Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
30.6.2008 | 20:11
Svartur dagur.
Frú Jónasson var að dauða komin og gerði boð fyrir eiginmann sinn og sagði:
"Í jarðarförina vil ég að þú farir í bíl með bróður mínum".
Hann: En ég hef aldrei þolað bróður þinn.
"Það verður svona, sagði frúin. Þetta er síðasta ósk mín".
Hann: Þá það, en þetta eyðileggur alveg daginn fyrir mér.
.
.
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
29.6.2008 | 18:19
Óþekktarangarnir.
Það er svo misjafnt og virðist fara mikið eftir tíðaranda hvers tíma, hvað kallast óþekkt.
Reyndar eru ekki mörg óþekk börn til í dag því þau kallast ofvirk eða eitthvað annað í nútímanum.
Þegar ég var krakki, var óþekkt alþekkt fyrirbrigði. Þótt ég væri auðvitað stillt.
Sérstaklega man ég eftir tveimur drengjum úr minni æsku, sem virtust hafa það að aðaláhugamáli að gera eitthvað af sér. Annar þeirra var prestssonur.
Einn fagran sumardag komu þessir drengir í heimsókn. Ég sat í stofunni heima en foreldrar mínir í eldhúsinu ásamt foreldrum drengjanna. Þótt ég væri bara krakki, fannst mér, á ákveðnum tímapunkti, að þeir væru of hljóðlátir. Ég stóð upp og gekk fram til að gá að þeim.
En ég kom of seint !
Þeir voru að snæða gullfiskana mína.
Ég sá í sporðinn á Gulla þar sem hann hvarf upp í munn stráksa.
.
.
Hvað kallast svona gullfiskaát í dag; óþekkt, ofvirkni eða einfaldlega svengd ?
29.6.2008 | 11:01
Svíagrýlan er þá til eftir allt.
Sænskur drengur bauð ekki tveimur skólabræðrum sínum í átta ára afmælið sitt.
Skólastjórinn varð reiður og fór með málið fyrir sænska þingið.
Væntanlega verður lagt fram frumvarp til laga þar sem krökkum verður bannað að bjóða ekki öllum í afmælið sitt.
Annars kemur Svíagrýlan og tekur þau !
.
.
Ég býð hér með öllum í afmælið mitt í mars.
Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2008 | 20:08
Vinna.
Það er búið að vera allt of mikið að gera hjá mér síðan ég hætti í vinnunni. Moka burtu forljótu trjábeði, hreinsa burt allan njólann og rabbarbarann á bakvið hús (eða það var eiginlega sonur minn sem gerði það allt en ég varð samt frekar þreytt af að horfa á hann ), taka til og þvo þvott og svoleiðis, fylgja dótturinni á fótboltamót, fara í húsmæðraorlof, út að ganga með kisa, lesa bók, liggja í sólbaði og svo framvegis. Já og svo gekk ég 14 kílómetra með hestana einn daginn. Það þarf að viðra þá og koma þeim í þjálfun.
Jasso.
.
.
Ég segi eins og einn vinur minn;
Það er bara eitt sem ég sé eftir í lífinu. Ég sé alltaf eftir því að hafa byrjað að vinna.
26.6.2008 | 13:53
Half and half.
Við Ragnheiður bloggvinkona hugsum svo oft svipað. Í dag varð henni að orði;
"Það mætti halda að við séum með sama heilann".
Nú ........ gefum okkur að það sé rétt hjá henni.
.
Þá kemst ég að þeirri niðurstöðu með mínum takmarkaða heila að.........
....... við séum ekki með heilann, heldur hálfan.
Það skýrir ýmislegt.
.
.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
25.6.2008 | 21:05
Við höfum allt sem við þurfum.
.
.
Við höfum ægifagurt sólarlag.
Getum drukkið nægju okkar úr tærum fjallalækjum.
Gengið fjörur, dali, árfarvegi, fjöll, firði og móa.
Öndum að okkur hreinu lofti eftir nýfallinn síðdegisskúr.
Snæðum síðan soðna ýsu með kartöflum og smjöri.
Og elskum hvort annað.
.
Hverjum er ekki sama um fallna krónu ?
25.6.2008 | 09:39
Óborganlegur.
.
.
Mér finnst þessi svipur á hundinum alveg óborganlegur.
Hann er að segja; "Á að skilja mig eftir heima"?
.
Hefur þú einhvern tíma sett upp óborganlegan svip ?
En borganlegan ?
23.6.2008 | 21:47
Smá leikur.
Hvað er það sem er
rautt
hvítt
rautt
hvítt
rautt
hvítt
rautt
hvítt
.......
23.6.2008 | 11:03
Skin og skúrir.
Leiftrandi af gleði ég leik mér í dag
hve lífið er yndislegt, sólríkt og bjart
Mig langar að yrkja eitt örlítið lag
mig langar að segja svo mikið og margt
.
Fjölbreytileikinn svo frískandi er
finnst stundum erfitt en svo líður það
Lán er að kunna að leika með þér
og líka að halla sér öxl þinni að
.
Væri eitthvað gaman ef alltaf væri sól ?
aldrei þá rigndi, svo tilbreytingalaust
væri það gaman ef alltaf væru jól ?
og gjörsamlega mánudagalaust.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
20.6.2008 | 09:03
Vink vink.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði