29.4.2010 | 13:30
Doddi.
Í rúmlega þrjú ár hef ég bloggað með misgóðum árangri.
Stundum eru bloggin mjög góð, stundum ægilega góð, nokkur frekar góð og önnur svakalega góð. Semsagt í heildina; misgóð. Bloggin voru í það minnsta góð fyrir það að þau héldu mér frá því að gera eitthvað annað og verra, svona rétt á meðan ég bloggaði.
.
.
Í lífinu hef ég komist að því að ég má helst ekki fara til útlanda.
.
Einu sinni fór ég til sólarlanda. Þegar ég kom heim aftur, var búið að lengja skólaárið. Síðan hefur skólinn verið starfræktur langt fram á sumar ! Ekkert tillit tekið til sauðburðar og rétta, hvað þá annað. Ekkert vit í því !
.
.
Í fyrra álpaðist ég til útlanda. Við heimkomuna sá ég að Doddi var orðinn ritstjóri Morgunblaðsins. Glórulaust !
.
.
Eins og í góðum skáldsögum er hér hoppað á milli tímabila og þau síðan tengd í lokin.
Doddi er í útlöndum og ég sit hér og blogga.
Þá er tengingin komin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2010 | 10:44
Hrukkukremið.
Fenguð þið sumargjöf ?
Ég fékk !
Á maður að gleðjast eða gráta þegar eiginmaðurinn gefur manni hrukkukrem ?
Jæja, ég viðurkenni alveg að þegar Nivea anti wrinkle var auglýst í sjónvarpinu, varð mér á orði að mig vantaði þannig. En ég var auðvitað að djóka.
.
.
Ég les alltaf leiðbeiningar á öllu núorðið. Það kemur svosem ekki til af góðu. Fyrir nokkrum árum keypti ég mér brúnkuklúta. Eitt kvöldið var ég á leið í gleðskap og tók því einn klútinn og renndi honum yfir andlitið. Ekkert gerðist. Ég varð mjög hissa og renndi honum aftur yfir andlitið og varð sífellt meira hissa á því að nákvæmlega ekkert gerðist. Hafði ég keypt eitthvert ónýtt drasl ? Ég fór að lesa: "berist á húð - virkar eftir 4 klukkutíma" !
Það er skemmst frá því að segja að kjellan fór hvít í partý en kom dökkbrún heim.
.
En aftur að núinu.
Ég er búin að lesa leiðbeiningarnar á hrukkukreminu og mér líkar ekki allskostar allt sem þar stendur:
Rekommenderad åldersgrupp 33-47 år.
Hvurslags asnaskapur er það ?
Mér líður eins og ég sé að verða útrunnin.
.
.
Orð dagsins:
Alls ekki nota hrukkukrem þegar þú ert orðin hrukkótt/ur.
18.4.2010 | 12:40
Lífsskoðun.
Í útvarpsmessunni í morgun flutti presturinn, séra Tómas Sveinsson, þá albestu ræðu sem ég hef heyrt í messu.
Hann kom inn á þá staðreynd að menn hafa villst ansi langt frá þeim góðu gildum sem trúin boðar okkur, s.s. heiðarleika, manngæsku, samhyggð og kærleika.
Einhvers staðar á leiðinni fór sumum að þykja í lagi að ástunda valdníðslu, græðgi og spillingu. Það varð lífsskoðun margra að verða sem ríkastir og að sölsa undir sig sem mestum völdum, sama hvaða afleiðingar það hefði fyrir náungann.
Það hefur hreinlega verið stefna sumra flokka að sölsa undir sig völdum og auði, því það sé merki um "mannkosti", nái einstaklingar árangri á þeim grunni.
Þeim, sem stunduðu þetta af hvað mestu kappi, var hampað í blöðum landsins eins og þeir væru sérstakir snillingar.
Sr. Tómas sagði að orðin "góði fjárhirðirinn" hefðu alltaf haft jákvæða merkingu. Góði fjárhirðirinn lætur sig varða velferð alls fjár og sinnir jafnt sínum eigin skepnum sem og annarra.
Í bönkunum var orðið "féhirðir" búið til og upphaflega varð sá einn féhirðir sem hafði til að bera dyggðir eins og heiðarleika og vammleysi.
Í dag hefur orðið fengið á sig ljótan blæ. Í dag þýðir féhirðir: "sá sem hirðir fé úr bankanum".
.
Það er í rauninni ekki flókið að mynda sér lífsskoðun sem hald er í, til langframa - fyrir alla.
Þú þarft bara að fara í grundvallaratriðum eftir boðorðunum tíu.
.
.
Og ef það vefst fyrir einhverjum, þá dugir að fara eftir þessu:
Gerðu við náungann eins og þú vilt að náunginn gjöri við þig.
Stuðlaðu að hamingju annarra og þú munt verða hamingjusamur.
.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.4.2010 | 13:32
Vaskur með vaski.
Vaskurinn hjá mér er bilaður. Hann lekur.
.
.
Í sjálfu sér væri það ekki vandamál nema fyrir það að ef ég kaupi mér vask þarf ég að kaupa vask með vaski.
Og ég þarf bara einn !
.
Nú beini ég spurningu til fróðra manna; Hvernig er hægt að kaupa vask án annars vasks ?
Kannski ég stofni bara ehf. Þá fæ ég vaskinn endurgreiddan.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.4.2010 | 15:27
Allt hefur sínar skýringar.
Britain: WTF Iceland?!? Why did you send us volcanic ash? Our airspace has shut down.
Iceland: What? It´s what you asked for, isn´t it ?
Britian: NO! Cash! Cash you dyslexic fuck. CASH !
Iceland: woooops.
.
.
To the British and Dutch Governments: There is no C in the Icelandic alphabet, so when you ask for Cash, all you get is Ash...
.............
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2010 | 15:40
Þett´er nóg, þett´er nóg ...... ♫♪ ♫♪
Nú er ég búin að fá ofskömmtun af fréttum.
.
.
Ég bíð eftir fréttatímanum sem segir;
Í fréttum er þetta helst.......
............ ekkert er að frétta.
.
Ég sakna þess, þegar var gúrkutíð.
.
.
11.4.2010 | 11:58
Ert þú eitthvað öðruvísi ?
Þú ætlar að velja þér kettling og í boði eru tveir bröndóttir og einn gulur. Hvern tekur þú ?
.
.
En ef í boði eru þrír gulir og einn grár ?
.
Eftir margra ára rannsóknarvinnu hef ég komist að þeirri niðurstöðu að kettlingurinn sem er öðruvísi á litinn en hinir, er nánast alltaf valinn fyrstur.
Sem segir okkur hvað ?
.
Að það sem er öðruvísi er eftirsóknarvert.
.
Þessa eina mestu speki sem minn haus mun nokkurn tíma láta frá sér fara, vil ég að unglingar landsins innbyrði og leyfi sér framvegis að vera þau sjálf, öðruvísi en allir hinir.
.
.
7.4.2010 | 22:10
Kæruleysistaflan.
Þar sem minn maður er tölvulaus á spítala, get ég alveg bloggað um vitleysuna sem valt upp úr honum í dag.
Forsaga málsins er sú að verið var að fjarlægja gallana úr honum og kom þá í ljós að þeir reyndust óvenjulega stórir. Gallarnir höfðu safnast saman í eins konar steina.
Áður en aðgerðin hófst, urðu hjúkrunarkonunni á þau mistök að gefa honum kæruleysistöflu.
Það hefði hún ekki átt að gera.
Taflan var ekki fyrr farin að virka en minn maður fór að tala um starfsfólk spítalans.
"Það eru allt eintómir vitleysingar sem vinna hérna" sagði hann drafandi röddu.
"Þau fara fram til að sækja sultu en koma svo til baka með lýsi. Fimm lítra dunk" !
.
.
Minn maður var í hörku vímu.
Hann sagði ýmislegt sem ég vil ekki setja á blað af ótta við að skemma mannorð hans.
En það er ekki að furða þótt maðurinn hafi bullað ef rétt reynist sem hann sagði:
"Hjúkrunarkonan ætlaði að gefa mér þrjár Paratabs og eina kæruleysistöflu...... en hún gaf mér þrjár kæruleysistöflur og eina Paratabs".
Og svo brosti hann eins og engill.
.
3.4.2010 | 11:00
Ökklavesen.
Ég var að lesa fréttir á Vísi.is. Sagt er frá því að fimmhundruð manns hafi verið hjálpað niður af Fimmvörðuhálsi. Fréttin endar á þessum málsgreinum:
.
"Skoðunarferðir göngufólks Þórsmerkurmegin leiddu til þriggja óhappa í gærkvöldi. Á níunda tímanum var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að flytja mann sem hafði ökklabrotnað í Strákagili.
Um tíuleytið barst önnur hjálparbeiðni, vegna konu sem hafði snúið ökkla á Heiðarhorni. Þriðja beiðnin um sjúkraflug til gosstöðvanna í gærköldi var vegna manns sem hafði snúið ökkla á fæti. Sú beiðni var raunar afturkölluð þar sem önnur þyrla, sem var að flytja ferðamenn, tók að sér það sjúkraflug".
.
Er eitthvað athugavert við fréttina ?
.
.
2.4.2010 | 21:26
Ókeypis skemmtun.
Hversu óþekkur getur einn hundur verið ?
.
Ég sagði við hann í gær:
Segðu voff.
Segðu voff.
Segðu voff.
Og þá sagði hann:
Mamma.
.
Annars höfðum við mjög gaman af hundinum fyrir nokkrum dögum. Fjölskyldan hafði ákveðið að leigja mynd á Skjánum. Við fundum mynd og horfðum á sýnishorn af henni. Sýnishornið byrjaði með dyrabjölluhringingu....... ding dong........
...... og hundurinn hljóp geltandi til dyra.
Það fannst okkur svo fyndið að við spiluðum sýnishornið 20 sinnum í röð.
Á endanum var hundurinn farinn að fatta að eitthvað var bogið við þetta allt saman. Hann sá auðvitað að við hlógum og hlógum í staðinn fyrir að fara til dyra.
Við erum nefnilega vön að fara til dyra.
Hann hætti að gelta en rak til málamynda upp smá bofs...... in case
..... ef einhver væri nú að hringja dyrabjöllunni.
.
.
Þarna uppgötvuðum við að skemmtun þarf ekki að kosta neitt.
Það kostar sko ekkert að horfa á sýnishornin á Skjánum.
.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði