Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Steindauðir peningar.

 

Þúsundkallarnir mínir liggja báðir í buddunni án nokkurs lífsmarks.

Ég hef reyndar aldrei átt lifandi peninga en sumir segja að tiltölulega einfalt sé að lífga við dauða seðla.

Það vefst að minnsta kosti ekki fyrir Hannesi Hólmsteini, syni Gissurar, sem hefur ítrekað sagt að enginn vandi sé að lífga peningana við og hann tjáir sig um það síðast í dag, 17. júní 2010: 

"Góðærið 1995–2004 átti sér eðlilegar skýringar, ekki síst þá, að dautt fjármagn lifnaði við, um leið og það komst í eigu einstaklinga".  (Tilvitnun sótt HINGAÐ)

 

.............................

En það er sama hversu mikið ég reyni og reyni, mínir aurar eru eins steindauðir og risaeðla á gapastokk.

.

lauzan_deadwalkc5 

.

Björgólfur sendi sína milljarða til peningahimna þegar þeir dóu.  FootinMouth

Hvað á kona að gera sem er kannski búin að ganga með lík í buddunni í marga mánuði ?

Það er hrikalega erfitt að átta sig á hvenær best er að jarðsetja fjármagnið því ég hef ekki hugmynd um hvenær þúsundkallarnir dóu.  Crying

 


Púst.

 

 

Oftast blogga ég á léttari nótum en stundum þarf að slá á þyngri nótur, þótt ekki sé nema til að halda sér í formi.  Tounge 

Stundum þyrmir yfir mann vegna óréttlætis og spillingar sem virðist meiri en nokkurn óraði fyrir.  
Í rauninni finnst mér alveg borðleggjandi að nokkrir aðilar hafi gerst sekir um landráð.  Ef það, að leggja fjárhag þjóðar sinnar í rúst og eyðileggja orðspor okkar og trúverðugleika, á örskömmum tíma,  kallast ekki landráð.... hvenær á þá orðið landráð við ?  

Ég ætla ekkert að skafa af því og segi að ég fyrirlít þá aðila sem komu þjóðinni í þessa stöðu.

Í mínum huga eru þeir gjörsamlega siðlausir einstaklingar sem eiga og þurfa að bera ábyrgð gjörða sinna og það sem fyrst. 

Ég held að ein af mörgum mistökum fyrrverandi ráðamanna hafi verið þegar einkahlutafélög með mjög takmarkaðri persónulegri ábyrgð voru lögleidd.  Skúrkarnir hlaupa með eignir og skuldir milli fyrirtækja og bera enga persónulega ábyrgð á gjörðum sínum.  Þannig óábyrg hegðun getur ekki leitt til góðs.  Enda hefur það nú rækilega sýnt sig.   Og við lesum um það daglega.  GetLost

Foreldrar mínir kenndu mér í æsku að ég bæri ábyrgð á gjörðum mínum.

Hvurskonar uppeldi fengu sumir embættismenn og útrásar-drullusokkar ?   Maður spyr sig !

.

Þá hef ég pústað aðeins....W00t.... og til að ná niður blóðþrýstingi, vil ég enda pistilinn.... þar sem ég las mönnum pistilinn....... á nokkrum ljúfum myndum.   Smile

 

.

Bæði 

.

Alexandra 

.

Tevez 

.

kúr 

.


Margt merkilegt á netinu.....

 

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir viðskiptabankana berjast gegn frumvarpi sem miðar að því að bæta stöðu skuldara gagnvart lánveitenda. Samkvæmt frumvarpinu er lögð til sú breyting að lánveitandi, sem lánar fé gegn veði í fasteign, megi ekki ganga að öðrum eigum lántakans en viðkomandi fasteign.

 

Þessi frétt vakti ekki endilega sérstaka athygli mína, heldur ein afar merkileg athugasemd við umfjöllun um fréttina.  Hér er úrdráttur úr athugasemdinni;

 

"Hinsvegar var ólögleg eignarupptaka innleidd þegar einokun skammtíma lámarks áhættulánaleiðréttingar var innleidd í lög á Íslandi um 1982. Farið með öll lán sem eins áháð markað eða markaðsgeira hvað varðar lámarks áhættuálag. Ég tel mig vera þann eina sem hef nógu mikla forsenduþekkingu og greind á Íslandi til að gera mér fulla grein fyrir þeirri verðbólguskrúfu og eignarupptöku sem ólögleg niðurfelling verðtryggingarskila heiðarlegrar og skynsamar bókfærslu eða reikningsjöfnuðar hefur í för með þegar ytri markaðir valda kreppu á heimamarkaði í ljósi einokunarinnar til einföldunar græðgi gróða blekkingaforsenda 1% ríkustu aðilanna".

.

Computer_data_180_144 

.

Jasso !

Ég verð að taka undir orð þessa manns.  Hann er örugglega sá eini á Íslandi sem hefur nógu mikla forsenduþekkingu og greind til að skilja sjálfan sig. 

Ég er að minnsta kosti alveg mát þegar kemur að því að skilja hvernig honum tekst að orða hlutina svona.  Shocking

 


Hvurskonar viðskiptasiðferði !

 

Fyrirtækið Samson lánar eigendum sínum peninga, m.a. til að kaupa annað fyrirtæki, rétt áður en það fer í þrot.

Hvurskonar viðskiptasiðferði er það ?  Angry

........................

Eins og flestir vita stofnaði Baugur fyrirtækið Hagar og færði allar Bónus verslanir sínar yfir í Haga áður en Baugur varð gjaldþrota.

Ekki nóg með það heldur hefur heyrst að þeir hafi stofnað annað fyrirtæki sem yfirtók skuldir Bónusverslana.

Samkvæmt því eiga Hagar eignir Bónusverslana og eitthvað annað fyrirtæki á skuldir þess.

Debet í einu og kredit í öðru !

Hvurskonar viðskiptasiðferði er það ?  Angry

............................

Ef einhver stjórnmálamaður rekur nefið inn á þessa síðu, þá skora ég á viðkomandi að leggja fram lagabreytingu þess efnis að "Verði eignarhaldsfélag gjaldþrota megi viðkomandi stofnendur þess ekki stofna fyrirtæki næstu 2-3 árin"  og  "Að hver maður megi aðeins eiga eitt fyrirtæki - nema með sérstökum undanþágum frá Fjármálaeftirliti eftir ýtarlega skoðun".

.

Og mér er nett sama um allt frelsiskjaftæði.   Þeir sem berjast fyrir slíku fyrir fjármálamenn ættu frekar að einbeita sér að búðarþjófum.  Veita þeim þá líka frelsi til athafna.  Wink

Það þarf eitthvað að gera til að stöðva menn sem rústa fyrirtækjum eins og ekkert sé á kostnað landsmanna og stofna svo bara ný...... og ný......... og ný....

.

enron_ken 

.

Mér var kennt þegar ég var lítil að maður bæri ábyrgð á sínum skuldbindingum.  Punktur !

.

P.S.  

Ég er veik (og þessvegna læt ég svona)  en kvarta ekki,  því krónan er veikari.  
Hefði líka getað komið í veg fyrir veikindin með góðri vírusvörn.  Whistling

.

 


mbl.is Dapurlegar fréttir af Samson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innistæðulaust spaug.

 

Seðlabankinn mat stöðu Sparisjóðs grínista og nágrennis þannig á föstudag að hann gæti ekki staðið við skuldbindingar gagnvart lesendum sínum.

Skemmtilegtheit Sparisjóðs grínista og nágrennis hafa verið undir lögbundnum mörkum.

Í svari SGON sl. miðvikudag benti Sparisjóðurinn á öflugan brandara sem lausn á vanda félagsins.  Seðlabankanum fannst hann ekkert fyndinn.

Seðlabankinn benti á að ólíklegt væri að brandarar og ljóð bættu tilveru lesenda og auk þess væri ávaxtakarfan ekki nógu góð.

Fram kemur að Sparisjóðurinn hefur takmarkaða getu til að vera fyndinn frá degi til dags.

Því hefur Sparisjóður grínista og nágrennis ákveðið að hafa lokað þegar hann er í fýlu.

.

H2 

.


mbl.is Gat ekki staðið við greiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er dýrt að vera vitlaus.

 

Við landsbyggðarfólkið erum heppin.

Góðærið náði ekki til okkar sem þýddi þá að við höfðum enga peninga til að kaupa hlutabréf fyrir sem aftur leiddi svo til þess að við töpuðum litlu.  Maður stórgræðir á að græða ekki.  LoL  Hverjum hefði dottið það í hug ?

Og það var fleira sem mér datt ekki í hug.  FootinMouth  Til dæmis að ég væri ábyrgðarmaður fyrir einhverja Lukkuláka sem ég þekki ekki græna baun. 

Vúúúú, ef ég hefði bara vitað.  Cool  Þá hefði ég sent bréf til þeirra og sagt;

"Kæru félagar.

Nú vil ég ekki skrifa upp á fleiri íslenska banka í útlöndum nema ég fái eins og eina góða veislu í staðinn.  Einn Elton John eða Mike Oldfield upp á svið".  Jamm, eða eina skútusiglingu.  

.

sunset_sailing 

En nei.  Þar sem ég var vitlaus og vissi ekki neitt í minn haus, fékk ég nákvæmlega ekkert fyrir minn snúð.  Ekki einu sinni svið.  Pouty    Því verð ég sjálf að baka mína snúða í framtíðinni og lofa sjálfri mér því að hætta að skrifa upp á víxla fyrir bláókunnuga menn.

.

Skammast´ín Anna að gera svona.  Angry 

 

 


Er þetta okur eða er þetta rán ?

 

Einu sinni á minni lífsleið, hef ég þurft að ráða mér lögfræðing.  Ekki ætla ég að útlista hér hvers vegna, heldur aðeins að deila með ykkur reikningnum sem ég fékk frá honum.

Reikningurinn var sundurliðaður og eitt atriði vakti sérstaka athygli mína;

Reynt að hringja í Önnu                           kr. 5000,-  (og síðan kom vaskur ofan á það)

Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hef ég séð jafn mikið eftir því að hafa ekki verið með símann á mér. Frown

Það kom nefnilega önnur lína á reikningnum...... hringt í Önnu           kr. 5000,-

.

telephone%20ringing%20twn 

.

Nú.... skoðum málið aðeins betur.  Ég tók tímann á - að reyna að hringja í einhvern sem ekki svarar -  og fékk þá útkomu að ef maður hringir sex hringingar,  tekur það hálfa mínútu. 

Og haldið ykkur nú !  Miðað við ofangreint dæmi er lögfræðingurinn, eða lögfræðiskrifstofan, með sexhundruðþúsund krónur á tímann.  Shocking   Plús vask.

.

Æhhhh, ég vona að strákarnir á lögfræðiskrifstofunni muni eftir að greiða símareikninginn.  Wink


Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband