Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Samsæri !

 

Það þarf enginn að segja mér að þetta sé tilviljun. GetLost

 

Áðan tók ég ákvörðun um að fara í sólbað.

Opna því ferðatöskuna og fer að leita að stuttbuxunum mínum.

Ég gramsa og gramsa en án árangurs.

Þá staldra ég við og hugsa. Woundering

Ég man að ég þvoði þær nýlega.

Eftir allmargar mínútur og örfáar vangaveltur fann ég þær !

Stuttbuxurnar földu sig á bakvið peysu úti á snúru.

Ég sem hafði ætlað að taka þær með í hestaferð en mundi svo ekkert eftir þeim....... sem kom ekki að sök, því í hestaferðinni mundi ég ekki eftir að hafa ætlað að nota þær. Wink

En nú er ég búin að finna stuttbuxurnar mínar og svo þarf sólarvörn og "feita strák" (fatboy) sem ég ligg oft á.  Síðan læt ég vatn í glas og tölti út. 

Já, nú sé ég fram á samverustund með gula kjánanum.

Og hvað gerist þá ?

 

getimage

 

Jú, koma ekki skýin og stilla sér upp á milli mín og sólarinnar.

Ég er að segja ykkur það;  Þetta gerist of oft til að það geti verið tilviljun.

 

 


Home sweet home.

 

Það þarf varla að segja frá því að hestaferðin var hrikalega skemmtileg.

 

2860

 

Í hópnum voru öflugri bullarar en ég.  Eiginlega var ég hundvenjuleg miðað við suma þarna. GetLost

Við máttum ekki hafa háreysti eftir klukkan 11.30 svo eftir þann tíma höfðum við lágreysti.

Annars ætla ég ekkert að segja ykkur meira....... lærði nýlega að vera með stæla;

No comment !  Tounge


Opið hús.

 

Svo skil ég eftir smá dót fyrir mýsnar, sem að ég veit að fara á stjá, þegar ég er að heiman.  LoL     (þetta er sko mús líka)

 

 

 

mouse

 

 


The next greatest poet in Iceland, ever.

 

Örlítil töf á brottför hjá mér..............

 

Í gærkvöldi vann ég ljóðakeppni Bratts !  Wizard

Fyrir smá heppni og heilmikið smjaður fyrir yfirdómaranum, tókst mér að krækja í titilinn:

 

The next greatest poet in Iceland, ever.

 

Verðlaunaljóðið var ort í mikilli geðshræringu.  Brattur bloggvinur minn var að heiman og ég saknaði hans ýkt, geggt mikið.  Var eiginlega með tárin á nefbroddinum.

Hér kemur ljóðið - með leyfi Bratts ?  

 

Ég beið þín lengi, lengi:

 

Ó hve létt er þitt skóhljóð

ó hve lengi ég beið þín

ó ég er að verða snaróð

ó ég skammast svo mín

ó ég meiddi mig í fingur

ó ég er jú vitleysingur

en svo kemur þú á bloggið

hér á bloggið til mín

 

Um verðlaunarkvæðið segir Brattur yfirdómari: Höfundur tjáir sig á Ó-venju opinskáan hátt með mörgum Ó-um og fjallar um innstu tilfinningar með nýjum blæ sem ekki hefur áður sést í kveðskap. Það væri nú meiri andskotans dómarinn sem ekki félli fyrir þessu.

 

Í öðru sæti varð Halldór en hann sýndi ómótstæðilega takta á köflum.  Hann sveiflar manni á milli Aspar og Ösku þannig að ógleymanlegt er.  Maður er eiginlega kominn í lendarskýlu í huganum.

 

Þriðja sætið kom verðskuldað í hlut Kristjönu.  Hún hefði örugglega unnið ef hún hefði ekki þurft að fara á klóstið.

 

Ægir hlaut verðlaun líka.... "langvinsælasti keppandinn".

 

Brattur minn !  Þú ert flottastur.  Wink

 


Ágætu bloggvinir.

 

 

Ég ætla að ríða fram á sunnudag......

 

.... og frábið mér allan dónaskap á minni bloggsíðu á meðan.  Wink

 

 

%7B4b15bb43-fe3d-498d-b3d8-f1f9ffe17b85%7D_141-snaef_3

 

 


Föngulegir íslenskir karlmenn á lausu.

 

Fyrirsögnin er ekki gripin úr lausu lofti......

Guðjón bloggvinur kom færandi hendi með hana,  í síðustu athugasemd. Smile

 

love-birds

 

Þannig er mál með vexti, að ég er á lausu.  Já, það er með eindæmum, ólíkindum og fádæmum !

Ég hef auðvitað verið að rýna í kringum mig - án þess að sjá mikið - og með dræmum árangri.

 

Nú er það ekki svo, að ég sé kröfuhörð.  GetLost    Eiginlega er ég bara með tvær kröfur.....

 

Ég ætlast til að maðurinn sé ekki áberandi asnalegur.  

 

Og svo á hann bara að vera hreinn sveinn á mínum aldri.  InLove

 

THAT IS ALL !


Ekki lýgur Mogginn.

 

 

Það er svo gaman að hugsa.  Smile

Jafnvel þótt það komi nánast aldrei neitt vitrænt út úr því.

 

Fyrir mig, nærsýna manneskjuna, er það alveg hulin ráðgáta hvað leynist úti í geimi... eða hefur verið hingað til.

 

Það hafa samt komið fréttir í Mogganum af geimskipum og marsbúum - og ekki lýgur Mogginn !

 

Þessvegna hef ég verið að hugsa dálítið um það.

 

Og núna veit ég að Morgunblaðið er best í öllum geimnum.  Grin

 

Með viðhöfn, legg ég fram sönnunargagn númer eitt.......

 

 

 

 

gollum


Vöknuð !

 

Jæja sko.

Í gærmorgun sagði ég "morgunstund gefur gull í mund".

Núna vaknaði skjátan klukkan sex.  Pinch  ....... og er í sumarfríi !

Er þetta merki um að ég sé að verða gráðug á gullið ?  Gasp

Eða er ekki allt í lagi heima hjá mér ?

Augnablik !

Jújú, allt í ró og spekt og hundurinn hrýtur frammi.

Hef víst aldrei sagt ykkur að hundurinn hrýtur alveg ótrúlega hátt.

Við erum að tala um 8 desibil.  LoL

Hvort ætti ég að fara með hann til háls- nef og eyrnalæknis eða dýralæknis ?

Það bitnar á ykkur að ég get ekki sofið.

Þvílíkt endemis buddl.  Blush

 

Castafiore

 

Best ég reyni að syngja mig í svefn.


Blogg-forystugrein.

 

Ég veit ég er sauður (hrútur) en forystusauður í bloggforystu..... held ekki.  Grin 

Var beðin að birta eftirfarandi texta:

 

Er hægt að biðja bloggforystuna að biðja ALLLLLLLA sem vettlingi geta valdið, að mæta á Laugardagsvellinum annaðkvöld til að styðja unglingalið stúlkna 19 ára í fótbolta. Þær eru að fara að keppa við Noreg.

 

Mér finnst nú samt skrýtið að þurfa að vera í vettlingum í þessu blíðviðri.  Woundering

 

 


Ég komst á kelerí í gær.

 

Mér finnst gaman að umgangast mér eldra fólk.

 

Í gærkvöld fékk ég í heimsókn fjórar konur með meðalaldur nálægt sjötíu árum.

Við hlógum allar og skemmtum okkur mjög vel.

Eldra fólk er almennt umburðarlyndara en það yngra.

Það er líka þroskaðra og veit svo margt.

 

Þegar þær fóru,  knúsuðu þær mig allar eina bunu.

Og þegar tvær þeirra tóku utan um mig aftur, gat ég ekki orða bundist:

"Þetta fer að verða kelerí stelpur"  Blush

 

Allt er betra en ekkert !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 342782

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband