Fjörutíu fuku og leyndarmálin fjúka líka.

 

Nú er ég fjörutíu bloggvinum fátækari... en það er ekki magnið sem skiptir máli, heldur gæðin.  InLove

Þá er runnin upp sú stund að ég get sagt ykkur öll mín innstu mál.  Bara bestu bloggvinir mínir eftir.  Wink 

Hér kemur fyrsta leyndóið og þið lofið að þegja yfir því.  Cool   Það tekur aðeins á að opna sig svona..... Crying ....ehf  LoL  ég ætlaði að skrifa ehm ...... en eitthvert eignarhaldsfélag slæddist óvart með.  Kannski skiljið þið ekki orð af þessu en það gerir þá ekkert til.  Brosið bara út í annað og haldið svo áfram að brosa út í annað.

En nú kemur það !

Einn bloggvinur minn er dálítið meira en bloggvinur.  Hann er besti vinur minn og kannski aðeins meira en það. 

Say no more, say no more.  Joyful 

Förum svo í leik.... svo það sé nú ekki verið að agnúast út í mig fyrir að skrifa undir færsluflokknum "spil og leikir". 

Allir sem fatta hver hann er, þessi besti vinur minn og kannski aðeins meira en það.... þeir eiga að fara á síðuna hans og kommenta:  "Ert þú hann ?Whistling


Miðvikudagur til tiltekar.

 

Níutíuogeinn bloggvinur, samkvæmt vörutalningu í Sparisjóði grínista og nágrennis.  Gasp 

Það er of mikið !  Á miðvikudaginn kemur, er alþjóðlegur bloggvina-tiltektar-dagur hjá S.G.O.N.

Ég geri ráð fyrir að þeir bloggvinir, sem ekki hafa lagt inn orð hjá sjóðnum síðustu þrjá mánuði, séu líklega ekki að grínast.  Ef Sparisjóðurinn er svo heldur ekki að spauga neitt í þeim, er engin ástæða til lengra samstarfs.  Smile   "Þú leggur ekki inn eftirá", er kjörorðið hér. 

.

Dyggir viðskiptavinir fá auðvitað ýmis hlunnindi einhvern tíma.  Cool 

.

074

.

Sumir eru búnir að finna sína réttu hillu í lífinu.  Wink

 


Halldór er dottinn íða.

 

Halldór, bloggvinur minn, datt íða í gær.  Datt íða að lesa ljóð sko.   Hann verður fyrir svo miklum hughrifum af ljóðunum,  að hann grætur og grætur og ætlar að gráta fram að páskum.  Crying

Ýmislegt lærir maður á netinu, nytsamlegt sem ónytsamlegt.  Áðan lærði ég snilldarbragð.  Ef maður dettur oná góða ljóðabók, þá nýtur maður ljóðanna í botn.  Hef aldrei vitað að gott væri að vera oná ljóðabókinni.  FootinMouth

Hér verður því gerð rannsókn, til að sannreyna þessa speki.  Ég birti ljóð sem ég samdi einhvern daginn.  Rómantísk vella...... sem ætti þó að vera mjög gott hnoð, ef þið aðeins fylgið fyrirmælum og liggið ofan á skjánum meðan lesið er.  Wink

.

Hjartað þitt er hreint og tært
svo hlýr þú ert og ornar mér.
Í fangi þínu sef svo vært
og sundlar ef ég er með þér.

Þú elsku gefur alla leið
ert ljúfur, traustur, blíður.
Með þér ég þrái æviskeið,
njóta þess er okkar bíður.

.

Nú megið þið koma ykkur niður af skjánum aftur.  Virkaði þetta ?

.

P.S.  Muna svo eftir handboltaleiknum í sjónvarpinu klukkan 15.40... bein útsending frá leik karlalandsliða Íslendinga og Tékka.  Cool


Rauðkan.

 

Þið sem hafið gaman af því að spila... hér kemur ábending:  Ticket to ride, eða lestarspilið er alveg ferlega skemmtilegt.  Smile   

.

Ticket_To_Ride

.

Í gærkvöldi var ég að reyna að mala dóttur mína og fleiri í lestarspilinu.  Uppúr þurru segir svo dóttir mín;  "Ég var rauðka um daginn".  Ég rak upp stór augu og skildi síst hvað barnið átti við.  Woundering   Hún hélt áfram: "ég var að borða ís í brauðformi, sneri ísnum öfugt og beit endann af, síðan sneri ég ísnum við og auðvitað lak hann þá út um allt".   Ég hugsaði á megahraða en allt kom fyrir ekki.  Hvað átti barnið við með "Ég var rauðka um daginn"?  Aðeins síðar rann upp fyrir mér ljós !  Hún er fallega rauðhærð (með appelsínugult hár með ljósum náttúrulegum strípum í.... mjög sérstakt) og þá gat hún auðvitað ekki sagt: "Ég var ljóska um daginn".  Grin   

 


Gillí.

 

Gíslína Erlendsdóttir fæddist 12. janúar 1961 og hefði því orðið 47 ára í dag.   Hennar er sárt saknað.  Eftirfarandi texti, sem sunginn var við útför hennar, kemur alltaf til með að minna mig á Gillí. Heart 

.

Tvær stjörnur - Megas.

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer.
En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.

Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn,
svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn.
Í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð
og vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð.

Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin
því ég sé það fyrst á rykinu, hve langur tími er liðin.
Og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu máli.
Því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli.

Já, og andlitið þitt málað. Hve ég man það alltaf skýrt,
augnlínur og bleikar varir, brosið svo hýrt.
Jú ég veit vel, að ókeypis er allt það sem er best,
En svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst.

Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér.
Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á.
En ég sakna þín mest á nóttunni er svipirnir fara á stjá.

Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær
stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær.
Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund.
En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund.

.

England_og_sveitin_sept_2007_024_sized

 


Er komin steinöld ?

 

Í gær bloggaði ég um Einstein og í dag um Hafstein....... nú á ég bara eftir að fjalla um Þorstein, Sigurstein, Rammstein og Aðalstein.  Happy

Þetta var nefnilega engin tilviljun.

.


Mig vantaði Hafstein.

 

Ég svara í símann í mínu fyrirtæki.  Í morgun hringdi maður og bað um Hafstein.  Enginn Hafsteinn vinnur í fyrirtækinu og tjáði ég manninum það.  Hann sagði bara VÍST og sagði mér að gefa sér samband við Hafstein.  Eftir það, náði ég aldrei að klára heila setningu í símann því maðurinn greip alltaf fram í fyrir mér.  Hann jós úr sér yfir mig og skipaði mér að finna út úr þessu. 

.

angry%20man

.

Meðan maðurinn hraunaði yfir mig, datt mér ýmislegt í hug. 

Kannski ég ætti að hlaupa fram, segja Geir að hendast í það að fá nafnabreytingu í þjóðskrá.....og gefa manninum svo samband við Geir... nei ég meina Hafstein. Woundering  

Eða gefa símtalið í næsta símtæki, hlaupa sjálf og svara með dimmri karlmannsröddu:  "Hafsteinn hér, góðan daginn".  Cool

Nú eða segja mannleysunni í símanum að Hafsteinn væri veikur og yrði það eitthvað fram eftir ári.

Í alvöru !  Hvað á maður að segja svona fólki ?  Joyful

 


Leitin að snillingunum....

 

Þessa smáþraut mun Einstein hafa samið á nítjándu öldinni og sagt að 98% fólks í heiminum gæti ekki leyst.  Ert þú ein/einn af þeim 2% sem geta þetta?

.

Staðreyndirnar eru:

- Það eru 5 hús í 5 mismunandi litum.

- Í hverju húsi býr einstaklingur af ólíku þjóðerni.

- Hver þessara 5 einstaklinga drekkur eina gerð af drykk, reykir eina gerð af tóbaki og á eitt gæludýr.

- Enginn þessara einstaklinga hefur sams konar gæludýr, reykir sömu gerð af tóbaki né drekkur sömu gerð af drykk.

.

Vísbendingar:

Bretinn býr í rauðu húsi.
Svíinn á hund.
Daninn drekkur te.
Græna húsið er vinstra megin við hvíta húsið.
Eigandi græna hússins drekkur kaffi.
Einstaklingurinn sem reykir Pall Mall á páfagauk.
Eigandi gula hússins reykir Dunhill.
Einstaklingurinn sem býr í húsinu fyrir miðju drekkur mjólk.
Norðmaðurinn býr í fyrsta húsinu.
Einstaklingurinn sem reykir Blend býr við hliðina á þeim sem á köttinn.
Maðurinn sem á hestinn býr við hlið þess sem reykir Dunhill.
Sá sem reykir Blue Master drekkur bjór.
Þjóðverjinn reykir Prince.
Norðmaðurinn býr við hliðina á bláa húsinu.
Sá sem reykir Blend á nágranna sem drekkur vatn.

.

Spurningin er:   HVER Á GULLFISK SEM GÆLUDÝR ?

.

..... Shocking......

 

 

 


Nýársnótt árið 1983.

 

Einu sinni var ég ung og vitlaus.  Nú er ég bara ung.  Joyful

Má maður viðurkenna syndir, sem framdar voru fyrir ALDARFJÓRÐUNGI ?

WounderingPoutyFootinMouthErrmUndecided ...... Crying

Ok, hugsa, hugsa..... hvað er það versta sem gerist ef ég játa nú ?  Bandit 

Þú missir prófið góða mín.  Police

Gúlp !  Shocking

.

Hvað gerir maður ekki fyrir bloggfrægðina ?  Blush

............................................................

Á mínum unglingsárum, tíðkaðist það að allir í sveitinni hittust í ótilgreindu félagsheimili um áramótin.  Þar var hvorki hljómsveit né lögregla, heldur voru spilaðar vinylplötur og á milli platna sungu allir, hver með sínu nefi.  Man ég til dæmis eftir að allir fóru í hring, áramót ein, undir morgun og sungu færeyskan Vikivaka.  Wizard   Þetta voru svakalega skemmtilegar samkomur.  Allur gangur var svo á því hvar fólk endaði á nýársdagsmorgun og gat allt eins verið staldrað við í fjósi og teknar mjaltir með einhverjum bóndanum á heimleiðinni.  Þetta var semsé ferð, algerlega laus við áætlaðan heimkomutíma.  Aðeins ein regla gilti í þessum áramótaferðum:  "Sá sem var minnst fullur, keyrði heim".  Nú.... það kom því yfirleitt í minn hlut að keyra heim.

Ein af þessum heimferðum er mér sérstaklega eftirminnileg.  Ég lagði af stað og fann reyndar að ég var dálítið vel við skál.  Eftir nokkur hundruð metra akstur, hugsaði ég með mér:  "Rosalega er ég full maður, ég er í vandræðum með að halda bílnum á veginum".  Happy  Áfram keyrði ég, hallaði mér fram og vandaði mig ógurlega við að hitta á veginn.  Það var ekki heiglum hent að hitta !  Bíllinn rásaði kantanna á milli og þegar ég beygði af afleggjaranum og út á þjóðveg, var ég næstum því búin að missa hann útaf.  Úps.  Pinch  Enn hélt ég áfram og vandaði mig sem aldrei fyrr.  Bíllinn fór til hægri og síðan til vinstri og alltaf barðist ég við að halda honum á veginum.... en hálfflissaði innan í mér yfir því hvað ég væri drukkin.  LoL

Þegar við höfðum keyrt um 10 kílómetra, tautaði Þorgeir bróðir úr aftursætinu:  "Anna, heldurðu að það geti verið sprungið hjá þér"?  Woundering    Ég stöðvaði bílinn, skrölti út og jú jú .... kolsprungið !   Bíllinn rásaði semsagt ekki svona mikið út af ofdrykkju minni, eins og ég hafði áður talið, heldur af því að það vantaði eitt dekkið.  Blush 

Einu sinni var ég ung og reglulega vitlaus.

 

 

 


Obbobobb.

 

Sparisjóður grínista og nágrennis óskar eftir að ráða laghentan sparigrís til starfa nú þegar.

.

pig-3


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband