í heimsókn.

Systir mín gekk með hana um svæðið. 

Þegar á sólpallinn var komið segir systir mín við tengdó sína, fyrrverandi.... "komdu hérna og sjáðu,, þetta er alveg æðislegt"  og í sama mund rífur hún upp hurðina að sérinngangs-sturtunni.

Hún horfir á tengdó-ið og sér undarlegan svip á þeirri gömlu.  Lítur þá inn og sér.......

........ mig, standandi þar á undirfötunum einum saman.  Blush

 


Pæjusaga.

 

Sniff, snörl....ég er tárvot eftir lestur athugasemdanna.  Þið söknuðuð mín í alvörunni !   Stórkostlegt.  Grin

Annars var ég bara að bulla Blush þegar ég sagðist vera búin að tjalda.

Var í sumarbústað og gerði ekki mjög margt af mér...... Woundering og þó ? 

.

Einn daginn smellti stelpan sér á Selfoss, fyrst á snyrtistofu þar sem augnumgjörð skyldi puntuð.  Aðeins einu sinni áður hef ég látið lita á mér augabrúnirnar og er afar spör á plokkun.  Vil vera natural upp að vissu marki.... þangað til fuglarnir sjá sér hag í hreiðurgerð á líkama mínum.

Þá segi ég eins og Búkolla forðum, en geri þó setningu hennar að minni.... "Taktu hár úr augabrún minni - en taktu helv. lítið samt". 

Jæja.. ég sit og veit ekkert hvað er að gerast meðan stúlkan litar og plokkar.  Klukkustund síðar fæ ég svo spegil og AAAAAAAAARG Gasp  Gúlp.

Ég er skelfileg !  Kræst, svona fer ég ekki út á götu.  Set í skyndi fram nýjar skipanir..... plokka þarna og þarna.  Svo rennur tíminn út því ég átti tíma á hárgreiðslustofunni næst.  Úff...... ég er með KOLSVARTAR miklar augabrýr og lít út fyrir að vera öskureið.

Á hárgreiðslustofunni ákveð ég að fyrst ég sé orðin eins og hrafnsungi í framan, sé eins gott að klára málið og bið um brún-svartan lit í hárið.  Þrátt fyrir mótmæli klipparans, lét ég lita það í stíl við augabrúnirnar.

Hjúkket..... ég hef skánað smá.  Kannski ef ég ber höfuðið aðeins hærra, gæti fólk jafnvel haldið að ég sé pæja.  Wink  Kolsvört pæja sko.

Ég ímynda mér að ég sé langtöffuðust á svæðinu og fer inn í Bónus.

Gott ef ekki sumir kallarnir horfa á eftir mér. Wink  Sjálfstraustið vex.

Eitt af því sem skrifað hafði verið á innkaupalistann var fiskur. 

Ég stend við frystinn og lít yfir úrvalið.  Ummmm.....þarna er girnilegur saltfiskur.  Smile  Ég vel alltaf fallegasta pakkann og eftir smá íhugun sá ég að hann var hinu megin í borðinu.  Ég teygi mig,, er alveg að ná í hann,, aðeins lengra .....úúúúps....

Pæjan steyptist á hausinn ofan í frystinn og var föst þar í 20 sekúndur, með rassinn út í loftið.  Crying

Ekki minnsti virðuleiki yfir því.  NÚLL.

Ég er ekki að fara á Selfoss alveg á næstunni sko.

 


Verslamikiðhelgin.

 

Komin í frí og búin að tjalda.

.

005AgM-12914584

.

Sorrý, ekkert pláss fyrir gesti. Wink

 

 


Ég blogga aldrei um fréttir......

 

...en þessi dama er bara svo stórkostleg.  Grin

.

Þegar ég verð stór, ætla ég að opna skemmtistað (elliheimili) fyrir fólk sem ætlar að lifa lífinu þangað til það deyr.  Þar verður spilað bridge, drukkið rauðvín, reyktir vindlar, dansað tvisvar í viku og sungið.  Og þá er eftir að telja upp snyrtistofur, hárgreiðslustofur, nuddstofur, sundlaugar og bara... jú neim it...... allt sem er gott.

Síðan ætla ég að blikka strákana og passa að vera komin með staf.... svo þeir nái mér örugglega á göngunum.  LoL   "Njóta efri áranna" eins og maður nýtur neðri áranna.

.

Umsóknir sendist nú þegar, því það komast færri að en vilja.

 

Og bæ ðe vei....... konan frá Ástralíu lítur út fyrir að vera 74 ára en ekki 94 ára. 


mbl.is 94 ára amma útskrifast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fékk skemmtilega athugasemd í dag.....að ég væri normal. Það sama er ekki hægt að segja um dýrin mín.

 

Einu sinni átti ég hryssu sem fór alltaf með mér út á snúru að hengja út þvottinn.

Getur einhver toppað það ?

.

.

Þetta er Depill. 

Reyndar hét Depill Doppa þar til ég kíkti á "bíbbið".

Hvað er hann að gera þarna ? 

 

Mynd(37)

Jú, Depill er að sjúga tíkina... þessa hérna...

.

A003

.

Við þurftum að klæða hana, til að venja Depil drykkfellda af brjósti.

.

 

Hér er svo kisi eftir drykkinn góða.

.

Aftur

.

Depill er núna tæplega tveggja ára og það kemur ennþá fyrir að hann stelst á spena.  Sumt er bara svo gott.  Wink


Forvitni læknirinn.

 

Það var ekki vandræðalaust að koma yngstu dóttur minni í heiminn.  Fimm dögum eftir fæðingu, fékk ég heiftarlegar blæðingar.  Þá er ekki verið að tala um rennandi blóð, því það fór allt í köggla og lifrar inni í mér og spýttist svo út á gólf þegar það kom út.  Mjög sjarmerandi. 

.

Læknar á sjúkrahúsi, úti á landi, settu dripp í æð hjá mér sem átti að stöðva blæðingarnar.  Áfram héldu þó blæðingarnar af fullum krafti.  Þeir skrúfuðu þá meira frá flöskunni, juku drippflæðið, en allt kom fyrir ekki.  Þannig gekk í tvo sólarhringa.  Ég var búin að skamma þá og segja að þetta virkaði ekki hætis hót og það eina sem þetta dripp gerði mér, var að ég varð alltaf veikari og veikari.

.

Skemmtileg saga ?  LoL

.

Tveimur sólarhringum eftir að blæðingar hófust, var ég loks send með sírenusyngjandi sjúkrabíl á gjörgæslu Landspítalans. 

.

35_laeknir

Á Landspítalanum tók á móti mér læknir sem ég þekkti frá fyrri sjúkrasögu - sem ykkur kemur ekki við.  Smile 

Ég man hvert einasta orð sem okkur fór á milli:

.

Læknir...... "Sæl......ég þarf að spyrja þig nokkurra spurninga.  Veistu hvaða dagur er" ?  (Hvað, eins og maður gangi með dagatal á sér þegar maður er á spítala GetLost)

.

Anna....Nei.

.

Læknir....."Veistu hvaða mánuður er" ?  ("Hvað er að manninum.....getur hann ekki gáð að því sjálfur" ?  Ennþá finnst mér eðlilegt að ég viti ekki svarið þar sem ég hef jú verið á spítala). 

.

Anna.... Nei.

.

Læknir..... "Veistu hvaða ár er" ?  (Nei hættu nú alveg Blush )

.

Anna.... Ehmmm..... nei.

.

Læknir..... "Veistu hvað þú heitir" ?  (Ég hugsa lengi, lengi). 

.

Anna....... Nei. (aulalegt Frown 

.

Læknir......"Veistu hvað ég heiti"?

.

Anna.........  Ég man ekki hvað þú heitir, en ég veit sko alveg hver þú ert !  Grin  (Hjúkket, ég held kúlinu.  Þar skall hurð nærri hælum.  Næstum búin að gera mig að fífli LoL ).

.

Það sem gerðist var að drippið áðurnefnda, ruglaði blóðsykri og söltum sem olli því að ég fékk mikinn bjúg alls staðar.  Líka við heilann.  Mér skilst að ég hafi litið hroðalega út.  Shocking

Þegar ég fékk rétta meðhöndlun runnu svo frá mér 15 lítrar á 15 tímum.  15 kíló.

Og ég er svo heppin að vera nokkuð heil í heilanum..... held ég.  Wink

 


Brandaradagur.

 

Í dag er brandaradagur. 

Ég heyrði þennan í dag og hló eins og fábjáni.  Síðan sagði ég hann í bankanum og þá er hann víst eldgamall.  Sennilega var ég síðust til að heyra hann.  Ætla samt að setja hann hérna, þó ekki sé nema til að ég geti hlegið meira að honum sjálf.  LoL

Er ég búin að gleyma honum ?  Woundering

Augnablik...........

.

ok, nú datt hann inn.  Fjúff.

.

Are you from you.

.

Ertu frá þér

.

Góður þessi ! LoLLoL

.

 

 

 


Minna en ekki neitt.

 

Hafnfirðingur var að undirbúa 5 manna matarveislu.

Hann skreppur inn í Nóatún og biður afgreiðslumanninn í kjötborðinu að aðstoða sig.

"Áttu eitthvað hentugt á grillið sem dugir fyrir 5-6 manns" ?  spyr hann.

Eftir nokkur orðaskipti fer Hafnfirðingurinn heim með lambalæri.

.

.

Um kvöldið grillar hann en þegar hann telur að  lærið sé orðið tilbúið, og tekur það úr álpappírnum, er það orðið pínulítið. 

Hafnfirðingurinn verður æfur.  Rýkur í fússi út í Nóatún og skammar afgreiðslumanninn.

"Þú sagðir að þetta væri nóg fyrir 5-6 manns... en svo er þetta orðið pínu- pínulítið.  Bara ekki neitt neitt."  Angry

Afgreiðslumaðurinn hnyklar brýrnar og segir  "já, stundum fara hlutirnir ekki eins og við ætlum.  Það er stutt síðan ég setti lopapeysuna mína í þvottavélina og síðan í þurrkarann og hún hvarf næstum því.  FootinMouth

Hafnfirðingurinn hugsar sig um og segir svo...... 

.

.

kind

.

"Aaaaaa, þetta er örugglega sama kindin".


« Fyrri síða

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 343358

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband