Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
29.9.2008 | 23:42
Það var SAMT kleinubragð af kleinunum.
Nennið er horfið.
Ég hef ekki nennt að blogga. Kannski ekki skrýtið þar sem ég vinn á tveimur vinnustöðum þessa dagana og er þess á milli auðvitað hin besta húsmóðir. Var ég búin að segja að ég gerði kleinur um daginn ? Úúú..... þær heppnuðust allvel miðað við fyrsta kleinubakstur. Fór enda alveg eftir uppskriftinni. Á handskrifaðri uppskriftinni stóð 1 2 tsk. kardimommudropar. Ég horfði á þetta og velti því fyrir mér hvort verið væri að meina hálfa teskeið eða eina til tvær ? Setti svo eina og hálfa teskeið eftir djúpa íhugun. Vinnufélögum fannst kleinurnar góðar en þó heldur bragðlausar. Þær spurðu hversu marga dropa ég hefði sett í deigið sem var 2 kíló. Mér skilst eftirá að þarna hafi staðið tólf teskeiðar. Ég get þó svarið að ég fann kleinubragð af kleinunum.
.
.
Katla Gustavsberg köttur er nýbúin að læra að fara út og inn og út og inn og svo aftur út og það er nú rétt hægt að gera sér í hugarlund hversu mikill tími fer í að opna hurðina. Mér líður eins og ég sé sjálfvirkur svalahurðaropnari.
.
Ég forðast að hugsa um stjórnmál þessa dagana þar sem ég vil helst vera í góðu skapi.
Mikið er ég samt ánægð að eiga hæfilega lítið af peningum. Þá þarf ég engar áhyggjur að hafa af því hvort bankar fari á kollinn. Ég er sko alltaf að græða.
Allir í fjölskyldunni dafna vel og njóta sín.
.
Ég er hamingjusöm í kreppunni.
Bloggar | Breytt 2.10.2008 kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
25.9.2008 | 18:37
Hvaða dýr er öðruvísi og er með eitthvað sem langflestir nota ?
25.9.2008 | 17:35
Ég þori ekki að koma með svarið við gátunni.
.
.
24.9.2008 | 22:37
Ég er letidýr.
.
.
.
.
En eftir mikla pressu frá sjálfri mér, þar sem fortölum og úrtölum var beitt ásamt þvingu og plankastrekkjara, kemur hér ein gáta;
Hvaða dýr er öðruvísi og er með eitthvað sem langflestir nota ?
Dýrin á myndunum eru alveg ótengd gátunni.
21.9.2008 | 11:19
Kötturinn er eins og íslenskt húsnæðislán.
Þessi mynd er tekin fyrir hálfu ári. Hrafnkatla Gustavsberg ofurkrútt.
.
.
EN ..... ......... hún borðar of mikið.
Í dag nær hún alveg upp í loft. Sagt og skrifað; upp í loft !
.
.
Hrafnkatla fer til dýralæknis í næstu viku. Ég held hún sé með verðbólguna.
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
20.9.2008 | 16:53
Ég skora á Símann !
Mikið mega þeir sem stóðu að söfnun fyrir Mænuskaðastofnun Íslands, vera stoltir af bæði góðu sjónvarpsefni og alveg frábærum árangri.
-----------
EN.... það er eitt sem skyggir á gleðina yfir glæsilegri söfnun;
Hverjum einasta þeirra sem hringdi inn framlag er gert að greiða 79 krónur til Símans.
Þjónustugjald kalla þeir þessa sjálftöku.
Eigum við að giska á að 15.000 manns hafi hringt inn ?
Þá er Síminn að græða 1.185.000 krónur sem þeir hefðu aldrei fengið nema vegna þess að til er fólk með mænuskaða. Mér finnst ekki fallegt að græða á þennan hátt.
.
Ég skora á Símann að láta Mænuskaðastofnun Íslands fá alla þá peninga sem þeir tóku í þjónustugjald vegna þessarar söfnunar.
.
.
Ég er viss um að Síminn er góður og ég mun fylgjast með fréttatilkynningu þess efnis.
20.9.2008 | 10:12
Man einhver eftir þessum bókum ?
.
Alveg gat ég setið tímunum saman þegar ég var barn og skoðað myndirnar í Perlubókunum. Það eru allir svo hamingjusamir og góðir á myndunum.
.
.
.
18.9.2008 | 22:15
Er eðlilegt að kjararáð sé skipað af þeim hinum sömu og þeir síðan ákvarða laun fyrir ?
Þetta er pólitíski dagurinn minn í þessum mánuði. Vonandi sá eini.
Hér er frétt sem vakti athygli mína.
"Kjararáð ákvað í lok ágúst að hækka laun forseta Íslands, alþingismanna, ráðherra, hæstaréttardómara og héraðsdómara um 20.300 kr."
og í lok fréttarinnar;
"Kjararáð er skipað fimm ráðsmönnum og fimm til vara. Þrír eru kosnir af Alþingi, Hæstiréttur skipar einn og fjármálaráðherra einn.
Ok, leggjum nú saman tvo og tvo. Kjararáð ákvarðar laun fyrir "vinnuveitanda" sinn. M.ö.o. ef Kjararáð skammtar naumt, er það í hendi launþeganna (alþingismanna, hæstarréttar.....) að velja nýja aðila í Kjararáð til að ákvarða launin næst.
Nú er ég ekki að ýja að því að Kjararáð starfi ekki heiðarlega. Mér finnst bara með ólíkindum að þetta ráð sé skipað af sömu aðilum og ráðið á síðan að fjalla um.
Gefum okkur að Kjararáð sé vel launað. (sem ég hef ekki hugmynd um) Þá hefur ráðið hagsmuni af því að hækka laun "vinnuveitanda" sinna nógu mikið til að "vinnuveitendurnir" séu ánægðir með ráðið og ráðið haldi þá stöðu sinni til að þéna áfram góð laun.
Jahérna.
Laun æðstu embættismanna hækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2008 | 21:07
Tapa á daginn og elda inni á kvöldin.
Stundum rekst ég á fólk sem hugsar í peningaseðlum. Þá meina ég að viðkomandi hegða sér og tala þannig, að peningar séu það sem málið snýst um. Lífshamingjan í öllu sínu veldi.
.
.
Nú verð ég að viðurkenna að ég vorkenni þessu fólki smávegis. Hvaða líkur eru á að svona þenkjandi persónur finni almennilega hamingju ? Afar litlar... og nú þegar krónan er að verða verðlaus, fer vonin um hamingju peningamanna enn þverrandi.
Talandi um peningahyggju, dettur mér í hug að Sjálfstæðismenn hljóti að vera hálf niðurlútir þessa dagana. Þeir vilja jú helst græða á daginn og grilla á kvöldin..... en í þessari niðursveiflu efnahagskerfisins í bland við rok og rigningu, eru þeir væntanlega að tapa á daginn og elda inni á kvöldin. Eymd er þetta. Ég er líka ekki frá því að Sjálfstæðismönnum fari fækkandi þessa dagana. Það er lítið töff að viðurkenna að efnahagur landsins sé kominn til helvítis, (ljótt að blóta) m.a. vegna þeirra eigin óstjórnar.
Hvað boð skyldu nú koma frá Valhöll fyrir næstu kosningar ? Kannski þeir segi .........
"bannað að kjósa vinstri menn því þá fer fjárhagur landans til fjandans."
.
Nei, þá spring ég úr hlátri.
16.9.2008 | 21:48
Veðurspá.
Í nótt verður hávaðarok og grenjandi rigning. Og krakkar, muna að fara ekki út.
Vindaspá:
.
.
Úrkomuspá:
.
.
Innanhússspá:
.
.
Anna ofsaveður. (Sbr. Siggi stormur)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði